Alþýðublaðið - 25.04.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ með niðursettu verði hjá Jóh. Nopðfjörð. Ménn, komið bfcint f verzl- nnina Von og fáið ykkur skorið tóbak, vindil í munninn, sigarettu, skró eða sælgæti. Konur, koraiö einnig og fáið ykkur kaffí í könn una, Konsum-súkkulaði, rúgmjöl, feaframjöl, hrísgrjón, sagógrjón, kartöflumjöl, kartöflur, salt, lauk, þnrkaðae saltfisk, hangikjöt, smjör, saltkjöt, ,tólg, rikling og harðfisk. Mæður, munið að hafa hugfast að spara saman aura fyrir lýsi handa höraunum ykkar, svo þau verði feraust. — Eitthvað fyrir alla. — Komið þvf og reynið viðskiftin f Von. Vinsami. Gunnar S. Sigurðss. -----j-----*-»----------- í^jomenii. Nokkra vana og góða fiskimenn vaatar nú þegar. Upplýsingar á Laugaveg 8. K aupið Alþýðublaðíð! Alþbl. er blað allrar alþýðu. Raígeymar tll sölu, ódýrt. Gjörum við og hlöðum geyma fyrir sanngjarnt verð. H.f. Rafmagnsf. Hiti & Ljós. Vonarstræti 8, Reykjavík. Alþýðublaðið t fr er ódýrasta, ijölbreyttasta og bezta dagblað landsins. £anp- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. íxummi á barnavagna fæst f Fálkanum. AlþbL kestar i kr. á mánuftl. Ritetjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Jack London'. Æflntýri. }n?er ókunnugur maður er kominn á þeirra stöðvar. Fyrst óttast hann: Drepur ókunni maðurinn mig. Næsta hugsun hans verður sú, þegar hann 1 það skifti ekki var drepinn: Get eg drepið ókunna manninn? Maður hét Packard, hann var kaupmaður, og bjó um tólf mllur héðan. Hann stærði sig af því, að hann drotnaði með alúð og góðgirni, og þyrfti aldrei að sýna harð- ýðgi. Hann heimsótti okkur Hughie stundum í hvalabát sínum. Þegar bátshöfnin vildi svo komast heim, varð hann að skunda af stað hið bráðasta. Eg man sérstak- lega vel eftir sunnudegi einum, þegar við höfðum boðið Packard til miðdegisverðar. Súpan var rétt komin á borðið, þegar Hughie tók eftir svertingja, sem rak haus- inn inn úr dyrunum. Hann fór strax út til hans, því þetta var brot á lögum Beranda. Svertingjar verða að koma boðum inn með einhverjum þjónanna og verður að býða útan garðs; en þessi náungi, sem var úr báts- höfn Packard, var kominn upp á svalirnar. Og hann vissi vel að hann mátti það ekki. „Hvað er að?“ spurði Hughie. „Segðu hvíta manninum þarna inni, að við vilj- um komast af stað, sem í bátnum erum. Komi hann ekki, förum við“. Þegar hér var komið, gaf Hughie hon- bib svo hressilega á hann, að hann valt niður tröpp- urnar". „En það var óþarflega ruddalegt", mælti Jóhanna. „Hvítan mann mundir þú aldrei fara þannig með“. „Það er einmitt munurinn. Hann var ekki hvítör maður. Hann var hinn aumasti svertingi, og móðgaði ekki að eins húsbónda sinn, heldur alla hvita menn á Salomons-eyjum. Hann móðgaði mig og Hughie. Hann smánaði Beranda". „Já, frá þínu sjónarmíði, eins og þú hefir samið regl- urnar um hnefaréttinn — “. „Jú“, mælti Sheldon, „en Packard stjórnaði eftir lög- málinu urn rétt þess máttarminni. Og hver varð afleið- ingin? Eg lifi enn. Packard er dauður. Hann var mjög vinjarnlegur og vægur við menn sína, en þeir biðu þangað til hann lagðist í hitasótt. Nú er höfuð hans geýmt á Malaita. Áuk þess fluttu þeir með sér tvo hvalabáta fulla af eigum hans. Mackenzie skipstjóri á hvalveiðaskipinu Minota, var líka vorkunnlátur. Hann hélt líka, að betur mundi fara á með honum og svert- ingjununum, ef hann bæri engin vopn. Þegar hann í annað sinn fór til Mal'aita til þess að ráða menn, kom hann til Bina, sem er í nánd við Langa-Langa. Rifl- arnir, sem bátshöfn hans hefði átt að hafa, voru lokaðir inni í klefa hans. Þegar hvalabáturinn kom að landi, spókaði hann sig þar vopnlaus með öllu. Hann var hálsböggvinn. Höfuð hans er til skrauts á Malaita. Þetta var hreint og beint sjálfsmorð. Og dauði Packards var heldur ekki annað en sjálfsmorð". „Eg játa það, að varúðar verði að gæta, þegar við þá þarf að skifta; en eg held, að betri árangur yrði ef betur væri farið með þá og þeim sýnd meiri vorkunn- semi og alúð". f „Að þessu leyti er eg á sama máli. En einu máttu ekki gleyma: Beranda er undantekningarlaust, hvað verkamennina snertir, versta plantekran á öllum Salo- monseyjunum. Og ástæðan til þess að svo er komið, sannar að því leyti staðhæfingar þínar. Fyrri eigendur Beranda voru áreyðanlega engir gæðamenn. Þeir voru ósviknir þorparar. Annar var aumasti amerikumaður, hinn drykkfeldur Þjóðverji. Þeir voru þrælasalar. Fyrst keyptu þeir vinnuaflið hjá Johnny Be-blowed, sem var hinn alræmdasti bófi á öllum Salomonseyjum. Hann situr nú í fangelsi á Fiji-eyju og afplánar þar tíu ára hegningu fyrir óþarfa dráp svertingja. Síðast, þegar hann var hér, vildu íbúarnir á Malaita ekkert við hann eiga, svo mjög hötuðu þeir hann. Hann gat því að eins lengið verkamenn, með þv£ að koma þegar framið hafði verið morð, eða manndráp í stórum stíl. Morðingjarnir vora vanalega fúsir til þess að undirrita samning og sleppa burtu áður en hefndín kæmi fram við þá. Hér eru sllkir náungar nefndir „haus-flóttamenn“. Skyndi-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.