Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 17.01.1964, Blaðsíða 5
ur vegna þess, að þar hafa kom- ið margir og lifað sínar stærstu stundir. — Geturðu sagt mér nokkuð um fjarhrif: Að skynja hlut, sem á þessari stundu er að gerast í fjarlœgð, eða taka á móti hug- skeytum annarra? — Það er örsjaldan, að ég verð var við, sé eða fæ að vita um það, sem er yfirstandandi. Aftur á móti eru það einstakir menn, sem geta náð til mín með hugsun, sent mér hugskeyti. Það hefur æðioft komið fyrir. — En það er forvitskan frek- ar, að vita hluti fyrir? — Já, ekki neita ég því, að ég hef oft getað vitað eitt og annað þannig. — Viltu segja okkur dœmi um það? — Já, mér dettur nú fyrst í hug sýn, sem ég sá í sambandi við slys, flugslysið, sem varð í Bíldsárskarði. Það átti sér stað nákvæmlega ári áður en slysið varð, og að því er bezt verður vitað upp á mínútu. Það var svona: Ég var á gangi héma í miðbænum, í Hafnarstrætinu nánar tiltekið, rétt hjá Akur- eyrarapóteki, og var á leið til sr. Kristjáns Róbertssonar ein- hverra smáerinda. Þetta var um klukkan hálf fjögur, að mig minnir. Þá sé ég allt í einu kross yfir Bíldsárskarðinu. Þetta var gylltur kross, mjög skýr, og hann var það stór, að hann svar- ar til að hafa verið svona einn þriðji af hæð Heiðarinnar. Ég hélt svo áfram, eins og leið mín lá, og hitti séra Kristj án og sagði honum þennan atburð, en honum hef ég sagt margt, sem fyrir mig hefur borið af þessu tagi. Við nánari athugun kom það í Ijós, að frá þeim stað, sem ég sá sýnina, er Bíldsárskarð og Heiðin ekki sýnileg vegna hús- anna, sem í kring eru. —■ Þessi sýn virðist þá hafa verið tálcnræn? — Já, en það er tiltölulega sjaldgæft, að ég sjái táknrænar sýnir. Hitt er miklu algengara, að ég sjái atburðinn sjálfan eins og hann verður á sínum tíma. — Og dœmi. — Já, það munu vera sex ár síðan, að bátur var byggður hér á Oddeyrartanga í skipasmíða- stöð Nóa. Eigandi bátsins var Hólmgeir Arnason úr Flatey á Skjálfanda. Ég er Hólmgeiri vel kunnugur. Og þegar bátur- inn er nú kominn svona lang- leiðina, það átti að fara að setja hann fram, var Hólmgeir einu sinni að minnast á það við mig, hvort ég hafi ekki séð bátinn. En ég var ekki búinn að sjá hann þá. Hólmgeir mælist til þess við mig, að ég fari þarna um og lífi á bátinn, hann fengi svo að heyra, hvernig mér lítist á hann á eftir. Svo mun það hafa verið dag- inn eftir eða svo, að ég fer þarna oneftir. Ég vissi nákvæmlega, hvar báturinn var. Þetta var að morgni dags í glaða sólskini og ágætis veðri, og þegar ég kem á staðinn og á nú von á að sjá bátinn, þá bregður mér dálítið illa í brún, því að í staðinn fyrir þennan glæsilega bát, gefur ekki annað að líta en eitthvert ólögu- legt flak, liggjandi á hliðinni. Fyrst af öllu datt mér í hug, að báturinn hefði verið settur fram og verið tekinn þama upp einhver bátræfill, sem hefði átt að reyna að gera við. Ég sem sagt sá alveg nákvæmlega hvern- ig flakið lá og gat lýst þessu ástandi allavega og afstöðu þess til sjávarins, en þarna var ekki hið rétta umhverfi. Ég veit nú ekki með vissu, hvað lengi ég hef horft á þetta, en ég fer svo að liorfa fram á f j örðinn til að reyna að átta mig. Þegar ég svo lít aftur á staðinn, þá er flakið horfið, en báturinn stendur þar í öllum sínum glæsi- leik, og voru menn að vinna á dekkinu. — Iivað svo? — Þá er sagt við mig: „Þess- um bát fylgir mikið lán, en stutt. Hann hafnar sem flak á fjöru, mannlaust þó.“ — Og er hann farinn? — Já, þetta er báturinn, sem fór upp í Flatey fyrir jólin 1962, Svanur TH 100. — Sagðir þú manninum frá þessu, þegar þú sást sýnina? — Já. Hann vildi fá að vita, hvernig mér litist á þetta. Og ég spurði hann að því, hvort hann vildi heyra það eins og það væri. Og af því hann óskaði eftir því, þá sagði ég það. Og það hlustuðu á þetta líklega ein- ir þrír eða fjórir menn fyrir utan hann. Síðan frétti ég nákvæm- lega af þessum bátsskaða, óg mér er sagt, að báturinn hafi 'verið í fjörunni með sömu um- merkjum og mér var sýndur hann nokkrum árum áður. — Og þetta finnst þér kann- ske ekki neitt dularfullt í sjálfu sér? Þú ert svo vanur þessu. Manstu að nefna mér fleiri slík dœmi? Eg man atburð, sem þú sagðir mér í vor og ég hef kann- ske ekki tekið alvarlega, en verð þó að játa að kom fram. Viltu rifja það upp fyrir lesendum. — Já, það var þarna með bát- inn. Það var þannig, að það komu til mín tveir menn héðan úr bæ, og voru að biðja mig að útvega sér mann á bát. Ég á nú einmitt strák, sem var að bíða eftir að fá bátspláss, og þetta leit einmitt vel út fyrir ungling, að komast á þetta góðan bát. En þá er mér sagt, eins og þú manst eftir, að báturinn fljóti ekki sumarlangt, en þó verði ekki mannskaði á honum. Þetta var Guðrnundur, báturinn hét Guð- mundur, sem sökk skammt frá Flatey á Skjálfanda núna í sum- ar. — Viltu rifja upp fleiri at- burði? — J á, ég hef nú aldrei skrifað neitt af þessu að neinu gagni, svo að það er nú dálítið djúpt á þessu, en það er efst hjá mér núna atvik, sem gerðist nokkrum árum síðan. Þá var það þannig, að ég sá stúlkubam vera að drukkna í tjörn, og tjörnina þekkti ég: Tjörnin er í Flatey á Skj álfanda. Ég reiknaði með því, að þetta mundi vera barn mágkonu minnar, sem átti margar litlar stúlkur. Og ég sagði ekki öðrum frá þessu held- ur en konu minni. Ég sá þennan atburð mjög greinilega einum þrisvar fjórum sinnum, og gat lýst öllu mjög nákvæmlega, þar á meðal var eitt, ég vil taka það fram, að tjörnin var svo slétt ofan að sjá, að mér virtist það væri hjóm á henni. Frá því svo, að ég sá þennan atburð, þangað til þetta slysvarð, liðu um tvö ár, en þetta var barn konu úr Reykjavík, sem var stödd í Flatey. — Leið þér ekki illa að horfa á þetta? — Jú, mér líður nú stundum ekki vel, þegar ég sé eitthvað þessu líkt. En það óhugnanleg- asta, sem ég hef séð. Það var veturinn, sem skipsskaðarnir urðu, Hans Hedtoft fórst, Her- móður og Júlí. Þá sá ég sýn, sem ég aldrei gleymi. — Segðu okkur frá því. — Ég var staddur heima hjá mér að kvöldlagi. Það hefur verið nokkrum vikum áður en fyrsta slysið varð. Ég man nú ekki svo nákvæmlega. Ég held það hafi verið í janúar þennan vetur, og ég var að raka mig, hafði eiginlega allan hugann við það. Þá var, eins og oft hefur komið fyrir áður, „að datt út“, hvarf einn veggurinn, og ég sé í fjarska skip, sem virðist vera strandað. Það var hreyfingar- laust, hallaðist æði mikið. Og ég sé, það hafa líklega verið um átta menn, í reiðanum, og það kemur ólag, stórt brot yfir skipið og sópar burt fjórum eða fimm mönnum. Síðan kemur annað ólag og hreinsar reiðann. Og þar með hvarf sýnin. En þessi sýn var svo eðlileg, og svo hrollvekjandi, að það var eins og ég stæði á bersvæði og heyrði veðurgnýinn og finndi kuldann leika um mig. — Hefur þú séð fleira slí/ct? — Já, ég sá þegar Súlan sökk í páskaveðrinu í fyrra. Það var nokkrum dögum áður en atburð- urinn átti sér stað. Skipið þekkti ég ekki þá, en samkvæmt því, sem bezt verður vitað, hefur allt gerzt eins og mér birtist það. Ég sagði einum manni frá sýninni samdægurs. — Annars talar maður ógjama um slíkt. —- Veiztu, hvaða öfl eru að verki hér? — Nei, það er mér algerlega ókunnugt. — Hefur það aldrei komið fyrir, að þú hafir getað notað þessa gáfu þína til viðvörunar? — Jú. Komið hefur það nú fyrir, t. d. í sambandi við bát- inn, sem við vorum að tala um áðan. Ef sonur minn hefði farið á þennan bát, þá hefði hann komið með léttan poka. — Veiztu fleira um örlög barna þinna? — Já, ég neita því ekki, að ég hef fengið að vita ofurlítið um þau. T. d. veit ég það, að undir þessum dreng mun aldrei sökkva skip. En aftur á móti mun eldri sonur minn eiga eftir að fara síðastur manna frá borði sökkvandi skips. — Eg spurði þig í haust, seint í öktóber mun það hafa verið, hvort þú gœtir gert nokkuð fyrir vin minn, sem var veikur, og þú svaraðir: „Þessum manni verð- ur ekki leitað mikils hagrœðis. Hann er feigur.“ — Maðurinn dó eitthvað hálfum mánuði eða þremur vikum síðar. Hvernig vissir þú þetta? — Mér er sagt þetta. Það er talað við mig. Röddina skynja ég ekki. Ég get ekki sagt, hvort það er karlmaður eða kvenmaður, sem talar, en það talar oft við mig rödd, og ég má ævinlega treysta því, að það, sem sagt er, það er satt. — Og þú ferð eftir því? — Já, ég á ekki kost á öðru. — Þetta hlýtur að vera ákaf- lega mikill styrkur fyrir þig, þar sem ég veit, að þú ert nokkuð eftirsóttur til þess að leysa vand- rœði manna? Já, þetta kemur óneitanlega að miklu liði. — Fmnst þér, ef þú sérð sjúk- an mann, að þú geta skynjað, hvað að honum er? — Ja, það er nú dálítið erfitt að gera sér grein fyrir því bein- línis, hvað að manninum er, en mér er mjög oft sagður einhver póstur úr liðinni ævi mannsins, og einhverjar orsakir til þess ástands, sem hefur skapazt. Það er altítt fyrirbæri. — Ég man eftir því, að ég las vottorð þitt í bók Ólafs Tryggva- sonar, Huglœkningar, þar sem þú segir frá því, hvernig þú varst lœknaður. Ég hef vissu fyrir því, að þú hefur sjálfur staðið í spor- um Ölafs. Viltu segja mér eitt- hvað um það? — Já, það væri nú náttúrlega löng saga, ef allt ætti að segja. En hvað er það, sem þú vildir vita svona helzt? — Ég mundi spyrja fyrst: Ertu sannfœrður um það, að sjúkur maður geti fengið bót meina sinna í gegnum „hug- lœkni“? — Já. Ég er sannfærður um það, að það getur orðið, hvar sem er og hvenær sem er. En þess ber náttúrlega að gæta, að það er ekki okkar mannanna að ákveða, hvenær eða hvað það verður. — Og finnst þér þú oft vita það, hvort þú getur hjálpað manninum eða ekki? -— Já, mér er langoftast sagt það, sagt það eins og það liggur fyrir. Mér er líka oft sagt, sam- anber það, sem við vorum að tala um áðan, ef menn eru feigir. En það er nú ekki alveg óal- gengt, að það sé leitað hagræðis fyrir þá, sem eru mjög langt leiddir, og þeir einmitt fá kann- ske mesta úrlausnina. — Telur þú það ekki vera all- merkileg frœði, þessi geisla- frœði, sem nú eru rœdd mikið? — Jú, annars er ég þeim nú lítið kunnugur, þannig að ég geti nú um þau talað. JÓN R. THORARENSEN. Föstudagur 17. janúar 1964 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.