Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Page 10

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Page 10
loks landssamtök stéttanna: Alþýðu- samband Islands og Vinnuveitenda- félag íslands. Á síðari árum hefur það farið mjög í vöxt, að þessum heildarsamtökum hafi verið fengin til meðferðar lausn vinnudeilna á einstökum stöðum víðs- vegar um landið. En þróun þessara baráttuaðferða er ekki þar með lokið. Styrkur íslenzku verklýðssamtak- anna er orðinn það mikill, að ekki aðeins einstakir atvinnurekendur standa, hver um sig, vanmegna gegn þeim, heldur finna einnig heildar- samtök atvinnurekendanna sig knúin til að leita meira og meira stuðnings þess bakhjarls, sem er þeirra síðastur í þessu efni (af innlendum aðilum), þ. e. a. s. ríkisvaldsins sjdlfs. Það er mjög athyglisvert, að á þess- um síðustu tímum hafa allar vinnu- deilur, sem nokkra almenna þýðingu hafa haft, orðið að harðvítugum átök- um milli verklýðssamtakanna og ríkis- valdsins. Gleggstu dæmin um þetta eru vinnudeila „Dagsbrúnar“ sumarið 1947, þegar ríkisstjórnin skipaði svo- kallaða „sáttanefnd“, sem hafði það hlutverk eitt að hindra mögulegt sam- komulag milli verkamanna og at- vinnurekenda — enda varð sú nefnd ekkert riðin við lausn deilunnar, að lokum — og vinnudeila verklýðs- félagana hér á norðurlandi, við síldar- bræðsluverksmiðjurnar, sem liáð var um sama leyti, þar sem sátta- semjari ríkisins er, í upphafi deil- unnar, látinn virða að vettugi sjálfs- ákvörðunarr étt verkl ýðssamtakanna og beita rótgróið verklýðsfélag aug- ljósu ofbeldi — sem ríkisvaldið var svo vitanlega reiðubúið til aðstaðfesta, og reitt var sem sverð að höfði verk- lýðssamtakanna í endanlegum samn- ingum um lausn vinnudeilnanna. Það finnast að vísu nokkur eldri dæmi þess, að ríkisvaldið hafi veitt atvinnurekendum aðstoð, gegn verka- lýðnum, í vinnudeilum — og þá eink- um í formi lögregluaðstoðar og annars liðsafnaðar. En það, sem nú er nýtt í baráttuaðferðinni, er það, að ríkisvald- ið gengur beinlínis fram fyrir skjöldu atvinnurekendanna — hefur forystuna i baráttunni gegn hagsmunum verka- fólksins. Þetta kemur lika fram á fleiri vegu og með enn berari hætti. Það er alkunnugt, að ríkisstjómin og skjólstæðingar hennar, stóratvinnu- rekendur, undu ekki vel úrslitum vinnudeilnanna sumarið 1947, sem fyrr voru nefndar — og hugsuðu verk- lýðssamtökunum þegjandi þörfina, þegar betur blési. f skjóli minnkandi atvinnu, með haustnóttunum, skyldi hefja nýja herferð gegn verklýðssam- tökunum, og freista þess, hvort ekki mætti þá koma fram fyrirætlunum afturhaldsins, um rýrnandi kjör fólks- ins. Skipulagsbundið voru félög at- vinnurekenda, víðsvegar um landið, látin segja upp samningum sínum við verklýðsfélögin — og allt búið til or- ustu. En þá kom óvænt strik í reikning- inn: Vetrarsíldin gekk í lið með verk- lýðssamtökunum! Draumur valdhaf- anna, um atvinnuleysi, rættist ekki. Öll vinnuveitendafélögin, sem voru nýbúin að segja upp samningum sín- um við verklýðsfélögin — samkvæmt skipun — endurnýjuðu þá óbreytta. — Herferðinni var aflýst, í því formi, sem fyrirhugað hafði verið. En þegar ékki þótti fært að fara þessa venjulegu leið, til þess að koma fram lækkun á kaupi verkafólksins, þá var leitað nýrra ráða. Ríkisvaldið, sem í ársbyrjun 1947 hafði ráðizt að hagsmunum alþýðunn- ar með þeirri stórfelldustu tollahækk- un, sem þingsagan kann frá að greina, og sem á miðju því ári hafði mistek- izt að hindra verklýðssamtökin í því að bæta launþegum þá kjararýrnun, sem tollahækkunin olli — sem á haust- nóttum ha'fði gugnað við opinn hern- að gegn verklýðssamtökunum — lauk árinu með því að láta þjónustumenn auðvaldsins, á Alþingi, setja lög um það, að laun íslenzkrar alþýðu skyldu lækka um 8þá% — og rauf þar með gerða samninga milli atvinnurekenda og verklýðssamtakanna. Þannig leysti ríkisvaldið, í þetta sinn, óhjúpað og opinskátt, viðfangs- efni atvinnurekendastéttarinnar, í við- skiftum hennar við verkalýðinn og samtök hans. Þegar slíkar bardagaaðferðir and- stæðinga verkalýðsins eru athugaðar — þegar séð er, að þeir beita allri póli- tískri orku sinni gegn faglegri liaráttu verkalýðsins — er þá hægt að efast um það, að faglega baráttan verður einnig að hafa pólitískt markmið — og póli- tíska leiðsögu, sem ekki missir sjónar á því marki, þrátt fyrir önn og erfiði líðandi stundar. Nei, það er ekki hægt að efast um það. Og hver getur annast þá pólitísku leiðsögu? F.r hennar að vænta frá einhverjum Jjeirra pólitísku flokka, sem standa að þeirri ríkisstjórn, er þannig hefur ráð- izt að hagsmunum verkalýðsins? 10

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.