Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 3
Qall I tá Heiðrekur skáld Guðmundsson hefur marga snjalla stöku kveðið, en það er ekki allt á bækur skrif- að, sem ort er við dagleg störf, jafnóðum og hugmyndin sprettur upp og tækifæri gefast. Hann hjálpaði mér að rifja upp nokkur sýnishom eitt kvöldið. Það er kalt í þessum heimi, þar er valtur sess. Lífið allt er öfugstreymi, ungur galt ég þess. * Þegar skáldsins andi óð elur, skyggn og dreyminn, engist hann sem fæði fljóð frumburð sinn í heiminn. * Æskulýður elskar hríð, eftir stríði bíður. Ellin kvíðir illri tíð, inn í híðið skríður. * Þó að stundum þyki mér þungur lífsins róður, þá er guð í sjálfu sér sínum börnum góður. * Þyngstu gátur, þér um megn, þú skalt láta bíða meðan hlátur hljómar gegn harmagrát og kvíða. * Vígabröndum bægðu frá blárri strönd, er til þín mænir. Kysstu vöndinn aldrei á eða hönd, sem frelsi rænir. * Grænar hosur, lífs með los, litar gosa-hróið. Er með flosað flauelsbros, fægt og mosagróið. * Þegar myrkrið mæðir geð, minnkar hey í stabba, koma blessuð bömin með bros og gefa pabba. * Meðan lífið ómar allt úti fyrir glugga, verð ég hér að vega salt við minn eigin skugga. * Er að vinna í erg og gríð aðeins til að gleyma, ýmsu, sem á æskutíð oft hann var að dreyma. * Hugir snúast, hopa vinir, hafa flúið sína trú. Efnum búinn — eins og hinir, okkur kúga myndir þú. * Oft í geði eldur brann undir fargi þungu, áður en sprengdi af sér hann andans jökulbungu. UTSALAN hefst í dog. MIKILL AFSLÁTTUR — GÓÐAR VÖRUR VERZLUNIN HEBA Sími 2772. TILKYNNING fró Fiskimálasjóði. Öllum þeim útgerðarmönnum eða fyrirtækjum, sem hafa í höndum lánsloforð frá Fiskimálasjóði vegna bygginga eða endurbóta á fiskvinnslustöðvum eða hliðstæðum mannvirkj- um, er hér með gert skylt að senda stjórn Fiskimálasjóðs í póstbox 987, Reykjavík, eigi síðar en 31. marz 1964, eftir- farandi upplýsingar: 1. a) Hve langt er framkvæmdum komið, sem láns- loforðið er bundið við? b) Sem staðfesting á þessum upplýsingum skal fylgja vottorð byggingafulltrúa eða bygginga- nefndar á viðkomandi stað. 2. Sé framkvæmdum ekki lokið, fylgi áætlun, hvenær verkinu verði væntanlega lokið. 3. Einnig upplýsi væntanlegir lántakendur, hvenær þeir óska, að lánið verði afgreitt. Afgreiðsla lána fer þó aldrei fram fyrr en framkvæmdum er lokið og til- skilið mat o. þ. h. liggur fyrir hjá sjóðsstjóminni. Þeir aðilar, sem hafa í höndum lánsloforð sjóðsstjórnar- innar og ekki senda framanritaðar upplýsingar fyrir tilskilinn tíma (31. marz 1964) skulu ganga út frá því, að lánsloforð þeirra séu þar með fallin niður. Ef aðilar, er ekki senda umbeðnar upplýsingar, óska, að mál þeirra verði tekið fyrir aftur, verður farið með þau sem nýjar lánbeiðnir. Reykjavík, 7. janúar 1964. Sfjórn Fiskimólasjóðs, Tjarnargötu 4, Reykjavík. TILKYNNING Nr. 3/1964 Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu með söluskatti. Tilkynning nr. 12/1963 heldur þó gildi sínu. Franskbrauð, 500 gr...................... Kr. 6.70 Heilhveitibrauð, 500 gr.................. — 6.70 Vínarbrauð, pr. stk......................... — 1.90 Kringlur, pr. kg......................... — 19.50 Tvíbökur, pr. kg......................... — 30.50 Sé nefnd brauð sundurskorin eða bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 3,40, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 11. janúar 1964. Verðlagssf-jórinn. IAlúðarþakkir flyt ég öllum þeim, er á margvíslegan hátt v sýndu mér vinsemd á sjötugsafmœli mínu þann 10. þ. m., með ¥ lofsamlegu umtali, heillaskeytum, heimsóknum og veglegum v gjöfum. | Akureyri, 15. janúar 1964. ð STEFÁN BJARMAN. I ^psfýátíS ÞÝZK-ÍSLENZKA FÉLAGSINS verður haldin að Hótel KEA laugardaginn 18. janúar kl. 9 e. h. TIL SKEMMTUNAR: Urvals þýzkar litkvikmyndir og Surtseyjargosið. Sameiginleg kaffidrykkja og dansað til kl. 2. Félagar takið með ykkur gesti og fjölmennið. Sfjórnin. Auglýsið í Verkamanninum TILKYNNING fró skaftstjóra Norðjrlandsumdæmis eystra. Allir þeir, sem skattstjóri hefur krafið skýrslugerðar um greidd laun, hlutafé og arðgreiðslur, eru áminntir um að gera skil eigi síðar en 20. janúar n. k. Frekari frestur verður ekki veittur. Þótt um engar kaupgreiðslur hafi verið að ræða, er eigi síður nauðsynlegt að skila eyðublöðunum aftur. Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra, eða um- boðsmanns hans, er til 31. janúar n. k. Þeir, sem atvinnu- rekstur hafa með höndum, þurfa þó ekki að hafa skilað fram- talsskýrslu fyrr en fyrir febrúarlok. Með því að frekari fram- talsfrestir verða ekki veittir, nema sérstaklega standi á, er því hér með beint til allra, sem geta búizt við að vera fjar- verandi eða forfallaðir af öðrum ástæðum við lok framtals- frestsins, að telja fram nú þegar. Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á framtalsfresti að halda, verða að sækja um frest til skattstjóra eða umboðs- manns hans og fá samþykki fyrir frestinum. í 47. gr. laga nr. 70/1962 um tekjuskatt og eignarskatt er kveðið svo á að ef framtalsskýrsla berst eftir að framtals- frestur er liðinn, skal miða skattmatið við raunverulegar tekjur og eign að viðbættum 25%. Til 31. janúar veitir skattstjóri eða umboðsmaður hans, þeim, sem þess óska og sjálfir eru ófærir að rita framtals- skýrslu sína, aðstoð við framtalið. Er þeim tilmælum beint til þeirra, sem ætla sér að fá framtalsaðstoð, að koma sem allra fyrst til skattstjóra eða umboðsmanna hans. Verður skattstofan í Strandgötu 1, opin, auk venjulegs skrifstofutíma, kl. 4—7 e. h. til loka þessa mánaðar. Akureyri, 14. janúar 1964. Hallur Sigurbjörnsson, skattstjóri. Föstudagur 17. janúar 1964 Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.