Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.02.1964, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 07.02.1964, Blaðsíða 8
Vill heldnr deyja sem heiðarlegur maður en síldarsaltandi - ír fréttabréfi frá Raufarhöfn - Raufarhöfn, 25/1. Hér er mikil gróska í síldarsölt- un, og vilja nú allir salta síld. Yirðist fjármagn liggja alveg laust fyrir til þeirra hluta. Hér eru nú fyrir átta stöðvar og verið að byggja þrjár í viðbót. Oð'rum þremur umsóknum var synjað vegna þess, að kirkjan var þá komin inn í miðja hringiðuna, og hefði þá verið hægt að grípa síld- arkútana inn um kórgluggann. Ekki eru þó allir jafngráðugir í þennan atvinnurekstur. Hér er gamall heiðursmaður, sem á lítið hús og verðmæta sjávarlóð. Hefur verið sótt fast á hann að láta þetta af hendi og honum boðið gull og grænir skógar. Að síðustu var honum boðið að gerast meðeig- andi í plani, en hann sagði við þann sem bauð: Eins og þú kann- ske veizt hef ég verið fátækur alla ævi, en komið hér upp stórum barnahóp, án þess að þiggja neitt af neinum. Og það er alveg ákveð- ið mál, að ég ætla mér að deyja sem heiðarlegur maður en ekki sem síldarsaltandi. — Og þar við sat. Afurðir þær, sem framleiddar voru hér í sumar, voru með ágæt- um bæði á plönum og í verksmiðj - unni. Hér í verksmiðjunni er mönnum selt fæði með kostnaðar- verði, bara efni, og var það rúm- lega 40 krónur á dag. Er það verk- smiðjunni hér til stórsóma, að það er engin tilhneyging til þess að okra á starfsmönnunum, en á köfl- um er mikils krafizt af mönnum og alger reglusemi áskilin. Mest eru starfsmenn skólamenn, prýðis- menn, sem standa sig með ágæt- um, eru allir ánægðir, og gætu mörg fyrirtæki, sem hrúga að sér fólki á vissum tímabilum, lært af því hvernig verksmiðjan býr að sínum mönnum. Hér er verið að byggja hafnar- bryggju. Er það mikil bryggja og er svo vel á veg komin, að skip leggjast nú að henni, standa vonir r-—-------------—"—------------ VÍSA VIKUNNAR Þjóðargætu ætlar enn óstjórnin að týna, þó að guð og góðir menn geri skyldu sína. til að því verki verði lokið í vor fyrir síldarvertíð. Einnig er verið að byggja hér barnaskóla. Er það myndarleg bygging og það langt komin, að vonir standa til, að hægt verði að kenna þar næsta vetur. Enda var ekki vanþörf á þessu, því að gamli skólinn er orðinn alltof lítill, og hefur orðið að fá húsnæði annars staðar í þorpinu. Tíðin hefur verið ágæt, en afli tregur, enda fáir bátar, sem stunda þetta, því að næg atvinna er í landi. Það er mikið skrafað og skrifað um jafnvægi í byggð landsins, og er þar okkar ágæti þingmaður Gísli Guðmundsson fremstur í flokki. Virðist í þessum skrifum ekki minnzt á annað en að á þess- um stöðum séu skilyrði til að þræla. Auðvitað er það, sem mestu máli skiptir, að atvinna sé næg, en það er fleira sem kemur til greina. Nú er svo komið, að flutningskostnaður frá Reykja- vík hingað er 3 krónur á hvert kíló og leggst þetta á vöruna. Það þýðir, að hvert kíló af neyzlu- vöru er þremur krónum dýrara hér en í Reykjavík. Rafmagn er selt með okurverði miðað við Sog eða Laxá og póstsamgöngur eru svo erfiðar, að póstur sézt hér ekki á vetrum nema á tveggja til þriggja vikna fresti, enda ekkert gert af hálfu póststjórnarinnar til að nota ferðir sem falla. Foreldrar geta ekki komið börnum sínum á skóla, því hér í norðursýslunni er enginn alþýðuskóli, og aðrir skól- ar að mestu okkur lokaðir. Svo er hér enginn læknir. Við njótum læknisþj ónustu frá Kópaskeri þessa stundina, og hefur það bætt úr skák, að tíðin hefur verið góð og samgöngur góðar. — Þegar öllu er á botninn hvolft er ég ekki hissa og lái ekki neinum, þó að fólk vilji vera í fjölbýli, enda þótt á þessum einangruðu stöðum, sumum hverjum, séu möguleikar til þess að þræla langan vinnudag eins og skepna og verða gamal- menni um fimmtugt. L. G. Verkamaðurinn Menntaskólaleikurinn 1964: ER Á MEÐAN ER Eftir Kaufman og Hait Enn eru menntskælingar komnir á fjalirnar í Samkomuhúsinu á Akureyri og skemmta bæjarbúum með léttum og fjörugum leik sín- um. Að þessu sinni hafa þeir valið til æfinga og sýninga gamanleik eflir þá félaga Moss Hart og George S. Kaufman. Veturinn 1957—58 sýndi Leikfélag MA Gest til miðdegisverðar eftir sömu höfunda og undir leikstjórn Jón- asar Jónassonar. Munu margir enn minnast þeirrar sýningar. Er á meðan er heitir leikurinn, sem nú hefur orðið fyrir valinu, og leikstjórinn er hinn sami og 1958, Jónas Jónasson. Þýðingu ieiksins hefur Sverrir Thoroddsen gert. Ekki skal hér farið út í það, að rekja efni leikritsins eða atburða- rás, enda er þar sjón sögu ríkari. En leikurinn gerist á heimili Mart- gefin sjónprófunartshi Fimmtudaginn 29. jan. s.l. af- henti stjórn Lionsklúbbs Akur- eyrar bamaskólum bæjarins að gjöf ný og fullkomin sjónpróf- unartæki. Viðstaddir voru skóla- stjórar barnaskólanna þriggja og skólalæknir. Geir S. Bjömsson formaður klúbbsins ávarpaði viðstadda og skýrði frá því, að það væri eitt af markmiðum Lionsklúbbsins að aðstoða blinda menn, en þegar farið var að kynna sér þessi mál á Akureyri, kom sú athyglisverða staðreynd í ljós, að hér var eng- MINNINGARSJÓÐUR JAKOBS JAKOBSSONAR Knattspyrnufélag Akureyrar hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun minningarsjóðs um Jakob Jakobsson, er lézt af slysförum í Þýzkalandi 26. janúar s.l. Sjóðn- um verður varið í samráði við ættingja Jakobs heitins til að styrkja efnilega íþróttamenn til náms í íþróttum. Minningarspjöld er hægt að fá í bókaverzlunum Jóhanns Valdimarssonar og í Verzluninni Ásbyrgi, Akureyri. Blaðið tekur á móti framlögum í minningarsjóðinn. inn blindur unglingur og aðeins einn blindur maður á starfsaldri, og blindaðist hann af slysi. Þá vill Lionsklúbburinn einnig aðstoða skólana við sjóngæzlu á þann hátt að útvega sjónprófunar- tæki af beztu gerð. Slík tæki hafa verið notuð víða erlendis og reynzt vel. Með þeim er unnt að komast að ýmsum sjóngöllum, sem ef til vill fyndust ekki ella, og má þá koma barninu til frekari rann- sóknar og lækninga. Það er von okkar í Lionsklúbb Akureyrar, sagði formaður, að þessi tæki megi verða til góðrar hjálpar við heilsugæzlu barnanna, og er okkur sérstök ánægja að afhenda öllum bæjarbarnaskólun- um og skólalækni þessi tæki til eignar og afnota. Hannes J. Magnússon skólastj. þakkaði Lions-klúbbnum þessa góðu og verðmætu gjöf og þann hug, sem þarna væri sýndur hinni uppvaxandi kynslóð í bænum. Jóhann Þorkelsson skólalæknir tók einnig til máls og þakkaði gjöfina. Væri mikill fengur í þessu tæki fyrir heilsugæzluna í barna- skólunum. Að lokum sýndi Bald- ur Jónsson læknir, hvernig hin nýju sj ónprófunartæki eru notuð. ROKKARAR í Morgunblaðinu er allt á tjá og tundri út af bók Kr. Alberts- sonar um Hannes Hafstein og dómi S.A.M. um hana. Kemur sem fyrr margt upp, er hjúin deila. Ekki er laust við að sumt í um- ræðum þessum komi við ofurlítið viðkvæma taugaenda hinna sömu, vegna nútíma „Danaástar“ þeirra. „Sjálfstætt“ rokk er svikul von, S.A.M. var nokkuð stífur: Kristján okkar Albertsson íhaldsflokkinn klýfur. y■ NORÐURLANDSBORINN er enn á Húsavík, en fast sótt að Húsvíkingum að þeir láti borinn lausan og hann verði fluttur til Vestmannaeyja. — Á Akureyri stendur yfir undirskriftasöfnun til að mótinæla því, að borinn verði fluttur úr Norðurlandi. — Áskriftalistar liggja m. a. frammi á afgreiðslu Verkamannsins í Brekkugötu 5. ins Vanderhofs í New York, sem fyrir 35 árum var á kafi í við- skiptalífinu, en ákvað einn daginn klukkan níu að morgni að draga sig út úr hringiðunni, skarkala borgarglaumsins og sívaxandi hraða og spennu á öllum sviðum. Og síðan hefur hann lifað góðu lífi, laus við áhyggjur vegna morg- undagsins, taugabilanir og maga- sár. Fjölskyldan lifir einnig að mestu eftir sömu meginreglum og unir lífinu hið bezta. En svo slæð- ast aðrir inn í umhverfið, fólk hraðans, spennunnar, peninganna og magasáranna. Þetta er þægileg ádrepa á hraðans öld, þegar allir hafa svo mikið að gera, að eng- ínn má vera að því að setjast nið- ur og hverfa stundarkorn í hugar- heima burtu frá amstri og um- stangi, þrasi og áhyggjum. Leikur þessi er kannske ekki jafnbráðfyndinn og mikill hlátur- vaki sem Menntaskólaleikirnir hafa stundum verið, enda varla við því að búast, að alltaf geti verið stígandi í leikritavali. En þetta er samt sem áður gott stykki og skemmtilegt og leikur hinna ungu skólanema léttur og fjörug- ur. Hraði var þó ekki orðinn nógu mikill á frumsýningunni, en tví- mælalaust stendur það til bóta. Leikendur eru fjölmargir og verða ekki hér upp taldir. En þeir eru hver öðrum betri á sviðinu. Og þó ber einn af: Birgir Ásgeirs- son, sem leikur Martin Vanderhof. Birgir leikur hinn aldna heimspek- ing af einstakri nærfærni og fipast aldrei, hvorki látbragð né mál- rómur. Auk leikendanna, sem fram koma í sviðsljósin, starfa margir að tjaldabaki við hin margvísleg- ustu verkefni, oig enn fleiri hafa starfað að undirbúningi, leik- tjaldagerð og fleiru. Eru það allt nemendur MA, sem að hafa unnið, ef frá er talið, að Aðalsteinn Vest- mann gerði leiksviðsteikningu. Virðast allir hafa tekið sín hlut- verk alvarlega og hafa væntanlega haft og eiga eftir að hafa ánægju af. Og ekki er vafi á, að þeir, sem fara og horfa á sýningar þessa leiks, hafa ánægju af því. Hinn hressandi blær menntaskólaleikj- anna er margra meina bót. Og hver hefur ekki þörf fyrir slíkt. Þ.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.