Verkamaðurinn - 22.12.1948, Qupperneq 14
JÓHANN J. E. KÚLD:
Lýðræðisást
(Sögubrot)
Hallur Steinsson, ritstjóri „Lýð-
ræðisblaðsins" hrökk upp með and-
fælum í rúmi sínu og þurrkaði kaldan
svitann af enninu. Þetta var Ijóta líð-
anin. Var það martröð eða eitthvað
slíkt, sem ásótti hann?
„Er eitthvað að þér góði minn? Þú
ert búinn að kveikja ljós og klukkan
er varla hálf fjögur,“ spurði Svan-
hildur 'kona hans um leið og hún reis
upp við dogg með stírur í augum. I
málróm konunnar vottaði fyrir leiða
yfir því, að vera vakin upp af værum
draumi. Hallur ritstjóri andvarpaði
og réri fram í gráðið.
„Líklega hefur þetta verið martröð“
anzaði hann eins og annars hugar.
„Dreymdi þig illa?“ spurði konan,
sem líka var sezt upp í rúminu. Það
var ekki fyrr en Svanhildur hafði end-
urtekið spurninguna, að Hallur svar-
aði.
„Já, mig dreymdi illa,“ mælti hann
og lagðist á þá hliðina, sem sneri að
konunni. „Mig dreymdi, að ég var
staddur á Lækjartorgi og þar var ver-
ið að hengja menn.“
„Voru það ekki bara helvítis komm-
ar, sem verið var að hengja?“ skaut
Svanhildur inn í.
„Heldurðu að mér hefði þá liðið
svo illa í svefninum, að ég er nú allur
í einu svitabaði? Sérðu ekki hvernig
ég er útlits, kona?“
„Jú, en ég hélt að þú hefðir orðið
hræddur," anzaði konan.
„Ég hræddur!“ Það var reiði í rödd
Halls, þegar hann hreytti þessum orð-
um út á milli tannanna. „Nei, það
var verið að hengja alla okkar beztu
menn,“ sagði hann og lagði áherzlu á
orðin.
„Jæja,“ anzaði konan.
„Þú segir bara jaja við því, þegar
beztu menn þjóðarinnar eru hengdir.“
„Þetta er bara marklaus draumur,
þú hefur sjálfsagt ekki þolað að heyra
fréttirnar frá Tékkóslóvakíu, enda
voru þær ljótar," sagði konan og
strauk hendinni um holdugan vanga
mannsins. Hann sefaðist við það og
varð einlægari í tilsvörum.
„Ég get ekki meira en ég geri til
að bjarga lýðræðinu," sagði hann og
hallaðist nær konunni, „hvenær hef
ég talið eftir mér vökur og erfiði, þeg-
ar velferð föðurlandsins hefur krafist
þess? Aldrei! ég segi og skrifa, aldrei!“
„En það er eins og ekkert dugi til,“
anzaði konan.
„Þeir verða að styrkja okkur meira
að vestan, enda er þetta orðin alþjóða-
barátta, sem krefst ótakmarkaðs fjár.
Við þurfum að gefa út tvær útgáfur
af „Lýðræðisblaðinu" á hverjum degi,
mánudagana líka.“ Hallur sagði þetta
meira við sjálfan sig en konuna. Svan-
hildur strauk vanga mannsins blítt
um leið og hún sagði:
„Já, hvað ætli stórveldi muni um
að bæta við þessa skitnu fimm þúsund
dollara, sem þið fáið á mánuði....
Það er næstum skömm að því, að þú
skulir heldur ekki hafa fengið nema
þessa fimm hundruð dollara á mánuði
fyrir allt þitt mikla erfiði í þjónustu
þessara herra.“
„Þú verður að skilja það kona, að
þjónustan við gott málefni, en ekki
peningarnir, freistuðu mín í þessari
baráttu.“
„Mikið ertu dásamlegur,“ sagði
konan og kom nær manni sínum.
„Vestrænt lýðræði, það er kjörorð
dagsins, um það stendur slagurinn,"
anzaði Hallur og færðist nú allur í
aukana. Svo hélt hann áfram og drýg-
indabros færðist yfir holdugt og
skvapakennt andlitið:
„Svo satt, sem ég heiti Hallur
Steinsson, svo skal það verða ég, sem
hlýt verðlaun Trumans fyrir beztu
skri'fin á íslandi gegn kommúnistum.“
„Hver er svo munurinn á vestrænu
og austtænu lýðræði?“ spurði Svan-
hildur og leit með aðdáun á mann
sinn.
,,Ha? hvað ertu að segja, veiztu ekki
hver er munurinn er á austrænu lýð-
ræði og vestrænu?“
„Nei, þú hefur aldrei útskýrt það
fyrir mér.“
„Austrænt lýðræði er sama og ein-
ræði,“ sagði Hallur.
„Hvað er þá einræði?“ spurði kon-
an.
„Einræði væri hér, ef sjóararnir,
bændalyddurnar og slorlýðurinn af
eyrinni tækju ráðin í sínar hendur og
færu að stjórna eftir sínu höfði. Þá
yrði allt tekið af öllum og ekkert frelsi
væri lengur til. En vestrænt lýðræði,
það er sama og sjálft frelsið. Og frelsið
veitir þeirn tækifæri, sem hafa gáfur
og þor til að nota sér það.“
Hallur hafði talað sig heitan, en svo
var allt í einu eins og skugga drægi
yfir andlitið. Hann sá draumsýnina
frá Lækjartorgi ljóslifandi fyrir sér.
Augun ranghvolfdust í höfðinu á hon-
um. Hann hvæsti út á milli samanbit-
inna tannanna um leið og andlitið af-
myndaðist:
„Helvítis kommúnistarnir! helvít-
is kommúnistarnir! Ég drep þá! Ég
drep þá!“
Öðruvísi mér áður brá!
Árið 1919 flutti Jörundur Brynjólfsson
frumvarp á Alþingi urn 8 stunda hvíldar-
tíma á sólarhring á íslenzkum togurum.
„Verkarnaðurinn", þá undir ritstjóm Hall-
dórs Friðjónssonar, segir þannig frá því, 31.
júlí 1919:
„Úr Reykjavík
Jörundur Brynjólfsson flytur frumvarp
um átta stunda hvíld í sólarhring á íslenzkum
togurum. Vigurklerkurinn hamast gegn
frumvarpinu á Alþingi og kallar það
Bolschevisma. Morgunblaðið skrifar hverja
greinina eftir aðra móti lögunum. Verka-
mannafélagið hefir samþykkt einróma til-
lögu með lagafrumvarpinu.
(Fréttar. V.m. i Reykjavík)“
Skyldi Alþýðuflokkurinn hafa tekið ein-
hverja stefnubreytingu i þessu máli á þeim
29 árum, sem liðin eru síðan þessi grein
var skrifuð?
14