Alþýðublaðið - 25.04.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1921, Blaðsíða 3
Sólþrá. Svífðu með mig söngfugl til suðrænni stranda. Því norður við íshaf nákuldar anda. „ Svífðu með mig söngfugl á suðurvegi með aldin og angan á eiiífum degi. , Með freyðandi bikar og forsælu pálma, suður við sóilönd þar sorgir ei tálma. Svífðu með mig söngfugl, svífðu með mig þangað, sem að mig hefir svo lengi langað. Norður við íshaf þar nákuldar anda. Dey eg með sorgþrá \ til suðrænni landa. Páll Pálmar. > tfm ðagfnn og vegitu. Hjálparstoð Hjúkrunarféiagsins Lfkn er opín sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. n—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga.... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h. 3 br. nm tímann. Akkorðs- vinnan við „Kára" á sunnudaginn var, gaf af sér réttar þrjár krónur um tímann. Að sögn höfðu þeir sem unnu akkorðsvinnu í „Maí“ þann sama dag, 2 kr. 51 eyr. um tímann. 1 Enga akkorðsvinnu eða eftir- vinnu ætti að taka, nema fyrirsjá- anlegt sé, að kauptaxtinn náist. Yerðhæbkim. Kjötdósir hafa verið seldar alrrent í búðum i allan vetur á kr. 4,00 pr. dós. Nú er frosið kjöt á þrotum; en kjötdósin seld í mörgum búðum á kr. 4,50. Af hverju stafar sú verðhækkun? Tímamerbi er nú verið að rcisa á símstöðinni. Er það svört ALÞÝÐUBLAÐIÐ kúla á stöng, sem verður dregin að hún 2 mín. fyrir kl. 12 á hád., og látin faiia klukkan 12 Þetta er einkum gert fyrir skip þau, er á höfninni liggja, því á þennan hátt geta þau ieiðrétt klukkur sfnar. Lánsfó til byggingar Alþýflu- hússins er veitt móttaka i Al- þýflubrauðgerflinnl á Laugaveg 61, á afgreiðslu Alþýflublaflsins, i brauflasðlunni á Vesturgötu 29 og á skrifstofu samningsvlnnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkifi fyrirtækifl! s í- Fjárlögin fýrir 1922, voru til framhalds 2 umr. I nd. í fyrradag. Voru umræður með smá kekkjum og hnútuköstum miili sumra þing- mannanna og lauk ekki fyr en kl. 1 á sunnudagsnóttina. Voru flestar þær breytingar, er fram höfðu komið samþyktar, og mái- inu vísað tii 3. umræðu. Pingslit. Að því er heyrst hefir munu þingslit verða um miðjan næsta mánuð. Þingið hefir nú setið í 10 vikur og engum stórmáium lokið enn. En þeim verður ekki skotaskuld úr því, að afgreiða þau öll með afbrigðum og í flaustri, þingmönnunum, sem mest þurftu að flýta sér í fyrra, heim af þingi, vegna sauðburðar og hræðslu við innfluenzu. Hvaða ástæða! Mörgum verð- ur það á að spyrja: Af hvaða ástæðu hefir stjórnin afnumið verðlagsnefndina? Og þessi spurn- ing er ekki að ástæðulausu. Því, að því er bezt verður séð, er engin ástæða til þessa tiitækis, önnur en hringiandaháttur og staðfestuleysi stjórnarinnar. Stjórn- arinnar, sem bíta þarf í skottið á sér í öllum málum! z'. Upp á „slikk“. Er þá boðið upp á „slikk" andans meðal- n.... þegar landsins „Statestik" stikar Pétur Gauti. Jón. 3 er biað jafnaðarmanna, gefinn út á Akureyri Kemur út vikulega I nokkru stærra broti en „Vísir". Ritstjóri er Halldór Friðjónsson. V erkamaðurinn er bezt ritaður allra norðienzkra biaða, og er ágætt fréttabiað. Allir Norðlendingar, vfðsvegar um landið, kaupa hann, Verkamenn kaupið ykkar blðð! Gerist áskrifendur frá nýjári á ytfgreiðsln yilþýðubl. Á. V.: Hafið þér gerst kaup- andi að Eimreiðinni? Hjólhestar gljábrendir og nikkel- húðaðir í Fálkanum. 'Ciðhnsbragnr. i ______ Oft var í þessu eldhúsi öfugt mörgu snúið, eldað versta ómeti, illa í pottinn búið. Nú var afbragðs eldsneytis aflað f fullar hlóðir. Alt fór það til ónýtis hjá ykkur, piltar góðir. Aldrei lifnaði eldurinn, enginn nenti að kveikja. Það er verst með þorskroðin, sem þarns átti að steikja. Átta vikna þjark og þraut það er stærri voðinn. Fór hér alt í efni í graut, sem aidrei verður soðinn. Eldabuska.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.