Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.10.1963, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 11.10.1963, Blaðsíða 2
Alyktun AN um otvinnumál á sambnndssvœðinu Tímabilið frá því að síðasta þing A. N. var haldið (vorið 1961), hefur markast af nær því algerri kyrrstöðu á flestum sviðum atvinnulífsins á Norðurlandi. Engin meiriháttar at- vinnu- eða framleiðslustöð hefur verið í byggingu. I stað nokkurra nýrra fiskiskipa, sem keypt hafa verið, hafa jafn- mörg skip verið seld burtu eða farið forgörðum. Togaraút- gerðin hefur dregizt saman. Rafvirkjunarframkvæmdir hafa engar verið og eru þó allar raforkustöðvar á Norðurlandi þeg- ar fullnýttar og vexti iðnaðarins því þröngur stakkur skorinn, hvað raforku snertir. Bygging íbúðarhúsnæðis hefur á þessu tímabili verið til muna minni en árin á undan. I flestum byggðum við sjávarsíðuna á Norðurlandi er grundvöllur atvinnulífsins mjög ótraustur. Um áratugi hafði uppbygging atvinnustarfseminnar beinst aðallega að því verkefni að veita sumarsíldveiðum vélbátaútvegsins sem bezta þjónustu um móttöku og vinnslu síldaraflans. Með þessari þróun beið vélbátaútvegurinn lægri hlut og lagðist að mestu niður á mörgum stöðum. Enda þótt sumarsíldveiðin hafi glæðst verulega með nýrri tækni síðustu ára, hefur veiðin brugðizt að mestu við Norðurland og færst að austurlandinu. Verkafólkið og vinnslustöðvarnar á Norðurlandi hafa beðið verkefnalítil mestan hluta sumars á sama tíma og milljóna verðmæti af síldarafla hafa spillzt á Austurlandi, vegna þess að síldarmóttökustöðvarnar þar hafa verið langtum of hlaðn- ar. Fullur helmingur síldarvinnslustöðva landsins, bæði fyrir bræðslu og söltun, er á Norðurlandi, en aðalveiðisvæðin fær- ast til, jafnvel frá ári til árs. Verður þá ærið kostnaðarsamt að byggja nægilega afkastamiklar vinnslustöðvar í nálægð við þá staði, sem veiðin er hverju sinni. Á það verður því að leggja ríka áherzlu, að sá vísir til flutninga síldar frá aðal- veiðisvæðunum til vinnslustöðvanna sem komnar eru, verði aukinn og vel skipulagður undir einni stjórn og að veiði- skipin fái sama verð fyirr afla sinn, hvort sem þau leggja hann upp í vinnslustöð eða flutningaskip. Fiskveiðarnar og starfsemi frystihúsanna norðanlands hafa dregizt saman á 2—3 síðustu árum. Flest hinna stærri tog- skipa hafa hætt togveiðum við Norðurland, en stunda síld- veiðar við Suðurlahd yfir haust- og vetrarmánuðina og tog- araútgerðin hefur dregið stórlega úr heimalöndunum, en aukið sölu á vetrarafla óunnum erlendis. Útgerð lítilla vél- báta- — aðallega á vegum sjómanna — hefur aukizt nokkuð, og leggur smábátaútvegurinn til meginhluta hráefnisins, sem frystihúsin byggja starfsemi sína á. Flestir vélbátanna, sem róðra stunda við Norðurland, eru of litlir og ótraustir til vetrarsjósóknar. Með því að auka og efla vélbátaútveginn með nýjum og vel búnum bátum, sem duga til vetrarsjó- sóknar, gæti starfsemi frystihúsanna — sem víða eru aðal- vinnustöð verkafólks hvers staðar — aukizt og orðið sam- felldari en nú er. Þingið leggur sérstaka áherzlu á, að aukin verði fyrirgreiðsla þess opinbera og lánastarfsemi við ný- smíði hæfilega stórra og velbúinna vélbáta til útgerðar á Norðurlandi. Þingið telur, að atvinnustarfsemi við sjávarsíðuna á Norð- urlandi sé á ótraustari grunni byggð en í öðrum landshlutum, og veiti verkalýðnum ekki þann lágmarksrétt, sem nútíminn krefst: að hver maður, sem unnið getur, eigi þess kost að hafa næga og nokkurn veginn samfellda atvinnu. Þingið leyfir sér því að bera fram eftirfarandi tillögur um aðgerðir til efl- ingar atvinnu almennings á Norðurlandi og skorar á stjórnar- vöid landsins og einstakra byggðarlaga að vínna að því, að þær verði framkvæmdar á næstu 2—3 árum. 1) Tryggt verði með framkvæmdum í raforkumálum, að ávallt verði fyrir hendi næg raforka til þess að fullnægja nauðsynlegum vexti iðnaðarins á Norðurlandi og aukinni heimilisnotkun. Sérstök áherzla verði lögð á samtengingu rafveitna á Norðurlandi og rafvæðingu Norður-Þingeyjar- sýslu. 2) Verkamaðurinn 2) Auknar verði til mikilla muna framkvæmdir við byggingu hafna á Norðurlandi, svo að hafnirnar verði sem allra fyrst sæmilega öruggar fyrir skip og báta og fullnægi þörf- um hvers byggðarlags hvað snertir sjávarútveg og vöru- afgreiðslu. 3) Veitt verði sérstök fyrirgreiðsla þess opinbera og aukin lán úr Framkvæmda- og atvinnuaukningarsjóði til bygg- ingar nýrra vélbáta til sjósóknar norðanlands. Verði stærð og gerð nýrra báta miðuð við aðstæður hvers staðar, hvað snertir hafnir og önnur skilyrði til útgerðar. 4) Gerðar verði ráðstafanir til að koma á í allstórum stíl, flutningum á síld frá fjarlægum síldveiðisvæðum til vinnslustöðvanna á Norðurlandi á þeim tímum, sem síld veiðist ekki við Norðurland, en mikil veiði er annars staðar við landið, svo sem við Austurland eða Suðurland. Verði slíkir flutningar undir einni sameiginlegri stjórn. Til þess að leysa þetta til frambúðar, verði unnið að því að koma á fót skipafélagi með þátttöku allra síldarverk- smiðjanna á Norðurlandi og jafnframt með hlutdeild bæjar- og sveitarfélaga þeirra, sem mikilla hagsmuna eiga að gæta í þessu sambandi. Verði m. a. haft í huga að skipin henti vel og séu vel búin til síldarflutninga og geti auk þess tekið upp flutninga á vöru að og frá landinu. 5) Unnið verði kappsamiega að sölu niðurlagðrar síldar og að öðru leyti stefnt að því, að hægt verði að taka upp niðurlagningu Norðurlandssíldar til sölu erlendis. 6) Þingið telur að efla beri stórlega iðnað á sem flestum stöðum á Norðurlandi, enda hafa norðlenzkar iðnaðar- vörur hlotið viðurkenningu um gæði og vandaðan frá- gang, og standast þær í flestum greinum samanburð við erlendar iðnaðarvörur, en meiri fjölbreytni í iðnaðar- framleiðslunni er brýn þörf og iðnaðurinn þarf að geta tileinkað sér þær nýjungar, sem nú þekkjast beztar er- lendis og notið sérfræðilegrar þekkingar á sem flestum sviðum. Iðnaðurinn er orðinn stór atvinnugrein, sérstak- lega á Akureyri, og hafa þar um 800 til 1000 fjölskyldur sínar árvissu atvinnutekjur. Ber því að stuðla að vel- gengni iðnaðarins með útvegun á hagkvæmum lánum með sanngjörnum vaxtakjörum og með iækkun tolla á erlendu hráefni. Þá ber einnig að vinna að því, þar sem fram- leiðsluvörur standast samanburð um verð og gæði við erlendar vörur, þá sé þeim tryggður að mestu sölumark- aður í landinu. 7) Hafizt verði handa um að koma upp hitaveitu í þeim bæj- um og þorpum þar sem skilyrði reynast vera fyrir hendi til hitaveitureksturs. Verðmerhingar Fyrra laugardag birtist svohljóðandi leiðari í Alþýðu- blaðinu undir yfirskriftinni: Verðmerkingar. „Miklar verðhækkanir ganga yfir þjóðina. Á slíkum tímum hafa flestir, sem selja vörur eða þjónustu, tilhneigingu til að vernda sig og fyrirtæki sín, með því að hækka verð eins og þeir geta. Hins vegar er brýnt hagsmunamál almennings, hinna fjölmennu neytenda, að hækkanir verði eins litlar og framast er unnt. Þess vegna mun fólk nú athuga verð betur en áður, bera saman, og reyna að fá eins mikið fyrir peninga sína og unnt er. — Verzlanir eru skyldar til að verðmerkja alla hluti í sýningargluggum. Hafa margar fylgt þeirri reglu með ágætum og þannig aukið þjónustu sína við almenning. Aðrar verzlanir hafa brugðizt þessu hlutverki, og er ástæða til að hvetja nú til þess, að bætt verði úr og teknar upp nákvæmar verðmerkingar alls staðar." Verkamaðurinn tekur undir þessi orð Alþýðublaðsins. Verðmerkingar eru fólki til mikilla þæginda og alveg ástæðu- laust, að verzlanir svíkist undan þeirri skyldu, sem á þær hefur verið lögð um slíkar merkingar. Happdrœtti Rfhíssjóðs Þeir sem muna allt aftur til 1948, ættu að rifja upp þann atburð, að Ríkissjóður Islands var í fjárþröng, aldrei þessu vant. Þá voru boðin út happdrættisskuldabréf merkt A. Margir keyptu þessi bréf, þó vextir væru happdrætti og sá, sem engan vinning fengi, ætti sinn hlut vaxtalausan hjá ríkissjóði. Þetta voru 15 ára bréf, svo nokkru munaði um vexti, ekki sízt þar sem þeir hafa fremur sótt upp en niður með ár- unum. Árlega var dregið og nokkrir kunna að hafa fengið vinning, sem svaraði rúm- lega til vaxta, en margir hafa kvartað und- an lélegri upplýsingaþjónustu viðvíkjandi þessum happadráttum, þó blöð hafi skýrt frá a.m.k. hæstu vinningum og skýrslur legið frammi hjá Ríkisféhirði og fógeta- embættum. Skýrslan yfir ósótta happdrættisvinn- inga er líka orðin stór, stafar það hvort- tveggja af ónógri auglýsingu um vinninga og hinu, að fjöldi manna er löngu búinn að týna sínum skuldabréfum (happdrættis- miðunum). Tjón einstaklinganna verður vitanlega gróði Ríkissjóðs, því það mun hvergi skráð, hvaða númer hver og einn keypti. Ríkið tapar því ekki á þessum einkennilegu við- skiptum við borgarana, eða hvers virði er nú sá hundraðkall, sem við léðum Ríkis- sjóði 1948? Tilefni þessara hugleiðinga nú, er smá tilkynning frá fjármálaráðuneytinu 10. september 1963, á baksíðu Lögbirtinga- blaðsins 14. sama mánaðar. I>ar sem þessi litla tilkynning varðar alla, sem keyptu A bréfin 1948, og ég hef hvergi séð efni henn- ar annars staðar birt, þá vil ég leyfa mér að birta hana orðrétta. Það sjá svo fáir Lögbirting þennan. Auglýsingar virðast nú of dýrar fyrir hinn happadrjúga lántak- anda, Ríkissjóð, eða því auglýsir hann ekki eftirfarandi á venjulegan hátt? En lesend- ur taki eftir, að lánið er fallið í gjalddaga. Tilkynningin er þannig: „Skuldabréf A í Happdrættisláni ríkis- sjóðs 1948 verða innleyst frá og með 15. september 1963 gegn framvísun skuldabréf- anna. Verði skuldabréfi ekki framvísað innan 10 ára frá gjalddaga, er það ógilt. Athygli skal vakin á því, að vinningar fyrnast á 15. árum frá útdrætti. Fjármála- ráðuneytið, 10. september 1963." Svo mörg eru þau orð, og hefðu mátt birtast víðar. Ekki er hér tekið fram hvar menn eiga að framvísa skuldabréfunum, en ég reikna með Landsbanka. Skrá um ósótta vinninga mun liggja frammi hjá bæjar- fógetum. (Eg skrifa Ríkissjóður með stórum stai í virðingarskyni). K. Föstudagur 11. októbcr 1963

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.