Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 12.03.1954, Blaðsíða 3
Föstudaginn 12. marz 1954 VERKAMAÐURINN J. D. Bernal, prófessor: Svarið við vetnissprengjiinni Þetta er aðeins sá hluti sögunn- ar„ sem unt er að segja með töl- um. Framlag vísindamannanna er ekki síður í framför að gæðum en að magni. Nú þegar njóta meira en 6,2% af öllum börnum Sovétríkjanna æðri menntunar og í borgunum enn fleiri. Þetta þýðir ekki aðeins þriggja ára til- viljunarkennt nám í líkingu við enska háskóla eða ameríska há- skóladeildir, heldur staðgott fimm ára nám, sem nær sambærilegu marki við meistaragráðu okkar í vísindum. I Sovétríkjunum veita háskólarnir aðeins lítinn hluta af æðri menntuninni. Hin hlut- inn er sérfræðilegri, það eru læknisfræðilegar og búfræðilegar sérdeildir, skólar fyrir fjöllista- fræðinga og verkfræðinga, vís- indaskólar fyrir leiklist og málara list og hljómlistarskólar. En af öllum þessum stofnunum er kraf- ist jafn langs námstíma og til- svarandi mikillar hæfni. Hvernig getur verið mögulegt fyrir Sovétríkin að fá fram slíkan fjölda hæfileikafólks á hinum ýmsu sviðum, þegar því er haldið fram að allt sé uppurið hjá okkur með 3,1% af ungum körlum og aðeins 0,6% af ungum konum, sem fá æðri menntun? Á þessu eru tvær augljósar skýringar. í fyrstalagi . að þessar tölur hafa þar verið tvöfaldaðar, með því að veita konum aðgang að jöfnu við karlmenn og í öðru lagi vegna þess að háskólanemendur og aðrir sem líkt er ástatt um eru ekki sviftir tveim árum eða meira af dýrmætasta námstíma sínum eins og gert er hjá okkur. Af þeim er ekki krafizt annars en að þeir sinni nokkurri grundvallarþjálf- un í háskólunum og mæti til liðs- könnunar einu sinni á ári. En höfuðorsökin liggur dýpra en þær sem þegar hafa verið nefndar; hún er viðurkenning á þeirri sósíalistisku trú að allir, jafnt karlar og konur, geti mennt ast og ennfremur að uppbygging kommúnismans krefst þess að allir hljóti æðri menntun, eins og Stalin sagði. Það er erfitt að sanna að menn séu óhæfir til að menntast, en það er auðvelt að ræna 96% af æskunni í landi okkar æðri menntun, með því að takmarka hjálpartæki hennar og með svokölluðum hæfileikapróf- um. í sosíalistisku landi er hægt að sanna að amk.l0%eru fyllilega hæfir til æðri menntunar og það er gert á þann einfalda hátt að fólkinu er gefinn kostur á mennt- uninni og að henni lokinni eru hæfileikar þess nýttir í þarfir uppbyggingarstarfsins. Ábyrgðin á kennzlunni er lögð á herðar þjóðfélagsins og kenn- aranna, og árangurinn af henni hefir kollvarpað þeirri kenningu um arfgengan vanmátt alþýð- unnar, sem menntunarkerfi okk- ar er byggt á. Ég hefi kynnt mér framkvæmd kennzlumála í Sovét ríkjum ekki aðeins í Rússlandi SÍÐARI GREIN heldur einnig í Georgíu, sem áð- ur var mjög eftir tímanum og undirokuð. Sem dæmi skal nefnt að kennzlutæknin í eðlisfræði- deild háskólans í Tiflis mundu vekja öfund flestra tilsvarandi háskóladeilda í Bretlandi og kennzlan fer fram af þeirri ná- kvæmni og hrifningu sem erfitt væri fyrir okkur að lflcja eftir og og 500 karlar og 350 konur njóta kennzlu þessarar deildar, sem fer fram á þeirra eigin tungu jafnt bóklega sem munnlega. Þar eru fleiri karlar við eðlisfræðinám en við Lundúnaháskóla og meira en fimm sinnum fleiri konur. Og þetta er í landi sem ekki er stærra en Wales og þar sem meiri hluti íbúanna var hvorki læs eða skrif- andi og þar sem ekki var til neinn iðnaður fyrir 30 árum síðan. Hversvegna svo margir eðiis- fræðingarV Já og verkfræðingarn ir, efnafræðingarnir, búfræöing- arnir og læknarnir eru enn fleiri. Þeirra ailra er full þörf. Fyrir þeim öllum standa opnar leiðir til atvinnu við uppbyggingu iðnaðar og landbúnaðar landi þeirra. Það sem verið er að sanna í Sovétríkjunum er það, að vísind- in skapa sósíalismanum lífsskil- yrði og að þjóðfélagið getur ætíð notið vísindanna, þegar það æskir þeirra og getur notfært sér þau. pessi lærdómur gildir ekki aðeins í Sovétríkjunum. Hann er einnig í gildi í Kína og alþýðuríkjunum. í Vestprem, langt upp í sveit í Ungverjalandi sá ég háskóla sem var svo nýr að vinnupallar stóðu um helming byggingarinnar, en innan hennar stunduðu hundruð ungra kvenna og karla úr sveit- unum nám í efnaverkfræði, til þess að verða fær um að vinna við og endurbæta nýju háofnana, olíuhreinsunarstöðvar og alumin- íumverksmiðjur sem allstaðar þjóta upp í landinu. 1 hinum sósíalistiska þriðjungi veraldarinnar hafa menn fundið hvernig á að opna og auka mestu auðæfaforðabúr náttúrunnar, hina ótakmörkuðu möguleika og snilli mannlegs hugar. Það er þetta, sem er að færa vísindum og tækni þessara þjóða yfirburð- ina umfram auðvaldslöndin, eins og þegar er orðið á sviði vetnis- aflsins. Það er ekki aðeins í menntun- inni, sem nýtt eðli sósíalistiskra vísinda kemur fram heldur einnig í rannsóknum og framförum. Félagsskapur æðri vísinda, nýrr- ar gerðar, hef ir vaxið upp og læt- ur til sín taka. Hann er lífvæn- legur kvistur á þeirri gömlu grein hinnar vísindalegu akademium, sem borgarastéttin stofnaði í fyrstu hrifningaröldu sinni yfir visindum 17. og 18. aldarinnar, en hefir síðan hrapað niður í það að vera virðulegur en algerlega áhrifalaus félagsskapur lærdóms- manna. Þessi félagsskapur hefur nú öðlast nýtt líf, því að í fyrst sinni á 200 árum hefir hann hlot- ið mikilVæg og lífræn verkefni til viðureignar. Vísindafélag Sovét- ríkjanna er arftaki vísindafélags Péturs mikla og hann mundi hafa glaðst af því að kynnast því eins og það er nú. Það er nú orðið fjöldi menntafélagahópa sem vinna saman og hafa miðstöðvar sínar í Moskva og Leningrad. Þessi félagsskapur nær yfir allt landið og telur 32,000 vísinda- menn Hann stendur ekki einn í starfi, því hann styðst við smærri félög vísindamanna í tólf lýðveld- um og við sérstofnunirnar land- búnaðar- og læknavísinda. Ég hefi fyrr á árum kynnst nokkru af þeirri vinnu sem stofn- anir vísindafélagsins hafa fram- kvæmt og ég hefi í rauninni fylgst með framförum þeirra sumra í meira en 20 ár, en í síð- ustu ferð minni austur, nú nýlega varð ég undrandi yfir hinni öru þróun síðustu ára, bæði hvað snertir fjölda viðfangsefna og árangra. Það sem ég sá þar, voru vísindalegar rannsóknir, fram- kvæmdar á þann hátt, sem allir góðir vísindamenn mundu óska sér, án alls tillits til kosnaðar og þó án óhóflegrar eyðslu. Enn mikilvægara er það að náðst hef- ir lifandi jafnvægi milli frum- kvæðis einstaklinganna og hug- myndaflugs annarsvegar og skipu lagningar fjöldasamstarfs hins vegar. Baráttuaðferðir vísinda- manna, sem aldrei geta samrýmst stríðandi kröfum auðvaldsins, hafa þar náð fullum þroska. Skýrzlur vísindafélagsins um vísindastörfin í sambandi við hin- ar árangursríku 5 ára áætlanir sanna að matið á hæfni þeirra til lífrænna afkasta hefir vaxið ár frá ári. Forseti vísindafélagsins, pró- fersor Nesmejanov, hefir í síðustu skýrzlu sinni dregið saman í fá- um orðum baráttuaðferðirnar til þess að ná vísindalegum framför- um. (Framhald á 4. síðu). Opinbert uppboð Samkvæmt kröfu Björns Halldórssonar hdl., f. h. bæj- arsjóðs Akureyrar og að und- angengnu lögtaki 19. nóv. 1952, verður krafa H.f. Afls, Akureyri, á hendur Dalvíkur- hreppi, að upphæð krónur 18,000.00, boðin upp og seld ef viðunanlegt boð fæst, til lúkningar ógreiddum gjöld- um til bæjarsjóðs ásamt kosn- aði upphæð kr. 13.421.60 auk kostnaðar við uppboðið, á op- inberu uppboði, sem haldið verður í skrifstofu minni, Hafnarstræti 102, Akureyri, miðvikudaginn 24. marz n. k. kl. 11 f. h Bæjarfógetinn á Akureyri, 9. marz 1954. Friðjón Skarphéðinsson. Spilakvöld Sósíalistafélag Akureyrar hefir spilakvöld í Ásgarði í kvöld kl. 8,30. - Mætið stundvíslega. — Takið gesti með. NEFNDIN. Hraðskákmót Akureyrar hefst í Ásgarði mánudaginn 15 þ. m. Stjórn Skikfélags Akureyrar Skemriítiklúbbur „EININGAR" hefur félagsvist í kvöld í Alþýðuhúsinu kl. 8,30. - Þor- leifur Þorleifsson stjórnar vist- inni. — Verðlaun veitt. — Ýmiss skemmtiatriði. — Að- göngumiðar seldir við inn- ganginn eftir kl. 8 e. h. Nefndin. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIII lltlllllllllllt | Riísafn Jóns Trausta 1-81 Með afborgunum. \ Bókaverzl. Edda h.f. | Akureyri. ?llllHHIHIIMIHMMIHMIIIIIHMIIIIIHHtllHHIHHIIHIIIlliy Til fermingargjafa Xsenn líður að fermingu, veljið í tíma þar sem úrvalið er mest og beztX svo sem hina vinsælu og hentugu: Skatholkomóður, Skrifborð, Rúmfataskápar, stólar, stoppaðir, Fleiri gerðir smá- borð o. m. fl. «*> VALBJORK H.F. Sí Ml 143 0

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.