Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.02.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 07.02.1964, Blaðsíða 5
ISIiótmmln flutningi NorðurlanrfsborsÍDS aS einu atriði enn í áramótaboð- skap forsætisráðherrans. Þar víkur hann talinu að skattsvikum og segir svo: „MeS réttu er undan því kvartaS, aS hér tíSkist ýmiss konar lausung í fjármálum, lítiS sé aS marka reikninga og skýrsl- ur um hag atvinnufyrirtækj a, enda séu skattsvik nær opinber og á allra vitund.“ Hér mun sízt of djúpt í ár tekiS. Enda væri þaS blindur maSur, sem ekki sæi, aS þjóS- félagiS er í siðferðilegri upp- lausn. Þar um tala ekki aSeins skýru máli almenn skattsvik, sem allir viSurkenna, aS eigi sér staS, og væri þaS eitt þó nógu alvarlegt. En hin stórfelldu fjár- svikamál, þjófnaSir, falsanir og ofbeldisverk, sem upp hafa komizt, og næstum hafa veriS daglogt brauS á liSnu hausti, sýna og sanna, aS heiSur þjóS- arinnar er í veSi aS takast megi aS spyrna viS fótum. En fyrst forsætisráSherrann minnist á þetta alvarlega ástand, hefSi ég búizt viS því, aS hann gerSi a. m. k. einhverja tilraun til aS grafast fyrir rætur meins- ins og boSaSi ákveSnar aS- gerSir. ÞaS lætur hann þó alveg undir höfuS leggjast, en kennir verka- lýSssamtökunum um skattsvik og fjármálaóreiSu þjóSfélagsins. — ÞaS er langt og ómaklega um öxl seilst til lokunnar, ög lítt sæmandi manni í hans stöSu. RáSherrann mælir skattsvik- unum sem sé bót og afsakar þau meS þessum orSum: „En á meSan eilíf óvissa ræS- ur um framhald atvinnurekstrar, verkföll blasa við með nokkurra missera eða mánaða fresti, er hætt viS, aS hver gramsi til sín eftir föngum.“ Þarna hafa skapsmunirnir áreiSanlega hlaupiS meS ráS- herrann í gönur. Engir réttsýnir menn munu í alvöru rekja skatt- svik og fj ármálaspillingu þjóS- lífsins til verkalýSssamtakanna. En hér er um svo alvarlegan sakaráburS aS ræSa, aS mörg- um mun verSa erfitt aS leggja trúnaS á vinmæli ráSherrans til verkalýSssamtakanna, en þeim bregSur fyrir á nokkrum stöSum í áramótagrein hans. Samt vil ég mega treysta því, aS forsætisráSherrann mæli af heilum hug, er hann segir, aS „ríkisstjórn og Alþingi verði að kappkosta að hafa náið og gott samstarf við hin fjölmennu sam- tök fólksins.“ Og sízt mun verkalýSshreyf- ingin láta á sér standa um heiS- arlegt og heilt samstarf viS ríkis- valdiS, ef starf þess og stefna beinist öllu öSru fremur aS því, „að gera þeim, er örðugast eiga, lífið léttara, og búa þjóðinni allri hagsœld og frið.“ — En þaS voru lokaorS forsætisráS- herrans í boSskap hans viS byrj- un ársins 1964. — YrSi slík stefna upp tekin á þessu herrans ári, og viSreisninni varpaS fyrir borS, mundi þaS drúgum draga til aS gefa þjóSinni gott og far- sælt ár. Hannibal Valdimarsson. Fundur í Starfsmannafélagi vegagerSarinnar á Akureyri bein- ir þeirri áskorun til þingmanna NorSurlandskjördæmis eystra, aS þeir beiti sér fyrir því aS NorSur- landsborinn, sem nú sinnir verk- efni á Húsavík, verSi aS því loknu fluttur til Akureyrar skv. upphaf- legri áætlun um verkefni hans á NorSurlandi. Vill fundurinn eindregiS mót- mæla þeirri ætlun JarShitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar, aS flytja borinn suSur, þar sem hann var fyrst og fremst keyptur til aS þjóna hagsmunamálum NorSlendinga. Brottflutningur þessa tækis, sem svo miklar vonir voru bundn- ar viS, myndi valda mikilli óánægju meSal almennings hér. JarSvarmi í nágrenni Akur- eyrar hefur aldrei veriS rannsak- aSur til hlítar, en í augum leik- manna benda allar líkur til já- kvæSs árangurs viS borun, þar sem heitar laugar eru þar á fjöl- mörgum stöSum. Verkefni fyrir borinn eru því ótæmandi og ástæSulaust aS leita þeirra til Vestmannaeyja. Treystum viS því aS þingmenn okkar bregSist drengilega viS þessu mikla hagsmunamáli og stuSli þannig aS jafnvægi í byggS landsins. FramanritaS er fundarsamþykkt, sem starfsmenn VegagerSarinnar báSu fyrir til birtingar. — Nú er fyrir forgöngu greindra starfs- manna hafin söfnun undirskrifta til stuSnings þeirri sjálfsögSu kröfu, aS borinn verSi ekki flutt- ur til SuSurlands meSan næg og aSkallandi verkefni bíSa hér nyrSra. S T 6 R K 0 S T116 nýjuno — FLUGFERÐ STRAX - FAR GREITT SÍÐAR Nú bjóða LOFTLESÐIR íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja til tólf mónaða greiðslufrest á allt a3 helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á flugleiðum félagsins. FerSaskrifstofur, umboSsskrifstofur LOFTLEIÐA úti á landi og aSalskrifstofur félagsins í Reykjavík munu veita allar nánari upplýsingar um þessi nýju kostakjör LOFTLEIÐA. Enn hafa LOFTLEIÐIR rutt nýja braut til þess aS auSvelda íslendingum ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM. GeriS svo vel aS kynna ySur reglurnar um FLUGFERÐ STRAX - FAR GREITT SÍÐAR. — Frá hinum 10 erlendu áfangastöSum LOFTLEIÐA eru allar götur greiSar. EftirleiSis eru kjörorSin: ; Flugferð strax - Far greitt síðar —. Loftleiðis landa milli Þægilegar hraðferðir heiman og heim UmboS á Akureyri: FERBASKRIFSTOFAN, TÚNGÖTU 1 — JÖN EGILSSON — SÍMI 1650 og 1437 AKUREYRINGAR! Ef þér þurfiS aS skreppa til Egilsstaða, Reykjavíkur, London, Parísar, New York, Tokio eSa eitthvaS annaS, þá bjóSum viS flugfarseSla til þeirra staSa. Önnumst allar fyrirgreiSslur í sambandi viS ferSir flugfélaganna. — ENGINN AUKAKOSTNABUR. — Hringið í síma 1650 eða 1475, og við munum senda yður farseðilinn heim. FERÐASKRIFSTOFAN TÚNGÖTU 1, Akureyri. Föstudagur 7. fcbrúar 1964 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.