Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 31.08.1956, Blaðsíða 1
vERKflmnDURinn XXXIX. árg. Akureyri, föstudaginn 31. ágúst 1956 27. tbl. AKUREYRINGAR! Með því að lesa Þjoívilj- ann fylgist þið bezt m<.b innlendum sem erlend- um málum. — Áskrifta- sími 1516. Notkun Esperanto fer ört vaxandi 41. þnig esperantista var háð í Kaupmannahöfn dagana 5. ti! 11, 'p. m. Þingað sóttu 2200 fulltrúar frá meira en 40 löndum, og allir gátu talazt við og skilið hver annan erfiðleikalaust. Þar t.öluðu allir sama málið og engra túlka var þörf. Meðal þátttakenda í þinginu var Jakob Árnason, fyrrum rit- stjóri Verkamannsins.— í tilefni þess hefur blaðið leitað frétta hjá honum af störfum þingsins og útbreiðslu alþjóðamálsins. — Eg hef heyrt að þetta hafi verið mjög fjölmennt þing. Hvað geturðu sagt okkur um það, og hvar var það haldið? Jakob Árnason. — Já, þingið var sett í Kaup manna höfn í Konserthöllinni í Tivoli að morgni 5. ágúst, en ann ars var þingið haldið í Danmarks Tekniske Höjskole. — Alls sóttu þingið um 2200 full- trúar víðs vegar að úr heimin- um, og voru þeir frá rúmlega 40 löndum. Var fólk þetta á öllum aldri, en ungt fólk þó einkum áberandi og jafnvel nokkuð af börnum, sem töluðu esperanto Á bökkum Nevufljóts, Leningrad eins og þeirra móðurmál væri. Einnig voru þarna margir pró- fessorar og doktorar og heims- kunnir vísindamenn. — í hverju voru störf þings- ins fólgin? — Yfir 50 fundir voru haldnir og þar flutt erindi og fyrirlestrar um hin margvíslegustu efni. Á eftir erindunum voru iðulega umræður. Tveir fundir voru sér- staklega helgaðir friðarmálun- um. Var annar þeirra skipulagð- ur af borgaralegum esperantist- um, en hinn af samtökum rót- rækra esperantista. Þar var m. a. gerð samþykkt þess efnis, að samtökin beittu sér fyrir því, að það æskufólk, sem hefur í hyggju að sækja heimsmót æsk- unnar, sem haldið verður i Moskvu næsta ár, læri esperanto. Má í því samibandi geta þess, að Æskulýðssamiband Leningrad- borgar hefur gefið út ávarp til æskulýðssamtaka víðs vegar um heim, að hvetja meðlimi sína til að læra málið, í því skyni að nota það á æskulýðsrnótinu, en Æskulýðssamband Leningrad- borgar hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að meðlimir þess læri esperanto fyrir mótið, svo að sem flestir þátttakenda geti skilið hver annan og samtöl þeirra verði meira en bros og bending- ar. Barátta Islendinga gegn er- lendum her í landi sínu og sam- þykkt Alþingis og stjórnarskiptin hér í því sambandi, hefur vakið Myndin sýnir íslenzku kvennanefndina í Sovétríkjunum ásamt túlkum. (Sjá grein Steinunnar Bjarm- an á 3. síðu.) — Frá vinstri: Raya Smirnova, Helen Hakalina, Arnheiður Sigurðardóttir, stud. mag., Marianna Podobedova, Steinunn Bjarman, Valgerður Guðmundsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir og Halldóra B. Björnsson. Verðhækkanir bannaðar Kaupgjald óbreytt til áramóta Nú í vikunni gaf forseti íslands, að tilhlutan ríkisstjórnar- innar, út bráðabírgðalög, sem banna allar verðhækkanir það sem eftir er af þessu ári. Jafnframt er svo ákveðið, að núgild- andi kaupgjaldsvísitala, 178 stig, haldist óbreytt sama tíma. Lög þessi eru sett í samvinnu við Alþýðusamband íslands og Stéttarsamband bænda. Með þessum aðgerðum hafa ríkisstjórnin og samtök vinn- andi fólks stöðvað verðbólguna næstu fjóra mánuði, en þann tíma á að nota til að rannsaka og undirbúa þær ráðstafanir í efnahagsmálum þjóðarinnra, sem duga megi til frambúðar. feikna athygli erlendis, og var eg sífellt spurður um þessi mál. A friðarfundinum benti einn ræðu- manna á baráttu fslendinga gegn erlendri herstu sem glæsilegt fordæmi í friðarbaráttunni. — Þurftu fulltrúar á þinginu nú ekki að grípa til annarra mála en esperanto? — Nei, fjarri því. 011 störf þingsins fóru fram á esperanto og allir röbbuðu saman á al- þjóðamálinu og var ekki hægt annað að heyra en það væri jafn (Framhald á 4. síðu.) Morgunn á togara Málverk eftir Svein Björnsson. — Eigandi myndarinnar er Lýsi og mjöl h.f. í Hafnarfirði. Samkvæmt hinum nýju lögum skal allt verðlag haldast óbreytt frá því sem var 15. ágúst, að við- lögðum þungum sektum. Þessi ákvæði ná einnig til landbúnað- arafurða, sem áttu að hækka í næsta mánuði, en bændur fá þó uppbót, sem miðast við kaup- gjaldsvísitölu þá, 178 stig, sem gilt hefur frá 1. júní sl., en upp- bótin greiðist úr ríkissjóði. Þessar aðgerðir voru gerðar með samkomulagi milli ríkis- stjórnarinnar og stéttasamtaka verkamanna og bænda, og eru bundnar því skilyrði, að fyrir áramót verði samið um frambúð- arlausn efnahagsmálanna, ella komi aftur til framkvæmda fyrri ákvæði um kaupgreiðslur og verðlag. Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, rakti hinar nýju ráð- stafanir, og hverja nauðsyn bar til þeirra, í greinargóðri útvarps- ræðu sl. þriðjudagskvöld. Fer síðari hluti ræðu hans hér á eftir, en bráðabirgðalögin sjálf eru birt annars staðar í blaðinu. Úr ræðu forsœtisráðherra. En þótt hér sé um mikinn við- burð að ræða, mega lendsmenn ekki gleyma því, að þetta er *ð- eins byrjun, að vísu góð byrjun, en eingöngu til þess gerð, að ekki fari allt í kaf næstu 4 mánuði og að ríkisstjórnin fái vinnufrið, meðan hnn er að rannsaka ástandið til hlítar og yf irvega að því búnu, í samráði við vinnu- stéttirnar, til hverra framibúðar- úrræða skuli grípa til þess að ráða bót á því meini, sem þjakað hefur og þjakar í vaxandi mæli íslenzka framleiðslu og fjármála- líf. En vinnustéttirnar hafa nú sýnt lærdómsríkt fordæmi. — Bót verður ekki ráðin á hinu helsjúka fjármálakerfi og dýrtíð- in yfribuguð nema með skilningi mikils meirihluta þjóðarinnar á því, að verðbólgan er böl allra nema fárra dýrtíðarbraskara. Hún er vaxandi böl, því meira sem hún eykst, og að lokum fær- ir hún alla framleiðslu í kaf. — Vöxtur dýrtíðarinnar getur að vísu aukið framkvæmdir og vissa, falska tegund velmegun:.i um takmarkaðan tíma, en síðar leiðir hún ávallt til stöðvunar framleiðslu og framfara, atvinna- leysis og fátæktar. Við Islend- ingar erum komnir óhugnaniega nærri þessum mörkum í þessu efni. Til þess að skapa öruggt at (Framhald 4 4. siðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.