Verkamaðurinn - 16.09.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 16. sept. 1960
VERKAMAÐURINN
3
Kosningar til Alþýðusambandsþings
Kjaramálin verða höfuðmál þingsins
Um þessa helgi hefjast kosning-
ar til 27. þings Alþýðusambands
fslands, sem haldið verður síðari
hluta nóvembermánaðar n.k. —
Kosninga til Alþýðusambands-
þings hefur ávallt verið beðið
með nokkurri eftirvæntingu,
enda leiðir af sjálfu sér, að eigi
skiptir litlu fyrir þróun þjóðmála,
hver afstaða heildarsamtaka
verkalýðsins er.
Að þessu sinni er þann veg
komið málum, að afstaða þings
Alþýðusambandsins til kjara-
mála verkalýðsstéttarinnar ann-
ars vegar og þeirrar stefnu, sem
fylgt er af valdhöfunum hins
vegar, hljóta að hafa mjög mikil
áhif á þróun mála á næstunni.
Frá því að „vinstri stjórnin“
svokallaða fór frá völdum hafa
dunið yfir alþýðu þessa lands
meiri kjaraskerðingar en dæmi
munu til áður. Frá því um ára-
mótin 1958—59 hafa Sjálfstæðis-
og Alþýðuflokkurinn farið með
stjóm landsins, og það verður
vart annað séð af stjórnarathöfn-
um þeirra, en að helzta áhuga-
málið hafi verið að skerða kjör
almennings, koma lífskjörum
vinnandi fólks, fólksins, sem
skapar þau verðmæti, sem þjóð-
in lifir af, það langt niður, að
leita verði aftur til kreppuáranna
milli 1930 og 1940 til að finna
eitthvað sambærilegt.
Árásirnar á lífskjörin hófust
þegar í ársbyrjim 1959 með því
að Alþingi var látið samþykkja
lög um 13,4% beina kauplækkun
og gera þar með að engu löglega
gerða kjarasamninga hvers ein-
asta verkalýðsfélags í landinu.
Mun einsdæmi í þjóðfélögum,
sem kenna sig við lýðræði, að
samningafrelsi einstaklinga og
samtaka sé skert á svo blygðun-
arlausan hátt. Þetta var þó ein-
ungis upphaf og smámunir einir
hjá því sem á eftir kom, þ. e. a.
s. „viðreisninni“ svokölluðu, sem
barin var í gegnum Alþingi í vor
af ofurvaldi flokksforystu stjórn-
arflokkanna. Með gengislækkun-
inni var hleypt af stað mestu
verðbólgu og dýrtíðarflóði, sem
um getur hérlendis, og eru eng-
an veginn öll kurl komin til
grafar ennþá og hefur flestum þó
þótt nóg um þær svo til daglegu
verðhækkanir jafnt á nauðsyn-
legum sem ónauðsynlegum vam-
ingi, sem verið hafa daglegt
brauð allt frá því að „viðreisnar-
lögin“ voru samþykkt í vor. T. d.
er nú þessa dagana verið að
hækka allar landbúnaðarvörur
mjög verulega.
Eitt ákvæði „viðreisnarinnar“
var að afnema og banna strang-
lega kaupbreytingar í samræmi
við breytt verðlag, en vísitölu-
uppbótin var ein helzta vörn
launþeganna gegn dýrtíðarflóð-
inu og jafnframt nokkurt aðhald
fyrir dýrtíðarspekúlantana. Með
því ákvæði réðst löggjafinn í
annað sinn á löglega gerða kjara-
samninga stéttarfélaganna og það
hefur aldrei þótt gæfumerki á fs-
landi að vega tvisvar í sama
knérunn.
Annars eru afleiðingar „við-
reisnarinnar“ öllum landsmönn-
um svo ljósar, hvert einasta
mannsbarn í landinu hefur þær
daglega fyrir augum og þreifar á
þeim, að um þær þarf ekki að
fara mörgum orðum. Hver ein-
asti larmþegi verður þess áþreif-
anlega var, að með hverri viku
sem líður, fær hann minna fyrir
kaupið sitt. Þegar svo þar við
bætist að óhjákvæmilegt er að
atvinna dragist saman, enda þeg-
ar farið að bera á því, sbr. frétt-
ir, sem þessa dagana eru að ber-
ast frá Siglufirði og Raufarhöfn,
hlýtur hverjum þeim, sem af al-
vöru og hlutlægni hugsar um
þessi mál, að vera ljóst, að full-
komin vá er fyrir dyrum, og
skorturinn á næsta leiti, verði
fallöxi afturhaldsins og veita
arásum þess blessun sína, eða
snúast kröftuglega til varnar,
vinna aftur þá kjaraskerðingu,
sem orðin er, gera 8 stunda
vinnudaginn aftur að veruleikg,
tryggja Alþýðusambandinu þá
forystu, sem fær sé um að leiða
kjarabaráttrma til sigurs.
Hver einasti félagi verkalýðs-
félaganna verður að krefjast ský-
lausra og afdráttarlausra svara
allra þeirra, sem valdir verða til
að fara með umboð félaganna á
þingi Alþýðusambandsins, um af-
stöðu hans til þessarra mála.
Krefjast þess að þeir segi afdrátt-
arlaust, hvort þeir ætli sér að
veita þeim öflum lið, sem hafa
þrengt svo kjörum alþýðu þessa
lands, að kaupmáttur launa mun
nú hvergi í Evrópu, nema ef vera
skyldi í einræðisríkjum Pyrenea-
ekki rammar skorður við reistar. skagans, vera svo lítill sem hann
Verkalýðssamtökin hafa ekki er orðinn hér á landi, eða hvort
enn hafið neinar verulegar að-| þeir vilji nú veita öflugt viðnám
gerðir til verndar kjörum með-
lima sinna. Þau hafa viljað bíða
og láta afleiðingar stjórnarstefn-
unnar koma rækilega í ljós. Þau
mótmæltu kröftuglega þegar í
upphafi og vöruðu alvarlega við
afleiðingum stjórnarstefnunnar,
en þeim mótmælum og þeim að-
vörunum var ekki sinnt. Reynsl-
an hefur leitt í ljós hver hafði
rétt fyrir sér. Máske halda ein-
hverjir misvitrir stjómarherrar
að aðgerðaleysi verkalýðshreyf-
ingarinnar sé veikleikamerki, en
þeim mun sannarlega ekki verða
að trú sinni. Þeir skulu heldur
ekki láta sér detta í hug, að bið-
lund verkalýðsins vari til eilífð-
arnóns, og það er þeim bezt að
gera sér ljóst í tíma, að þegar
verkalýðurinn reiðir til höggs,
verður það ekkert vindhögg.
Þannig er viðhorfið í landinu í
dag, þegar kosningar til þings Al-
þýðusambandsins eru að hefjast.
Og um það snúast þessar kosn-
ingar: hvort að verkalýðurinn
vill sjálfviljugur leggja sig undir
og hrinda af höndum sér þeim
afturhaldsdraugi, sem nú hefur
riðið húsum manna of lengi. —
Finnst í raun og sannleika nokk-
ur verkamaður eða verkakona,
sem tekur aðra afstöðu?
Um þetta verður kosið. Og
aldrei hefur valið fyrir verka-
lýðinn verið jafn auðvelt. Hver
afstaða verkalýðsins raunveru-
lega er, má marka af einróma
samþykkt ráðstefnu Alþýðusam-
bandsins í vor, en þar segir m. a.:
„Ráðstefnan álítur að kjara-
málwn verkafólks sé nú svo
komið, að óhjákvæmilegt sé
fyrir verkalýðsfélögin að láta
til skarar skriða og hækka
kaupgjald og hrinda þannig
þeirri kjaraskerðingu, sem
orðið hefur.“
Þetta er sú leiðarstjarna, sem
verkalýðurinn á að hafa, og hann
verður að tryggja að á þing ASÍ
komi þeir einir, sem hafa hug og
dug til að hrinda árásum aftur-
haldsins og vinna aftur þá
„kjaraskerðingu, er orðið hefur.“
FRA GAGNFRÆÐASKÓLANUM
Á AKUREYRI
Að gefnu tilefni skal á það bent, að öll þau börn, er fulln-
aðarprófi luku frá barnaskólunum á Akureyri sl. vor, skulu
skrásett til framhaldandi skyldunáms, og fer sú skrásetning
fram á vegum gagnfræðaskólans hér, hvort sem bömin hafa
í hyggju að ljúka skyldunámi sínu í þeim skóla eða annars
staðar. Að þessu sinni fer skrásetning nýnema skv. ofan-
sögðu fram í skrifstofu minni í skólahúsinu (sími 2398) dag-
ana 14.—16. sept. n. k. (þ. e. miðvikud., fimmtud. og föstud.)
kl. 4—7 síðdegis alla dagana. Nauðsynlegt er, að allir fyrr-
greindir nemendur — eða forráðamenn þeirra — mæti á
þessum tímum til viðtals. Sama gildir og um skólaskylda
unglinga, sem kunna að hafa flutzt í bæinn á þessu ári, enda
hafi þeir með sér skírteini sín um fullnaðarpróf í barnaskóla.
— Eldri nemendur, er óska að ráðgast við mig um fram-
haldsnám sitt í G. A., eru hins vegar beðnir að hafa tal af
mér á sama stað laugardaginn 17. sept. n. k., kl. 4—6 síðd.
Samkvæmt auglýsingu fræðsluráðs, er væntanlega mun
birt í bæjarblöðunum samtímis tilkynningu þessari, munu
eyðublöð undir beiðnir um undanþágur frá skólaskyldu,
þegar sérstaklega stendur á, liggja frammi hjá mér á sama
stað og tímum, er að ofan greinir, til útfyllingar og undir-
skriftar forráðamanna þeirra unglinga, sem slíkrar undan-
þágu kunna að óska, enda mun aðstoð veitt við útfyllingu
þessara skilríkja, ef þess verður óskað.
Akureyri, 12. september 1960.
JÓHANN FRÍMANN, skólastjóri.
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ EINING
heldur FÉLAGSFUND n. k. sunnudag kl. 4 að Ás-
garði.
D A G S K R Á :
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Kosning fulltrúa á 27. þing Alþýðusambands
íslands.
3. Önnur mál.
STJÓRNIN.
SÍ MASKRÁIN
Ákveðið er að prentuð verði ný símaskrá í byrjun
næsta árs. — Allar breytingar við skrána óskast sendar
skriflega í skrifstofu mína fyrir 20. þ. m.
SÍMASTJÓRINN.
FRÁ TÓNLISTARSKÓLA AKUREYRAR
Tónlistarskóli Akureyrar tekur til starfa 1. október
næstk. Umsóknir um skólavist sendist skólastjóra,
Jakob Tryggvasyni, Byggðaveg 101 A, sími 1653, fyrir
25. sept. — Eldri nemendur eru einnig beðnir að til-
kynna áframhaldandi skólavist.
TÓNLISTARBANDALAG AKUREYRAR.
FÉLAGSMENN K.E.A.
Arðmiðum fyrir það sem af er þessu ári óskast skilað
sem fyrst á aðalskrifstofu vora. Arðmiðamir þurfa að
vera í lokuðu umslagi, er greinilega sé merkt nafni
félagsmanns og félagsnúmeri.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
AÐVÖRUN
UM SKÓLASKYLDU 0. FL.
Af gefnu tilefni viljum vér benda forráðamönnum ung-
menna hér í skólahverfinu á ákvæði gildandi laga um skóla-
skyldu allra barna og imglinga á aldrinum 7—15 ára, en þar
er m. a. tekið fram, að heimilisfaðir skólaskylds barns beri
ábyrgð á, að það hljóti lögmæta fræðslu og sæki lögskipuð
próf, enda varðar það dagsektum, ef barn kemur að ástæðu-
lausu ekki til innritunar í viðkomandi skóla, þegar það er
skylt.
Lögin gera þó ráð fyrir, að hægt sé að veita undanþágu frá
skólaskyldu, þegar sérstaklega stendur á, en að sjálfsögðu
verður þá að sækja um slíkar undanþágur til fræðsluráðs í
tæka tíð og hlíta úrskurði þess, hvort umsóknin skuli tekin
til greina eða ekki.
Vegna unglinga þeirra, er eiga samkv. framangreindum
ákvæðum að sækja unglingadeildir framhaldsskólanna hér
næsta skólaár, en telja sig hafa ástæðu til að æskja imdan-
þágu frá þeirri skólaskyldu, höfum vér látið gera eyðublöð
fyrir slíkar umsóknir, og munu þau liggja frammi til útfyll-
ingar og undirskriftar hjá skólastjóra gagnfræðaskólans hér
á þeim tímum, sem tilgreindir eru í auglýsingu hans um
skrásetningu nýnema, og birtast mun í bæjarblöðunum sam-
tímis aðvörun þessari.
Þá viljum vér og í þessu sambandi benda atvinnurekend-
um á þau ákvæði gildandi barnaverndarlaga, að stranglega,
er bannað að ráða skólaskyld börn eða unglinga til vinnu, t.
d. í verksmiðjum og á skipum, og mun þar þó einkum átt
við þann árstíma, þegar skólarnir eru starfandi, enda hafi
engin undanþága verið veitt frá skólaskyldu. Virðist því
sjálfsagt, þegar vafi kann að leika á um þetta, að atvinnu-
rekendur krefjist skriflegra heimilda fyrir undanþágunni frá
réttum aðiljum, áður en ráðning fer fram.
Vér teljum skylt að hlutast til um það með öllum tiltæk-
um ráðum, að framangreindum ákvæðum laga um skóla-
skyldu og barnavemd verði, nú og framvegis, framfylgt hér
í skólahverfinu, ekki síðui- en tíðkast annars staðar á land-
inu.
Akureyri, 12. september 1960.
FRÆÐSLURÁÐ AKUREYRAR.