Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 5
VERKAMAÐURINN 22. des. 1950 5 land, sem hefur verið yfirgefið, er skipt á milli fátækustu bændanna. Jarðarfarargjöld og vextir af lánum hafa verið lækkaðir til mikilla muna, hvort sem greitt er í pening- um eða afurðum landsins. „Hlið þekkingarskortsins“ Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem stríðið skapar, vinnur þjóð Viet- Nam að því með undraverðu þol- gæði og dugnaði að leysa þýðingar- mestu vandamálin í sambandi við almenna menntun íbúanna, kenna öllum að lesa og skrifa og byggja upp þjóðlegan iðnað. í litlum bæ gekk ég ásamt nokkr- um vinum mínum út á torgið. Markaðurinn er fyrst opnaður að kvöldinu, þegar ekki er lengur hætta á loftárásum. Hann liggur í úthverfi bæjarins. Að torginu liggja tvær götur, önnur þröng, hin breið. Yfir breiðu götunni er áletrun með stórum bókstöfum. Aðeins þeir, sem geta lesið það, sem þar stendur fá að fara í gegn. Þeir, sem ekki geta lesið áletrunina eru sendir um þröngu götuna, sem kölluð er „Hlið þekkingarleysisins,“ og er farið er eftir henni kemur maður ekki til torgsins, heldur til staðar, þar sem hægt er að læra lestur og Þetta er ein þeirra mörgu aðferða, sem notaðar eru til þéss, að fá fólk- ið til að læra lestui og skrift. Landeigendum er gefin fyrirskip- un um að kenna verkafólki sínu lestur og skrift. Ef þeir láta þessa skyldu undir höfuð leggjast, eru þeir sviptir vinnukraftinum í marga daga. Hin þjóðlegu menningarmið- stöð sendir verkafólkið þá til sér- stakra skóla og vinnuveitandinn verður að greiða kostnaðinn. Fyrir stríðið var 90% þjóðarinn- ar fullkomlega ólæs og óskrifandi. Nú þegar eru mörg héruð í landinu, þar sem allir eru læsir og skrifandi. Sá er árangur erfiðis stjórnarvald- anna. Skólar i skóginum Hefurðu gert þér ljóst, að á yfir- ráðasvæði Viet-Nam er háskóli með öllum venjulegum deildum, og að í þessum háskóla eru fleiri stúdent- ar en í háskólanum í Hanoi, þar sem Frakkar ráða? Hefurðu gert þér ljóst, að í hverju þorpi, sem Viet-Nam ræður yfir er alþýðuskóli? Eg heimsótti lista- og bókmennta- skólann. Eins og flestar aðrar menn- ingarstofnanir er hann langt inni í skógi. En hversvegna inni í skógi? spyrð þú máske. Að sjálfsögðu til varnar gegn loftárásum og skyndiárásum vélaherdeilda. Æðri menntastofn- anir, ráðuneytisaðsetur og aðrar slíkar stofnanir eru dreifðar víðs- vegar um skóga Viet-Nam og þann- ig verndaðir fyrir árásum fjand- mannanna. Að sjálfsögðu eru einnig til borg- ir í landinu. í sumum þeirra, sem ég heimsótti voru mörg þúsund í- búar. En steinhúsin eru öll hrunin til grunna og rústirnar þaktar hita- beltisgróðri. Húsin hafa verið eyði- lögð af eigendunum sjálfum, oft vel stæðu fólki, til þess að Frakkarnir gætu ekki, ef þeir skyldu hernema bæinn, notað þau sem vígi. Fyrrverandi íbúar þessara tiltölu- lega þægilegu steinhúsa, hafa nú útbúið sér bambuskofa til að búa í. Þessi „brenndu jarðar“ stefna var fullkomlega nauðsynleg í upphafi styrjaldarinnar, til þess að erlend- ar hersveitir gætu ekki hreiðrað um sig í bænum. A þeim tíma átti her Viet-Nam ekki nein þung hergögn svo að það hefði verið miklum erf- iðleikum bundið að gera árásir á slík virki. Þjóðlegur iðnaður í skóginum sá ég einnig starfandi verksmiðjur. Já, það eru starfandi iðjuver í Viet-Nam. Starfsemi þeirra var flutt úr bæjunum, þegar stríðið blossaði upp árið 1946. Eg sá prentsmiðjur, pappírsverk- smiðjur og efnaverksmiðjur. Þessar iðngreinar hafa hver um sig meira en þúsund verkamenn í þjónustu sinni. Mesta undrunarefnið er án efa hergagnaiðnaðurinn, sem veitir tug- um þúsunda verkamanna atvinnu. Ungir drengir og stúlkur standa við vélarnar við hlið gamalla faglærðra og þjálfaðra verkmanna, sem hafa komið til verksmiðjanna í skógin- um frá hersetnum bæjum. Þærfram leiða vopn og skotfæri handa hern- um, og framleiðslan eykst stöðugt, þrátt fyrir erfið lífskjör og slitnar vélar, þrátt fyrir slæm flutningaskil- yrði og skort á hráefni. Dugnaður og orka verkafólksins og verkfræðinganna í Viet-Nam, hugmyndaauðgi þeirra og áhugi sigrast á öllum erfiðleikum. Verk- smiðjurnar í skóginum framleiða ekki aðeins skotfæri, fallbyssukúlur og kúlur í skriðdregabyssur, heldur einnig fallbyssur af mörgum stærð- um og gerðum. Sannleikurinn um her Viet-Nam Fólk, sem er illa að sér í þessum málum, heldur að her Viet-Nam sé safn af illa vopnuðum og óskipu- lögðum skæruliðasveitum, sem að- eins stunda skæruhernað. Vissulega var þetta einnig svo, fvrst eftir að frönsku stjórnarvöldin hættu skyndilega samningum þann 12. des. 1946 og neyddu stjórnendur Viet-Nam til þess að gefa út fyrir- skipun um almenna mótspyrnu. Þá var meginhluti hers Viet-Nam „sjálfsvarnarsveitir.“ En frá þeim tíma hafa hlutirnir gerbreytzt. Einnig nú eru til staðar ekki svo fáir skæruliðahópar. Eg var svo heppinn að vera viðstaddur þing slíkra hópa, þar sem árangur skæru- hernaðarins í öllu landinu var at- hugaður. I herteknum bæjum, þar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.