Alþýðublaðið - 25.04.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.04.1921, Blaðsíða 2
* ;■ 'r .. ALÞTÐ0BLA91B A.fgreiÖsla Uaðsins er í Alþýðuhúsina við lagólfsstrsti og Hverfisgötn. Sími 988. Anglýsingura sé sldlað þangað cða í Gutenberg i siðasta lagi kl. io árdegis, þann dag, sem þser aiga að korna 1 blaðið. Áskriftargjald ein Izx*. á minuði. Auglýsingaverð lcr. 1,50 cm. •indálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil tll afgreiðslunnar, að minsta kosti ársQórðungsIega. er einmitt í þessum söfnuði” ég sem þetta rita gekk í nefndan hóp 1903. Þess vil ég mega biðja hópinn sem hugsast kann að eftir verði um næsta aðal- fund, að hann sjái til, að stjórnin fái lausn í náð, þó hana skipi nú svo sem kunnugt er kaupmenn, útgerðarmenn, líkkistusali og bók- bindari. Út af ummælum og orðalagi sjálfs guðsmannsins, þar sem hann kvaðst ekki hafa laun á við óbreittan verkamann, og þakkaðisér yöxt safnaðarins, en hvort það var meint andlega eða líkamlega, um það gat ég þó viðstaddur væri enga ályktun dregið. Ég vonast til þess að hann (presturinn) efni það heit, taki eigi við áðurminstri launáviðbót, og fari sáttur við alla menn. „Þeir seldu og keyptu í helgi- dómi drottins". Það mun standa óhaggað, að jesús Kristur á sínum holdsvistar dögum, hafi rekið þá menn út er siíkt höfðust að. Ég býst við að hin heiðruðu málgögn hinna góðu manna sem hér hefir verið talað um, riti eitt fevað aðdáanlegt eins ®g þeim er lagið. En þá skal skírari mynd verða uppdregin. Reykjavík, 1921. fón yónsson. Fiskiskipin. í gær komu af veiðum. Draupnir, Jón forseti, Austri og Snorri Sturluson, allir íneð góðan afls. €rIenð simskeyti. Khöfn, 24. apríl. Pjóðverjar og Randamenn. Þýzka stjórnin hefir tilkynt brezka utanríkisráðaneytinu, að Þýzkaland sé reiðubúið að hjálpa til við endurreisn eyddra héraða í Belgfu og Frakklandi, og sé að yfirvega uppástungur Bandamanna. Frá Berlfn er símað, að felmtri miklum hafi slegið á menn þar við að heyra að stjórnin ætlaði að fallast á kröfur Bandamanna. (Skeytið óljóst.) Stúdentafélögin bæði héldu sam- eiginlegann sumarfagnað sfðasta vetrardag og var þar íjölmenni mikið, þar á meðal 4 stúdentar sem sýnishorn þess að stúdentar væru ekki með öllu upprættir hér f bænum. Áður en fagnaður- inn hófst komu fyrir leiðinleg at- vik. Tjaidið í Iðnó rann upp af sjálfu sér og sázt þá frú Guðrún Indriðadóttir sofahdi uppi á palli þar á flatsæng og í öllum fötuh- um. Helgi Helgason hjá Zimsen kom þá að og vakti hana heldur harkalega, og vildi ná henni burtu af pallinum, Iíklega vegna þess að honum hefir þótt óviðeigandi að hún svæfi þarna í ásýnd fjölda fólks. Helgi var fáránlega búinn, f rauðum fötum og með kven- mannshatt á höfðinu. Frú Guðrún varð því óðar hrædd og lét dæl- una ganga að hún vildi ekki fara með honum svoleiðis búnum út á götu. Þegar Helgi sat við sinn keip, lét frú Guðrún svo afskap lega, að Helgi komst í standandi vandiæði, og heyrðu þeir sem næstir sátu, hann segja: „Bless- aðár Iátið þér ekki svona kona, fólkið heldur að þér séuð brjál- aðar". En það stoðaði ekki, því að frú Guðrún spurði Helga bara: „Kantu ekki að kyssa, maður." Helgi velti þá vöngum og sagði: „Hvernig á eg að fara að með kvenmanninn." Þegar menn sátu steini lostnir og horfðu á þetta, komu alt í einu inn á pallinn tveir menn með kolaskúffur og á þeim brenn- andi eldglæður, otuðu þessu fram- an í áhorfendur og þutu svo út án þess að segja hvað þeir meintu með þessum látum. Þetta Iðnóhneixli endaði með því að Ragnar Kvaran (í Lands- bahkanum) kom inn og sagði við Helga um frú Guðrúnu: „Hún er fordæmd", en sonur Haakonsens uppi á lofti gall við: „Hún er hólpin". Þá féjl tjaldið niður, til mikillar gleði fyrir vini þessa fólks. Sumir sem viðstaddir voru í salnum, héldu að þetta væri sjón- leikur og hrópuðu: „Fram með höfundinn", en enginn kom eins og von var. Nú héldu menn að „fagnaður- inn" mundi fara að byrja og ekki fleiri hneixli gerast. Tjaldið rann upp aftur og smástúlkur komu inn trallandi og dansandi og átti þetta að vera upphafið að danz- leiknum. En Helgi gat ekki stiit sig. Hann kom þá aftur inn á pallinn og er nú búinn að hafa fataskifti, er í gömlum hvítum balikjól með skolpfötu á höfðinu og ullarflóka límdan á kinnarnar. Varð flestum bylt við að sjá Helga hegða sér, svona og fór um menn kuldahrollur þegar hann fór úr eins manns hljóði að kveða: „Nú er úti veður vott," og vildi svo reka aumingja stúlk- urnar burtu. Þær hrópuðu þá á hjálp til stórrar vinstúlku sinnar og inn kemur eins og byssubrenc fröken Soffía Björnsdóttir óg otar hún priki framan í Helga og segir: „Hér er sú.“ „E—pú,“ sagði Helgi, varð hræddur og fór, og gerði ekki fleiri hneixli það kvöld. Helgi kvað vera bind- indismaður. Stúlkurnar urðu fegnar, sem von var og sungu: „Sjá hér hve illan enda," og svo byrjaði danz- leikurinn, sem hefði átt að byrja strax, ef Helgi hefði ekki hagað sér svona. Stóð fagnaðurinn langt fram á nótt. Piltur ir sveit. Kirkjuliíjómleikar Páls tsólfs- sonar verða endurteknir í síðasta sinn á morgun í Dómkirkjunai. Ágóðinn rennur í landsspftalasjóð- inn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.