Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.06.1959, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.06.1959, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. júní 1959 auka það og margfalda frá því sem nú er og miðar allar sínar tillögur við það að hann einn fái aukna möguleika til þingsæta með rangindum. Þannig leggur hann til að Rvík kjósi með hlut- fallskosningu sína 12 þingmenn, þótt það kosningafyrirkomulag sé annars hin mesta goðgá og svívirða að hans dómi. Ástæðan er augljós: Hlutfallskosning í Rvík tryggir Framsóknarfl. 1 af fjórum hinna nýju þingm. Ann- ars fengi hann þar engan þingm. Framsóknarfl. hefur hins vegar lagt til að íbúar Reykjanesskag- ans kjósi sína 5 þingmenn í 5 kjördæmum og „leggi Gullbr. og Kjósarsýslu kjördæmi niður“ „árás á landsbyggðina“ o. s. frv. Staðreyndin er sú, að þeir hafa aldrei í þessu máli getað hafið sig upp úr sjónvídd þeirrar mús- arholu, sem hinir þrengstu flokkshagsmunir þeirra sjálfra hafa þrengt þeim niður í. Þeir hafa aldrei ætlað dreifbýlinu stærri hlut en nú er ráðgerður, hvorki Akureyringum né öðrum. Eina hugsun þeirra hefur verið sú að stritast við að viðhalda ranglætinu og auka það, ef nokkur kostur væri. Því sviku þeir gefin heit við myndun vinstri stjórnarinnar um leið- réttingu kjördæmaskipunarinnar og því standa þeir nú einir og einangraðir í þessu máli, sem Frumræða Björns jónssonar í ÞAÐ ER BARIZT Háttvirtu áheyrcndur! í 79. grein stjórnarskrár ís- lenzka lýðveldisins er svo fyrir mælt, að þegar tillögur til breyt- inga eða viðauka á stjórnar- skránni hafa hlotið samþykki beggja deilda Alþingis — skuli þing rofið og stofnað til al- mennra kosninga. Samþykki báðar deildir þingsins breyting- una óbreyta eftir slíkar kosning- ar tekur hún gildi sem stjórn- skipunarlög. Af þessum ákvæðum leiðir, að ef þingdeild fellir breytingu á stjórnarskránni, kemur hún ekki meira við sögu og það þing, sem kosið hefur verið heldur umboði «:nu til loka kjörtímabilsins — í 4 ár. Það liggur því í augum uppi, að alþingiskosningar hvort sem þær eru háðar vegna þingrofs út af stjórnarskrárbreytingu eða vegna þess að kjörtíma er lokið — geta aldrei snúizt um eitt mál einvörðungu. Stjórnarskrárbreyt ingu, eina fyrir sig, máekkileggja undir þjóðaratkvæði. Vilji meiri hluti þjóðarinnar fella stjórnar- skrárbreytingu getur það gerzt með þeim hætti einum, að hann kjósi að meirihluta alþingismenn, sem andvígir eru breytingunni, en sé breyting felld með þeim eina hugsanlega og löglega hætti, hefur annað gerzt samhliða: Andstæðingum hinnar breyttu skipunar hefur verið gefið fullt umboð til þess að stjórna mál- efnum þjóðarinnar heilt kjör- tímabil. Framsókn getur ekki hindrað k jördæmabrey tingu na. Ef meirihluti kjósenda vildi nú fella þá breytingu, sem fyrirhug- uð er á kjördæmaskipun lýð- veldisins, þá gera þeir það með því að veita Framsóknarflokkn- um meirihlutavald á Alþingi að fáum dögum liðnum. Fengi Framsóknarfl. slíkt meirihluta- vald verða engar kosningar á næsta hausti og þjóðin fengi að njóta stjórnar Framsóknarflokks ins til ársins 1963. Kjósendur hefðu þá gert annað og meira en að fella kjördæmabreytinguna — þeir hefðu jafnframt ákveðið hvernig landinu yrði stjórnað næstu ár — kosningarnar hefðu skorið úr um það, hvernig tekið yrði á öllum meginviðfqngsefn- um, sem við er að etja í þjóðfé- laginu. Auðvitað er þetta ekki sagt vegna þess að líkindi séu til þess að Framsóknarflokkurinn nái meirihluta á Alþingi, allir skyni bornir menn vita að til þess hef- ur hann ekki snefil af möguleik- um, þar sem þeir flokkar, sem að breytingunni standa munu ör- ugglega hljóta fylgi 80% þjóðar- innar og a. m. k. 2/3 allra þing- sæta — heldur til þess að sanna, að kosningar geta aldrei snúizt um eitt mál. Kjósendur verða ávallt að gera sér heildarmynd af vandamálum þjóðfélagsins og miða afstöðu sína við hana, eftir því sem þekking þeirra og sann- færing bjóða. Kosningarnar 28. júní eru eng- in undantekning frá þessu. Úrslit- þeirra munu hafa djúptæk áhrif á stjórnmálaþróunina á næstu I árum. Þær munu ráða Tniklu um það, hvernig flokkaskipunin í landinu mótast í haustkosning- unum og hvernig sú ríkisstjórn verður, sem leysir leppstjórn íhaldsins — Alþýðuflokksstjórn- ina — af hólmi á sumarþinginu í næsta mánuði. Kjarni málsins. Vitanlega er m. a. kosið um kjördæmamálið á sunnudaginn kemur og menn og flokkar munu og eiga að hljóta dóm kjósenda í samræmi við gerðir sínar og stefnu í því máli — en það er ekkert síður kosið um stefnuna í efnahagsmálunum, herstöðva- málinu, landhelgismáíinu og stærstu sérmálum hvers byggð- ai-lags. Hver sæmilega skyni bor- inn kjósandi tekur öll megin- atriði með í reikninginn og reiknar dæmið til enda. Sjálfsagt eru þeir kjósepdur til, sem telja eitthvert eitt þessarra mála svo mikilsvert, að þeir láti það eitt ráða atkvæði sínu, og við því er auðvitað ekkert að segja. Það er einmitt eitt af grundvallaratrið- um þingræðis og lýðræðis, að hver og einn sé frjáls að því að taka afstöðu án íhlutunar. Það er því furðulegasta ósvífni þegar foringjar og blöð Framsóknar- floksins ráðast að kjósendum með þeim fölsunum og ósannind- um, að það sé nánast stjórnar- skrárbrot að kjósa um annað en k j ördæmaskipunina. Framsóknarmenn virðast álíta að stefna þeii’ra í kjördæmamál- inu sé líklegri en afstaða þeirra í öðrum þjóðmálum til þess að draga að sér atkv. kjósenda, og því stritast þeir við að beina at- hygli þeirra sérstaklega að því máli. Að mínum dómi er þeím þetta ekki of gott, því að sannar- lega standa þeir í því máli ekki síður höllum fæti en í öðrum. Kjarni málsins er þessi: Frá því að núgildandi kjör- dæmaskipun var ákveðin, hefur íbúum Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar og Gullbringu- og Kjós- arsýslu fjölgað um rúmlega 44 þús. manns, Borgarfjarðarsýslu um tæp 2 þúsund, Akureyrar urn 2.900, Árnessýslu um 1500 og Vestmannaeyja um 1000 manns. Alls staðar annars staðar hefur íbúum farið fækkandi eða tala þeirra staðið í stað. Allir viðurkenna — jafnvel Framsóknarmenn — að valdið iem þingræðisskipulagið veitir eða á að veita fólkinu í landinu hljóti að verða að fylgja því eft- ir, hvar sem það tekur sér ból- festu. í samræmi við þá skoðun hafa allir flokkar — líka Fram- sóknarflokkurinn — lagt til að þingm. Rvíkur yrði fjölgað um 4, þingm. á Reykjanesskaga um 3 og þm. á Norð-Austurlandi um 1. Hið eina, sem á milli ber um þingmannatölu hvers landshluta, er það, að Framsóknarfl. hefur lagt til að Seyðisfjörður, með sína 730 íbúa, haldi sínum þing- manni, og yrðu þá þingm. Aust- firðinga framvegis 6, en ekki 5 eins og nú er fyrirhugað. Á að leiðrétta misréttið. í kjördæmamálinu er því ekki nú orðið a. m. k., deilt um það, hver eigi að vera hlutur dreif- býlis annars vegar og þéttbýlis hins vegar á Alþingi, þótt reynt hafi verið, gegn betri vitund, að halda því að fólki, einkum úti á landsbyggðinni. Deilan stendur um allt annað. Hún stendur um það, hvort jafnframt því sem óhjákvæmileg leiðrétting er gerð vegna tilflutnings fólksins í landinu, skuli einnig leiðrétt það misrétti, sem nú er milli stjórn- málaflokkanna í landinu, hvort tryggja eigi þannig, að meiri- hluti Alþingis sé ávallt skipaður í samræmi við vilja og skoðanir meirihluta þjóðarinnar. í kosningunum 1956 þurfti Framsóknarflokkurinn 760 at- kvæði til þess að fá hvern þing- manna sinna kjörinn, Alþýðu- bandalagið þurfti hartnær 2000 atkvæði. Framsóknarfl. hlaut 32900 atkvæði og 17 þingmenn — Alþýðubandalagið 15900 atkvæði og 8 þingmenn. Þ. e. a. s., að sá flokurinn, sem fékk 3 þús. at- kvæðum færra, fékk meira en helmíngi fleiri þingmenn. Litlu munaði að Alþýðuflokknum og j'ramsóknarflokknum heppnaðist það tilræði við lýðræðið í land- inu, að hrifsa löggjafarvaldið í sínar hendur með 34% atkvæða að baki sér. Við slíka skipan og leikreglur í stjórnmálabaráttu er ekki hægt að una. Slík misþyrm- ing á réttlætisvitund allra, sem ekki eru blindaðir af taumlausri áfergju í rangfengið vald, hlýtur að dæma sig sjálfa óalandi og óferjandi. Framsókn vill auka ranglætið. En þá má spyrja: Eftir hvaða leiðum er unnt að jafna misréttið milli flokkanna. Til þess gætu tvær leiðir komið til greina. í fyrsta lagi að fjölga uppbótar- þingmönnum og halda óbreyttri kjördæmaskipun. í öðru lagi að taka upp hlutfallskosningar og kjósa þá að sjálfsögðu fleiri þing- menn saman en gert hefur verið. Ef fullur jöfnuður hefði átt að nást 1956 með uppbótarsætum hefði þurft að fjölga þingmönn- um um 49, úr 52 í 101. Allir hljóta að vera sammála um, að svo gífurleg þingmannafjölgun komi ekki til greina. Þessi leið er því af öllum talin ófær. Þá er að- eins sú leið eftir, sem allir flokk- ar — nema Framsóknarflokkur- inn — hafa nú orðið sammála um: að stækka kjördæmin og taka upp hlutfallskosningar sem almenna reglu. Með þeim hætti næst a. m. k. um fyrirsjáanlega framtíð jöfn- uður milli allra stjórnmálaflokka og skoðana sem nokkurs mega sín og hverjum er tryggður full- trúafjöldi í samræmi við fylgi meðal kjósenda. Minnirluta- ílokkum er tryggður fulltrúi úr hverju kjördæmi, ef þeir hafa að baki sér 1/5—1/6 kjósenda í stað þess að nú getur hæglega svo farið, að aðeins stærsti flokkur- inn í hverju kjördæmi hljóti þar fulltrúa, þótt hann sé í miklum minnihluta meðal kjósenda. Þessarri skipan vill Framsókn- arfl. ekki una. Hann vill ekki einasta viðhalda öllu ranglæti núgildandi kjördæmaskipunar,að þessu leyti, heldur vill hann samkvæmt öðrum rökstuðningi sínum. Aðstaðan er hin sama og fyrr: Hlutfallskosning í Gullbr. og Kjós. dugar Framsóknarfl. ekki til að ná þar þingsæti. Með því hins vegar að gera Gull- bringusýslu og Kjósarsýslu hverja fyrir sig að sérstökum kjördæmum, auk Kópavogs, Hafnarfjarðar og Keflavíkur, eigist von í 1—2 hinna nýju þing manna. Eins og aðrir flokkar vill Framsóknárfl. að fjölgað sé um 1 þingmann á SV-landi, en það verður að gerast með því að hluta Akranes frá sínu fyrra kjördæmi og gera sveitina að sérstöku kjördæmi. Þannig fengi Framsóknarfl. þennan viðbótar- þingmann, þótt hann sé nú senni lega fylgisminnsti flokkurinn í Borgarfjarðarsýslu. Framsókn- arfl. vill að íbúar NA-lands fái einn þingmann, auk þeirra sem nú eru — alveg eins og hinir flokkarnir, en hann vill láta það gerast þannig, að Akureyri verði tvímenningskjördæmi með hlut- fallskosningu. Já, margt ljótt hafa Framsóknarmenn nú sagt um hlutfallskosningar, en þó hygg eg að stóryrðin um slíkar kosningar í tvímenningskjör- dæmum slái þar allt út. Þær hafa verið það forkastanlegasta af öllu forkastanlegu. En samt telja þeir slíka skipan nógu góða 'nanda Akureyringum, og þarf víst naumast að fara í grafgötur um ástæðuna: Framsóknarflokk- urinn hefur um skeið verið þar næst stærsti flokkurinn og telur sig því hafa möguleika á „steiktri gæs“ þaðan, ef hér væri tví- menningskjördæmi. Það þarf mikið hugarflug og furðulega dirfsku til þess að koma fram fyrir kjósendur með fulla dómgreind með slík af- styrmis hugarfóstur. 8 þing- mönnum á að bæta við, en rétt- lætið miili flokka . á að vera þannig, að það tryggi Framsókn- arfl. 4—5 þessara fulltrúa til við- bótar þeim, sem hann þegar get- ur haft í skjóli ranglætisins. — Það er vissulega hámark óskammfeilninnar, þegar tals- menn Framsóknarfl. eru svo að tala um „þröng flokkssjónarmið“, steinrunnir talsmenn öfgakennd- ustu afturhaldsstefnu? Við Alþýðubandalagsmenn leggjum okkar stefnu í kjör- dæmamálinu óhikað í dóm ís- lenzkrar alþýðu. Við bentum fyrstir núverandi stjórnmála-- flokka allra á þá leið, sem nú hefur verið valin og við teljum að hún muni færa vinnandi mönnum í sveit og við sjó aukna möguleika til þess að sameinast á stjórnmálasviðinu og auka áhrif sín á Alþingi, en undir því er hagur þeirra og framtíð kom- in frekar en nokkru öðru. At- kvæði sjómannsins og verka- mansins, sem kýs Alþýðubanda- J.agið, verður ekki íramvegis lát- ið vega þriðjung á móti atkvæði forstjórans sem kýs Framsókn- arflokkinn, heldur verða þau jöfn á metunum. Þannig er hin breytta skipan þáttur í þeirri löngu baráttu, sem staðið hefur um langan aldur og standa mun 3engi enn um jafnrétti alþýðu- stéttarinnar við aðra þegna þjóð- féiagsins, og þess vegna væri hver sá, sem nú greiddi Fram- sóknarfl. atkvæði, að vinna gegn sínum eigin rétti og sínum eigin hagsmunum. Baráttunni um Alþýðuflokk- inn er lokið. En nú er kosið um fleira en kjördæmamálið. Enginn getur verið svo altekinn af sjálfum leikreglunum, að það sem um er barizt gleymist. Og um hvað er einkum barizt nú í íslenzkum stjórnmálum? — Það er barizt um lífskjörin. Það er barizt um það, hvort viðhalda eigi og við- halda megi því lífsstigi, sem al- þýðusamtökin hafa verið að byggja upp síðustu tvo áratug- ina — eða hvort það skuli fært niður æ ofan æ með löggjafar- valdi og það er barizt um það, hvort alþýðusamtökin skuli framvegis halda réttarstöðu sinni í þjóðíélaginu eða hvort þau skuli svift þeim' grundvallarétt- indum sínum að mega ákveða laun sín og kjör með frjálsum samningum við þá, sem vinnu- aflið kaupa. Hinn 23. desember sl. var mynduð í landinu ríkisstjórn, Föstudaginn 26. júní 1959 VERKAMAÐURINN 5 sem kölluð er ríkisstjórn Al- þýðufloksins, enda þótt alþjóð sé fullkunnugt um, að Sjálfstæðis- flokkurinn ræður þar öllu, sem hann vill ráða, enda hefur for- maður þess flokks lýst því yfir, að ástæðan til þess að hann hafi fremur kosið að veita stjórninni stuðning en þiggja stuðning Al- þýðuflokksins til stjómarmynd- unar, hafi verið sú, „að sá sem stuðning veitir hafi ávallt betri tök á rás viðburðanna en sá sem studdur er“. Þessi stjórnarmyndun og stjórnarsamstarf á sér langan að- draganda og ekki ómerkan. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur árum saman unnið markvisst að því að gera Alþýðuflokkinn að hjá- lendu sinni, sem hann gæti nytj- að þegar hagstætt væri fyrir höf- uðbólið. Um langt skeið hafa for- ingjar beggja þessarra flokka unnið að því að samræma skoð- anir þeirra og stilla þá saman til átaka. Hefur þetta borið þann árangur, að um nokkur ár hefur hnífurinn ekki gengið í milli í hinum stærstu málum. í utan- ríkismálum hefur altaf verið full samstaða um hernámið og þjóns- lundin hin sama gagnvart her- námsþjóðinni, nema hvað Al- þýðuflokkurinn hefur í þeim efn- um einatt verið lítið eitt kaþólsk ari en páfinn — legið þar enn flatari ef nokkuð var. í verka- lýðssamtökunum hefur sambúð- in verið náin og samfarirnar í bezta lagi — meira að segja þeg- ar þeim hluta þeirra, sem lúta þeirri svörtu samfylkingu, var beitt til þess að grafa undan þeirri ríkisstjórn, sem Alþýðufl. taldist eiga aðild að — vinstri stjórninni. Svo náin hefur sam- vnnan verið, að nokkrir úr for- ingjaliði Alþýðuflokksins hafa árum saman gengið eins og villu- ráfandi sauðir á milli höfuðbóís og hjáleigu og ekki vitað sjálfir á hvorum staðnum þeir áttu heima. Tveir þessarra manna a. m. k. eru nú í framboði fyrir Al- þýðufl., Sigurður Einarsson og Jónas Guðmundsson. Báðir glóð- volgir úr vist hjá Heimdalli og Lýðveldisflokknum. Einn af miðstjórnarmönnum Alþýðufl. lýsti hrifningu sinni yfir samstöðu flokkanna á stú- dentafundi í Rvík í haust sem leið með svofelldum orðum: „Hygg eg að fylgismenn ann- arra flokka eigi ekki betri sam- stöðu en Alþýðufl. og Sjálfstæð- isfl. Þeir hafa haft samstöðu í verkalýðsfélögunum og það er annars reikningsdæmi hver áhrif Alþýðufl. væru í þessum félög- um, ef ekki hefði notið við hins heilladrjúga samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Samvinna þess- ara flokka hefur verið hin ákjós- anlegasta. Þar mætast heilbrigð- Lstu öfl ‘þjóðfélagsins.“ Þetta sagði miðstj órnarmaður Alþýðufl. Og ekki hefur skort ástarjátn- ingar frá hinni hliðinni frá hendi hinna opinskáari manna. Einar Sigurðsson, einn mesti auðmaður landsins, skráður eigandi 17 millj. eftir eigin framtali og lágu mati, sá hinn sami sem fékk millj. eftirgjöf af þurrafúalánum samkv. fjárlögum Alþýðuflokks- stjórnarinnar, skrifaði í Morgun- blaðið 4. jan. sl.: „Eins og stefnu Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. er háttað verður að telja þessa flokka þá skyldustu og borgaralegustu.“ Og nú er hinni áralöngu bar- áttu um Alþýðuflokkinn lok- ið. Hann hefur fundið friðinn í faðmi Sjálfstæðisflokksins. — „Heilbrigðustu öfl þjóðfélagsins," þau skyldustu, og borgaralegustu flokkarnir hafa tekið höndum saman og eru byrjuð að fram- kvæma sameiginlega stefnu sína. Osvílnasta blekking íslenzkra stjórnmála. Það, sem þegar hefur gerzt, er þetta: Laun allra launamanna og hlutarsjómanna hafa verið lækk- uð um 13,4%, jafnt þeirra, sem hafa þurftarlaun eða minna, og hinna, sem hafa hærri tekjur. — Jafnaðarmennskan lýsir sér í því, að allir eru taldir jafn aflögufær- ir hlutfallslega. Jafnframt hafa allir lögmætir samningar stéttar- félaganna verið numdir úr gildi og ráðist að öðrum félagslegum réttindum alwiennings, svo sem orlofslögunum, þótt þar hafi um sinn verið látið undan síga fyrir einróma andstöðu alþýðusamtak- ana. Sem sárabætur fyrir launa- lækkunina hafa menn svo fengið auknar niðurgreiðslur nokkurra vörutegunda alls upp á 120—130 millj. kr., en gallinn á þeim sára- bótum er sá, að hvern eyri þeirra niðurgreiðslna eiga launamenn eftir að greiða síðar eftir öðrum leiðum. Allar aðrar verðlækkan- ir hafa reynzt einber blekking eða hégómi og fjöldi vörutegunda hafa verið hækkaðar í verði og einn tilfinnanlegasti útgjaldalið- urinn, gjöld til bæjarfélaganna, hafa stórhækkað. Fyrir alla launamenn landsins nemur launaránið ekki undir 400 millj. kr. fyrir meðlimi Alþýðu- sambands fslands eina allt að 240 millj. kr. Fyrir einn verkamann um 7—8 þús. kr. á ári. Hér er óefað um stórfeldustu milli- færzlu á þjóðartekjum að ræða, sem nokkru sinni hefur verið framkvæmd á íslandi og sú milli færzla er framkvæmd á þann veg, að það sem tekið er af launamönnum rennur að mestum hluta til atvinnurekenda og allra annarra, sem vinnu kaupa og í langsamlega flestum tilfellum án þess að þeim hinum sömu sé gert að lækka verð á framleiðslu sinni eða seldri þjónustu, svo að nokkru nemi. Til afsökunar þessu stórfellda launaráni er haldið að almenn- ingi tveim meginröksemdum: í fyrsta lagi að þjóðfélagið geti ekki borið uppi það kaupgjald, sem vinnuveitendur og stéttar- félög hafi komið sér saman um, og í öðru lagi að kauplækkun hafi verið nauðsynleg til þess að stöðva verðbólguna. í þessum fullyrðingum báðum er fólgin ósvífnasta blekking sem nokkru sinni hefur verið beitt í íslenzk- um stjórnmálum, og er þá mikið sagt. Hefur þú 175 þús. kr. árstekjur? Þjóðartekjur íslendinga eru nú taldar vera 5—6 milljarðar kr., þ. e. a. s. 150—175 þús. kr. á hverja 5 manna fjölskyldu. Framleiðslutekjurnar skiptast þannig, að um 1/3 hluti fer til fjárfestingar, þ. e. a. s. raunveru- legrar gróðamyndunar, um 1/6 hluti til opinbers reksturs, en um helmingur til neyzlu allra lands- manna. Hverju barni ætti því að vera auðskilið, að ef svo er ástatt að heildartekjurnar nægja ekki til þeirrar gífurlegu fjárfestingar og gróða, sem alltaf fer vaxandi og til hömlulausrar útþennslu ríkisbáknsins og jafnframt til að halda við lífskjörunum — þá ber ekki fyrst að ráðast á laun hinna lægst launuðu, heldur gera eitt af tvennu eða hvort tveggja í senn: Auka framleiðsluna og þar með þjóðartekjurnar, svo að meira komi til skipta, eða hamla gegn óhóflegum gróða og draga úr fjárfestingu, sem engan arð skapar. En nú hefur verið farið öfugt að, gróðamyndunin hefur verið stóraukin á kostnað láglauna- stéttanna. Útgjöld ríkisins hækk- uð um 300 millj. kr. a. m. k. og flestar fyrirætlanir um fram- leiðsluaukningu stöðvaðar. Hinn þáttur blekkinganna, sú staðhæfing að verðbólgan hafi verið stöðvuð, er þó enn grófari. Fjárlagaútgjöld hafa á þessu ári verið hækkuð á pappírnum um 230 millj. kr., raunverulega ekki undir 300 millj. kr. Mismunurinn er falinn í beinum fölsunum á áætlunum. Fyrirsjáanlegur halla rekstur á útflutningssjóði og við- urkenndur af stjórnarflokkunum nemur mörgum milljónatugum. Útgjaldaaukningunni er að nokkru mætt með því að eyða tekjuafgangi ríkissjóðs á sl. ári, með erlendri lántöku og með því að skera niður nauðsynlegar framkvæmdir, sem kalla því óhjákvæmilega að á næsta ári. Um sparnað í ríkisrekstri er hvergi að ræða. Á næsta ári leggst því öll út- gjaldabyrðin, sem beint hefur leitt af kauplækkunarstefnunni, með fullum þunga á allan al- menning. Það er ekki of djúpt í árin tekið, að á næsta ári blasi við skattheimta upp á 4—5 hundr uð millj. kr. og auðvitað hlýtur hún að leiða af sér hækkun allra lífsnauðsynja og rekstrarvara og sú hækkun verður framkvæmd annað tveggja með hækkunum aðflutningsgjalda í stærri stíl en nokkru sinni áður eða, sem sennilegra er, með stórfelldri gengisfellingu, ef Sjálfstæðisfl. og þjónalið hans fá ráðið, en báð- ir þessir flokkar hafa opinskátt lýst því yfir, að gengisfelling — útvarpsumræðufium 22. þ.m. UM LÍFSKJÖRIN skráning rétt gengis kalla þeir hana — sé næsta nauðsynlega skrefið á eftir kauplækkuninni. Framsóknarflokkurinn er einn ig fullóbyrgur fyrir þessarri efna hagsmálastefnu — kauplækkun- arstefnunni. — Hann krafðist gengisfellingar ásamt Alþýðufl. innan vinstri stjórnarinnar og hann tryggði launaránslögunum framgang á Alþingi í vetur með því að láta allt þinglið sitt sitja með hendur í skauti þegar tæki- færið gafst í Ed. Alþingis að fella þau með Alþýðubandalaginu, en þar höfðu þessir flokkar hreinan meirihluta. Hann krafðizt 8% kauplækkunar og 150 millj. kr. nýrra álaga í nóv. sl. og klauf vinstri stjórnina þegar' verkalýðs hreyfingin og Alþýðubandalagið neituðu þeim úrslitakostum. — Framsóknarflokknum þýðir því ekkert að reyna að hvítþvo sig af kauplækkúnarstefnunni, þótt hann vonist nú til að almenning- ur sé fljótur að gleyma. Kaup- lækkunarstefnan er og hefur verið honum ófrávíkjanlegt trú- aratriði eins og hinum, íhaldinu og Alþýðufl. nú orðið. Aukir framleiðsla eða kauplækkun. Segja má að meginátökin í efnahagsmálum þjóðarinnar síð- ustu tvo áratugina hafi staðið um tvær stefnur: Annars vegar stefnu verkalýðshreyfingarinnar — þá að leysa vandann í g'jald- eyrismálunum og bæta lífskjörin með eflingu atvinnulífsins og aukningu framleiðslunnar. Það var sú stefna, sem réði hjá ný- sköpunarstjórninni 44—47 og að verulegu leyti í vinstri stjórninni undanfarin 3 ár fyrir áhrif verkalýðshreyfingarinnar og flokks hennar — Alþýðubanda- lagsins — hins vegar um kaup- lækkunarstefnuna í ýmsum myndum. Þá stefnu að minnka kaupgetuna, og sem afleiðingu hennár, eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri og ná þannig end- um saman, þrátt fyrir rýrnandi . framleiðslutæki og hlutfallslegan samdrátt útflutnings. Það er sú stefna, sem sigraði 1947, þegar Sósíalistaflokkurinn hvarf úr ríkisstjórn, sem hafði yfirhönd- ina þegar gengið var fellt 1950 og það er sú stefna, sem nú ræður í landi, strax og Alþýðubanda- lagsins nýtur ekki lengur við í ríkisstjórn. Það er stefnan, scrn boðar nýja gengisfellingu, stöðvun atvinnu uppbyggingar og atvinnuleysi. Það er stefnan sem aldrci verður saminn friður um á fs- landi meðan alþýðusaintökin cru þar nokkurs megnug. Það er stefnan sem tætii- þjóðfélag- ið sundur í stríðandi hópa, leiðir af sér verkföll og vinnu- deilur, framleiðslustöðvanir og versnandi lifskjör. Það er hrun stefnan í íslenzkum þjóðmál- um. Kosningarnar nú eru uppgjör milli þessai'ra tveggja stefna, og úrslit þeirra ákveða hvorri þeirra verður fylgt á næstu árum. Þeir, sem trúa því að einhliða launa- lækkun almennings sé eitthvert töframeðal sem lækni meinsemd- ir efnahagskerfisins, kjósa að sjálfsögðu einhvern kauplækk- unarflokkana — en þeir sem eru þeirrar skoðunar, að viðhalda eigi lífskjörunum eða bæta þau með sameinuðu átaki allrar þjóð arinnar, með því að efla fram- leiðsluatvinnuvegina og útrýma atvinnuleysi úr öllum byggðum landsins, þeir leggja áherzlu á þá skoðun sína og tryggja henni framgang með því að fylkja sér maður við mann um Alþýðu- bandalagið — sem nú er eini málsvari alþýðusamtakanna og alþýðumálstaðarins í íslenzkum stjórnmálum og gera sigur þess svo ótvíræðan, að um ekkert geti verið að villast hver vilji alþýð- unnar er og hvert hún vill stefna. Sjómaðurinn, sem rændur hef- ur verið 250 kr. af hverju fisk- tonni sem hann dregur að landi, verkamaðurinn, sem sviftur hef- ur verið tíunda hlutanum af þurftarlaunum sínum, iðnaðar- maðurinn, sem horfir fram á rýrnandi afkomu vegna kaup- lækkunar, verzlunarmaðurinn, sem sér fram á samdrátt í at- vinnugrein sinni vegna minnk- andi kaupgetu — hljóta allir sem einn að kvitta fyrir launaránið og sameinast gegn hrunstefnunni. Enginn þeirra getur leyft sér að kjósa kauplækkunarflokkana og engir þeirra eiga samleið með neinum öðrum flokki en Al- þýðubandalaginu. En um leið og alþýðan samein- ast gegn kaupránsstefnunni og Þ'yggir framleiðslustefnunni sig- ur með því að gera Alþýðubanda lagið svo sterkt, að það fái úr- slitavald á Alþingi í enn ríkara mæli en 1956, lýsir hún einnig vilja sínum í þeim tveim höfuð- málum þjóðarinnar, sem öllum íslendingum standa nær hjarta en flest önnur: Landhelgismálinu og herstöðvamálinu. Hún dæmir þá flokka með atkvæðaseðlinum, sem gáfu þjóðinni fögur fyrirheit fyrir kosningarnar 1956 með samþykktinni frá 28. marz, um að hinum erlenda her yrði vikið úr landi — en sviku heit sín strax að kosningum loknum og hún veitir þeim eina flokki, sem nú berst fyrir þjóðfrelsi íslend- inga, traust sitt og atfylgi. Þjóðin kreíst tafarlausra aðgerða í landhelgismálinu. Oll íslenzka þjóðin er einhuga landhelgismálinu. Allir vilja ryggja þar fullan sigur, sem ’yrst og sem bezt, með því að hrekja ofbeldismennina, brezku sjóræningjana, út fyrir hin ]ög- legu fiskveiðitakmörk og fá al- þjóðlega viðurkenningu á rétti íslendinga til þess hluta landsins, sem fiskimiðin eru. Um þetta er öll þjóðin samála og einnig um það, að þessum markmiðum beri að ná og verði aðeins náð með bvi að þjóðin öll og þeir sem fal- in er forusta fyrir málum hennar komi þannig fram og haldi þann- ig á málum, að andstæðingum okkar og öllum heimi verði Ijós sú ófrávíkjanlega ákvörðun okk- ar að víkja aldrei í þessu máli, draga það aldrei niður i svað samninga eða makks á erlendum vettvangi og leggja það aldrei í dóm andstæðinga okkar og Framhald á 6. siðu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.