Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Qupperneq 19

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Qupperneq 19
JÓN RAFNSSON: Árnaðarósk Mér er það sérstök ánægja og lieið- ur að mega í nokkrunr orðum tjá blað- inu „Verkamanninum" virðingu mína og árnaðarciskir á 30 ára afniæli þess. Allir, sem til þekkja og tala vilja af lieilum hug, hljóta að Ijúka upp ein- um munni um það, að „X'erkamaður- inn“ hefur frá því er hann fyrst hóf göngu sína og til dagsins í dag. verið óbrigðull og sívakandi málstari vinn- andi fólks og sósíalisntans. Eg hef um rúmlega tuttugu og fimm ára skeið verið lesandi „Verka- mannsins“ að staðaldri, og á því tíma- bili raft og tíðum haft náin kynni af honum, gæti eg rifjað upp úr sögu hans fjölda dæma er tala sínu skýra máli þessu til sönnunar. Einkum verða mér ntt minnisstæðir atburðir eins og t. d. Krossanessverk- fallið sumarið 1930, Slátuifnissverk- fallið á Akureyri 1932, Novudeilan 1933, atvinnuleysingjabaráttan og hin svokallaða Borðeyrardeila lí)34. Allir þessir atburðir einkenndust af hörð- um átökurn milli atvinnurekenda og verkafólksins, þar sem verkalýðurinn þurfti ýmist að verja eða sækja frum- stæðasta rétt sinn. — í öllum þessum baráttum reyndist „Verkamaðurinn" sverð og skjöldur alþýðunnar. Sumar þessar deilur mega teljast með harðvítugustu stéttaátökum í sögu þjóðarinnar. Blöð Akureyrar, frá ,,íslendingi“ til „Dags“ og „Alþýðu- mannsins“, lögðust þá öll gegn mál- stað verkafólksins, og eggjuðu fast til ofbeldisaðgerða gegn stéttarsamtökum þess, að undanteknu einu. Höfuðstaður Norðurlands átti þá eitt blað, sem stóð með verkafólkinu gegn hinum öllum. — hað var „Verka- maðurinn". Hann reyndist þá eigi aðeins þess BJÖRN JÓNSSON: Án „Verkamannsins í þrjá tugi ára heíur „Verkamaður- inn“ verið eitt bitrasta vopn norð- lenzkrar alþýðu í baráttu hennar fyrir mannsæmandi lífskjörum og mann- réttindttm. Aldrei, þann tíma, lrefur liann brugðist því hlutverki sínu, að llytja mál hins vinnandi fólks og hef- ur þannig átt sinn mikla þátt í þeim stórfelldu umbótum á kjörum alþýðu Kröfuganga verklýðsfélaganna 1. maí 1948 umkominn að bera högg og lög and- stæðingsins af málstað fólksins. Hann var jafnframt hinn sameinandi og leið- andi kraftur, sem verkalýður Akureyr- ar og alþýða á mest að þakk.i sigra sína í þessum deilum. Slíkur hefur hlutur hans verið til þessa dags, í öllum þeim sigrum, stór- urn og smáum, sem alþýða Akureyrar og víðar norðanlands liefur unnið á hinum ýmsu sviðum. Um leið og eg árna „Verkajnannin um“ allra lieilla á komandi tímum, vil eg sem starfandi maður í heildarsam- tökum verkalýðsins, tjá honum sér- staklega hjartfólgnar þakkir fyrir hinn ómetanlega þátt hans í sköpun hinnar stéttarlegu einingar alþýðunnar á landsmælikvarða. Jón Raftmon. manna, sem verkalýðshreyfingin hefur knúð fram síðustu 30 árin. Um langt skeið var „Verkamaður- inn“ gefinn út af Verkalýðssambandi Norðurlands og alla tíð hefur hann helgað hinum faglegu málum verka- lýðsins mikinn hluta af rúmi sínu, enda hefur hann verið tengdari verka- lýðsfélögunum en flest önnur blöð, sem alþýðan hefur haldið úti, Ritstjór- ar hans Iiafa t. d. flestir veriö atkvæða- menn í samtökum verkamanna, svo sem bræðurnir Friðjónssynir, Einar Olgeirsson, Steingr. Aðalsteinsson og Jakob Árnason, og forustumenn og áhugamenn verkalýðsfélaganna hafa ætíð átt greiðan aðgang að blaðinu, hvort heldur var til sóknar eða varnar í hagsmunabaráttunni. Ófá eru dæmi þess, að blaðið hefur bókstaflega ráðið úrslitum í hörðustu stéttaátökum hér norðanlands, með skörulegum og snjöllum málflutningi. Vafalaust má telja útilokað að Krossanessverkfallið, Novudeilan og Iðjuverkfaliið liefðu borið þann árangur, sem raun varð á, 19

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.