Verkamaðurinn - 22.12.1948, Side 12
GUÐMUNDUR SNORRASON:
Hvers er aö minnast?
Samein ingarflokkur alþýðu—Sósíal-
istaflokkurinn átti tíu ára afmæli þann
24. október s. 1. Hann var stofnaður
fyrir forgöngu ýmissa mætra karla og
kvenna úr hinni vinnandi stétt lands-
ins, enda valdi hann sér þegar í upp-
hafi það hlutverk, að helga alla krafta
sína alþýðunni.
Þó að 10 ár séu að vísu ekki langur
tíma á mælikvarða veraldarsögunnar,
og eigi sé lík’legt, að 10 ára unglingur
hafi unnið stórkostleg afrek, þá er það
samt þannig, að unglingurinn hefur
fyrir löngu vakið á sér allmikla eftir-
tekt fyrir heiðarlegan og drengilegan
málflutning. Það er gamall og sígildur
siður á slíkum tímamótum sem þess-
um, að staldra við, líta yfir farinn veg,
safna saman ’lærdómum fenginna
staðreynda og draga ályktanir þar af.
Einnig eftir föngum að skyggnast
fram á leið, til þess ef verða mætti
unnt að glöggva sig nokkuð á því, sem
framundan er. sérstaklega myndi það
í þessu tilfelli hin brýnasta þörf. Slík-
ur er a. m. k. háttur hins hyggna.
Með stofnun Sameiningarflokks al-
þýðu — Sósíalistaflokksins, var stigið
eitt hið hamngjudrýgsta spor fyrir al-
þýðu þessa lands. Eða: Hvaða íslenzk-
ur stjórnmálaflokkur hefur staðið trú-
legar á verðinum fyrir alhliða umbót-
um fyrir hina vinnandi alþýðu, þeirra
manna og kvenna, sem skapa auðinn?
Hvort heldur málin voru sótt á vett-
vangi hinnar síngjörnu, óheilbrigðu
stjórnmála í sölum Alþingis eða utan
þeirra, eða í harðvítugum verkföllum
stéttarfélaganna, þegar máske um smá-
vægilega kauphækkun og kjarabót var
að ræða? Enginn.
Hvaða annar stjórnmálaflokkur hef-
ur sett sér það takmark, að fá völdin
hendur alþýðunnar? Enginn.
Rödd flokksins í þessi tíu ár lref-
ur verið sem rijdd hrópandans úr
eyðimörkinni, varandi við blekking-
arstarfsemi fjárplógs-þjónustumann-
anna, vísandi veg samúðar, samstarfs
og réttlætis: veg sósíalismans.
Þau árin, sem flokkurinn tók þátt
í ríkisstjórn, vann hann með miklum
dugnaði að því, að skapa hér mjög víð-
tæk og varanleg atvinnuskilyrði, hina
svokölluðu nýsköpun. Hugtak flokks-
ins hefur meðal margs annars verið
þetta: Næg atvinna handa öllum. Því
meira sem unnið er, því meiri tekjur
þjóð'ar og einstaklinga. Óþarft er að
rekja sögu nýsköpunarinnar, alþjóð er
hún kunn.
Allir vita, að núverandi ríkisstjórn,
sem fyrst og fremst er fulltrúi sín-
girnis og sérhagsmunamannanna, þ. e.
stóreignamannanna og stjórnar landi
voru með hagsmuni þeirra en ekki al-
þjóðar fyrir augum, vinnur markvisst
að því, að eyðileggja nýsköpunina og
skapa atvinnuleysi hjá alþýðunni, ein-
faldlega vegna þess, að það samrýmist
ekki ,,prógrammi“ peningavalds-
klíkunnar, að alþýðan megi verða efna-
lega sjálfstæð, af þeirri ástæðu, að þá
fari hún að hugsa, en við það missa
þeir herrar réttinn, sem þeir þykjast
eiga til að hugsa fyrir hanal!
Mjög athyglisvert er það, að allir
hinir stjórnmálaflokkarnir standa nú
saman sem einn maður í ófyrirleitinni
og skefjalausri herferð á hendur
Sósíalistaflokknum. Sækja þeir nú að
honiim með æði villidýrsins, bæði með
kjafti og klóm. Mun mega rekja ræt-
ur þessa til hins bandaríska forseta
Trumans, svo að fyrirmyndin er fög-
url! Sérstaklega eru það kaldhæðnis-
leg örlög, að svo kallaður Alþýðu-
flokkur, sem einnig telur sig sósíalist-
iskan umbótaflokk, og þykist vera að
vinna fyrir alþýðuna, skuli hafa for-
ystuna í hinni æðisgengnu herferð, en
ef til vill veitist honum það til vork-
unnar, að hann á nú ekki lengur önn-
ur sjónarmið en þau, að útvega sínum
útvöldu sálum þægileg, vellaunuð em-
bætti og „bittlinga" í einhverri mynd.
Framsóknarflökkurinn, sem áður
fyrr var nokkur umbótaflo’kkur og
þóttist eiga einhverjar hugsjónir,
hefði á margan hátt getað unnið með
Sósíalistaflokknum, en til þess skorti
hann bæði drengskap og heilindi.
Hann befur enda fyrir longu misst
sjónina og þreifar sig nú áfram í
myrkviði sinna eigin skapadóma.
Tvennt situr þó eftir í kolli karls:
Annað er öfgafullt hatur á Sósíalista-
flokknum, og hitt að tilbiðja banda-
ríska auðvaldið, sem sína ódauðlegu
fyrirmynd. ('Framhald á bls. 20).
12