Verkamaðurinn - 26.06.1959, Blaðsíða 3
Föstudaginn 26. júní 1959
VERKAMAÐURINN
3
Tryggvi Helgason:
Hvernig getur alþýðan kosið
sér í hag?
Það sem mér finnst að allt verka-
fólk þurfi sérstaklega að glöggva
sig á nú til að geta kosið sér í hag,
er það, að öll átökin um efnahags-
mál, allt frá 1947 hafa verið um
það, hvort rýra skyldi þau lífskjör,
sem vinnustéttirnar áunnu sér á
tímabilinu 1942 til 1946. Það er að
segja, átökin eru um það, hvort
minnka eigi hlut verkalýðsins í
þjóðartekjunum frá því, sem var í
árslok 1946. Þessi barátta hefur
tekið á sig ýmsar myndir, svo sem
kröfur um kauplækkun, gengis-
lækkun með kaupbindingu og
skattaálögur.
Um það að „lækna” sjúkt efna-
hagsástand með kauplækkun vinnu-
stéttanna, sem skapa auðinn með
vinnu sinni, eða gengislækkun,
sem jafngildi mikilli kauplækkun,
eru Sjálfstæðisflokkurinn og Frarn-
sóknarflokkurinn, og hafa raunar
alltaf verið, sammála um, og Al-
þýðuflokkurinn hefur verið háður
þessum flokkum á víxl um árabil
og er nú þrælbundinn Sjálfstæðis
flokknum. Hann getur ekki haft
stjórn á neinu verkalýðsfélagi án
hjálpar Sjálfstæðisflokksins og get-
ur engan þingmann fengið kosinn
án hans stuðnings. Alþýðuflokk-
urinn er því alveg glataður alþýð
unni sem tæki hennar í hagsmuna
baráttunni.
Nú kunna menn að spyrja: Er
þá ekki nauðsynlegt að lækka lffs-
kjör almennings í landinu til að
ráða við efnahagsmálin?
Það þarf að hafa í huga, að á
þessu tímabili hefur þjóðarfram-
leiðslan stóraukizt og meira en laun
verkafólks haf hækkað. En það,
sem þjóðin framleiðir með vinnu
sinni, er sá sjóður, sem allir sækja
tekjur sínar í, þó að eftir ýmsuni
leiðum sé.
Árið 1958 voru samanlagðar
fjjóðartekjurnar um 5000 milljónir
króna a. m. k., eða um 30 þúsund
á hvert mannsbarn í landinu að
meðaltali. Það svarar til 140 til 150
þúsund króna á hverja meðalfjöl-
skyldu. Með öðrum orðum: Verka-
menn og sjómenn, sem framleiða
mestan hluta af hinni sameiginlegu
þjóðarframleiðslu með vinnu sinni
og erfiði, skortir mikið á að fá
í sinn hlut sem svarar hálfum
meðaltekjum allra landsmanna.
í árslok 1956 voru nær 700 millj-
ónerar í landinu samkvæmt fram-
tölum, flestir í Reykjavík. En allir
vita, að í rauninni voru þeir miklu
fleiri og rxkari en framtölin segja
til um, vegna hins lága mats á
fasteignum. Þessir menn voru ekki
verkamenn eða sjómenn. Þeir voru
flestir kaupmenn og stóratvinnu-
rekendur. Þessir men n hafa verið
og verða áreiðanlega áfram sókn-
harðir í sameiginlegan sjóð lands-
manna, og munu ekki láta sitt
eftir liggja. Þeir eiga Sjálfstæðis-
flokkinn og stjórna honum sér
hag, og margir þeirra eru einnig
mikils ráðandi i Framsóknarflokkn-
um og fara ítök þeirra þar vaxandi
með hverju ári.
Á árinu. 1958 óx framleiðsla
þjóðar okkar meira en nokkurn
tíma áður, meðal annars óx út-
flutningsframleiðslan um fimmt-
ung, eða um 200 milljónir króna.
Það eru því engin rök til fyrir því,
að hlutur verkalýðsins sé rýrður
með kauplækkun, og eins og nú er
boðað, gengislækkun að auki, sem
þýðir stórfellda lífskjararýrnun.
Baráttan um að vernda lífskjör
almennings hlýtur því að halda
áfram og hvílir nú á herðum Al-
[jýðubandalagsins.
Alþýðubandalagið, sem er
Framhald d 6. síðu.
Eyjólfur Árnason:
Það er kosið um fleira en
kjördæmamálið
Jón Ingimarsson.
Alþýða Akureyrar mun fylkja sér
einhuga um kosningu Björns
Á sunnudaginn kemur fær verka-
lýður landsins tækifæri til að mót-
mæla kaupráninu, sent núverandi
ríkisstjórn fékk lögfest á sl. vetri.
Þetta er eina tækifærið sem til þess
gefst, og þá þarf almenningur að
hafa hugfast enn fremur, að nú-
verandi ríkisstjórn gerði meira en
lækka laun fólksins um 13,4%, hún
lét líka breyta öllum grunnkaups-
töxtum, sem verkalýðsfélögin höfðu
samið ummeð frjálsum samningum.
Þessi breyting verkar þannig, að
snöggtum meiri hækkun á lífs-
nauðsynjum almennings þarf nú
til að hreyfa vísitöluna til hækk-
unar, þegar verðlag hækkar.
Þannig er sá grundvöllur, sem
verkalýðsfélögin byggðu samninga
sína á, ekki lengur fyrir hendi. Þá
má ekki gleyma þvi, að í lang-
flestum tilfellum rennur það fé,
Eg hef orðið var við það hjá
mönnum úr öllum stjórnmála-
flokkum, að þeir telja minni
áhuga hjá kjósendum fyrir þess-
um kosningum, en venja er um
alþingiskosningar. Þeir hafa helzt
borið fram þá ástæðu, að kosið
sé eingöngu um kjördæmamálið
og það sé í raun og veru afgreitt
mál. Þessar kosningar séu aðeins
undanfari haustkosninganna.
Kjördæmamálið er að því
leyti aðalmál þessarra kosninga,
að vegna þess er þing rofið og
kosningar fara nú fram. Breyt-
ingarnar á kjördæmaskipan
landsins og kosningafyrirkomu
sem þannig er tekiö af öllum launa- iagi; eins 0g Alþingi hefur sam-
fólki til vinnuveitenda sjálfra. Al- I þykkt þær, er mjög veigamikið
þýðufólk á því eina höfuð kröfu, j rettlætismál fyrir kjósendur í
og hún er sú, að núverandi ríkis-
stjórn fari sem fyrst frá völdum
og að hlutur verkafólksins verði
leiðréttur.
Til þess að alþýða manna geti
tryggt þetta, þarf hún að sameinast
um Alþýðubandalagið og kjósa
fulltrúa þess.
Hver sá úr alþýðu- og millistétt,
landinu almennt og ekki sízt fyr-
ir verkalýðsstéttina. Ranglæti
núgildandi kosningalaga hefur
fyrst og fremst rýrt hennar hlut
á Alþingi, komið í veg fyrir að
þeir flokkar, sem hún hefur sett
traust sitt á, fengju þar fulltrúa í
réttu hlutfalli við fylgi. Sósíalist-
sem felur Alþýðubandalaginu at- ar hafa frá fyrsta gagnrýnt nú-
kvæði sitt í þessum kosningum, 1 gildandi kjördæmaskipan og haft
krefst þess, að samtökum verka- ag stefnumáli, að landinu yrði
lýðsins verði sýnd sú virðing, sem sRipt í fá, stór kjördæmi og hlut-
þeim ber og réttur þeirra verði hér | fauskosningar f þeim önum. Þær
eftir í heiðri hafður.
Þórir Daníelsson.
Björn Jónsson er frambjóðandi
Aþýðubandalagsins á Akureyri.
Björn hefur sýnt |>aö með störfum
sínum á Alþingi og utan þess, að
hann er verðugur þess trausts, sem
almenningur hér í bæ hefur borið
til hans. Hann hefur verið sterkur
málsvari þeiira mála, sem snert
hafa bæinn, og málefnum verka-
lýðsins á þingi hefur hann reynzt
hin styrkasta stoð.
Það er því áskorun mín til allra
launþega: Kjósið Alþýðubandalag-
ið. Kjósið Björn Jónsson.
Sigur Alþýðubandalagsins er sig-
ur alþýðustéttanna.
Jón Ingimarsson.
lá'-
Verkamenn, stöndum vörð um
lífskjör okkar
Fyrir verkamenn, sjómenn, verka-
konur, iðnverkafólk og annað
launafólk á Akureyri er valið við
kosningarnar á sunnudaginn mjög
auðvelt. Annars vegar eru í fram-
boði fyrir kauplækkunarflokkana
embættismenn, sem ekki er kunn-
ugt að hafi við eitt eða neitt tæki-
færi tekið afstöðu með okkur verka-
mönnum (nema þá með fögrum
orðum fyrir kosningar! ! !).
Fyrir Alþýðubandalagið er aftur
á móti í kjöri einn af glæsilegustu
og traustustu forystumönnum
verkalýðshreyfingarinnar hér á Ak-
ureyri.
Björn Jónsson hefur verið for-
maður Verkamannafélags Akureyr-
arkaupstaðar nær óslitið í meira en
áratug, því nær alltaf kosinn ein-
róma, sýnir það, hvert traust verka-
menn hér í bæ bera til hans. Undir
hans forystu hefur félagið náð að
öllu leyti jafn góðum kjarasamn-
ingum og annars staðar þekkjast
beztir á landinu.
Björns Jónsonar
mannafélag
ekki aðeins
Undir forystu
hel'ur Verka-
Akureyrarkaupstaðar
verið forystufélag
breytingar, sem nú er verið að
gera, eru í samræmi við þessa
stefnu. Öll alþýða hlýtur að
fagna því, að þessu réttlætismáli
er tryggð framganga. Með því
standa allir stjórnmálaflikkar, að
Framsóknarfl. undanskild-
um, en hann er samkvæmt úr-
slitum síðustu alþingiskosninga
fylgisminnsti flokkur landsins,
og er þá Þjóðvarnarflokkurinn
ekki talinn. Þessi minnsti stjórn-
málaflokkur landsins hefur nú
fyrir kosningarnar borið á borð
fyrir kjósendur slík eiginhags-
munasjónarmið og firrur í þessu
máli að með eindæmum verður
að teljast.
Þó að þessar kosningar fari
fram vegna kjördæmamálsins, þá
fer því víðs fjarri að það sé eina
málið, sem kosið er um. Það
þing, sem afgreiðir kjördæma
málið, mun fá fleiri mál til með
verkalýðsins hér á Akureyri heldur
og á öllu Norðurlandi.
Á Alþingi hefur Bjiirn reynzt
ótrauður talsmaður verkalýðsins
og öllum ber saman um, að sínu
kjördæmi hafi hann reynzt hinn
nýtasti þingmaður.
Verkamenn! í kjörklefanum á
sunnudaginn skulum • við sýna,
hverjunt við treystum bezt til að
fara með okkar umboð á Alþingi.
Enginn verkamaður má nota at-
kvæði sitt til að kalla yfir sig og
heimili sín versnandi afkomu og
minnkandi atvinnu með því að
kjósa kauplækkunarflokkana.
Stöndum vörð um lífskjör okkar
með þvl að kjósa allir frambjóð-
anda Alþýðubandalagsins, formann
félags okkar, Björn Jónsson.
Þórir Daníelsson.
STYÐJIÐ
AÐ
SIGRI
Alþýðubandalagsins
og kosningu Björns
Jónssonar með því að
starfa á kjördegi.
Talið við skrifstofuna
í dag (föstudag) eða á
morgun (laugardag).
Alþýðubandalagið
ferðar. Auk þess hlýtur taflstaða
flokkanna úr þessum kosningufn
að hafa áhrif á haustkosningarn-
ar og gefa auga leið, hver verða
muni flokkaskipan og stefna í
þjóðmálum næstu ár. Það er því
kosið nú eins og áður um stefnur
flokkanna í þjóðmálum almennt,
um herstöðvarmálið, útfærslu
landhelginnar, efnahags- og at-
vinnumálin, svo að nokkuð sé
nefnt.
í herstöðvarmálinu hefur Al-
þýðubandalagið eitt flokka beitt
sér fyrir burtför hersins og setti
það sem skilyrði við myndun
vinstri stjórnarinnar. Það hefur
ekki enn haft bolmagn til þess að
koma þessu máli í framkvæmd
og það er örlagaríkast þeirra
mála fyrir þjóðina, sem safn-
starfsflokkar Alþýðubandalags-
ins sviku á síðasta kjörtímabili.
í landhelgismálinu hefur Al-
þýðubandalagið óumdeilanlega
haft forustuna og væri það mál
nú ver á vegi statt, ef það hefði
ekki sýnt í því máli mikla festu
og einurð. í þessu máli er öll
þjóðin sammála og forusta Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins hökta þar með af hræðslu við
kjósendur, þó að þá langi til að
lúffa fyrir vinum sínum í Atl-
antshafsbandalaginu.
í efnahags- og kaupgjaldsmál-
um er Alþýðubandalagið eini
stjórnmálaflokkurinn, sem hefur
beitt sér af alvöru fyrir aukinni
atvinnu og skipulagðri uppbygg-
ingu atvinnulífsins í öllum byggð
um landsins, betri afkomu alls
vinnandi fólks, stöðvun dýrtíð-
arinnar og staðið gegn kauplækk
unum og gengisfellingum. Meðan
Alþýðubandalagið átti sæti í rík-
isstjórn tókst því að ná mikils-
verðum áröngrum á þessum
vettvangi annars vegar og hins
vegar að koma í veg fyrir ýmsar
árásir á kjör launastéttanna. En
þjónslund Framsóknar og Al-
þýðuflokksins við íslenzkt auð-
vald reyndist dyggari en svo, að
aeir ti'eystu sér að standa við
.gerða samninga og gefin loforð í
þessum málum nema að nokkru
leyti, enda rauf Fi-amsókn
stjórnarsamstarfið til þess að af-
henda íhaldinu stjórnartaumana
á baki Alþýðuflokknum.
Launþegar og önnur alþýða
má ekki sýna deyfð í þessum
kosningum. Hvert atkvæði, sem
frambjóðendur Alþýðubanda-
lagsins fá, er mikilsvert framlag
í baráttunni fyrir þeim málum,
sem hér hefur verið drepið á.
Það fer eftir því, hversu Alþýðu-
bandalagið kemur sterkt út úr
þessum kosningum, hvort ís-
lenzkt auðvald og aftui-hald
treystir sér til nýrrar herferðar á
hendur alþýðu þessa lands, lífs-
afkomu og launakjörum.
Alþýðubandalagið er eini
verkalýðsflokkurinn í landinu,
eini málsvari launastéttanna á
Alþingi.