Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.10.1963, Page 1

Verkamaðurinn - 11.10.1963, Page 1
Verkamaðurinn Síðari áíangi Oddevrarskóla Fulltrúar á 8. þingi Alþýðusambands Norðurlands. Einhuga þing A N Þing Alþýðusambands Norður- lands sem háð var á Akureyri um helgina varð fjölmennasta þing sem norðlenzka verkalýðshreyf- ingin hefur haldið, en í samband- inu eru nú 23 verkalýðsfélög með rúmlega 4200 félagsmönnum. Hafa tvö félög bætzt í sambandið, Verkamannafélagið Farsæll, Hofs- ósi, og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þingið, sem var 8. þing Alþýðu- sambands Norðurlands var haldið á Akureyri á laugardag og sunnu- dag, 5. og 6. október. Forseti Alþýðusambands Norð- urlands, Tryggvi Helgason, for- maður Sjómannafélags Akureyrar setti þingið kl. 4 síðdegis á laug- ardag, en þingi var slitið laust eftir kl. 20 á sunnudagskvöld. Til þingsins mættu 36 fulltrúar og auk þeirra sat forseti Alþýðu- sambands Islands, Hannibal Valdimarsson, þingið sem gestur. Þingforseti var kjörinn Jón Ingimarsson, formaður Iðju, fé- lags verksmiðjufólks á Akureyri og varaforseti Oskar Garibaldason formaður Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði. Ritarar þings- ins voru kjörnir Þórir Daníelsson, Akureyri og Kolbeinn Friðbjarn- arson, Siglufirði. Þingið gerði ályktanir í kaup- gjaldsmálum og atvinnumálum á sambandssvæðinu. Einnig voru gerðar nokkrar lagabreytingar og allmikið rætt um skipulagsmál verkalýðshreyíingarinnar o. fl. 011 störf þingsins einkenndust af einliug og ákveðinni samstöðu allra fulltrúa og ályktanir allar einróma samþykktar. I stjórn Alþýðusambands Norð- urlands næstu tvö ár voru kosnir þessir: Forseti sambandsins var endur- kjörinn Tryggvi Helgason, for- maður Sjómannafélags Akur- eyrar. Varaforseti: Björn Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, Akureyri. Gjaldkeri: Jón Ingimarsson. Ritari: Þórir Daníelsson. Meðstjórnandi Freyja Eiríks- dóttir. Á þessu hausti hafa verið teknar í notkun allar kennslu- stofur í síðari áfanga af byggingu Oddeyrarskólans, og er skólahús- ið að mestu fullgert að innan, en eftir er að ganga til fulls frá nokkrum atriðum, og eftir er að fullgera húsið hið ytra og ganga frá lóð. Er ætlunin, að þessu verði öllu lokið á næsta ári. Fyrri áfangi skólabyggingar- innar var tekinn í notkun í byrj- un desembermánaðar 1957 og lokið við hann að fullu á árinu 1958. Eru þar 4 almennar kennslustofur, kennarastofa, skrif- stofa skólastjóra, geymslur, snyrt- ingar og rúmgóður skáli, auk kjallara undir hluta húsins fyrir kynditæki. I síðari áfanga byggingarinnar, sem nú hefur að mestu verið tek- inn í notkun og er þriggja hæða aðalbygging með einnar hæðar útbyggingu, eru 8 kennslustofur, þ. e. 5 almennar kennslustofur, 2 handavinnustofur og ein lítil sér- kennslustofa. Þá er á þriðju hæð salur, sem einkum er ætlaður fyr- ir söngkennslu, myndasýningar og samkomuhald, en honum er hægt að breyta í tvær kennslustof- ur. í útbyggingunni eru herbergi fyrir heilsugæzlu og húsvörð, geymslur og salerni. Einnar hæðar, rúmgóður og bjartur skáli, tengir fyrri og síð- ari áfanga byggingarinnar. Er ( Framhald á bls. 8 ) Miðsfjórn Alþýðusambands Norðuriands. Fró vinstri til hægri: Þórir Daniels- son, Freyja Eiriksdóttir, Tryggvi Helgason, Björn Jónsson, Jón Ingimarsson. Krofurnar ákveðnar á mánudag þar aðalinngangur skólans. Skól- inn er kynntur með svartolíu, er geislahitun í kennslustofum en lofthitun á göngum. Framkvæmdir við síðari áfanga byggingarinnar hófust í júlímán- uði 1961, og var byggingin gerð fokheld á því ári. Aðaluppdrætti af skólanum gerði Jósef Reynis arkitekt. Byggingameistarar hafa verið Bjarni Rósantsson og Oddur Kristjánsson, byggingameistarar Akureyrarbæjar. Ymis fyrirtæki og iðnaðarmenn í bænum hafa unnið við bygginguna. Flatarmál þessa síðari áfanga er 550 fermetrar og byggingar- innar allrar 1000 fermetrar. Síð- ari áfangi er 4225 rúmmetrar, en skólinn í heild 6250 rúmmetrar. Kostnaður við fyrri áfanga varð 2,6 millj. kr., en við síðari áfanga er hann orðinn um 6 millj. kr., í báðum tilfellum er kostnaður við kaup húsgagna og kennslutækja meðtalinn. Rétt er að geta þess, að stofnkostnaður skólabygginga skiptist til helminga milh ríkis og bæjar. Oddeyrarskólinn er nú skemmti- legasta og nýtízkulegasta skóla- húsið á Akureyri, og telur skóla- stjórinn, Eiríkur Sigurðsson, þar vera aðstöðu til að kenna 450— 500 börnum, með tvísetningu í skólastofurnar. í vetur verða í skólanum um 350 börn í 14 bekkjardeildum. Enn fremur verða í skólahúsinu 2 deildir úr Gagn- fræðaskólanum, með 55 nemend- uin, og Iðnskólinn fær til umráða litlu sérkennslustofuna. Einn kennari, Eiríkur Jónsson, hverfur nú frá Glerárskólanum, en nýir kennarar eru íþrótta- kennararnir Margrét Rögnvalds- dóttir og Jóhann Daníelsson, sem einnig kennir söng, og Jens Holze verður stundakennari við handa- vinnu drengja. UEYRI.Á GÖTIIHHI AÐ umsjónarmönnum Friðbjarn- arhúss við Aðalstræti hafi ekki unnizt timi til að þrifa lóð hússins i sumar og slótra njólagróðri þar. AÐ einum of stjórnarmönnum Fegrunarfélags Akureyrar hafi aí fundum Einingar, Dagsbrúnar og Hlífar Á þingi Alþýðusambands Norð- urlands um síðustu helgi var mik- ið rætt um þá kjarabaráttu, sem framundan er, og voru fulltrúar á einu máli um, að nú væri skjótra °g ákveðinna aðgerða þörf til að Verkafólk fengi einhverjar bætur vegna hinnar stórfelldu dýrtíðar- aukningar. Á þinginu var ekki fjallað um væntanlegar kröfur í einstökum atriðum, en það mun verða gert á ráðstefnu, sem A.S.Í. hefur boðað til í Reykjavík um næstu helgi, og yfir 30 foryztu- menn verkalýðsfélaganna sitja. Að þeirri ráðstefnu lokinni kemur að hverju einstöku félagi að taka sínar ákvarðanir. Þrjú af stærstu verkalýðsfélög- unum, Eining á Akureyri, Dags- brún í Reykjavík og Hlíf í Hafn- arfirði, hafa ákveðið fundi strax á mánudagskvöldið til að ganga frá sínum kröfum og setja þær fram. I Fundur Einingar verður í Bjargi, húsi Sj álfsb j argar við Hvannavelli, og hefst kl. 20.30 á mánudagskvöldið. eigi heldur unnizt timi til oð sló hlaóvarpa sinn í sumor og þar sé njólaskógur myndar- legur bæjarbúum og ferða- mönnum til yndisauka. AÐ vegna endurtekinna stór- þjófnaða syðro, séu menn við því búnir að lesa einhvern morguninn i dagblöðunum: Rikissjóði Islands stolið i nótt.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.