Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.12.1961, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 01.12.1961, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 Föstudagur 1. desember 1961 / dag fögnum við íslending- ar því, að fyrir 43 árum tókst undangenginni kynslóð að sœkja þjóðarrétt sinn í hendur Dana og stofna fullvalda ís- lenzkt ríki. Fullveldið J.918 var ávöxtur langrar og erfiðrar sjálfstæðis- baráttu. Kynslóð eftir kynslóð höfðu beztu menn þjóðarinnar lagt sig alla fram í þeirri bar- áttu, en þó gaf hún því aðeins ávöxt, að þjóðin öll fylgdi þeim fast eftir. Menn eins og Jón Sigurðsson eða Skúli Thoroddsen voru ekki einangr- aðir, heldur foringjar fyrir ein- huga liði. Fyrstu tvo áratugina var hið unga íslenzka ríki í fremur góðri aðstöðu til að vernda fullveldið. Það steðjuðu ekki að því neinar sérstakar þjóð- réttarlegar hœttur. Þó gerðu valdamenn það sem þeir gáta til að ánetja landið brezka auðvaldinu, veðsettu jafnvel ríkistekjur til margra ára, og smeygðu óbœrilegum skulda- klafa á alþýðu. Það var ekki þeim að þakka, að ekki fór verr en skyldi. En á hernámsárunum í styrjöldinni og síðar komu upp geigvœnlegar hættur fyrir fullveldið af hálfu erlendra stórvelda og íslenzkra stjórn- fnálamanna. Það kom í Ijós þá þegar og það hefur orðið meira áberandi með hverju árinu, að oddamenn ríkjandi stéttar í landinu eru búnir að glata öllum tengslum við hina glœsilegustu þjómálaskörunga fyrri tíma. Þeir fylkja ekki þjóðinni í baráttu fyrir þjóð- frelsi og framförum, heldur eru orðnir andstæðingar þess- ara hugtaka og þar með óvinir þjóðarinnar sjálfrar. Erlent stórveldi œskti hér hernaðarlegra ítaka. Fólkinu í Þjóðin efast ekki um yfir- ráðarétt sinn yfir öllu íslenzka landgrunninu, og það hefur lengi verið að því stefnt að fá það að fullu undir íslenzka lög- sögu. Tvœr landhelgisútfœrslur á síðasta áratug hafa verið mikilvœg spor í rétta átt. En í ár var landhelgin minnkuð, fullveldið skert að þessu leyti. En þó var sú skerðing hálfu Fyrsti desember fullveldisdagur landinu voru þau hœttuleg, bœði vegna þjóðernis og til- veru, ef um herstöðvarnar yrði barizt. Samt var liluti landsins ofurseldur erlendu hervaldi, og með því gengið í berhögg við anda fullveldisins. Einnig að því er tók til hlutleysisins, sem var óaðskiljanlegur hluti full- veldisins frá 1918. Þeim dýr- grip var fleygt fyrir nokkra aura handa stríðsgróðamönn- um. Fullveldið hefur þó aldrei verið minna virt heldur en í tíð núverandi ríkisstjórnar. Flestar aðgerðir hennar miða að því að svívirða og skerða fullveldið, jafnvel glata því áð fullu. verri, sem felst í þeim samn- ingsákvœðum við Breta, að þeir hafi um aldur og œfi úr- skurðarrétt um frekari út- fœrslu landhelginnar. Við meg- um ekki nema með þeirra leyfi helga okkur svœði, sem við eigum. Þetta hefur ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir fisk- veiðar okkar og afkomu. S jónvarpshneykslið sýnir líka algert virðingarleysi fyrir íslenzkum fullveldisréttindum, að ekki sé minnzt á þjóðernis- og menningarhliðina. Aðeins íslenzkar stofnanir hafa rétt til útvarps- og sjónvarpsreksturs, en þau lög virða valdamenn að vettugi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa tekið afstöðu til Efnahags- bandalags Evrópu. Þeir vilja ganga inn, hvað sem það kost- ar, því að þeir eru þreyttir á því að hafa forsjá sjálfstæðrar þjóðar. Efnahagsbandalagið mundi þýða algert afsal ís- lenzkra landsréttinda, fullveld- is og sjálfstœðis, því að það er nýtt evrópustórveldi í upp- siglingu. Það viðurkenna allir, sem um málið fjalla. Fréttirnar um það, að Vest- ur-Þjóðverjar hefðu leitað hér eftir aðstöðu til herœfinga, eins og það er víst kallað, er í beinu samhengi við fyrirœtl- anirnar um Efnahagsbanda- lagið. Þjóðverjar eru lang- valdamestir í Efnahagsbanda- laginu, og þeim finnst víst, að við séum þegar gengnir inn, og það sé hœgt að fara að gera kröfur. Eitt er víst, og það er, að þegar þeir vilja koma upp bœkistöðvum hér, þá verður ekki á móti því staðið af nú- verandi valdamönnum. Það er dimmt yfir þessum fullveldisdegi, og þjóðin er hnípin. Stóran þátt í því eiga þeir atburðir, sem nú liafa ver- ið raktir, en einnig sú svívirða, sem deginum hefur verið gerð, með því að helga hann „vest- rœnni samvinnu“. Því að það er í nafni hennar, sem gerðar eru mestar og hœttulegastar á- rásir á fullveldi tslands. I IE Í ALMHUI Nýlega upplýstist á alþingi, að utanríkisráðherra hefði í algeru heimildar- og lagaleysi gefið bandaríska hernum leyfi til að magna mjög sendikraft sjón- varpsstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Mál þetta hefur vakið ugg og ótta hjá öllum hugsandi mönnum, og allra flokka fólk hef- ur opinberlega snúist á móti bandaríska hersjónvarpinu. Fjórir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, þeir Alfreð Gíslason, Ein- ar Olgeirsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson og Lúðvík Jóseps- son hafa flutt þá tillögu á alþingi, að leyfi til sjónvarpsstarfsemi bandaríska hersins á íslandi verði afturkallað þegar í stað. Jafn- framt verði haldið áfram athug- unum þeim, sem Ríkisútvarpið hefur með höndum um möguleika á rekstri íslenzks sjónvarps. Hér fer á eftir kafli úr grein- argerð fyrir tillögunni. Ólögleg starfsemi. Þegar bandaríska sjónvarps- stöðin á Keflavíkurflugvelli kom fyrst til álita, munu henni hafa verið sett samsvarandi skilyrði og útvarpinu áður, þ. e. að sending- ar hennar næðu ekki inn á svið íslenzkrar viðtöku. Styrkleiki hennar var takmarkaður og sendistefnu þannig hagað, að ekki næði til Reykjavíkur eða byggðarlaganna við innanverðan Faxaflóa. Töldu margir, að með- an svo væri um búið, gilti í raun- inni ekki annað um sjónvarpið en t. d. kvikmyndahús eða aðrar skemmtistofnanir innan flugvall- arins sjálfs. Brátt kom þó í ljós, að á ákveðnum stöðum í Reykja- vík og nágrenni mátti sjá sjón- varpssendingarnar, og þegar sölu- nefnd setuliðseigna fór að seljá sjónvarpstæki, — og raunar al- gerlega ólöglega, án skráningar og án milligöngu Viðtækjaverzl- unar ríkisins, — tók sjónvarps- notendum, sérstaklega í Reykja- vík, að fjölga ört. Samkvæmt taln- ingu, sem ríkisútvarpið lét gera í einu hverfi bæjarins árið 1959, mun ekki ofætlað, að sjónvarps- tæki séu nú á annað þúsund í Reykjavík einni. Ahrifamesta tækið. Enda þótt viðtökuskilyrði sjón- varpssendinganna væru mj ög slæm og drægju ekki til sín al- menna athygli, var hér allt að einu kominn fram annar þáttur, sem braut algerlega í bága við anda útvarpslaganna og þau skil- yrði, sem starfsemi þessari voru upphaflega sett. Hér var með öðr- um orðum komin inn á íslenzkt menningarsvæði sú starfsemi, sem af öllum er játað að sé áhrifa- mesta miðlunartæki jarðar, jafnt til góðra sem mannskemmandi áhrifa, og enn án þess, að íslenzk stjórnarvöld létu málið í einu eða neinu til sín taka. Það virðist illa samrýmast, að annars vegar reyni íslenzk stjórnarvöld að miða að menningarlegu uppeldi þjóðar- innar með skólum og útvarpi, en láti hins vegar viðgangast hömlu- laust erlenda starfsemi, sem mið- ar nánast í öfuga átt. Ber þess að gæta, að þeim mun áhrifameira er sjónvarp en útvarp, að erlent tungumál setur því litlar eða eng- ar skorður. Enn er heimtað. Þótt mál þetta hefði staðið við sama og verið hefur síðan 1955, væri ærin ástæða til þess, að Al- þingi íslendinga vaknaði af værð- inni og léti það alvarlega til sín taka. En setuliðið lætur ekki standa við sama, heldur færir sig stöðugt upp á skaftið. Á sl. vori komu fram óskir þess um stór- fellda orkuaukningu sjónvarps- stöðvarinnar, og sem fyrr létu ís- lenzk stjórnarvöld undan síga. Hefur utanríkisráðherra staðfest það á þingfundi nýlega, að póst- og símamálastj óri og útvarps- stjóri hefðu verið á einu máli um, að veita bæri leyfi til þessarar orkuaukningar, og að utanríkis- ráðuneytið hefði ekkert haft við það að athuga. Andleg fæða æskunnar. Þegar nú ameríska sjónvarps- stöðin hér fimmfaldar orku sína, eins og hún hefur fengið leyfi til og heldur auk þess sínu striki í ótakmarkaðri sendistefnu, þá blasir við í allri sinni nekt eitt- hvert viðsjálasta vandamál, sem að íslenzkri menningu hefur steðjað um langa hríð. Þegar er svo komið, að opinber veitinga- hús í Reykjavík hafa sjónvarps- skerma á veggjum sínum, og má sjá í hendi, hvert stefnir með aukn ingu sj ónvarpsorkunnar. Veit- ingahús, kvöldsölustaðir, svo- nefndar sjoppur, munu keppast um að draga æskufólk til sín með því að hafa sjónvarpstæki uppi, og börn og unglingar á þúsund- um heimila munu alast upp við þá andlegu fæðu, sem amerískar sj ónvarpsstj órnir viðurkenna jafnvel sjálfar að séu undir öllu lágmarki að menningargildi, með um 80% af glæfra- og glæpa- myndum af soralegasta tagi. Ef þessu færi fram, köstuðu Islend- ingar frá sér allri menningarlegri ábyrgð og staðfestu þjóðernislega uppgjöf sína. SIGFÚSARSJÓÐUR Minningarspjöld sjóðsins fást á afgr. Verkamannsins í Brekkugötu 5. Hvers vegna EKKI bandarískt sjónvarp?

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.