Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Side 11

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Side 11
Nei, hverjum getur dottið slík fjar- stæða í hug! Þeirrar leiðsögu er aðeins að vænta frá þeim flokki, Sósíalistaflokknum, sem ávallt hefur stutt verklýðssamtök- in, með ráðum og dáð, og a. m. k. beitt sér eftir megni gegn þeim árásum ríkis- valdsins á verklýðssamtökin og hags- muni launþega, sem lýst var hér að framan. Þess vegna er Sósíalistaflokkurinn verðmætasta eign verklýðssamtákanna, eins og sagt var hér að framan. Og því ósvífnari og lævísari sem árásir liins sameinaða afturhalds verða, á lífskjör fólksins og ákvörðunarrétt verklýðssamtakanna, því vandasamara verður við þeim að bregðast — og þá um leið því meira gildi hinnar póli- tísku feiðsögu. Sósíalistaflokkurinn hefur vaxið ört þennan eina áratug, sem hann hefur starfað. Fylgi hans með þjóðinni er tiltölulega mikið. Hann hefur unnið sér traust þroskaðasta hluta verklýðs- stéttarinnar. En betur má, ef duga skal. Nú, þegar allir hinir pólitísku flokkarnir hafa svarist í fóstbræðralag, um ríkisstjórn, sem einkum keppir að því tvennu: Að rýra lífskjör launa- stéttanna í 'landinu og að selja nýfeng- ið sjálfstæði þjóðarinnar — og sem, til þess að auðvelda sér þessi áform, hefur, með alls konar bolabrögðum, troðið ernidrekum sínum alla leið upp í forystu heildarsamtaka verka- lýðsins — þá er íslenzku alþýðunni lífs- nauðsyn að efla forystuflokk sinn, Sósía'listaflokkinn, meirá en nokkru sinni fyrr. Gera hann ekki aðeins að þeirn fræðilega sterka flokki, sem hann er, ekki aðeins að þeim tiltölu- lega fylgisríka flokki, sem hann er — heldur að þeim flokki, sem allur fjöldi íslenzkrar alþýðu fylki sér um, til varnar og sóknar í baráttunni fyrir mannsæmandi lífi í okkar fagra og náttúruauðuga landi — til varnar því, sem þó er okkur dýrmætast af öllu: Sjálfstœði þessarar þjóðar. ! Rósberg G. Snædal: Áhorfand i Þú áhorfandi að heimsins hildarleik, hvað hindrar þig að svara tímans kalli, þó lönd og álfur myrkvist ragnareyk og ríki eyðist — heilar þjóðir falli? En hvar sem saklaus þolir þrælatök og þjáðar sveitir ofurliði verjast, er þeirra fall og dauði sjálfs þín sök, er situr hjá og lætur aðra berjast. Um hug þinn enginn hirðir eða veit, er horfir þú úr fjarlægð yfir sviðið. Þú sérð, þín biðu fögur fyrirheit, en fyrst, er hið rétta augnablik var liðið. Og þínu marki þokast’ alltaf fjær, og þínar sakir verða fleiri og stærri. Því bróðir þinn, sem bleikur hné í gær, hann bað um hjálp, en þú varst hvergi nærri. Því gengurðu ekki fram og ljærð þeim lið, sem leitast við að skera burtu meinin? Þeir hafa aldrei haslað neinum svið, sem hlífðust við að taka fyrsta steininn. Þinn tími fer í tilgangslausa bið, og tækifærin gullnu notarðu’ eigi. Þú hörfar undan — kaupir falskan frið, — en fallið bíður þín á næsta degi. En þér er gefin skynjun, vit og vald að velja og hafna — sigra eða tapa. Þín saga verður sókn eða undanhald: að sækja upp á tindinn — eða hrapa. Þér stoðar aðeins stefna, ekki trú, og stundar hik er sama og gálgafrestur. Því leiksvið heims er einnig þitt — og þú ert þátttakandi, en ekki hlutlaus gestur. Forsiðumyndirnar eru af „Verkamannin- um“ eftir sjómarinadeiluna 1936 og kröfu- göngu verklýðsfólaganna 1. maí 1948. 11 iiiiiiimiiiiimiuiiri niiiiHiiiiiniiiiiMiiiiiiiimiiiiimiiiiiiniiiiimnMiiiii

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.