Verkamaðurinn - 26.06.1959, Blaðsíða 5
6
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 26. júní 1959
- Útvarpsræða Björns Jónssonar
Framhald af 5. siðu.
þeirra, sem beita okkur ofbeldi,
því að þannig fer engin þjóð að,
sem á lífshamingju sína og heið-
ur að verja. Saga landhelgismáls-
ins er lengri en hér gefst ráðrúm
til að rekja, en eg vil skora á alla
sem mál mitt heyra, að kynna sér
hana áður en þeir ganga að kjör-
borðinu með því að lesa skjöl
þau, sem höfuðatriði málsins
varða og nú nýlega hafa verið
gefin út í bókarformi. Þessi skil-
ríki, sem öll eru óhrekjanlegar
staðreyndir, sanna það, að þrátt
fyrir einingu alþjóðar hafa for-
ingjar Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins á öllum stigum
landhelgisbaráttunnar kiknað í
hnjáliðunum fyrir erlendu valdi
og beitt sér gegn þeim aðgerðum
sem þegar hefðu getað fært okk-
ur fullan sigur. Vafalaust ekki
vegna þess að þeir í rauninnivilji
ekki ná settu marki, heldur
vegna þess, að þeir hafa ekki
manndóm til að þola andúð
þeirra erlendu vina sinna, sem
þeir hafa ánetjast í gegnum
hernaðarsamtök vestrænna stór-
velda og hernám þeirra á íslandi.
Oll íslenzka þjóðin krefst taf-
arlausra stjórnmálaslita við þá
þjóð, sem nú í tæpt ár hefur farið
með hernaði gegn okkur vopn-
lausum. Heiður þjóðarinnar
krefst þess að Bretar séu þannig
færðir fyrir þann dómara, sem
einn getur rétt hlut okkar: Al-
menningsálitið um víða veröld.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóð-
arinnar er þeirrar skoðunar, sem
komið hefur fram í hundruðum
ályktana, að vist íslendinga inn-
an hemaðarsamtaka Atlantshafs
bandalagsins, ásamt með árásar-
þjóðinni, samrýmist hvorki
heiðri né hagsmunum þjóðar-
innar.
Vart þarf að efa, að raunhæfar
og einarðar aðgerðir í landhelg-
ismálinu, sem tekið hefðu af all-
an vafa um heim allan um alvöru
málsins af okkar hálfu, hefðu
þegar getað fært okkur fullan
sigur í landhelgismálinu, en það
hafa foringjar Alþýðuflokksins,
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins hindrað til þessa.
Alþýðubandalagið eitt hefur ver-
ið því fylgjandi að einróma kröf-
um þjóðarinar um raunhæfar að-
gerðir væri sinnt.
Þess vegna er nú kosið um
um landhelgismálið. — Þess
vegna undirstrikar þjóðin skoð-
anir sínar í því máli og styð-
ur að sigri sínum með því að efla
Alþýðubandalagið.
Fyrir sigri Alþýðubanda-
lagsins.
Akureyringar og aðrir Norð-
lendingar, sem mál mitt heyrið!
Gerum næsta sunnud. að sigur-
urdegi hins íslenzka málstaðar í
landhelgismálinu með því að
veita þeim flokki traust og full-
tingi, sem frá upphafi hefur stað-
ið fastast um landsréttindi þjóð-
arinnar og aldrei hvikað frá
þeirri stefnu, að haldið yrði á
þessu lífshagsmunamáli af þeirri
festu og þeirri reisn, sem sæmir
fullvalda þjóð og aldrei hefur léð
máls á því að semja um það við
ofbeldisþjóðina.
Tryggjum heiðarlegri leikregl-
ur í íslenzkri stjórnmálabaráttu
og aukið jafnrétti allra lands-
manna, hvar sem þeir eru í sveit
eða flokki settir, með því að
styrkja Alþýðubandalagið, sem
ávallt hefur verið sjálfu sér sam-
kvæmt um stefnu sína í kjör-
dæmamálinu og er eini flokkur-
inn, sem aldrei hefur sett blett á
skjöld sinn með beinum eða
óbeinum kosningasvikum og
valdníðslu.
Sláum skjaldborg um grund-
vallarréttindi alþýðusamtakanna,
sem unnist hafa með áratuga
baráttu og fórnum — þau að
mega ákveða laun og kjör með
frjálsum samningum við atvinnu
rekendur — í samræmi við lög
landsins og réttarreglur.
Hindrum áframhaldandi launa-
rán, gengisfellingu og eyðilegg-
ingu þeirra markaða, sem nú
mynda undirstöðuna að blómlegu
atvinnulífi — og eflum þá til
árifa og valda, sem sýnt hafa og
sannað, að þeir vilja leysa vanda
efnahagsmálanna að leiðum auk-
innar framleiðslu og þróttmikill-
ar uppbyggingar atvinnulífsins
um allar byggðir landsins.
Margföldum baráttu þjóðar-
inar gegn erlendri ásælni, gegn
lífshættulegri hersetu og her-
námi, sem stefnir sjálfstæði og
menningu íslenzku þjóðarinnar í
vaxandi voða, með því að efla
þann eina flokk, sem nú vill að
íslendingar reki af höndum sér
smánar- og pestarbletti erlendra
herstöðva.
Gerum kosningarnar 28. júní
að áfanga í sókn íslenzkrar al-
þýðu til vaxandi áhrifa á þróun
íslenzks þjóðlífs á komandi tím-
um, leggjumst öll á eitt. Gerum
Alþýðubandalagið, eina mál-
svara alþýðumálstaðarins á Al-
þingi íslendinga, að sigurvegar-
anum í þessum kosningum.
- Hvernig getur alþýð-
an kosið sér í hag?
Framhald af 3. siðu.
stjórnmálasamtök sósíalista, vinstri
jafnaðarmanna og annarra vinstri-
manna, háði fyrstu kosningaátök
sín 1956 og hlaut þá um 16 þúsund
atkvæði.
Alþýðubandalagið hér á Akur-
eyri býður nú fram, eins og síðast,
Björn Jónsson, formann Verka-
mannafélagsins. Björn hefur, bæði
fyrr í verkalýðsbaráttunni og nú á
þingi, sýnt, að hann er harðdug-
legur málfylgjumaður fyrir málstað
alþýðunnar og bæjarfélags okkar.
Áreiðanlega mun ekki af veita nú,
að hinar vinnandi stéttir skipi sér
fulltrúa til starfa úr sínum eigin
röðum og félagssamtökum, sem
sýnt hafa að þeir duga vel og
bregðast ekki alþýðumálstaðnum.
Verkafólk á Akureyri og aðrir
vinstri menn munu því fylkja sér
um kosningu Björns Jónssonar og
gera sigur Alþýðubandalagsins sem
mestan hér á Akureyri.
X BJÖRN JÓNSSON
KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞÝÐUBANDALAGSINS
á kjördag verður í Ásgarði (Hafnarstræti 88).
SÍMAR 2203 OG 1516
Starfsmenn og kjósendur, hafið sem bezt samband við skrif-
stofuna og veitið allar þær upplýsingar, er að gagni mega
koma, til að tryggja mikinn sigur Alþýðubandalagsins.
X BJÖRN JÓNSSON
Kosning alþingismanns
fyrir Akureyrarkaupstað fer fram í Gagnfræðaskólahúsinu við
Laugargötu sunnudaginn 28. júní næstkomandi og hefst
klukkan 10 fyrir hádegi. Kjörstað verður lokað klukkan 23:00
(11:00) eftir hádegi.
Frambjóðendur eru:
Fvrir Alþýðubandalag:
Björn Jónsson, verkamaður, Grænumýri 4, Akureyri.
Fyrir Alþýðuflokk:
Friðjón Skarphéðinsson, ráðherra, Helgamagrastræti
32, Akureyri.
Fyrir Framsóknarflokk:
Ingvar Gíslason, lögfræðingur, Eyrarlandsveg 12, Ak-
ureyri.
Fyrir Sjálfstæðisflokk:
Jónas G. Rafnar, lögfræðingur, Austurbyggð 6, Ak-
ureyri.
Landlistar eru:
A — fyrir Alþýðuflokk.
B — fyrir Framsóknarflokk.
D — fyrir Sjálfstæðisflokk.
F — fyrir Þjóðvarnarflokk.
G — fyrir Alþýðubandalag.
Kosið verður í 6 kjördeildum:
1. kjördeild:
Býlin, Glerárhverfi, Aðalstræti, Ásabyggð, Ásvegur, Austrtrbyggð, Bjark-
arstígur, Bjarmastígur.
2. kjördeild:
Brekkugata, Byggðavegur, Bæjarstræti, Eiðsvallagata, Engimýri, Eyrar-
landsvegur, Eyrarvegur, Fagrahlíð, Fagrastræti, Fjólugata, Fróðasund,
Geislagata, Gilsbakkavegur, Gleráreyrar.
5. kjördeild:
Glerárgata, Goðabyggð, Gránufélagsgata, Grenivellir, Grundargata,
Grænagata, Grænamýri, Hafnarstræti, Hamarstígur.
4. kjördeild:
Helga-magra-stræti, Hjalteyrargata, Hlíðargata, Hólabraut, Holtagata,
Hrafnagilsstræti, Hríseyjargata, Hvannavellir, Kambsmýri, Kaupvangs-
stræti, Klapparstígur, Klettaborg, Krabbastígur, Kringlumýri, Langahlíð,
Langamýri, Laugargata, Laxagata, Lundargata, Lyngholt, Lækjargata.
5. kjördeild:
Liigþergsgata, Lögmannshlíð, Matthíasargata, Munkaþverárstræti, Mýrar-
vegur, Miiðruvallastræti, Naust, Norðurgata, Oddagata, Oddeyrargata,
Páls-Briemsjgata, Ráðhússtígur, Ráðhústorg, Ránargata.
6. kjördeild:
Rauðamýri, Reynivellir, Skipagata, Skólastígur, Sniðgata, Sólvellir, Spít-
alavegur, Steinholt, Stórholt, Strandgata, Túngata, Víðimýri, Víðivellir,
Vökuvellir, Þingvallastræti, Þórunnarstræti, Ægisgata.
Á kjörstað eru festar upp leiðbeiningar um kosningarnar, og í anddyri
hússins er fólk, er veitir leiðbeiningar þeim, er þess óskar.
Sérstök athygli er vakin á því ákvæði núgildandi kosningalaga, að slíta
ber kjörfundi eigi síðar en klukkan 23:00.
Undirkjörstjórnarmenn og aðrir starfsmenn við kosningarnar mæti kl.
9 fyrir hádegi.
Akureyri, 22. júní 1959.
í yfirkjörstjórn á Akureyri:
Sigurður M. Helgason. Brynjólfur Sveinsson. Kristján Jónsson.