Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.12.1961, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 01.12.1961, Blaðsíða 8
Frá fnndi Varðbergspilta Ungir áhugamenn eins og Bernharð, Sólnes og Bjarni úrsmiour. Verkamaðurinn Glæ:sileg:ir tónleikar íilenzkra listamanna Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, boðaði til fundar í Borgarbíói sl. mánudagskvöld. Ég fór þangað til að fræðast um markmið og stefnumál þess félagsskapar. Ég bjóst nú ekki við miklu, enda varð sú raunin á. Þarna var slangur af fólki, og flestir ákaflega hræddir við kommúnista. Þetta var strax auð- heyrt, eftir að þessir ungu menn, þeir Matthías Á. Matthíasen, Jón Skaftason og Benedikt Gröndal byrjuðu að tala. Annars fannst mér Jón ekki eiga þarna heima. Hann var ekki alveg eins for- stokkaður að staðhæfa firrurnar og hinir. Það er aumt hlutskipti ungra og að mörgu leyti vel gerðra manna að byrja sinn pólitíska feril með því að tyggja upp hinn Tómstunda- verzlun Anægjuleg nýjung. í dag verður opnuð ný verzlun í Strandgötu 17, þar sem raf- tækjavinnustofa Gústafs Jónas- sonar hefur verið til skamms tíma. Þessi nýja verzlun er á vegum Jens Sumarliðasonar handavinnu- kennara, og mun hún hafa á boð- stólum tæki og efni til tómstunda- iðju og föndurs. Er þetta fyrsta tómstundabúðin utan Rvíkur. Væntanlega kemur þessi tóm- stundabúð í góðar þarfir, og það er einkar heppilegt að maður, sem oft hefur leiðbeint um tóm- stundaiðju, skuli veita henni for- stöðu. Mun hann einnig gefa góð ráð, eftir því sem tími vinnst til, um þær vörur, sem þarna fást. Auk tóla og efnis verða þarna sýnishorn af gripum, sem hand- lægnir unglingar geta hæglega búið til. Eru þeir hinir margvís- legustu, svo sem alls kyns skraut- gripir úr horni, beini og harðvið, skermar og körfur úr basti og plasti, smá veggmyndir úr filt- pjötlum og striga o. s. frv. Með þessari verzlun skapast allt önnur og betri aðstaða til tómstundaiðju fyrir unglinga á Akureyri og í grennd, heldur en verið hefur. Slík verzlun styður uppeldisviðleitni skóla og heimila, en eyðileggur hana ekki eins og allar þær íssjoppur og jórturbar- ar, sem einkaframtakið heldur annars mest að unglingunum. Það er ánægjulegt að hitta á svona undantekningu. bandaríska lygaáróður um það, að íslendingar geti ekki lifað í landinu nema hafa her. Benedikt var auðheyrilega að- altrompið, enda talaði hann sig í töluverðan hita og skýrði mjög tvítekningar sínar með handa- blaki. Hann kom með alveg stór- furðulegar skoðanir, svo sem að Svíþjóð væri hlutlaus vegna Finna og það gegndi allt öðru máli með hana en Noreg, þar eð hún lægi að innhafi en Noregur að úthafi. Svo henti hann okkur á (alltaf eins og hann væri að tala til barna), að enginn mundi láta sér detta í hug að fara með her yfir Alpafjöll og því væri Sviss hlutlaus. Þetta er nú ekki nein smáspeki, enda klöppuðu fundargestir mjög fyrir henni. Þá talaði Benedikt um sérstöðu okkar um það, að hér væru engin árásarvopn (hvað er þá í her- stöðinni?) og þess vegna engin árásarhætta, slík vopn væru í Skotlandi, og þar væri sennilega aðalhættan. Kemur í ljós, að aumingja Benedikt hefur slíka tröllarú á Rússum, að halda að þeir hlífi okkur við árásum. Rétt áður var hann búin að segja, að það væri ekki nokkurt vit í því að vera hlutlaus, vegna þess ef til styrjaldar drægi, yrði barizt um landið. Það væri eins og skamm- byssa, sem hægt væri að miða bæði í austur og vestur. Ætli nokkur maður sé svo grunnhygginn að trúa því, að herstöð sé hlíft í styrjöld, hvar í landi sem hún er og hver sem hana hefur? Ég er viss um, að jafnvel þessir þrímenningar trúa því ekki sjálfir. Bernharð Stefónsson tók til máls og lýsti sérstakri ánægju RÍKISSTJÓRNIN hefur feng- ið enn einn ráðunautinn frá Noregi. Nú er það hershöfðingi að nafni Holtermann, og á að segja Bjarna Ben. og Guðmundi I. hvar þeir eigi að leynast ef til styrjaldar kemur. Morgunblaðið hefur það eftir þessum Holta- Þóri sínum, að komi til styrjald- ar „yrði fyrst og fremst stefnt að því að eyðileggja stjórnarað- setur og koma leiðtogum þjóð- arinnar fyrir kattarnef“. Er ekki að efa, að við þessi ummœli hershöfðingjans hafa vinirnir orðið harla hrœddir, enda stungu þeir strax upp á því að bora Arnarhól innan og gcra þar loftvarnarbyrgi. Er augljóst sinni með þá nýlundu, að þrír ungir þingmenn úr þrem flokkum gætu verið sammála. Þetta hefði ekki viðgengizt í sinni tíð. Hon- um þótti rétt að taka það fram, að hann hefði ekki trú á neinum vörnum í kjarnorkustyrjöld og hélt að við gætum jafnvel verið drepnir, þó að hér félli engin sprengjan. Fyrirspurn um stækkun sjón- varpsstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli svöruðu þeir Benedikt og Matthías jákvætt. Matthías sagð- ist hafa unnið í herstöðinni og þekkti sjónvarpið og líkaði ágæt- lega, en Benedikt sagðist vera á móti öllum höftum og bönnum, líka því að banna hernum eitt- hvað. Svona var skriðdýrsháttur- inn alger hjá þeim, en Jón var á móti ameríska sjónvarpinu og taldi engin rök hafa komið fram, sem réttlættu þessa stækkun. Jakob íslendingsritstjóri vildi fá að vita það, hvort eðli Atlants- hafsbandalagsins væri eitthvað breytt, úr því að frummælendur hefðu tekið upp orðalag Þjóðvilj- ans um hernaðarbandalag. Það upplýstist, að Atlantshafsbanda- lagið hefur æfinlega verið hern- aðarbandalag, og er vonandi að ritstjóranum hafi létt við að heyra það. Frammi lá skjal til þess að gefa mönnum kost á því að innrita sig í Varðberg, og notfærðu sér það nokkrir ungir áhugamenn eins og Jón Sólnes bankastjóri og Bjarni úrsmiður. Um fundinn í heild vil ég segja það, að mér finnst svona einhliða áróður fyrir hernámi jafngilda landráðum, og ég get ekki annað en kennt í brjósti um þá menn, sem leggjast svo lágt. N. af þessu að ráðherrarnir eru fyrst og fremst að hugsa um varnir fyrir sig, þ. e. að fá loft- varnarbyrgi sem nœst stjórnar- ráðunum. Það er Ijótt að gera gys að hrœddum mönnum, en þarna er þó um sjálfskaparvíti að rœða, og ekki hœgt annað en minna þá hrœddu á það. Ríkisstjórn ís- lands hefði aldrei þurft að láta hola innan hóla eða fjöll í „varnarskyni“ ef hún hefði að- eins breytt í samræmi við vilja almennings og sjálfstœði lands- ms, oldrei leyft Nató að koma sér upp víghreiðrum i Hvalfirði og Keflavik, til að verpa þar sinum gaukseggjum. Þriðjudaginn 28. nóv. síðast- liðinn fóru fram í Borgarbíó á Akureyri fiðlu- og píanóhljóm- leikar á vegum Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Það voru þeir Björn 01- afsson fiðluleikari og Arni Kristj- ánsson píanoleikari, sem þar komu fram. Akureyringar hafa oft áður haft tækifæri til að hrífast af frá- bærri list þessara ágætu tónsnill- inga, sem hafa jafnan sannað sí- vaxandi listarþroska sinn. Þó hlýtur öllum, sem skyn bera á tón- list og hlýddu nú á leik þeirra, að bera saman um það, að í þetta skipti hafi list þeirra komizt hæst, verið tæknilega fullkomnust, dýpst og víðfeðmust. Fyrst á efnisskránni var Són- ata fyrir fiðlu og píano, A-dúr, op. 47, eftir Beethoven (hin fræga Kreutzersónata). Borgarbíó er lítt þekkt sem hljómleikasalur; og mátti merkja það í byrjun þessa tónverks, að listamennirnir voru í nokkrum efa um, hvernig þetta hús flytti list þeirra, en það lag- aðist þegar í stað, og komust þeir í hið bezta samræmi við hljóm- burð salarins. Á þeim stað í saln- um, þar sem ég sat, naut hver íónn og blæbrigði laganna sín fullkom- lega, svo sem bezt verður á kosið, og ef svo hefir verið um allan sal- inn, sem ég tel líklegt, má telja hann vel til hljómleika fallinn. Var þetta óviðjafnanlega snilldarverk Beethovens ákaflega áhrifamikið. Annað verkefnið á efnis- skránni var hin undurfagra og á- takanlega Sónata, b-moll op. 35 eftir Chopin, eitt af ágætustu verk- um þessa mesta tónskálds slag- hörpunnar, sem enn hefir uppi verið. Einleik Árna í þessu mikla listaverki reyni ég ekki að lýsa. Menn verða að heyra hann til þess að geta skilið hann. Árni er einn af þeim fáu meisturum, sem ég hefi heyrt túlka mikilleika Chopins fullkomlega, og ég vildi óska, að hann sæi sér fært að halda sem fyrst sjálfstæða Chop- in-tónleika. Þriðja verkið á efnisskránni var Sónata fyrir fiðlu og píanó, g-rnoll, eftir Débussy. Þetta merki- lega frakkneska tónskáld, sem í skáldlegum tónamálverkum úr ríki náttúrunnar á engan sinn jafningja, gerir ákaflega miklar kröfur til þeirra, sem túlka list hans. Þeim er ekki nægilegt að hafa fullkomnustu tækni til að bera. Þeir verða að geta flutt á- heyrendur sína inn í dýrðarheima náttúrunnar, látið þá sjá, heyra og finna alla þá töfra, sem hið mikla tónskáld lýsir í verkum sínum. Og þessa erfiðu þraut leystu þeir Björn og Árni með ágætum. Þeir sýndu áheyrendum inn í skógar- fylgsnin, létu þá sj á litskrúð blóm- anna og finna angan þeirra, heyra skógarþytinn, lækjaniðinn, fugla- sönginn, öldufall á sólgylltu sundi, birtu þeim himin, haf og jörð í hvers kyns veðrabrigðum. Það var furðulegt afrek. Síðast voru á efnisskránni fj ög- ur smærri lög eftir Schubert, Men- delssohn, Paganini og Moszkow- ski, útsett af heim.sfrægum snill- ingum, öll leikin af sömu snilld og stærri tónverkin. Áheyrendur virtust kunna vel að meta þessa frábæru hljómleika og fögnuðu með áköfu lófataki, og léku listamennirnir aukalög, bæði Árni einleik og þeir báðir saman. Þeim voru og færð blóm. Eg tel þessa hljómleika hiklaust í tölu þeirra beztu, sem hér liafa verið fluttir, og listamönnunum og íslenzku þjóðinni til mikils sóma. Fátt er okkur Islendingum nú nauðsynlegra en heilbrigður þjóðarmetnaður, og íslenzkuin listamönnum, sem með miklum af- rekum stuðla að slíkum þjóðar- metnaði, verður aldrei fullþakk- að. Það eru þeir, sem öllum öðr- um fremur sanna bæði þjóðinni sjólfri og öllum umheimi tilveru- rétt hennar. Um leið og ég flyt þessum glæsilegu fulltrúum íslenzkrar list- menningar mínar innilegustu þakkir og árnaðaróskir, vil ég láta í ljósi þá von, að fá að heyra þá flytja sem fyrst eitthvað af verkum okkar ágætu íslenzku tón- skálda. Áskell Snorrason. Litlar skemmdir í Mrísey. Fréttaritari okkar í Hrísey sagði, ei' hann leit við hjá okkur, að engar stór- skemmdir hefðu orðið í eynni um dag- inn. Sjógangur var óhemjumikill, en ekkert ofsalegt rok. — Einhverjai skemmdir munu hafa orðið á Beina- mjölsverksmiðjunni og í Lifrarbræðsl- unni. I bryggjunni sprengdust upp nokkrir piankar. Menn brosa mjög að frétt, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag, þar sem stóð, að um lág- lendi eyjarinnar væri nú siglt á trillu- bátum! í'yrr hefði nú mátt vera hafról og flóðbylgja! — Sjósókn liggur nú niðri að mestu. Gæftir hafa annars ver- ið sérstaklega stirðar í allt haust og vetur. Skelfdir menn vilja skríða inn í hólinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.