Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.02.1964, Side 3

Verkamaðurinn - 07.02.1964, Side 3
Call í tá Nú hefur þátturinn þá ánægju að birta vísur eftir Baldur Eiríks- son á Akureyri. Baldur er í rauninni landskunn- ur húmoristi í ljóífi, orti nokkuð undir dulnefninu Balli, í Spegil- inn sálaða og nokkuð hefur birzt eftir hann annars staðar, t. d. í vikublaðinu Degi á Akureyri, þar notar hann gjarna dulnefnið Dvergur. Baldur hittir oftast nær í mark. Kveðið þegar öndvegistíð spillt- ist um sumarmál. Þótt dagurinn lengdist drjúgum varð dekkra í álinn þó, og vetrarins græni gróður grófst undir sumarsnjó. Við skipkomu. Þar sem eyju Ægir ver álum meginbreiðum, hlaðið fleyið hagsæld ber hafs af reginleiðum. Fleyin góð með glæsibrag glæða hróður þjóðar, efla sjóði, auka hag okkar móðurslóðar. Um haust. Stormar vetrar steðja að, stuttu sumri er lokið, nú er sérhvert bliknað blað brott af greinum fokið. Menn, sem lítt voru sjóvanir, voru að róa til fiskjar móti hvöss- um vindi. Ekki um spönn þá áfram bar, engum hrönnin vægði, þá að sönnu sollinn mar sveitamönnum ægði. Enn andar svalt. Vænkar lítt um vorsins hag, vex ei gróðurlitur. Sólskinið er svalt í dag, sunnangolan bitur. Úr ljóðabréfi. Ég um sól og sumar bið og sunnanþey af fjöllum, til að viðra vonleysið úr vetrartötrum öllum. Vetrarhúmið, veður stríð, vos í snæ og krapi, vekur okkur alla tíð útnyrðing í skapi. ÞAÐ TÓK ENGINN INDIR Á skrifstofu vikublaðs er aldrei þögn og engin kyrrð. Sími hringir, menn koma og fara. Allra stétta menn. Þó er hver dagur öðrum líkur, og á yfir- borði hver maður einnig. Svo kann óvæntur persónu- leiki að birtast, það er bankað og inn kemur langur maður, mjór í ofstórum frakka, togin- leitur, hæglátur í fasi, dulráður, með yfirbragð listamanns en hendur og göngulag eyrarkarls eða sjómanns. — Hver er maðurinn? — Jónas E. Svafár. — Hvað er skáld að sunnan að gera hér á trollbuxum? — Ég er ekki í trollbuxum. — Hefur þú verið að virma hér nyrðra? — Byrjaði fyrst í síldinni á Raufarhöfn, svo var ég á bát, sem gerður var út frá Akureyri á handfæri, fiskaðist lítið, síðan fór ég í símavinnu út á Dalvík, var þar þangað til allt fennti í kaf í nóvember. Þá var ég svo heppinn að togarinn Sléttbakur kom hingað úr Reykjavík og ég réði mig á hann. — Er togari skáldlegt athvarf? — Hvað ertu nú að segja, skáldlegt athvarf? Þessu er ekki hægt að svara. — Nei, en líkaði þér vel á Sléttbak? — Já, þegar maður er búinn að vera svona tvo daga úti, þá líkar manni vel. Maður samhæf- ist. Og mann langar alltaf á sjó- inn, ef maður fær það í blóðið. Sumir geta ekkert unnið nema á sjó. — Þekkir ekki sjóhrœðslu? — Sjóhræðslu? Þekki aðeins sjóveiki, fyrst. Sumir menn eru alltaf sjóveikir, en stunda samt sjó, þrátt fyrir það. — Varstu úti um jólin? — Nei, við komum inn dag- inn fyrir Þorláksdag, vorum hérna um jólin. — Einkennilegt, þegar nýárið kom, þá sagði ein- hver: gleðilegt nýár. Það tók enginn undir. — Voruð þið þá komnir út? — Já, við vorum þá út af Vest- fjörðum, í ekki góðu veðri. Hér er eitthvert andlegt slen, enginn gróðurmáttur. Það er árans ekki sen eymd og slóðaháttur. Sjálfslýsing við fiskidrátt. Baldur smár við borðstokk kraup, burt var dárans gort og raup, kraftafár við fiskilaup felldi tár og hveljur saup. — Tók Guð ekki einu sinni undir? — Hver er það? — Mér er sagt menn þekki hann alltaf, þegar menn þurfa á honum að halda. — Alveg misskilningur. — En skáldguðinn þá? — Við trúum á mátt okkar og megin. — Kannske lika hestöfl? — Já, líka. — Radar? — Já, líka á radar. — Félagsandinn um borð? — Það eru misjafnir menn á skipum, sumir reyna að skapa sérstakt andrúmsloft, en meiri- hluti skipshafnar foragtar þá með þögninni. — Er vinnan mjög erfið? — Nei, ekki mjög erfið, en bara að vera á skipum, það hef- ur þessi áhrif á mann. — Innilokunar- eða einmana- kennd? — Nei, bara sjómennskan, veltingurinn á skipinu, sjóamir, veðrin. — Fenguð þið vont? — Nei, við fengum gott heim frá Englandi síðasta túr. — Er gaman að sigla? ■— Nei, eitthvað það leiðinleg- asta af öllu. — Við höfum heyrt eitthvað um rómantík, ódýr vín, konur? — Hefurðu heyrt það? — Já, og lesið á bókum. — Ég þekki bara Grimsbý. — Viltu segja okkur frá henni? — Það er alveg svart og hvítt, sumt er ekta fólk. — Kynnast sjómenn því? — Já, það sem ég þekki eru sjómenn, fæddir og uppaldir þar, gott fólk. — Þeir héldu að þeir þekktu Island betur en ég. — Þekkir þú Ísland? — Hvað heldurðu. — Reykjavíkurbarn? — Já, Reykjavíkurbarn. — En knæpurnar og Grimsbý- lýðurinn? — Það er voðalegt. Peninga- sog, kellingar, algerlega von- laust. Ég sá eina þokkalega stúlku, hún sagðist bara eiga að draga að. Nei, ég vil ekki tala um það. — Ertu skáld eða ertu sjó- maður? — Verkamaður, skáld og sjó- maður. — Ruglar því ekki saman? — Ég er annaðhvort eða. —- Hvar varstu um jólin hérna á Akureyri? — Hj álpræðishernum. — Er gott þar? — Já, prýðisfólk. —- Yrkir þú í landlegum? — Nei, ég hef ekkert gert að því. Maður springur út á vorin, svo er haust. — Hvert er álit þitt á nútíma- skáldskap? — Það er margt kallað nú- tímaskáldskapur, jafnvel allt frá 1920. — En þeir allra yngstu? — Ég held þetta sé svona j öfn þróun. Þetta gengur í bylgjum, en ég held að það sé þó visst samhengi í skáldskap frá 1920. — Þið virðist vera á móti hin- um rótgrónu formum, stuðlum, rími? — Nei, það er ekki, við erum ekki á móti því, en það er hægt að segj a ýmsa hluti á annan hátt, og gera það betur. Annars hef ég haldið mig við stuðla og nota rím líka. — Telur þú Ijóðið úrelt bar- áttutœki? — Nei, það tel ég ekki. Ljóðið er fyrst og fremst til að skapa sterk áhrif, af ýmsu tagi. Ljóðið á að vera það sterkt, að menn taki frekar eftir því en óbundnu máli. — Heldur þú að menn lesi Ijóð enn? — Ég hugsa menn lesi þau minna en var. Það er svo margt annað, aðrar listgreinar, svo hafa menn minni tíma nú en var í hinu fastmótaða bændaþjóð- félagi. — Heldur þú að sultur sé enn nauðsynlegur skáldum? — Nei, það held ég ekki. En einhver sagði, að ef maður gerði ekki listaverk til að bjarga lífi sínu, þá væri það lítilsvirði. — Gœti maður bjargað sér úr sjávarháska með Ijóði? — Ja, þetta var víst gert, hér áður, á dögum rímnanna. — Já, og frá öxinni? — Líka það. — Aður taldi þjóðin það ógæfumerki að vera skáld, þau vœru drykkfelld og lauslát. Eru þau það? Er ógœfa að vera skáld? — Ekki óreglusöm fremur en gerist og gengur. í gamla daga áttu þau örðugt uppdráttar, kannske meir en nú. Það þarf ekki að vera hið sama og vera ógæfusamur, þó maður yrki um ógæfu sína, einhverja. Það er jafnvel hægt að afgreiða eitthvað með því, lífsreynslu, þjáningu. — Leitar þú á náðir skáld- guða eða vínguða, ef að herðir? — Ja, hvorttveggja. — Hvorir reynast betur? — Ég held það reynist bezt að reyna að finna sjálfan sig, treysta á sjálfan sig. — Þú trúir á sjálfið? — Maður trúir á sína reynslu og þekkingu. — Og mátt sinn? — Já, á mátt sinn. — Þá erum við aftur komnir að hestöflum? — Það er misj afnt hvað menn kalla orku. — Hejur þú lent í lífsháska? — Nei, ekki bráðum, ekki skyndilegum, en hið daglega líf getur verið lífsháski. — Er ekki meiri háski á Hal- anum en Akureyri? — Það er ósköp svipaður háski, ef maður kann ekki að vera sig á hættunum. — Er ekki skipstjóri forsjá manna sinna? — Jú, en það verður hver að gæta sín. Einn getur aldrei gætt allra, nema í höfuðatriðum. — Hvernig líkar þér við akur- eyrkst andrúmsloft? — Ég hef aldrei fundið annað loft hér en annars staðar. — Við erum taldir seinteknir? — Já, þeir eru víst ekki fljót- huga. — Af hverju kallar þú þig Svafár? — Eg heiti Jónas Svavar, og ákvað að taka upp fornari rit- hátt og rita f í Svavar og bæta inn einni kommu. — Og sleppa föðurnafni? — Ég skrifa Jónas E. Svafár. -— Ert kannske Einarsson? — Já. — Voru foreldrar þínir Reyk- víkingar? — Nei, bæði úr Árnessýslu, pabbi var fyrst á skútum, svo bóndi, síðast verkamaður í Reykjavík, ég er fæddur þar, í því fræga húsi sem heitir Suður- gata 14. — Hvers vegna frœga? — Þú manst eftir Ólafsslagn- um. — Að vísu. Skáldaœtt, þín œtt? — Bergsættir báðar. — Sumir lesendur Verka- Framhald á 7. síðu. Verkamaðurinn — (3 Stntt viðtal við Jónas E. Svafár Föstudagur 7. febrúar 1964

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.