Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.12.1961, Page 6

Verkamaðurinn - 01.12.1961, Page 6
6 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 1. desember 1961 r— 11 1 1 — " " - < FRJÁLS SAMKEPPNI SARA HARRIS lýsir tengslum vændis og viðskiptalífs 4. ►—— — — í Bandaríkjunum. tíu—tólf karlmenn, sem sátu þar, þegar við komum og höfðu hneppt frá sér skyrtuhálsmálinu og tekið af sér skóna. Flestir þeirra voru áberandi undir áhrifum á- fengis. Einn var dottinn upp fyrir, dauður. Hinir voru með gljáandi augu. Undarlegt, ég er að reyna að muna, hvernig þessir sótraftar voru í hátt, en get ómögulega. Þeir renna allir saman fyrir hugskotssjónum mínum í viðbjóðslega skepnuhjörð. Það hefðu víst allir fengið nóg af sjóninni einni saman. Þarna sátu þeir og störðu á okkur, munnurinn hálfopinn, varirnar flenntar og lafandi, það glytti í vota tunguna. Augun eins og í grís. Lyktin í herberg- inu var óbærileg. Kvíní sagði, að ég hefði bara ímynd- að mér óþefinn; vegna þess að ég gat fundið óþrifin í sál þessara manna, hafi mér fundizt líkamar þeirra líka saurugir, og sú hugsun hafi skapað dauninn fyrir mér. Það getur vel verið, að hún hafi haft rétt fyrir sér. Ég reyni að vísu að hella í mig eins mikið af áfengi og ég get á móti tekið til að gera mig ónæma fyrir svona gestaboðum, en það lítur út fyrir, að drykkjan bara skerpi taugarnar. Og það er áreiðan- legt, að það sem fram fer þegar ég er drukkin, tekur meira á mig, heldur en ef ég hefði verið algáð. Kannski ég ætti að nota eiturlyf í staðinn fyrir viskí. Ég veit um margar hjalkonur, sem taka inn eiturskammta, og þær segja, að þeir séu reglulega góðir, hrein guðsgjöf þegar maður þarf að fara í svona boð. En mig langar ekki til að venja mig á það. Ég ætla að reyna að stýra fram hjá eitrinu, eins lengi og ég get. Hver veit, nema það heppnist. Vonandi. Nú, það var heldur lítið varið í þetta samkvæmi, sem ég var að byrja að segja frá. Það voru þarna dreggjarnar af þeim sora, sem Klinton er að sanka að sér og hlúa að. Það voru yfir tvö hundruð boðnir, en það komu ekki nema þessir rottuhalar, sem við sáum fyrir í herberginu. Þegar ég komst að því, hve margír hefðu afþakkað boðið, þá fékk ég svolítið traust að nýju á karlmönnum — um stundarsakir. Veiztu, hvað var það fyrsta, sem þeir gerðu í þessu samkvæmi? Auðvitað sýndu þeir eina af þessum þokka- legu klámkvikmyndum. Ég reyndi að líta undan, því að ég vissi fullvel, að hvert atriði mundi gefa þessum hundaklyfberum mínum hugmyndir — að svo miklu leyti, sem þeir hefðu þær ekki fyrir. Eftir því sem á leið myndina og æsingurinn jókst, urðum við Kvíní að taka virkari þátt í skemmtuninni. Þegar búið var að renna myndinni í gegn, fórum við tvær inn í svefn- herbergið, og síðan komu piltarnir hver á fætur öðr- um. Nóttin var einn hryllingur, því að okkur stúlkun- um leyfðist ekki að setja neinar takmarkanir, hvorki með tíma né annað. Það er þess vegna, sem ýmsar hjalkonur vilja ekki fara í boð til fyrirtækja. Þær þola ekki að vera undir svona ströngum aga. Ég skal segja þér, hvað ég geri í hvert einasta skipti, sem ég kem heim úr svona viðskiptum. Ég er að því komin að fremja sjálfsmorð, en þegar ég hætti við það (og það geri ég alltaf, því að ég kem mér ekki til að ganga hreint til verks), þá heiti ég því alltaf að fara aldrei framar í melluboð á æfinni. En auðvitað stend ég ekki við það. Og ég verð að játa, að margt verkið er ekki svona lítillækkandi eins og það, sem ég var að lýsa. Sumt er eiginlega frekar auðvelt. Það kemur fyrir, að allt og sumt, sem viðskiptavinur óskar eftir, er að láta sjá sig með mér, vegna þess að ég sé heims- dama og ekki langt frá því að hafa töfrahjúp, að minnsta kosti í þeirra smáborgaraaugum. Þeir finn- ast, sem langar ekki einu sinni í rúmið. Trúðu mér, stúlkan er hamingjusöm, þá sjaldan það ber við. Henni finnst hún vera í rauninni einungis sú hjalkona, sem hún er kölluð og ekki hóra. Ef hún leggur sig alla fram við þau tækifæri, þá getur hún ef til vill líka gleymt því, að henni er borgað með peningum. Það eina sem þarf að gera á stefnumóti við mann, sem ekki langar í rúmið, er að fylgja honum í leikhús, næt- urklúbb, eina eða tvær nektarsýningar og svo kveður maður góða nótt, með eða án koss. Svo eru líka karlmenn, sem vilja fá stúlku sem fylgjunaut í nokkra daga eða heila viku. Og þeir þurfa manns við í vinnunni, rétt eins og maður sé hluti af þeim. Þeir ætlast til að maður sé með þeim frá morgun- verði og fram að háttatíma. Þeir fara vel með mann — að vísu ekki eins og eiginkonu — frekar eins og frillu. Þeir eru svo elskulegir. Ég býst við, að maður fái forsmekkinn af þeirri tilfinningu, sem einkennir heiðarlegar konur, sem lifa með venjulegum mönnum, þær eru elskaðar, gælt við þær og þeim hampað. Ég er samt skrítinn. Einu sinni var stórlax frá Puerto Rico á vegum Klintons, sem gerði mig að frillu sinni Aldrei meira úrval af SÓFASETTUM en núna. Höfum fyrirliggjandi 14 gerðir á mjög hagstæðu verði 15 gerðir af SÓFABORÐUM. 10 gerðir af INNSKOTSBORÐUM. GÓLFTEPPI og DREGLAR í fjölbreyttu úrvali. Sendum allar vörur heim.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.