Verkamaðurinn - 22.12.1948, Síða 18
rísk herstöð. En þetta nægði Banda-
ríkjaleppunum ekki. Síðastliðið sum-
ar var Marshall-samningurinn undir
ritaður. Til slfkrar undirskriftar hafði
ríkisstjórnin einga hemild, enda er
samningurinn freklegt brot á iögum
landsins og stjórnarskrá. Svo mikið
hefur ekki einu sinni verði viðhaft,
að leita samþykkis Alþingis fyrir þess-
ari samningsgerð.
VERKAMAÐURINN hefur talið
sér skylt að berjast ákveðið gegn báð-
um þessum samningsgerðum. Hann
liefur ætíð talið sér skyldast að virða
sjálfstæði þjóðarinnar ofar öllu öðru,
og það mun ætíð verða fyrsta skylda
hans, a. m. k. meðan hann er hönd-
um núverandi útgefenda. VERKA-
MAÐURINN nrun ætíð berjast gegn
hvers konar réttindaafsali í liendur
gírugum heimsvaldasinnum, og gegn
n n 7 o o o
öllum yfirgangi erlendra ríkja.
Baráttan fyrir bættum kjörum al-
þýðunnar og einingu innan verkalýðs-
samtakanna hefur verið og verður ann-
að stærsta mál blaðsins, enda bein af-
ieiðing af hinu fyrra. Því aðeins að
til sé í landinu róttæk og samhent
verkalýðsstétt, er til grundvöllur til
bættra kjara til handa öllum almenn-
ingi, hækkandi lífsstigs, aukinnar
menntunar og vaxandi velgengni. Þá
fyrst skapast sá jarðvegur, sem nauð-
synlegur er til undirbúnings ríkis
sósíalismans, og þá ná áhrif afturhalds
og fasistaflokka minnstum áhrifum
meðal alþýðunnar.
Alþýða Akureyrar! VERKAMAÐ-
URINN hefur, frá því fyrsta, að hann
hóf göngu sína, verið þitt málgagn,
þitt blað. Það er ekki lítill sigur, sem
unnizt hefur með því, að hægt hefur
verið að halda blaðinu úti í þvínær
aldarþriðjung. En þessi sigur er því,
og því einu, að þakka, að alþýðan
hefur frá því fyrsta verið boðin og
búin til að leggja fram það, sem til
þurfti til þess að blaðið kæmi út, og
að til voru menn, sem skildu þýðingu
blaðsins og fórnuðu því öllum sínum
kröftum og fjármunum. Hið mikla og
óeigingjarna starf þessara manna fær
alþýðan seint goldið að verðleikum.
Við sósíalistar getum nú litið björt-
um augum á framtíðina. Það dylst eng-
um, sem einhverja þekkingu hefur á
eðli og lögmálum þjóðfélagsins, að
kapitalisminn lrefur nú lifað sitt feg-
ursta, að dagar hans eru senn taldir.
Stríðsæsingar og gauragangur auð-
valdsríkjanna sýnir þetta meðal ann-
ars.
Jafn ljóst er, að það þjóðskipulag,
sem við tekur, er þjóðskipulag sósíal-
ismans. Þó að svo kunni að virðast
við skjóta yfirsýn, að ríki sósíalismans
geri ekki betur en halda í horfinu,
verður þó augljóst, ef litið er yfir at-
burði síðustu áratuga, að sósíalisminn
er í sókn, hraðri sókn. Engum, sem
í raun og sannleika kynnir sér málin,
dyljast yfirburðir ríkja sósíalismans á
öllum sviðum. Þeir yfirburðir eiga
eftir að koma enn betur í ljós á næstu
árum.
VERKAMAÐURINN mun fram-
vegis, sem hingað til, telja sér það
flestu öðru skyldara, að vinna að efl-
ingu sósíalismans á íslandi, hann mun
berjast fyrir því af öllu því afli, sem
hann hefur yfir að ráða, að skapa á
íslandi ríki alþýðunnar — ríki sósíal-
ismans.
Þórir Daníelsson.
| ÞRJÁTÍU ÁR AÐ BAKI |
(Framhald af bls. 4) “
mll IIHIIIIII Hl III V ' llllllllllllllllll.
aldar. Sú var tíðin að ritstjóri „Verka-
mannsins" birti feitletraðar dánar-
minningar um helztu forustumenn
afturhaldsins á forsíðu blaðsins und-
ir tví- eða jafnvel þrídálka fyrirsögn,
sem annars var mjög fátíð í þá daga.
Gekk þessi snobbháttur jafnvel svo
langt, að í eitt skipti þöktu ein slík
minningarorð alla forsíðu blaðsins!
Var við öðru að búast en að maður,
sem þessháttar hugðarefni áttu svo
sterk ítök í, hafnaði að lokum sem
vikapiltur á feigðarskútu íhaldsisn?
Barátta „Verkamannsins“ á liðnum
árum hefir ekki einvörðungu verið
háð gegn yfirstéttinni og fyrir bætt-
um kjörum verkalýðsins, heldur hefir
blaðið einnig þurft að berjast gegn
erindrekum hennar innan vébanda
verklýðssamtakanna. Þetta er saga sem
verklýðsstétt allra landa þekkir í sínu
heimalandi. „Verkamaðurinn“ hefir
einnig orðið að heyja harðvítuga og
þrautseiga baráttu fyrir tilveru sinni.
Með auglýsingabanni og hatrömmum
áróðri hafa andstæðingar hans reynt
að kyrkja blaðið. Stéttaþroski verka-
lýðsins hefir ætíð reynst sterkari í
þeim átökum. Alþýðan hefir ætíð
reynst blaðinu öruggur bakhjallur
þegar mestu erfiðleikarnir hafa steðj-
að að því. Alþýða Akureyrar hef-
ir haft glöggan skilning á því, að
„Verkam." hefur verið skjól hennar og
skjöldur og hinn bitrasti brandur þeg-
ar harðast hefur verið sótt að henni.
Má óhætt fullyrða að án „Verkam.“
hefði alþýða Akureyrar ekki borið sig-
ur úr býturn í hinum harðvítugu
vinnudeilum, sem háðar hafa verið
hér. Krossanesverkfallið, Novudeilan,
Dettifossslagurinn, sjómannadeilan,
Iðjuverkfallið, þessi harðvítugu stétta-
átök og „Verkam.“ er tvennt, sem er
óaðskiljanlegt.
Og nú eftir þrjátíu ár er sótt harðar
og af meiri lævísi, undirferli og svik-
um að verklýðssamtökunum en ef til
vill nokkru sinni fyrr. Þrír stjórnmála-
flokkar hafa svarist i fóstbræðralag um
að gera landssamtök verkalýðsins að
fótaþurrku útgefenda Vísis og Morg-
unblaðsins. Alþýðuflokksforustanleik-
ur hlutverk hins klyfjaða asna í þeim
gráa leik. Svo djúpt er forusta þessa
flokks sokkin.
En eitraðir rýtingar Alþýðuflokks-
forustunnar og stórskotalið faktúru-
falsaranna mun ekki nægja til að kné-
setja alþýðusamtökin. Undir öruggri
forustu Sósíalistaflokksins mun hið
vinnandi fólk að lokum standa yfir
höfuðsvörðum hins þríhöfðaða þurs,
og í þeim átökum, hvort sem þau
verða stutt eða löng, mun sannast að
„Verkam.“ mun eins og liingað til
reynast alþýðu Akureyrar og nágrenn-
is ómetanlegt vopn í vörn og sókn.
Jakob Árnason.
Morgunblaðifi kallar frumvarpið um átta
stunda hvíldartíma á íslenzkum togurum
Bolschevisma. Hvaða isma mundi þá „mál-
gagn svívirðingarinnar" kalla lagafrumvarp
um átta stunda vinnutíma á sólarfiring.
(Verkam. 14/8 ’19 Ritstj. H. Friðjónsson
18