Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.10.1963, Side 3

Verkamaðurinn - 11.10.1963, Side 3
Cpull í tá Og gamlan svan með grátsins raust mun gustur dauðans slá í haust .. Á svölu hausti glúpnar geð við greinabera, visna tréð. Hvaðan skyldu þessar hendingar? Þær gætu verið eftir eitthvert hinna menntuðu þjóðskálda, og þó kannske ekki, svona upp- runalegar. Þær eru teknar upp úr loka- kvæði bókar, sem heitir: Á svölu hausti, eins og lokakvæðið. Bókin er eftir aldrað- an verkamann hér í bænum, sem heitir Sig- urður Sveinbjörnsson. Hann hefur ekki eytt tíma í skólasetu, en unnið hörðum höndum. Þessi bók kom út ’51 og önnur, sem hét í dagsins önn, kom nokkru áður og fékk mjög góða dóma. Það er gaman að vera hluti þjóðar, þar sem búast má við að hvar sem þrír al- þýðumenn eða fleiri koma saman, megi reikna með, að a.m.k. einn sé búinn list- rænum, skapandi hæfileikum, á einhverju sviði. Menn eins og Sigurður og margir fleiri sanna þetta. Hann byrjar ekki að yrkja fyrr en heilsan var þrotin og frjó- samasti hluti ævinnar liðinn. Það má hafa verið góður gneisti, sem bjó í eðli þessa manns. Slíkt er galdur kynstofnsins. Ég tek af handahófi sýnishorn úr bókinni, sem hentar þættinum bezt vegna lengdar: FÖRUKONAN Hún gengur milli granna, hin gamla förukona. Hún ræktar engar rósir á rústum sinna vona. Af gj örfuleika-gæðum hún gæti meira þegið. Þó grípur hana gáski og getur stundum hlegið. Og hún á firn af fróðleik, þeim förukonudyggðum, sem fyrrum glöddu fólkið í fjarða- og dalabyggðum. En nú er önnur öldin, og annar hljómar strengur, og fáir munu fagna förukonu lengur. Og förukonan finnur, að fagnar henni enginn. Hún sér að ævisólin er senn til viðar gengin. Hún finnur engan unað af ilmi bleikra rósa. Það lokast margar leiðir, og lindir hjartans frjósa. Á för sinni hún finnur ei frið í sínum beinum. Hún dylur sínar sorgir. — Það segir fátt af einum. — Hún getur ekki grátið, hin gamla förukona, því ræktast engar rósir á rústum hennar vona. Það hafa fáir hugað í hennar ruslatínu, svo fjarlæg er hún flestum í föðurlandi sínu. En ef til vill nú eygir hún óskalandsins strendur, því hún á vor í vændum, sem verma kaldar hendur. Ályhtun 8. þings Alþýðusambands Norðurlands um kaupgjaldsmdl 8. þing Alþýðusambands Norðurlands telur að stefna verkatýðslireytingarinnar í kaupgjalds- og kjaramálum nú og í næstu framtíð hljóti fyrst og fremst að mótast af þeim staðreyndum, sem við blasa um ótrúiega hraðan vöxt dýr- tíðar og verðbóigu, sem sífellt og í vaxandi mæli rýrir raun- tekjur verkafóiks fyrir eðiilegan vinnudag. — af núverandi öngþveitis- og stj órnleysisástandi efnahags- málanna, sem hagsmunaandstæðingar verkalýðsstéttarinnar hafa valdið og munu leitast við að „leysa“ á hennar kostn- að — og síðast en ekki sízt af staðreyndum um þær skipulögðu tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að gerbreyta stétta- skiptingunni í landinu, sérstaklega nú síðustu mánuði með því að breikka gífurlega bilið milli hálauna og láglauna. Miðað við marzmánuð 1959 (þ. e. eftir að lögin um „niðurfærslu verðlags og launa“ höfðu skert launakjörin um 6% samkvæmt mælikvarða framfærsluvísitölunnar) hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 43% (vænt- anleg vísitala í októberbyrjun), en vísitala vöru og þjón- ustu, sem ótvírætt gefur skýrari mynd verðlagsþróunarinnar, um hart nær 60%. Það er því augljóst, ef hin gífurlega hækkun húsnæðiskostnaðar, sem orðið hefur á þessu tíma- bili, er tekin með í reikninginn, að raunverulegur fram- færslukostnaður hefur hækkað um a. m. k. þá hundraðstölu. Til þess að halda í horfinu, hvað rauntekjur fyrir óbreytt- vinnuframlag snertir, hefði kaup þurft að hækka um nálægt 60% að viðbættri þeirri skerðingu, sem „niðurfærslulögin“ frá 1959 leiddu af sér. Reyndin er hinsvegar sú, að laun verkamanna í almennri vinnu (þ. e. a. s. yfirgnæfandi meirihluta verkamanna) hafa aðeins hækkað um 17.4% frá því í ársbyrjun 1959, en fram- færsluvísitala var þá (miðað við marz 1959 100) 103 stig. Það er því auðsætt, að verkamenn hafa ekki, miðað við ó- breytt vinnuframlag, getað staðið undir þeim gífurlegu hækk- unum, sem orðið hafa á framfærslukostnaði síðustu 4—5 árin nema um það bil að hálfu leyti, og er þess þá að gæta, að verðhækkana- og verðbólguskriðan heldur áfram að falla með síauknum hraða, þannig að bilið milli verðlags nauð- synja og kaupgjaldsins breikkar nú gífurlega með hverri viku og hverjum mánuði sem líður. Augljóst er, að verkafólk og annað láglaunafólk hefur ekki á síðustu 4—5 árum fengið í sinn hlut neitt af þeim auknu þjóðartekjum, sem skapast hafa á þessum árum, nema — og þá aðeins að litlu leyti — með því að leggja enn harðar að sér en áður með lengdum vinnudegi, en sú leið til að jafna verðbólguna er nú á enda gengin, enda sannanlegt, að vinnu- þrældómur íslenzks verkafólks á sér nú engar hliðstæður með- al grannþjóða né heldur annarra menningarþjóða heims. Jafnframt því, sem þannig hefur stöðugt — og þrátt fyrir varnarbaráttu verkalýðshreyfingarinnar — sigið á ógæfu- hliðina fyrir launakj örum verkafólks, og sú hefur orðið reynd- in, m. a. fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins, að launakjör og lífs- stig hálaunastétta hafa farið síhækkandi í hlutfalli við þau kjör, sem verkafólk býr við. Þannig hafa laun opinberra embættismanna og í kj ölfar þeirra einnig laun starfsstétta, sem þeim eru skyldar, verið hækkað mun meira en hækkun verð- lags nemur og í fjölmörgum tilvikum margfalt á við laun verkafólks. Þá hafa og rauntekjur þessara stétta verið stór- hækkaðar með miklum skattalækkunum á hátekjum. Lætur nærri, að stefna stjórnarvalda í þessum efnum hafi mótast af þeirri reglu, að því hærri sem laun voru fyrir, því meira skyldu þau hækka, en því lægri sem þau voru fyrir, þeim mun minna skyldu þau hækka. Með þessum hætti er stefnt rakleitt að því að rýra í sí- fellu þann hlut, sem frumskapendur þjóðarframleiðslunnar, verkafólkið til lands og sjávar, ber frá borði og jafnframt að því, að skapa nýja stéttaskiptingu í þjóðfélaginu, þar sem djúp er staðfest milli hálauna O'g láglauna — verkafólks og yfirstétta. Ríkisvaldið stendur nú andspænis því verkefni, að ráða fram úr vandamálum, sem verðbólgustefna þess á undan- förnum árum hefur skapað og þá alveg sérstaklega þeim vanda, sem hún hefur óhj ákvæmilega leitt yfir útflutningsat- vinnuvegina, sem ávallt hljóta að hafa lakari aðstöðu til þess að mæta auknum tilkostnaði, en aðrir greinar atvinnurekstr- ar. Augljóst er, að nota á þessa sérstöðu útflutningsfram- leiðslunnar sem vopn gegn óhjákvæmilegum launakröfum verkalýðsstéttarinnar, og freista þess, að „leysa“ vandamál hennar á kostnað vinnustéttanna, annað tveggja með enn nýrri gengisfellingu eða harðvítugri samdráttarstefnu, tak- mörkun framkvæmda og nýjum skattaálögum á almenna neyzlu. Þannig yrðu kjaraskerðingar síðustu ára festar í sessi og hin nýja stéttaskipting ráðin til frambúðar. íslenzk verkalýðshreyfing hlýtur sem einn maður að hafna öllum slíkum „lausnum“ efnahagsmálanna og beita öllu því afli, sem hún hefur yfir að ráða til að rétta hinn skerta hlut sinn, bæði raunverulega og jafnframt hlutfallslega við aðrar starfsstéttir. Reynist útflutningsframleiðsluatvinnuvegirnir vanmegna að standa undir þeim leiðréttingum, sem nú eru óhj ákvæmilegar á kjörum þeirra, sem að framleiðslunni vinna, og teknatilfærsla í efnahagskerfinu verði nauðsynleg af þeim sökum, ber að framkvæma hana með öðrum hætti en þeim að seilast enn til lífskjara þeirra, sem verðbólgustefnan hefur leikið harðast nú um hríð, enda eru hin óhæfilega lágu launakjör verkafólks við framleiðsluna hættuleg ógnun við framtíðarhagsmuni hennar m. a. af samkeppnisástæðum um vinnuaflið. Af framangreindum ástæðum telur 8. þing A. N. að óhjá- kvæmilegt sé, að verkalýðshreyfingin hefji án tafar aðgerðir og beiti öllu valdi sínu að réttum lögum til þess: 1) Að ná frarn kaupluekkunum, sem svari til verðlagshœkk- ana síðustu 4—5 ára, eðlilegrar hlutdeildar í aukinni þjóð- arframleiðslu og launahœkkana betur launaðra starfs- stétta. 2) Að knýja fram styttingu á hinum óhóflega langa vinnu- degi verkafólks, t. d. að samningsbinda styttingu vinnu- tímans í áföngum næstu 2—3 árin. 3) Að knýja fram lagalegan rétt verkalýðssamtakanna til þess að þeim sé frjálst að semja við atvinnurekendur um raunveruleg laun en ekki aðeins krónuupphæðir launa eins og nú er. 8. þing A. N. telur að framtíðarheill og framtíðarhags- munir íslenzkrar verkalýðsstéttar séu nú háðir því,. fremur en nokkru sinni áður, að hún beri gæfu til að standa sameinuð og sterk í baráttu sinni fyrir því, að ná þessum grundvallar- markmiðum. Fyrir því heitir þingið á samtök verkalýðs- hreyfingarinnar um allt land og hvern einn liðsmann hennar að slá nú órjúfandi skjaldborg um óvefengj anlegar réttlætis- kröfur hennar, vernd unninna réttinda og stöðu erfiðismanna í þjóðfélaginu. Einn af tvö þúsund beztu bílum skráðum á A-númer til sölu. — Uppl. í síma 1516. ^östudagur 11. október 1963 Verkamaðurinn (3

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.