Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 01.12.1961, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. desember 1961 VERKAMAÐURINN 7 ðsbjuvÉi F. 1. d. k. sunnodoð — kvikmynd og skuggomyndir — Kringsjó vikunnar Kirkjan. Messað næstk. sunnudag (1. sunnudag í aðventu, upphaf kirkjuárs) kl. 2 e.h. Sálmar: 200 — 201 — 198 — 648 — 675. — Æskulýðsstarf kirkjunn- ar hefst þennan dag og eru félagar í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju hvátt- ir til að fjölmenna. Einnig eru foreldr- ar beðnir að taka börnin með til mess- unnar. — Sóknarprestar. Slysavarnarfélagskonur ! Jólaf undir verða í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 7. des., fyrir yngri deildina kl. 4.30 e.h., en hina kl. 8.30 e.h. — A fundinum mætir Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélagsins. — Mætið vel og stundvíslega og takið með kaffi. — Stjórnin. Athygli fólks skal vakin á því, að allar verzlanir verða lokaðar klukkan tólf á hádegi í dag og eins á morgun. Spilakvöld Léttis verður í Alþýðu- húsinu sunnudaginn 3. des. nk. Hjúskapur. 23. þ. m. voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Marselía Gísla- dóttir, Fjólugötu 11, og Olafur Jónsson, landbúnaðarverkam., Reykhúsum, Eyja firði. — Þann 25. nóv.-voru gefin sam- an í hjónaband af vígslubiskupi, séra Sigurði Stefánssyni, Möðruvöllum, ung- frú Sumarrós Garðarsdóttir, Felli, Gler- árhverfi, og séra Birgir Snæbjörnsson, Eyrarlandsvegi 16, Akureyri. -— Heim- ili þeirra verður að Eyrarlandsvegi 16. Akureyri. — Þann 26. þ.m. brúðhjónin ungfrú Bára Ólafsdóttir og Eðvarð P. Ólafsson, blikksmíðanemi, Lögbergs- götu 5, Akureyri. — Hinn 27. nóv. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Jónína Guðbjörg Sigur- geirsdóttir, fóstra vangefinna, Aðalstr. 13, Akureyri, og Guðmundur Jón Guð- jónsson, stud. med., Ásvallagötu 65, Reykjavík. Heimili þeirra verður að Ásvallagötu 65, Reykjavík. MFIK Akureyrardeild heldur félags- fund (jólafund) miðvikudaginn 6. des. kl. 20.30 í Ásgarði, Hafnarstræti 88. — Stjórnin. Afmœli. I dag, 1. desember, er Jón Jóhannesson, Karlsbraut 17, Dalvík, sjötugur. — Karl Jakobsson, Narfastöð- um, Reykjadal, á sextugsafmæli í dag. — Mánudaginn 4. desember verður Jónas Sigurgeirsson, Helluvaði, Mý- vatnssveit, sextugur. Blaðið árnar þeim allra heilla. Minningarorð... Framhald af 5. síSu. finna blæ ástúðar og vinsemdar leika um sig og var barnslega þakklátur fyrir. í vel taminni skapgerð hans, sem hann hlúði jafnan að, bar hátt kærleiksrík umhyggjusemi, þolgæði og nægjusemi. Þegar öldur erfið- leika og harma földuðu svo hátt að eigi varð yfir þær komist, kunni hann þá list að beygja sig undir þær þolinmóður og geðrór. Hann trúði því að hver þraut, hver harmur væri próf- raun, sem máttarvöldin — Guð — legði fyrir mennina til úr- lausnar. Varðaði þá mestu, fyrir framhaldslífið, að sú prófraun væri þannig leyst að til þroska og göfgunar mætti verða. En þegar lífið gæddi hann rauðum rósum yndis og hamingju, tók hann við þeim með glöðu þakk- læti og heitri barnslegri blíðu. Ég sakna þess, vinur, að geta ekki — að sinni — átt með þér fleiri samverustundir. En ég gleðst af því að vita að nú ert þú fagnandi genginn á Guðs þíns fund, þar sem þú færð nýja vaxtarmöguleika á nýju og bjartara lífssviði. Hólmgeir Þorsteinsson. Réttindi tímakaupsmanna. (Framhald af 4. síSu.) Þar sem á vinnustað er unnin yfirvinna að staðaldri, verður að líta svo á, að verkamenn haldi í veikinda- og slysatilfell- um fullum daglaunum, þar með talinni yfirvinnu, eins og hún fellur til. Fastráðið starfsfólk hjá frystihúsum og öðrum fisk- vinnslustöðvum, svo og skipa- afgreiðslum, enda þótt undan- þegnar séu greiðsluskyldu vegna óvissu um stöðug verkefni, held- ur rétti sínum til uppsagnar- frests og þá einnig rétti til greiðslu slysa- og sjúkrabóta frá vinnuveitanda. Nú vill verkamaður ekki halda þessum rétti sínum til upp- Bœjarfógetaskrifstofan verður opin fyrst um sinn kl. 4-7 á föstu- dögum til móttöku þinggjalda. ÞAÐ VAR einn af hinum áhuga- sömu ferðafélagsmönnum, Jón Sigurgeirsson, sem fyrstur sá reykina frá hinum nýju leirhver- um við Oskju 9. október, og fjór- um dögum síðar voru ferðafélags- menn komnir þangað ásamt dr. Sigurði Þórarinssyni og blaða- mönnum til að rannsaka verksum- merki. Það vitnaðist 26. október, að Askja væri farin að gjósa miklu hraungosi. Enn voru það menn úr F.A., sem urðu fyrstir manna á staðinn landveginn með jarðfræðingana. Þorsteinsskáli F. A. í Herðubreiðarlindum varð öskjufúsu fólki og þó einkum vís- indamönnum til mikils hagræðis, og eins hinir nýju vegir, sem fé- lagið hefur gengizt fyrir, að rudd- ir yrðu. Það er því ekki ofmælt að segja, að F. A. hefur veitt ómetan- lega fyrirgreiðslu við núverandi Öskjugos, sem ferðalangar og vís- indamenn mega vera mjög þakk- látir fyrir. En nú er komið að þeim, sem heima sátu, og nú ætlar Ferðafélagið að færa þeim Oskju- gosið svo að segja upp í hend- urnar. F. A. ætlar nefnilega oð halda ÖSKJUVÖKU fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Samkomuhúsi bæj- arins sunnudaginn 3. des. n. k. kl. 4 e. h., en Askja hefur haldið vöku fyrir mörgum ferðalang und- anfarið. Vandað verður til þess- arar Öskjuvöku: Guðmundur Fri- monn, skóld, les úr Ódúðahrauni Ólafs Jónssonar, Ólafur Jónsson, róðunautur, flytur erindi um Öskju og sýnir litskugggamyndir fró Oskjugosinu og Eðvarð Sigurgeirs- son, Ijósmyndari, frumsýnir lit- kvikmynd og litskuggamyndir fró Öskjugosinu. F. A. hefur lokið sumarstarfinu sagnar, vegna ónógrar vinnu, og er hann þá ekki bundinn af hin- um almennu uppsagnarákvæð- um laganna, en tilkynna ber honum vinnuveitanda sínum, ef hann ætlar að hætta hjá honum og ráða sig til frambúðar hjá öðrum. Framh. óskar eftir eldri mönnum og unglingum til að bera blaðið til kaupenda um bæinn. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna í Brekkugötu 5. — Sími 1516. fyrir nokkru, en aðalstarfstími fé- lagsins er yfir sumarið. Farnar voru 9 skemmtiferðir og þátttaka 145. Ferðir, 20. árg., komu út í vor og helgaðar að mestu 25 ára afmæli F. A., en afmælisins var minnst á afmælisdaginn, 8. apríl sl. með veglegu hófi. Unnið var í sumar að lagfær- ingu vegarins yfir hraunið í Herðubreiðarlindum innan Þor- steinsskála og einnig í hrauninu norðan við skálann, og kom þessi lagfæring að góðu nú í vetrar- byrjun. Verkinu stjórnaði Pétur Jónsson, verkstjóri, í Reynihlíð. Ennfremur var mikið unnið í hin- um nýja vegi á Hólafjalli. Báðar þessar framkvæmdir voru á veg- um Vegagerðar ríkisins undir yf- irstjórn Guðmundar Benedikts- sonar, yfirverkstjóra, og með styrk úr Fjallvegasjóði. Akureyr- arbær og Eyjafjarðarsýsla hafa styrkt vegargerðina á Hólafjalli með fjárframlagi. Loks liefur F.A. lagt þessum framkvæmdum lið eftir getu, og Fram-Eyfirðingar með Angantý Hjálmarsson í broddi fylkingar. Þá var í júlímánuði sl. valin og merkt ný leið frá Herðubreið- arlindahrauni innan Þorsteins- skála að Öskjuopi í Dyngjufjöll- um, en mikill hluti hennar liggur nú undir hinu nýja hrauni frá Öskjugosinu. Fyrirhugað var, að Sigurjón Rist mældi Öskjuvatn í haust og átti að koma báti inn á vatnið, en sökum óvenjumikilla snjóa í Öskju í sumar varð ekki af því. í októberbyrjun sl. var sett ný utanyfirhurð fyrir Þorsteinsskála, en hurðina gaf Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, heildsali, Reykjavík. í sömu ferð var lauslega athugað brúarstæði á Jökulsá sunnan Upp- typpinga. F. A. hefur undanfarna vetur reynt að halda uppi nokkurri vetrarstarfsemi með fræðslu- og skemmtiatriðum, sem einkum er fólgið í erindaflutningi, upplestri og skuggamynda- og kvikmynda- sýningum. Þessar upplýsingar um starf- semi F. A. komu fram á blaða- mannafundi, sem stjórn félagsins hélt á sunnudaginn var. NÝ SENDING AF kápum. LÆKKAÐ VERÐ Höfum fjölbreytt úrval af undirfatnaði og nóttsloppum. Verzlunin Heba Sími 2772. Kvenveski komin. Nýjasta tízka. Innkaupatöskur í miklu úrvali. Verzlunin Heba Sími 2772. Fjölbreytt úrval af MYNDUM og MÁLVERKUM. MINJAGRIPIR og olls konor GJAFAVÖRUR. VerS við allra hæfi. Verzlunin Drangey Brekkugötu 7 NYLON-NET- S0KKAR Verð kr. 40.00. Verzl. Ásbyrgi h.f. Verkamaðurihn VIKUBLAÐ. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og FulltrúaráS Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.), heima- sími 2654, og Hjalti Kristgeirsson, heimasimi 2158. — Áskriftarverð kr. 80.00 ár- gangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar hf., Akureyri. ATVINNA! REGLUSAMUR og röskur maður getur fengið vinnu við innheimtustörf. Upplýsingar á skrifstofunni. RAFVEITA AKUREYRAR.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.