Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.09.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 10.09.1954, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINft Föstudagin 10. sept. 1954 Tamara Gúséva Tónatöfrar Á vegum MÍR eru staddir á ís- landi tíu boðsgestir frá VOKS í Moskva.VOKS er sú stofnun,sem hefir með höndum að koma á sem mestum menningartengslum milli Sovétríkjanna og annara landa. Blöð og útvarp hafa flutt frá- sagnir af hljómleikum og dans- sýningum listamanna þeirra, sem eru með í förinni og hafa komið fram í Reykjavík, og helztu list- dómarar höfuðstaðarins hafa lok- ið einróma lofsorði á frammistöðu þeirra. Fjórir af þessum góðu gestum komu til Akureyrar síðastl. þriðjudag, og meðal þeirra var píanósnillingurinn Tamara Gú- séva. Hún er enn ung að árurn, en hefir þó þegar hlotið heimsviður- kenningu sem einn af ágætustu píanósnillingum nútímans, og í heimalandi sínu hefir hún verið sæmd hinum mesta heiðri. Á miðvikudagskvöld (8. sept.) hafði Tamara Gúséva píanó- hrjómleika í Nýja-bíó á vegum Akureyrardeildar MÍR. Áheyr- endur voru allmargir, en hefðu átt að fylla hvert sæti, því að hér var slíkur viðburður að gerast. sem enginn sá, er göfugri hljóm- list ann, hefir ráð á að láta fram hjá sér fara. Og hrifning þeirra, sem á hlýddu, var alger. Lista- konan var hyllt með hjartanlegu lófataki og fjölda af gullfögrum blómvöndum. Tamara Gúséva hóf leik sinn með hinni undurfögru, stórbrotnu og átakanlegu Sónötu nr. 14, op. 27, í cis-moll eftir Beet- hoven (Tunglskinssónötunni svo nefndu). í fyrsta þætti sónötunn- ar komu þegar í ljós yfirburðir hennar yfir alla aðra, sem ég^hefi heyrt flytja þetta verk: óviðjafn- anlega þýður ásláttur samfara fyllstu innlifun í sál þessa frá- bæra tónverks: gleðin og fögn- uðurinn yfir fegurð og yndisleika hins skammvinna lífs og sársauk- inn og söknuðurinn yfir hverful- leika fegurðar, ástar og yndis. Og í síðasta þættinum, þar sem hið stórbrotna og ástríðufulla skap Beethovens birtist á tröllaukinn hátt, þar ummyndaðist þessi smá- vaxna og fínbyggða kona svo, að engu var líkara en að við sætum frammi fyrir Beethoven sjálfum. Næst flutti listakonan þrjú lög eftir Chopin: Nocturne, op. 27, í cis-moll, Valz í Es-dur og Bal- lade nr. 1, í g-moll. Þessi meist- araverk hins volduga konungs slaghörpunnar, eins og Chopin hefir verið nefndur réttilega, eru mjög frábrugðin sónötu Beet- hovens, og líka hvert öðru ólík. En Gúséva birtist í hverju beirra í nýju ljósi og flutti þau engu Mótmæla hækkun á lóðaleigu Seint á sl. ári lét bæjarráð framkvæma mat á leigu svo- kallaðra Gránulóða á Oddeyri, en þær höfðu húseigendur á óupp- segjanlegri erfðafestu. Voru lóða- leigurnar hækkaðar verulega í samræmi við hið nýja mat. Var matið látið verka aftur í tímann og hækkunin innhéimt fyrir sl. ár. Lóðahafar hafa nú bundizt samtökum um að mótmæla end- urmati þessu og innheimtu hækk unarinnar á leigunni. Er líklegt að mál þetta komi til kasta dóm- stólanna. miður en sónötuna. Það væri mjög barnalegt að reyna að ákveða, hvert verkið hafi verið bezt flutt. Flutningur þeirra allra var langt ofan við það, sem manni virðist mögulegt tæknilega — reglulegir töfrar. Og hver hefir heyrt þau túlkuð af meiri dýpt og innileika? Að enduðu hléi flutti listakon- an Sónötu nr. 3, eftir hið fjölhæfa og stórbrotna tónskáld: Sérgei Prokofév. í þessu glæsilega tón- verki sameinar tónskáldið ein- kenni hinna söngrænu (melo- disku) og hljóðfallsríku (rhyt- misku) rússnesku þjóðlaga hinni fullkomnustu tónlistartækni, svo að úr því verður frábærlega áhrifamikill hetjuóður. Flutti Gúséva þetta fagra listaverk af slíkri töfra-kynngi, að sá hefir hlotið að vera ,,úr skrýtnum steini", sem eigi varð snortinn. Næst kom „Alborada" eftir Ravel og að síðustu Spönsk rapsodía eftir Fr. Liszt. Eftir því sem píanóleik Liszts hefir verið lýst, var engu líkara en að hann væri sjálfur kominn og seztur við hljóðfærið. Það var eins og Gú- séva hefði margar hendur og mörg hljóðfæri, sem öll sungu, ýmist af jötunefldum krafti eða nær óskiljanlegri mýkt. Og allt var þetta svo unaðst'agurt og full- komið. Þá er listakonan hafði verið ákaft og hjartanlega hyllt, er hún hafði lokið þessu verki,- lék hún aukalag: Ástardraum eftir Liszt, og lagði í það slíka hlýju og inni- leik, að ólíklega verður betur gert. Tamara Gúséva er ágætur full- trúi þeirrar menningar, sem hefir þróazt undir ráðstjórnarskipu- laginu, þar sem alþýðan ræður ríkjum. Þar þurfa gáfuð lista- mannaefni ekki að eyðileggjast vegna skorts á fé til námskostn- aðar, heldur er allt gert til að hlynna að þeim og glæða hæfi- leika þeirra. Þar er viðkvæðið, að gáfur og eðliskostir barna og unglinga séu dýrmætasti auður þjóðfélagsins, og þennan auð verði að vernda og ávaxta, hvað sem það kosti. Til þess sé engin fórn of mikil. Tamara Gúséva er einn af ótal- mörgum snillingum, sem vaxið hafa upp úr jarðvegi hins sam- virka þjóðfélags Sovétríkjanna, — einn af þeim fremstu og einn af beztu listamönnum heimsins. Slíkum listamönnum hljóta allir að fagna. Þeir eru boðberar menningar, friðar og vináttu, þeirra meginþátta, sem gera lífið á jörðunni þess virði, að því sé lifað, og eru þess megnugir að skapa jarðneska Paradís. A. S. Munið hlutaveltuna Hlutavelta Sósíalistafélags Ak- ureyrar verður. haldin 19. þ. m., eins og áður hefur verið skýrt frá. Tíminn til aS safna fé og munum styttist óðum. Hlutaveltunefndin minnir alla flokksmenn og fylgis- menn "a nauðsyn þess að draga ekki lengur að hefjast handa, og að gera skil til nefndarinnar eða skrifstofu félagsins fyrir næstk. þriðjudag. Hlutaveltunefndin. Formaður Vals leiðréttir villandi frásagnir Vinnuveitendaféiagsins Karfaverð hækkar Félag íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda hefur náð sam- komulagi við Sölumiðstöð hráð- frystihúsanna um að greiddar verði kr. 0,90 fyrir hvert kíló af karfa til seljenda, miðað við að karfinn sé kominn á bíl á bryggju. Áour var verðið kr. 0,85, og er því hér um 5 aura yerðhækkun að ræða á karfakílóinu. Kosnir í f jallskilanefnd Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru þeir Helgi Pálsson, Anton Jónsson og Jón G. Guðmann kosnir í fjallskilanefnd til næstu fjögurra ára. Á sama fundi voru kosnir í Matthíasarsafnsnefnd þeir Hauk- ur Snorrason, Steindór Stein- dórsson og frú Laufey Pálsdóttir. Á nefndin að safna þeim munum úr búi sr. Matthíasar, sem unnt er að ná til og falir eru. Formaður Vörubílstjórafélags- ins Vals hefur sent blaðinu eftir- farandi leiðréttingu við skrif Vinnuveitendafélags Akureyrar í „íslending" og „Dag": ,,í síðustu blöðum „Dags" og „íslendings" birtast smágreinar um uppsögn samninga Vörubíl- stjórafélagsins Vals við atvinnu- rekendur og boðun vinnustöðv- unar, hafi samningar ekki tekizt að nýju fyrir 13. þ. m. Þar sem bióðin hafa, því miður, ekki fengio alveg réttar upplýsingar um gang þessa máls, tel eg rétt að leiðrétta stærstu missagnirnar. í fyrsta lagi er það ekki rétt, að allir félagar Vals aki frá sömu bifreiðastöð, enda er öllum sjálfs- eignarvörubílstjórum á Akureyri opin leið að gerast þar félagar, því að félagið er og verður að sjálfssögðu opið öllum þeim mönnum á Akureyri, sem at- vinnu sína hafa af að aka eigin vörubifrcið. Þá má geta þess, að samningum var ekki sagt upp með það fyrir augum, að útiloka nokkra bifreiðastjóra frá vinnu, síður en svo. Allmargir bílstjór- ar, sem voru launþegar fyrir nokkrum árum, hafa eignast sinn eigin bíl og aka honum, og nokkrir hafa stigið sporið til hálfs Koma sovezkra mennta- og lista- manna til Akureyrar Eins og gert var ráð fyrir í síð- asta blaði, komu hingað nokkrir þeirra vísinda- og listamanna frá Sovétríkjunum, sem eru hér á landi í boði MÍR. Þeir komu hingað sl. þriðjudag. Voru það prófessor Sarkísov, formaður nefndarinnar og einn af þekkt- ustu fræðimönnum Sovétríkjanna á sviði læknisvísinda, sérfræð- ingur í heilarannsóknum, með- limur læknaakademíunnar o. m. fl. Prófessor Elísaveta Úsjakova, líffræðingur og sérfræðingur í matjurtarækt. Hún er m. a. með- limur í Æðsta-ráði Sovét-Rúss- lands. Píanóleikarinn Tamara Gúséva, sem er í hópi fremstu píanóleikara og hefur getið sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir leik sinn í fjölda landa. Hún hafði hér píanóhljómleika sl. miðvikudagskvöld, og er dómur um hann á öðrum stað í blaðinu. Elja Hodaréva, sérstakur fulltrúi VOKS (en VOKS er félagsskap- ur, sem hefur á hendi menningar- tengsl Sovétríkjanna við önnur lönd) og enskutúlkur Á þriðjudagskvöld hafði Akur- eyrardeild MÍR kaffisamsæti á „Gildaskálanum" og bauð gestina velkomna. Eyjólfur Árnason, Ás- kell Snorrason, Elísabet Eiríks- dóttir og Stefán Bjarman, ávörp- uðu þá, en prófessor Sarkísov svaraði með stuttri ræðu og flutti kveðjur frá VOKS. Daginn eftir var farið með gest- ina um bæinn og umhverfi. Pró- fessor Sarkísov heimsótti nýja sjúkrahúsið, prófessor Úsjakova skoðaði garða og gróður. Gestirn- ir heimsóttu m. a. Ullarverk- smiðjuna „Gefjun" og Guðmann bónda á SkarSi. Blaðinu er kunn- ugt um, að þeir sáu ekki eftir komu sinni hingað, þótti fróðlegt og ánægjulegt að kynnast lífi og athöfnum í okkar litla bæ norður við íshaf. Einnig er óhætt að full- yrða það, að öll framkoma þess- ara gesta var slík, að þau hvert um sig og öll unnu hugi þeirra, sem áttu þess kost að hitta þau. Héðan fóru þau á fimmtudags- morgun áleiðis til Norðfjarðar. Aðrir af gestum MÍR munu sennilega ekki koma til Akureyr- ar í þetta sinn. Til ísafjarðar fór m. a. sellósnillingurinn Rostropo- vits, en balletdansararnir munu aðeins koma fram í Reykjavík. Það var leitað eftir því, að þeir kæmu hingað, en það strandaði á því að hér eru ekki skilyrði til baHettsýninga. Heimsókn þessara góðu gesta frá Sovétríkjunum og þeirra sendinefnda, sem komið hafa þaðan undanfarið, eru ekki að- eins merkir viðburðir í lista- og menningarlífi okkar litlu þjóðar, heldur hafa þær orðið til þess að lyfta grettistaki úr vegi aukins skilnings á Sovétríkjunum, menningu þeirra og list, og bein- línis og óbeinlínis stutt að aukn- um samskiptum okkar við þessar merku þjóðir. Þá hafa þær ekki hvað sízt orðið til þess að hamla gegn þeim styrjaldaranda og stríðsæsingum, sem óspart er haldið að íslendingum úr öfugri átt. Kirkjan. Messað verður í Lög- mannshhlíð næstkomandi sunnu- dag kl. 2 e. h. og á Akureyri kl. 5 e. h. Séra Þórarinn Þór messar á báðum stöðum. og vantar því aðeins herzlumun- inn til þess að gerast sjálfseignar- vörubílstjórar og ganga í viðkom- andi stéttarfélag með fullum vinnuréttindum og samningum við vinnuveitendur um forgangs- rétt til vinnu, svo sem þegar er orðið á öllum stærri stöðum á landinu. Þá hneykslar það blöðin að við leggjum til að allir þessir bifreiðastjórar aki frá sömu stöð. Það gefur auga leið, að rétt'sé' að allar vörubifreiðir, sem út eru leigðar, séu á sömu stöð, hverju nafni sem hún nefnist, því að það er miklum mun ódýrara í rekstri en ef um margar smástöðvar er að ræða og einnig er það til þæg- inda fyrir notendur bifreiðanna. Og ekki virðist óeðlilegt að stétt- arfélagið reki slíka stoð, svo sem Þróttur í Reykjavík gerir. Víðast hvar á landinu hefur þróunin orð ið sú ,að það er viðurkennt að rétt sé að þeir menn, sem atvinnu hafa af að aka leigubifreið til vöruflutninga eigi sjálfir bifreið- irnar. Og í fjöldamörg ár hefur þetta verið í samningum við Vegagerð ríkisins og verið fram- kvæmt þannig. En þegar stéttar- félag s sjáfseignarvörubifreiða- stjóra á Akureyri fer fram á samninga um það, fyllast vinnu- veitendur vandlætingu og láta blöð sína tala um einokun og hörkulega meðferð. Eg tel rétt að benda á það, að í samningsupp- kasti því er við lögðum fyrir vinnuveitendur er gert ráð fyrir að þeir hafi óbundnar hendur um flutningabifreiðir í eigin þjónustu en það er meira en sagt verður um samninga, sem í gildi eru á sumum öðrum stöðum. Ef vilji er fyrir hendi, er hægt að ljúka þessum samningum á þá leið, að allir vörubifreiðastjórar hér í bænum hafi gott af þeim og sá einn er tilgangur Vals með því að leita nýrra samninga, og þá um leið losa stéttina við það vanda- ræðafyrirkomulag, sem verið hefur á þessum málum að und- anförnu. Jón Pétursson." * KIRKJUBRÚDKAUP. Hinn 27. ágúst sl. voru gift í Akur- eyrarkirkju af séra Friðrik J. Rafnar Jóna IngibjÖrg Guð- mundsdóttir og Ragnar Júlíus- son, Ingimarssonar, Akureyri. * HJÚSKAPUR. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband á Akureyri þessi brúðhjón: Ung- frú Birna Kristjana Bjarna- dóttir og Haukur Otterstedt, starfsmaður hjá Rafveitunni. Heimili þeirra er að Hamarstíg 3, Akureyri. — Ungfrú María Kristjánsdóttir og Víkingur Þór Björnsson bifreiðastjóri. Heimili þeirra er að Munkq- þverárstræti 4, Akureyri. — Ungfrú Kolbrún Kristjánsdótt- ir og Sigurður Þórhallsson bif- reiðastjóri. Heimili þeirra er að Karlagötu 9, Reykjavík.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.