Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.09.1960, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 16.09.1960, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 16. sept. 1960 EYSTRASALTSVI KAN Nú í sumar gafst mér tækifæri til að sækja Eystrasaltsvikuna í Austur-Þýzkalandi og jafnframt ferðast um landið í nokkrar vik- ur. Eg hef verið beðinn að segja eitthvað frá þessari dvöl, og skal þess freistað hér. Austur-Þýzkaland var formlega stofnað 1949 og sósíalisma komið þar á. Þetta ríki, sem önnur sósíalisk ríki, hefur ekki sloppið við róg og níð afturhaldsaflanna og verið reynt á allan hátt að gera það sem tortryggilegast. Sennilega væru allir íbúar austurhlutans flúnir yfir til þeirra vestureftir og ugglaust meira til, ef marka ætti allar tölur, sem viss blaðakostur gefur upp. Hér verður ekki farið að rekja sögu Þýzkalands eftir styrjöldina, en óhætt er að full- yrða, að Þýzkaland er ein af mörg- um púðurtunnur veraldar, þar sem aðeins einn neista þarf til að sprengingin mikla verði. Er það ekki sízt að þakka geðstillingu og öryggi þeirra í austurhlutanum, að ekki hafa alvarlegir atburðir skeð. A.-Þjóðverjar hafa ekki hlotið við- urkenningu kapítalisku ríkjanna, svo sem kunnugt er, en leggja allt kapp á að afla sér trausts og álits, og má e. t .v. segja, að Eystrasalts- vikan sé í þeim anda haldin. En fyrst og fremst vilja A.-Þjóðverjar með Eystrasaltsvikunni efla vin- samlega sambúð við, nágranna þjóðirnar, og jafnframt gert það að kjörorði sínu, að Eystrasaltið verði friðlýst haf (Die Ostsee — Ein Meer des Friedens). V.-Þjóð- verjar leggja mikið kapp á að koma upp herskipaflota á þessu strandhafi og er það raunar í sam- ræmi við þá vígbúnaðarstefnu, sem þar ríkir. Þetta mót sóttu þátttakendur frá 8 löndum: Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, íslandi, Sovét- ríkjunum, Póllandi og Þýzkalandi. Okkur Islendingum var boðið að senda allt að 60—80 manns. Tilhlökkun mín var talsverð að kynnast landi og þjóð, og þá fyrst og fremst að fá að sjá af eigin raun, hvernig ástandið væri. Og 1. júlí hóf Sólfaxi sig á loft fullskip- aður af fólki, sem flest hafði aldr- ei fyrr stigið á þýzka grund. — Ferðalagið gekk alveg eftir áætl- un, flogið til Hafnar, þaðan með lest til Gedser og ferju þaðan til Warnemúnde. Laust eftir mið- nætti vorum við komin á áfanga- stað. Þar voru menn komnir til að taka á móti okkur og koma okkur fyrir, vorum við boðin velkomin með hjartnæmum ræðum og hlý- legu viðmóti. Er skemmst frá því að segja, að þessarar gestrisni nut- um við allan tknann. Daginn eftir var hópnum skipt þannig, að 20 áttu að búa í tjald- búðum, þ. e. yngra fólkið, þó ekki allt, en hinir skyldu vera á hótel- um. Þessar tjaldbúðir voru í Graal-Múritz, sem er þekktur bað- strandarbær og var örstutt niður á heitan og mjúkan fjörusand Eystrasaltsins. Þjóðverjarnir höfðu falið nokkrum háskólastúdentum að vera okkur til leiðbeiningar og aðstoðar þessa tíu daga, sem við áttum að dvelja í tjöldunum. Var viðkynningin og samvinnan við þessa stúdenta sérstaklega ánægju leg. Þar í hóp var stúlka, sem hét Ingrid Schwarz (Indrið hin svarta) og hafði hún lært íslenzku hjá dr. Bruno Kress í tvo vetur. Þessi málakunnátta kom í góðar þarfir, sem nærri má geta. Fyrir- liði þeirra hét Horst að fornafni, lítill, kvikur og síkátur náungi. Við bjuggum í þrem tjöldum og var kvenfólkið haft í miðjunni. Aðbúnaður var þarna hinn bezti, beddar, vindsængur, teppi, sömu- leiðis rafmagnsljós í öllum tjöld- unum. Var kímt töluvert að því að menn höfðu ekki athugað að breiða á sig nóg teppi og vöknuðu við kuldann og skulfu sem loftbor- ar í grjótnámu, eins og það var orðað. En lærðu af reynslunni, og undirritaður mun víst hafa haft 10 teppi ofan á sér næstu nótt og átt metið í þeirri grein. Þarna við tjaldbúðirnar var stórt og veglegt hús í eigu F. D. J. Freie Deutsche Jungend, Frjáls þýzk æska. í þessum félagssamt. mun vera um 60—70% unglinga. Eg spurði, hvort ekki væri skylda að vera í þessum félagsskap, en var sagt, að svo væri alls ekki. Hins vegar nytu þeir, sem í félög- unum væru, ýmissa hlunninda og hefðu mjög góðar aðstæður til alls kyns tómstundastarfa. Hér má sennilega merkja það, hvað æskulýður þeirra landa, sem við sósíalisma búa, er staðfastari og laus við það rótleysi, sem ríkir hér á Vesturlöndum. Maturinn var nægur og góður, mikið af brauði og áleggi, en kjöt ávallt skammt- að. — Það eina, sem við gátum sett út á, var veðrið. Veðurguðirn- ir virtust vera í slæmu skapi þessa dagana. Reyndar rigndi lítið, en oftast var skýjað loft og dró mikið úr baðstaðarferðum. Hinn 4. júlí átti að opna Eystra- saltsvikuna. Fór fyrst fram stutt athöfn í tjaldbúðunum, flutt voru ávörp frá hverri þjóð og stór lúðrasveit lék. Síðan var haldið til Rostock, en þar setti Otto Grote- wohl, forsætisráðherra, hátíða- höldin með snjallri ræðu. Síðan komu margir fleiri og héldu ræð- ur, og vorum við landarnir búnir að fá nóg eftir að hafa staðið upp á endann í mannþrönginni röska 3 tíma. Um kvöldið var mótsgestum boðið á óperettusýningu, sem haldin var undir berum himni á leiksviði í útjaðri borgarinnar. — Komu þar fram um tvö þúsund manns, efni leiksins var um upp- byggingu borgarinnar og bola- brögð, fals og klækir afturhaldsins sýnt á einkar skemmtilegan hátt. Var óhemju fögnuður þegar höf- uðpaurinn, ýstrupjakkur mikill, var rekinn á flótta með kústsköft- um. Tónlistina samdi Schostako- vits, en textann Kuba, báðir mjög kunnir listamenn." Dagarnir í tjaldbúðunum liðu fljótt. Á daginn lágum við á bað- ströndinni, fórum langar eða skammar ökuferðir, skoðuðum verksmiðjur, iðjuver o. fl. Á kvöldin voru dansleikir, kvik- myndasýningar, og svo skiptust þjóðirnar á að annast kvöldvökur, sem voru mjög skemmtilegar. Eru mér sérstaklega minnisstæðir þjóðdansar frá Ukrainu, sem Rússamir sýndu af frábærri snilld. Þarna í tjaldbúðunum voru um 1200 manns og var skólafólk frá Skandinavíu og Danmörku all- áberandi. Við vorum að prófa dönskuna okkar og náðum í menntaskólastráka til að spjalla við. Þeim var efst í huga ,að nú væri fríið farið að styttast ískyggilega, þeir ættu að byrja aftur 12 ágúst. Voru þeir gulir og grænir af öfund, þegar þeir heyrðu að við byrjuðum ekki fyrr en 1. okt. Eg er hræddur um að þá yrði nú fyrst bragð af krítikkinni, ef íslenzkir skólar lengdu skólaskyld- una, sem þessu svarar. Nóg er nú samt fyrir. Þeir voru mjög hrifnir af veru sinni og sögðu, að ekki væri allt að marka, sem Politiken og Berlingur segðu í fréttum aust- an þaðan. Síðasta daginn, sem við dvöldum þarna, höfðum við vin- áttufundi með Rússum, Þjóðverj- um og seinna Pólverjum. Voru þessir fundir markaðir friðarvilja og bróðurhug. Seinna fékk eg tækifæri að ferðast um Þýzka al- þýðulýðveldið. Öll sú ferð varð til að staðfesta betur virðingu mína fyrir því þrekvirki, sem hefur ver- ið að gerast í A.-Þýzkalandi. Það sem þeir hafa orðið að gera er ámóta því, að við hefðum farið að umskapa Húnavatnssýslunum í iðnað og sjávarútveg Faxaflóans. Samlíkingin er kannski ekki full- nægjandi, en eg vona að vitað sé við hvað er átt. Þessir 107 þús. km2, sem tilheyra lýðveldinu, eru kjarninn í landbúnaðarhéruðum, sem voru fyrir stríð. Því miður er hér ekki tækifæri að tilfæra tölur, sem sýna aukningu iðnaðarins, en hún er alveg gífurleg. Þó skal nefnt eitt dæmi. Þeir urðu að byggja algerlega upp frá grunni járn- og stálframleiðsluna, því að Ruhr-héraðið, lenti allt í vestur- hlutanum. Um 1950 var byrjað að reisa borg við Oder-Neisse línuna, sem nú framleiðir í sex háofnum 3500 tonn af hrájárni á dag. Járn- grýtið kemur frá Sovétríkjunum, en kolin frá Póllandi og Tékkó- slóvakíu. Hér gefst ekki tóm til að segja frá þessari ferð nú, þótt síðar geti orðið. Við komum m. a. til Berlín- ar, Leipzig, Dresden, Weimar og víðar. Alls staðar þar, sem við komum, vorum við hvött til að spyrja og spyrja. Eitt af því fyrsta, sem við spurðum um, var auðvitað flóttamannastraumurinn. Við fengum þær upplýsingar, að í rótleysi eftirstríðsáranna hefðu margir farið vestur yfir, þar sem að lífskjörin urðu þar tiltölulega mjög góð, allir vita ástæðuna. — Bandarísku fjármagni var ausið inn í landið, allar stríðsskaðabæt- ur felldar niður o. s. frv. Hins veg- ar urðu austanmenn að borga sin- ar stríðsskaðabætur fram á árið 1958. Reyndar hefur margt af þessu fólki snúið aftur, orðið fyrir vonbrigðum og ekki fest yndi. — Hins vegar hefur upp á síðkastið komið mikið af ungum mönnum, sem eru að flýja herskylduna, sem Adenauer og félagar hafa komið á. I A.-Þýzkalandi er enginn fastur her eða herskylda, en 90 þús. sjálf boðaliðar eru í nokkurs konar rík- isher, en íbúatalan er 17,6 millj. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd, að sú stjórnarstefna, sem ríkir í V.-Þýzkalandi minnir óþægilega mikið á nazismann í allri sinni nekt. Landvinninga- græðgin sú sama, reynt er að æsa upp hroka og þjóðernisdramb og allt gert til að afsaka gerðir Hitl- ers og breiða yfir hryðjuverk naz- istanna. I skólunum er kennt að Hitler hafi ekki verið svo afleitur karl, en gert bara ýmsar vitleysur. Einnig verður því ekki mótmælt, að ýmsir framámenn nazistaflokks-. ins gegna háum og þýðingarmikl- um embættum þar vestra. Ekki er vitað, hvort þeir hafa nokkuð breytt um lífsskoðun. Tveimur ár- um eftir að Kommúnistaflokkur- inn var bannaður hjá* Adenauer, var banninu af gamla nazista- flokknum aflétt. Við spurðum um uppþotið í Berlín í júní 1953, sem afturhald- ið hefur fellt mörg krókódílstár út af. Okkur var sagt, að það hefði stafað af því, að auka þurfti álag á almenningi til að 5 ára áætlunin (1951—’55) gæti staðizt. Af þessu leiddi óánægju, og þá sáu vissir aðilar sér leik á borði. Talið er að 5% vrekamanna hafi tekið þátt í óeirðunum .Minnir þetta nokkuð á atburðina í Ungverjalandi haust- ið 1956. Ein kvöldstund í Dresden er mér ávallt minnisstæð. Eg var að spjalla við þýzkan jafnaldra og spyr í þeirri einlægni, sem eg átti bezta til, hvort að það sé nú alveg víst, að þeir séu ánægðir með þetta stjórnarfyrirkomulag, sem þeir búi við. Hann svaraði ekki al- veg strax, en spurði síðan: „Veiztu, hver átti áður þetta hús, sem við erum í nú? Þýzku æskulýðssam- tökin áttu það og var þar fjöl- breytt aðstaða til alls kyns tóm- stunda.“ Jú, svarið kom við því. Auðkýfingur nokkur hafði átt það og búið í því ásamt tveimur börn- um sínum í 32 herbergjum. — „Heldruðu að við viljum skipta?“ Eg lét mér þetta að kenningu verða og spurði ekki slíkra spurn- inga oftar. Eg hafði búizt við því, að farg myndi hvíla á fólkinu, alls staðar væri lögreglan að sniglast o.s.frv. En slíkar hugsanir ruku út í veður og vind, þegar á hólminn var kom- ið. Fólkið var svo frjálslegt og glatt, sem í Austurstræti Reykja- víkur eða Hafnarstræti Akureyr- ar. Athygli vakti snyrtilegur klæða burður kvenfólksins. Karlmenn gengu mikið í stuttum skinnbuxum og var stundum hálf spaugilegt að sjá virðulega eldri menn á slíkum gæja-brókum. Verðlag er heldur ódýrara en hér á vörum almennt, en matvör- ur og húsaleiga, svo að eitthvað sé nefnt, er hræódýrt. Verkamaður í skipasmíðastöð hefur 500 mörk á mánuði (margfalda með 10 til að fá íslenzkar krónur) og greiðir 48 mörk á mánuði fyrir þriggja her- 1960 bergja íbúð. Vinnutíminn er 7Vz klst. á dag, en aðeins unnið fram að hádegi á laugardögum. Maður hafði ekki verið þarna lengi þegar komizt var að því, hvert var mesta hjartans áhuga- mál fólksins: Það var varðveizla friðarins. Eg held að aldrei hafi svo ræða verið haldin, að ekki hafi verið minnst á friðinn og vernd hans. Enn þann dag í dag er verið að hreinsa rústir frá stríð- inu, og gert er ráð fyrir að því verði ekki lokið fyrr en að fimm árum liðnum. Allt líf okkar og til- vera byggist á því, að friður hald- ist, því að þriðja heimsstyrjöldin táknar jafnframt eyðileggingu og útrýmingu mannkynsins, hvort sem það eru bolsar eða burgeisar, hvítir eða svartir eða eitthvað þar á milli. Der Sozialismus siegt — sósíal- isminn sigrar — mátti víða sjá. Sú heillandi lífsgleði og bjart- sýni, sem maður varð alls staðar var við, sannfærði okkur um það, að allt sem þeir gera lánast þeim. A.-Þjóðverjar eru staðráðnir í því að bogna ekki fyrir hatursherferð- um grimmra andstæðinga. „Þjóð irnar, sem vilja ekki viðurkenna okkur í dag, standa í biðröðum hjá okkur á morgun,“ sögðu þeir, og þessi ummæli segja langa sögu. Jón Gunnlaugsson. EKKI G0TT - EN Í>Ó Ríkisstjórnin pantaði í sumar gegnum svokallaða „samstarfs- nefnd launþegasamtakanna", norskan hagfræðing hingað upp til að lýs.a blessun sinni á „við- reisninni“. Maður sá heitir Per Dragland, og dvaldi hérlendis 3 vikur, mállaus og öllum ókunn- ugur. Túlkar hans og heimildar- menn voru lögfræðingar ríkis- stjórnarinnar, Jónas Haralz og Torfi Hjartarson. Þessi Dragland hefur nú sent hingað upp langa greinargerð um „viðreisnina“ og hún verið þýdd á íslenzku. Við höfum orð Alþýðublaðsins fyrir því, að Dragland andvarpi mitt í skýrslu sinni og segi: „Ráð- stafanirnar (þ. e. ,,viðreisnin“) fela í sér svo mikla kjaraskerð- ingu allrar alþýðu, að tilfinning- ar mínar gera mér erfitt að mæla með þeim.“ Má af þessu andvarpi Drag- lands marka, að hann hefur ekki með glöðu geði tekizt á hendur varnir fyrir „viðreisnina“. En gera verður fleira en gott þykir — enda starfið sjálfsagt vel launað. F ramkvæmdast jóri K. V. A. Samkvæmt því er „Alþm.“ skýrir frá sl. þriðjudag hafa orð- ið framkvæmdastjóraskipti við Kaupfélag verkamanna Akureyr- ar, KVA, um síðustu mánaðamót, og hefur Haraldur Helgason, sem lengi hefur starfað í Kjötbúð KEA, verið ráðinn framkvæmda- stjóri.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.