Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 4
 4 VERKAM AÐURINN 22. des. 1950 v Svipmyndir frá Viet-Nam FERÐAÞÆTTIR eftir Léo Figueres, aðalritstjóra „L’Avant-Garde“, París^ Að aflokinni geysilangri ferð með vörubíl um suðurfylki Kína, náði ég loks landamærum lýðveldisins Viet- Nam. Næstum allra landamæranna er gætt af lýðveldishernum, Frakk- arnir hafa aðeins um tíu stöðvar á sínu valdi. Og þessar stöðvar liggja langt hver frá annari, jafnvelhundr- uð kílóm. Þessar landamærastöðv- ar eru fullkomlega einangraðar og geta aðeins fengið birgðir loftleiðis, þar sem Viet-Nam ræður yfir svæð- inu í kringum þær. Yfir landamærastöðvunum blakt- ir þjóðfáni Viet-Nam, stór gul stjarna á rauðum feldi. Á einni landamærastöðinni sá ég í fyrsta sinni áletrunina, sem við síðar átt- um síðar eftir að rekast svo oft á: „Alþýðulýðveldið Viet-Nam — Sjálf- stceði — Frelsi — Hamingja. Þegar við vorum komnir yfir landamærin ferðuðurhst við marga daga og hundruð kílómetra til suð- urs, ýmist á hestbaki eða gangandi. Það, sem fyrst og fremst vakti at- hygli okkar í frelsuðu héruðunum var sú ró og það skipulag, sem þar var á öllum hlutum. Ég gat ferðast frjáls og óhindraður hvert á land sem ég vildi og hvort heldur sem var um daga eða nætur. Einasta hindrunin voru loftárásir Frakka, sem stundum neyddu okkur til að leita skjóls í bambuskofunum. Ég gat ekki varizt því að hugsa um þvætting frönsku stjórnarvald- anna og yfirlýsingar um, að hersveit- irnar, sem sendar eru til Viet-Nam, „eigi að koma aftur á kyrrð og skipulagning. Hér er kyrrð og góð skipulagning — einmitt hér, þarsem engar nýlenduhersveitir eru. Það, sem bœndurnir höfðu að segja Við áðum í litlu sveitaþorpi, til þess að hestarnir og einnig við sjálf- ir gætum hvílst. I veitingahúsi feng- um við fyrsta flokks kínverska súpu fyrir nokkur dong fnýja myntein- ingin, sem lýðræðisstjórnin hefur tekið upp). Að máltíðinni lokinni talaði ég við nokkra bændur, sem leituðu skjóls í veitingastofunni fyrir skyndilegri regnskúr. „Eigið þið ekki við mikla erfið- leika að etja?“ spurði ég. „Vantar ykkur ekki mat?“ „Nei,“ sögðu þeir. „Að sjálfsögðu verðum við að fara sparlega með matinn. En við erum tilbúnir til að vinna dag og nótt, ef það yrði nauð- synlegt, en það verður engin hung- ursneyð." Á leið okkar gegnum hvert sveita- Jiorpið eftir annað, sáum við, hversu geysimikla vinnu bændurnir í norð- lægum héruðum Viet-Nam höfðu leyst af hendi. Allt þar til á þessu ári, gaf hin magra jörð þessara hér- aða aðeins eina hrísgrjónauppskeru á ári. Nú hafa bændurnir ákveðið að sá tvisvar á ári eins og gert er í suðlægari héruðunum. Á sama tíma hafa eir hafizt handa um að ryðja óræktarskóga og héfja ræktun grænmetis, mais og manioka. Með- fram veginum eru stórir grænmetis- akrar. Áhugi ríkisstjórnarinnar fyrir hagsmunamálum bændanna hefur aukið afköst sveitafólksins. Land, sem er í eigu nýlenduyfirvaldanna; óðalsherra, sem eru í þjónustu ný- lenduveldanna og ennfremur það eg hef gist í nótt á lögreglustöðinni, þá....“ Margir, sem áttu leið fram hjá, stönzuðu og gáfu honum kópeka. Safnvörðurinn hafði nóg að gera næstu tvær vikur við að gera mann- inum frá 1905 skiljanlegar þær breytingar og byltingar, sem orðið hefðu sl. tuttugu ár. í byrjun þriðju viku fór eintakið að fá fyrstu skilningsglætuna. í lok þriðju vikunnar var hann tekinn í þjónustu ríkisins. Og í byrjun fjórðu viku stóð hann upp í matarrhléinu og sagði við áheyrendur sína; „1905? Auðvitað, auðvitað man eg það. Og eg get bætt því við, að eg hef tekið þát í baráttunni gegn aðlinum. Eg sat meira að segja í fangelsi.... fyrir þátttöku í kröfu- göngu. ... Já, sú var tíðin. . . . en hvað er eg að tala um þetta. Við vorum gamlir byltingarsinnar og við höfðum pískinn stöðugt yfir höfði okkar." Sagt er, að hann hafi komið fram á samkomu, sem haldin var í minn- ingu ársins 1905, og vakið mikla hrifningu. En þetta er ekki alveg öruggt. Allt Iiitt er samt sem áður hug- myndir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.