Verkamaðurinn - 07.02.1964, Blaðsíða 7
SKRJÁF
í SKRÆÐUM
Sóknarvísur í Þóroddsstaðasókn,
kveðnar órið 1801 af Sören
á Geirbjarnarstöðum.
Naustvíkingur nettur, slýngur,
nafnmildingur frí við spé,
verksnillingur varla ríngur,
Vigfús fíngur ber é tré.
Býr á Kotum, karl ó þrotum,
kominn að lotum, Sigurður.
Flóðs ó brotum, fótum votum,
flæðargotum við heldur.
Er á Björgum, mætur mörgum,
mólaður törgum vinsemdar,
Einar körgum úti á hörgum
eyðir vörgum skaðsemdar.
Nýpó greina fleygir fleina,
flestir meina að heiti Jón.
Býr með hreina strönd-gullsteina,
styrjöld reyna þessi hjón.
Ljóðsins-hana Ijóst að vana
læt ég flana og nefni ei meir,
Odd og Dana á grundu Grana,
geldingana fóðra þeir.
A Leikskála, bör þingsbála,
bú við rjálar Guðmundur.
Jörð ei nála-nist forsjála,
er njótur stála hjá sefur.
Geirbjörnsviður, staðinn styður,
stílaður smiður, Andrés þar.
En Sörens friður fellur niður
fyrir kviðum leirburðar.
Staðarins prestur lagar lestur,
lærdóm brestur ekki þar.
Hann er hresstur, manna mestur,
mikill gestur tilsýndar.
Vel uppfræðir, gleði glæðir,
gott um ræðir, Þorleifur.
Svanga fæðir, kalda klæðir,
kranka græðir sá maður.
Ofeigsstaður giftu glaður,
Guðmundaður sést við fjall.
Býr þar hraður með einn maður,
mjög aldraður, Helgi karl.
Torfnesíngur, tryggða-slýngur,
telst óríngur Bjarni sá.
Síst með flíngur fer né glíngur,
fleinsmæringur heyin á.
Vitur maður vel gáfaður,
varast slaður, Pétur frjáls.
Árni glaður, góðviljaður
greiðamaður, byggja Háls.
Á nafn skal greina njótinn fleina,
nær þeim beina manndómi.
Jón þann eina arfasteina
á þvi hreina Garðshorni.
YFIRLIT
yfir kærur til embættis bæjarfóget-
ans ó Akureyri og sýslumannsins i
Eyjafjarðarsýslu órið 1963.
1. Olvun
SERREFSIBROT.
á almannafæri
(þar í ólögmæt rneðferð
394
22
73
2
unglinga á áfengi 30)
2. Ölvun í heimahúsum
3. Ölvun við akstur
4. Smygl
5. Bifreiðaslys og árekstrar 397
6. Umferðalagabrot:
of hraður akstur 86
ólögleg staða bifreiða 233
stöðumælakærur 291
akstur án réttinda 3
ólögl. ljósabún. bifr.,
ofhleðsla bifr. o. fl. 150
763
7. Lögreglusamþykktarbrot:
ólöglegt hundahald,
ágangur búfjár) 14
8. Brot á friðunarlögum,
ólögl. meðferð skotvopna
og brot á lögum um lax-
og silungsveiði 9
9. Landhelgisbrot 1
1675
II. ÝMSAR SAKADÓMS-
RANNSÓKNIR.
1. Rannsókn vegna vofeifi-
legs dauðdaga, þar af 2
vegna bifreiða 8
2. Brunarannsóknir 4
3. Rannsóknir vegna sturl-
unar manna
4. Rannsóknir vegna slysa
á mönnum o. fl. 16
Á Hóli neytir tveir eru teitir,
tryggð, sem veitir þetta frón.
Þórarinn heitir brandabeitir,
baugahreitir líka Jón.
Þraut ei linnir, þó að vinni,
Þorsteinn minn í Hólsgerði.
Flestu snna úti og inni
ómegðinni þjónandi.
Á Hrafnstað situr, valinn vitur,
við landslitur Halldór minn
ber sem litur bragða bitur,
börn á flytur verganginn.
Á Gvendarlóðum, greinist þjóðum,
grafnings slóðum samrýmdur.
Býr með góðum gullhlaðstróðum
gæzkublóðið Sæmundur.
Vel upp fræddur, gleði glæddur,
góðlund bræddur, Fell situr.
Jónas ræddur, kostum klæddur,
karl óhræddur við glímur.
í Seli mildur, býr til byldur,
bóndi gildur vinsemdar.
Jón ótrylldur forsjón fyldur,
fólki skyldur þessháttar.
5. Barnaverndarmál
(spellvirki einkum) 19
50
III. ALMENN HEGNINGAR-
LAGABROT.
1. Líkamsárásir 18
2. Skjalafals 2
3. Tékkasvik 2
4. Eignaspjöll 15
5. Innbrot 10
6. Hnupl 30
7. Brot gegn valdstjórninni 3
80
Alls 1805 kærur
r
Arbók Þingeyinga
Árbók Þingeyinga 1962, ritstj.
Bjartmar Guðmundsson. Árbók
þessi er geysi fjölbreytt að efni.
Hér er skrifað um menn lífs og
liðna, birt ljóð, stökur og gaman-
sögur. Einnig er hér allmikinn
fróðleik að finna í frásögn og
skýrslum um háttu og hagi Þing-
eyinga. Þetta má kallast gott les-
efni og nokkurn fróðleik hefur
það einnig að geyma.
Það er samt leitt við þetta ann-
ars ágæta rit, að svo illa hefur til
tekizt, að hin bráðsnjalla vísa
Heiðreks Guðmundssonar um
Dungal frá í fyrra, er hér birt svo
meinlega rangt með farin, að úr
verður della. Síðasta lína vísunn-
ar bar hana fyrst og fremst uppi,
hér verður hún dauði hennar:
„Sama er mér — og nær að
halda“, þannig er hin rétta loka-
lína vísunnar.
- Þoi tóh engiio undir
Framh. af 3. síðu.
mannsins liafa sérstakt uppáhald
á draugasögum, kannt þú nokkra
handa þeim?
— Ja, það væri sagan af lög-
fræðingnum í Reykjavík, sem
hafði sopið drjúgum nokkuð
lengi og var svo að fara í
„ríkið“ að fá sér meira. Þá
ávarpar hann maður, og hinn
trúir ekki sínum eigin augum.
Þetta hafði verið góður vinur
hans, en var örugglega dauður
fyrir viku.
— Hvernig þótti lögmanni?
— Hann hætti við ferðina í
„ríkið“ og hefur ekki drukkið
síðan.
— Góður draugur það. Hefur
þú mœtt slíkum?
— Nei, sem betur fer.
— Þakka.
k.
Birtingur
Birtingur, 3.—4. hefti 1963.
Þetta er vandað og fjölbreytt
hefti. Birtingur er fyrirmyndarrit.
Auk margra þýddra greina og
Ijóða, má nefna sögu eftir Ása í
Bæ. Hrygningartími heitir hún og
er fyndin og sennilega ekki eins
fjarlæg því raunverulega og marg-
ur kynni að hyggja við fljótlestur.
Hörður Ágústsson listmálari á
hér einn af hinum markverðu
þáttum, sem hann kallar Af minn-
isblöðum málara, fjalla greinar
þessar um gömul hús„ kirkjur og
listmuni. Hann birtir fjölda mynda
og teikninga máli sínu til stuðn-
ings, en greinarflokkur Harðar í
Birtingi undanfarið, eru mark-
verðasta framlag íslendings til
viðhalds og virðingar hinnar
fornu byggingarlistar. Hafi hann
þökk fyrir.
Thor Vilhj álmsson skrif ar
Syrpu sína sem fyrr og ómyrkur
í máli.
Þá má geta þess, að Birtingur
flytur hér smásögu eftir Brynjar
Viborg, nema hér í M. A., er það
sennilega frumsmíð höfundar og
má kallast vel af stað farið. Smá-
saga er einnig eftir Steinar Sigur-
jónsson og Ijóð eftir Jón frá Pálm-
holti.
Menn ættu að kynnast þessu
fallega og frumlega riti.
Kringsfa
vikunnar
Kirkjan. Messað n.k. sunnudag í
Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. Föstuinll-
gangur. Sálmar: 43 — 434 — 390 —
251 — 528. — P. S.
Brúðkaup. Þann 1. febrúar voru gefin
saman í hjónaband brúShjónin Frey-
gerður Sigríður Jónsdóttir frá Lyng-
holti, Bárðardal og Ragnar Ólafur
Guðmundsson, verkamaður Langholti
19, Akureyri.
Náttúrugripasajnið, Hafnarstræti 81,
4. hæð. — (Gengið inn að austan). •—
í vetur verður safnið opið almenningi
á sunnudögum, kl. 14—16. Þeir, sem
vilja skoða safnið á öðrum tímum hafi
samband við safnvörð, Helga Hall-
grímsson, í síma 2983.
Messað verður í Lögmannshlíðar-
kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar
208, 435, 434, 216, 232. Ferð verður úr
Glerárhverfi kl. 1.30. — B. S.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins þakk
ar bæjarbúum fyrir ágæta þátttöku í
fjáröflun deildarinnar s.l. sunnudag.
Brynjólfi Brynjólfssyni hótelstjóra og
Brauðgerð KEA þökkum við ómetan-
lega aðstoð.
Aðaljund heldur Kvenfélagið Fram-
tíðin föstudaginn 7. febrúar i Hótel
Varðborg, kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðal-
fundarstörf. — Stjórnin.
ódýr, væntanleg í næstu viku.
Vefnaðarvörudeild.
ftalskar
töfflur
Þrjór nýjar
gerðir af
ÍTÖLSKUM
TÖFFLUM.
No. 38—42.
Verð kr. 247.00.
LEÐURVÖRUR H.F., Strandgötu 5, sími 2794
Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista-
félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu-
bandalagsins í Norðurlandskjördæmi
eystra. Skrifstofa blaðsins er í Bxekku-
götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og
Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. —
Lausasöluverð kr. 3.00 eintakiö. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. —
Prentað í Prentsmiðju Bjöms Jónssonar h.f., Akureyri.
Föstudagur 7. febrúar 1964
Verkamaðurinn (7