Verkamaðurinn - 22.12.1948, Síða 15
ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR:
A1 þýðukona,
látla meira að þér kveða
í stjórnarskrá okkar er ákvæði unr
prentírelsi, sem tryggja á þegnunum
rétt til að koma hugsunum sínum og
skoðunum á prenti út til fjöldans.
í þrjátíu ár hefur verkalýður Akur-
eyrar háð harða og þrautseiga baráttu
fyrir þvi, að geta hagnýtt þennan rétt,
þetta tjáningarfrelsi. Auðvelt hefur
það ekki verið fyrir il'la launaða og
stundum atvinnulausa menn, karla og
konur, að gefa út blað, þó að lítið
væri. Það er ójafn leíkur í hinum
borgaralegu þjóðfélögum, blaða- og
bókaútgáfan. Auðbórgarinn hefur alla
möguleikana sín megin: Vélar, pappír,
starfslið, allt, sem peningar geta veitt.
Aróðurstæki borgaranna eru þar sterk
og virk: Ausið er út yfir landsbyggð-
ina moldviðri ósanninda og blekk-
inga. Loftið er lævi blandið. Villt er
um hvern þann einstakling, sem ekki
er á verði gegn hinni andlegu árás
stéttarandstæðingsins, og ekki er brynj-
aður þekkingu og stéttvísi. Erfðileik-
ar þeir, sem eru á blaðaútgáfu fyrir
alla alþýðu, eru ein höfuðástæða fyrir
því, hvað fáar konur gefa út blöð, til
að ræða bæði sérmál kvenna og al-
menn þjóðmál. Jafnvel konur yfirstétt-
arinnar, sem að öllum líkindum ættu
að hafa aðgang að þeim auðlindum,
sem auðborgararnir ausa af til sinnar
áróðursstarfsemi, hagnýta sér ekki
þessa möguleika, annað hvort af
áhugaleysi, eða eru þar ráðum bornar
af körlunum.
Þrátt fyrir það, sem áður er sagt,
gætu konur látið oftar til sín lieyra í
blöðum og tímaritum, en þær gera.
Sérstaklega er það hættulegt þjóð-
félagslega séð, hvað hinar vinnandi
konur, hvort heldur er í bæ eða sveit,
eru lengi að brjóta af sér fjötra hins
hefðbundna vana og láta draga sig í
sérstaka þjóðfélagsdilka. Koriurnar eru
nú á leiðinni að drepa sig úr dróma
þess sinnuleysis um opinber mál, sem
vaninn hefur skapað. Tími er kominn
til þess, að þær taki virkan þátt í fram-
kvæmdarstarfi að sköpunar þeirrar
framtíðar, sem bíður barna þeirra;
það er ekki nóg að slíta sér andlega
og líkamlega upp til agna með dag-
legu striti og starfi fyrir börn og heim-
ili. Horfa síðan á eftir börnum sínum
út urn hverfi stórspillts auðvaldsþjóð-
félags, sem þær Iiafa gefið karhnönn-
unum umboð til að skapa. Það er
kunnara en frá þurfi að segja, að karl-
ar, en ekki konur, skipa ábyrgðarstöð-
ur þjóðfélagsins, í gegnum þeirra
greipar renna allir þræðir atvinnu,
fjármála og menningarlífs þjóðarinn-
ar. Það má líka fullyrða, að þeir liafa
engan áhuga fyrir því, að gera konur
þátttakendur í stjórn þessara mála; því
verður það að sjál'fsögðu að vera þeirra
sjálfsverk. Konur tuttugustu aldarinn-
ar hafa enga afsökun fyrir afskipta-
leysi sínu, þær hafa öll skilyrði til að
fylgjast með og þjáffa sjálfstæða hugs-
un, því hljóta þær að bera ábyrgð á
því, sem er að gerast í dag í okkar
litla þjóðfélagi. Þær, sem eru meiri-
hluti þjóðarinnar, geta ráðið úrslitum
í þeirri baráttu, sem er háð um það,
hvort landið okkar, með öllum sínum
gögnum og gæðum, fegurð og yndis-
leik, og öllum sinum börnum, verður
selt af nokkrum spilltum kögurmenn-
um á vald hins magnaðasta afturhalds
og auðvalds, sem nú drottnar í heim-
inum, eða hvort fólkið sjálft, hin heil-
brigða, vinnandi alþýða, tekur stjórn
sinna mála, varðveitir fengið frelsi
lands síns og hagnýtir sér gæði þess.
Nú, á þessum tímamótum í ævi blaðs-
ins okkar, ,,Verkamannsins“, ættu
akureyrskar alþýðukonur að taka
ákvörðun sína með það, að framvegis
verði fleiri raddir frá þeim á síðum
hans, en hingað til, og þannig að taka
virkan þátt í þeirri baráttu alþýðunn-
ar, sem framundan er.
Elímbet Eiriksdóttir.
Stofnþing Alþýðusambands Norðurlands 1947.
15