Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.02.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 07.02.1964, Blaðsíða 4
Hannibal Yaldimar§§on Þjóðfélagstannpína og lækningavonir Þjóðarleiðtogar og landsfeður hafa látið lj ós sitt skína um þessi áramót, eins og oftast áður. Þeir hafa birt langar áramótahug- leiðingar, og kennir þar að sjálfsögðu margra grasa. Meðal þeirra, sem birt hafa íslenzku þjóðinni nýársboðskap, eru báðir formenn stjórnarflokk- anna, Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra og Emil Jónsson ráðherra sjávarútvegsmála. Ég vil fyrst víkja að nokkrum atriðum í boðskap forsætisráð- herrans: „Af innanlandsmálum vefjast efnahagsmálin enn mest fyrir mönnum,“ segir forsætisráð- herrann. En um þetta telur hann ástæðulaust að hnjóta, því að svo hafi þetta verið, síðan ráð- herrann fór fyrst að hafa afskipti af stjórnmálum. — Sem sagt landlæg plága! Kveðst ráðherrann mjög vera sammála einum kunnasta hag- fræðingi þessarar aldar, John Maynard Kaynes, en hann hafi sagt: „Látum okkur ekki ofmeta þýðingu efnahagsvandans, né vegna œtlaðrar nauðsynjar hans fórna öðrum efnum, sem hafa varanlegra gildi. (svo)! — Ur- lausn hans ætti með sama hætti og tannlækningar að vera í höndum sérfræðinga.“ Samkvæmt þessari kenningu skilst manni, að ríkisstjómin eigi ekki að vera að brjóta heil- ann um efnahagsvandamálin né „gildi þeirra“, heldur láta hag- fræðingana um það, því að slíkir sérfræðingar kunni einir skil á öllu þvílíku. — Þarf því enginn að efast um, að gagnvart þeim vanda fær sérfræði þeirra Jónas- ar Haralz, Jóhannesar Nordahl og Gylfa Gíslasonar að njóta sín enn um sinn, svo sem hingað til. Þarf þá ekki frekar að hafa áhyggjur af þeirri „þjóðfélags- tannpínu!!“ enda varpar sjálfur forsætisráðherrann öllum slíkum áhyggjum snarlega á bak við sig. Einn kaflinn í áramótaboð- skap forsætisráðherrans heitir: „Virðum staðreyndir efnahags- lífsins.“ Síðan staðhæfir ráðherrann, að okkur íslendingum mundi um langt skeið tvímælalaust hafa vegnað mun betur, ef við hefð- um áttað okkur á „nokkrum helztu staðreyndum efnahags- lífsins og virt lögrnál þess.“ Hvað er að heyra þetta? Hef- ur viðreisnarstjórnin ekki borið skyn á staðreyndir efnahagslífs- ins? Hefur hún og „tannlæknar“ hennar ekki virt lögmál þess? Þá er ekki von að vel hafi farið. En sú var þó kenningin í bókinni „Viðreisn“, að fundið hafði verið upp nálega sjálfvirkt efnahagskerfi, sem starfa mundi sem óbrigðult náttúrulögmál. Ef til vill hefur hér farið sem oftar, að sitt er hvað „praxís og teoría“. En vissulega er það þörf á- minning, að biðja menn að virða lögmál efnahagslífsins og elta engin mýrarljós í þeim efn- um. „Athugum þátt félagssamtak- anna“, segir forsætisráðherr- ann þessu næst. Síðan viðurkennir hann, að ýmislegt, sem hér á landi hafi verið bezt gert, mundi enn óunn- ið, ef samtakamættinum hefði ekki verið beitt. En síðan er vik- ið að annmörkum félagssamtaka og spurt: „En hefur honum ætíð verið beitt í rétta átt? Eða hafa í skjóli hans orðið átök og deil- ur, sem engum koma að gagni? Og þó að spurningunum sé ekki svarað, dylst engum, að ráðherrann telur, að samtaka- mættinum hafi oftlega verið ranglega beitt eða misbeitt, og þau vinnubrögð leitt til gagns- lausra átaka. Ekki eru verkalýðssamtök beint nefnd í þessari andrá, en hafi einhver verið í vafa um, að við þau væri átt, skýrist málið óðar fyrir lesandanum, því að næsta málsgrein í áramótaboð- skapnum er á þessa leið: „Auðvitað verða launþegar að hafa sín samtök og gæta þess, að ekki sé á rétt þeirra gengið. En ....“ Og hvað er það þá annað, sem verkalýðssamtökin hafa gert með baráttu sinni og starfi, en að gæta þess, að ekki sé á rétt þeirra eða umbjóðenda þeirra gengið. Um það, og það eitt, hefur allt þeirra starf snúizt. Lítum á tímabilið síðan 1959 og rekjum þróun þessara mála síðan stig af stigi. Það tímabil hefst með því, að stjóm Alþýðuflokksins lœkkar allt kaup með lögum. Yfirlýst var, að þetta væri gert til að stöðva verðbólgu og dýrtíð. Svo mikið lagði verkalýðshreyfingin upp úr því, að þetta mastti tak- ast, að hún þoldi bæði hina lög- bundnu kauplækkun og kaup- rýrnun af völdum hækkandi verðlags allt það ár, án þess að knýja fram kauphækkun. Þegar árið 1959 hafði kvatt, kom ný ríkisstjórn — ríkisstjórn Sj álfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins undir forsæti Olafs Thors. Eitt hennar fyrsta verk var að gefa ófagra lýsingu á ástandi efnahagsmálanna. Verð- bólga og dýrtíð, hafði síður en svo stöðvazt. Nú væri engin leið fær, nema stórfelld gengislækk- un. Henni var skellt á í marz 1960, og ný dýrtíðaralda flæddi yfir landið. Þá fyrst þraut. þolin- mæði verkalýðshreyfingarinnar. Kauphækkun var loks knúin fram. Ný gengislækkun með nýrri verðhækkunarskriðu var svarið. Er nú öllum ljóst, að þetta var hefndarráðstöfun reiðra valdhafa. — Allir vita nú og viðurkenna, að engin efna- hagsleg rök voru fyrir þessu gengisfalli. Hefur af því leitt fleira illt, en af flestum öðrum stj órnarathöfnum. Dýrtíðaraukningin, sern af seinni gengisfellingunni leiddi, var óbætt fram til vorsins 1962. Þá knúðu verkalýðsfélögin íram nokkra kauphækkun, en svo hóf- leg var hún, að þá var kaup- máttur tímakaupsins aðeins 90 móti 109 í ársbyrjun 1959 í ársbyrjun 1963 viðurkenndu allir, að kaup verkamanna væri svo lágt orðið, að það yrði að hækka. Varð þá allsheriarsain- komulag um að hækka verka- mannakaup um 5% án nýrrar samningagerðar. Enn óx dýrtíðin hraðfara fyrri hluta árs 1963. Hugðust þá verkalýðsfélögin rétta hlut sinn í júní síðast liðnum. En þá var fallizt á 71/2% kauphækkun til bráðabirgða, og frekari aðgerð- um frestað til 15. október. Yfir sumarið var dýrtíðar- ófreskjunni hleypt lausbeizlaðri á landslýðinn. Vísitalan hækkaði um 16 stig, eða því sem næst 12%, og gerðu samningarnir í desember lítið betur en að vinna upp það, sem úrskeiðis hafði gengið í verðlagsmálum, frá því upp var staðið frá hráðabirgða- samkomulaginu s.l. vor. Þetta, sem nú hefur verið rakið, sýnir svo Ijósiega sem verða mó, að það er alrangt, sem sífellt er hamrað á í mólgögnum stjórnarinnar, uð kauphækkanirnar séu orsök, en dýr- tíðarvöxturinn afleiðing. Hér eru höfð alger hausavixl á hlutunum. Dýrtíðin hefur ætt á undan. — Kaupbreytingar komið löngu á eftir og aldrei meiri en svo, að þær bættu aðeins nokkru þó verðlags- hækkun, sem orðin var. Fróðlegt væri að heyra, hvaða aðgerðir verkalýðshreyfingin hefði getað látið undir höfuð leggjast á nefndu tímabili, ef hún átti að gegna því hlutverki að gœta hagsmuna félagsmanna sinna. Það er rangt, að ásaka verka- lýðshreyfinguna fyrir það, að deilur um launamál eru hér tíð- ar. Það er sem sé rétt, sem sagt hefur verið: Verkföllin eru ein- kenni sjúkra þjóðfélagshátta. Hin nýafstöðnu átök í desember voru t. d. bein afleiðing þess, að ríkisstj órnin hugðist lögbinda óbreytt kaup hinna lægst laun- uðu, eftir stórkostlegar verð- hækkanir, svo og launabyltingu opinberra starfsmanna. Gegn slíku þj óðfélagsranglæti reis almenningsálitið einhuga. Það er því hárrétt ályktun hjá forsætisráðherra, enda studd af nýfenginni, dýrkeyptri reynslu, er hann í áramótaboð- skap sínum gerir þessa játningu: „Löggjafarvaldið megnar ekki óstutt af heilbrigðu almennings- áliti að ráða við vandann.“ Um tvennt annað í áramóta- boðskap forsætisráðherra, er ég honum fyllilega sammála: 1. Það mundi verða launastétt- unum, atvinnuvegunum og þjóðinni allri til blessunar, ef tekizt gæti með samstarfi allra aðila að koma á jafn- vægi og stöðugleik öruggs verðgildis og fasts verðlags. 2. í því er tvímælalaust ein mesta kjarabót, sem unnt væri að veita verkafólki, ef takast mætti að stytta vinnu- tíma hér á landi með óskert- um tekjum niður í það, sem með nágrannaþjóðum okkar tíðkast. Hið fyrrnefnda atriði verður vissulega ekki framkvæmt, nema horfið verði frá gengislækkunar- og verðþenslupólitík núverandi stj órnar. Og um vinnutímann er það að segja, að í því efni hefur oss borið svo langt af leið, að lítt hugsanlegt er, að full leiðrétting fáist, nema í áföngum á nokkrum árum. En samt sem áður er hér um svo mikilsvert mál að ræða, að um ekkert er verkalýðshreyf- ingin fúsari til samstarfs við ríkisvald og atvinnurekendur, ef leiða mætti til fullrar lausnar. Skal vissulega á það reynt, hvort menn vilja aðeins halda áfram að skeggrœða um þetta mál, eða gera raunhæfar ráð- stafanir til að hrinda því í fram- kvæmd.“ Að lokum skal aðeins vikið 4) Verkamaðurinn Föstudagur 7. febrúar 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.