Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 3
VEBK AM AÐURINN 22. des. 1950 3 ræskti sig, gekk varlega út úr skápn- um og slapp óséður út á götu. „Eg verð að komast heim eins fljótt og eg get!“ stamaði hann. „Guð veit hvað konan lætur sér detta í hug! Og hvað segir yfirmað- urinn! Gista heila nótt á lögreglu- stöðinni, — þvílík smán! Hæ, öku- maður, akið mér til Tretja Mesjan- skaja!“ „Það kostar tvær rúblur.“ „Hvað er að þér, maður? Þú hlýt- ur að vera viti þínu ijær! Tuttugu og fimm kópekar." „Sjálfur getur þú verið galinn. Og svona karlar þykjast ætla að aka!“ „Þvílíkt svín! Og svo hrokafullur í þokkabót! Langar þig að koma á lögreglustöðina?“ „Ógnarðu niér með lögreglunni, ef mér leyfis að spyrja?“ „Ófétið þitt. Skárri er það nú talsmátinn við embættismann. Þú leyfir þér að vera ósvífinn! Bíðið augnablik, ökumaður, ég verð að skrifa niður númer þitt. Lög- regla!!!“ „Heyrðu væni minn,“ sagði öku- maðurinn af mikilli lotningu. „Hvernig geta menn orðið svona útleiknir, og það á sunnudegi? Eg er allsgáður. Hér er ekki um minna en tvær flöskur að gera! Ætli hann geti gengið uppréttur? Og svo hróp- ar hann: Lögregla!" Maðurinn frá -1905 skrifaði núm- er ökumannsins nákvæmlega og hélt síðan áfram fótgangandi. „Afsakið, félagi. Hvaða leið á að fara héðan til Dimitrofka?" spurði ungur maður, sem hann mætti. ,,Hvað?“ hrópaði eintakið. „Hvern álítið þér mig vera? Þér haldið augsýnilega, að eg sé einn af byltingarsinnunum! Eg er ekki félagi!“ „Nú, jæja þá, borgari. Eg bið af- sökunar.“ „Eg er ekki borgari." „Hvað eruð þér þá?“ „Eg er embættismaður af tólftu gráðu. Riddari af orðu hinnar heil- ögu Önnu, þriðju gráðu. Sú hend- ing, að mér hefur verið haldið inni með byltingarsinnunum, sannar ekkert, ungi maður.“ Ungi maðurinn horfði á rnann- inn frá 1905 með skrítnu augna- ráði og hélt varlega burt. „Þetta er mjög óþægilegt," muldraði eintakið, „að menn skuli á miðri götu ávarpa mig sem „fé- laga“. Ef yfirmaður minn kæmist að þessu, get eg átt von á hverju sem er. Eg verð rekinn. Eg verð að sjá um, að annað eins og þetta end- urtaki sig ekki. .. . “ Hann stakk höndunum dýpra niður í buxnavasana og tók til að syngja „Guð blessi Zarinn.“ „Hæ, blaðadrengur. Láttu mig hafa tvö eintök af „Vegi Rúss- lands“.“ „Af hverju?" ,,„Vegi Rússlands“ segi eg. Láttu mig hafa tvö eintök, nei, segjum heldur þrjú.“ „Eg hef ekki aþð blað.“ „Hefurðu það ekki! Láttu mig þá hafa „Nýja tímann“.“ „Það blað hef eg ekki heldur." „Nú, hvað hefurðu þá?“ ,„,Pravda“, „Rauðu stjörnuna“, „V erkal ýðsblaðið“. ‘ ‘ ,,Ó, þú ósvífni þorpari, bíddu svolítið, stattu kyrr, þú verzlar með ólögleg blöð? Eg skal fara með þig á lögreglustöðina, drengur minn!“ „Til þess hafið þér ekki rétt. Eg greiði minn skatt.“ „Bíddu bara svolítið, — ég skal sjá svo um, að þú fáir ríflegan skatt!“ Síðan skrifaði hann númer drengsins vandlega upp og hélt síð- an áfram á brakandi skóhlífunum sínum. Á framhlið geysistórs húss las hann áletrunina: „Moskva-deild Kommúnistaflokks Rússlands“. „Þeir eru svei mét góðir. . . . og slíkt og þvílíkt er skrifað, þar sem hver og einn getur séð það! Þetta verð eg að skrifa hjá mér. Og gatan. Og húsnúmerið, þetta verður allt að skrifa niður!“ Síðan skrifaði hann þetta í vasa- bókina sína og hélt svo áfram. „Félagi, getið þér gefið mér eld í sígarettuna?“ spurði feitur maður, sem klæddur var í loðfeld úr bjór- skinnum. „Hí, hí. . . . Þér megið ekki mis- skilja. Það hefur ekkert komið fyrir. Eg hef engin sambönd við bannað- an félagsskap, byltingarsinna eða pólitískar klíkur. Eg hef ekkert sam- an við slíkt að sælda og mun ekki skipta mér af hinum svokölluðu „félögum“. Orsök þess, yðar há- göfgi, að eg gisti eina nótt á lög- reglustöðinni eru mjög leiðinleg mistök, óheppileg Jröð tilviljana. Yðar. . . . “ Borgarinn í loðfeldinum flýtti sér burt sýnilega lafhræddur. Þegar safnvörðurinn hafði leitað um alla Moskvu og var nær því genginn frá vitinu, tókst honum loks, seint um kvöldið, sér til mik- illar gleði, að finna hið glataða ein- tak. Eintakið lá á hnjánum á miðju leikhústorginu og sagði grátandi: „Sem heiðarlegur maður lýsi eg yfir. . . . óheppileg mistök. . . . em- bættismaður af tólftu gráðu. . . . eg hef ekki haft samband við neinn. . . Ef eg hef dvalið heila nótt á lög- reglustöðinni, kalla eg guð til vitnis um, að það er sökum misskiln- ings.... Guð blessi Zarinn! En hvað snetrir ökumann nr. 9214 og blaðadreng nr. 12 fljóshærður, 14 ára, bláeygur, án sérstakra ein- kenna), þá veit eg með vissu að þeir taka þátt í þeirri hreyfingu, sér- staklega blaðadrengurinn, sem sel- ur ólögleg blöð. . . . eg get látið yð- ur hafa heimilisfan? Moskva-nefnd- ar Kommúnistaflokksins.... og ef

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.