Verkamaðurinn - 21.02.1964, Blaðsíða 6
Narrar íhaldið Framsókn?
V
Ekki virðast forystumenn Fram
sóknar hafa tekið afstöðu til stór-
iðjumálsins. Sögur herma, að for-
ysta flokksins sé þrískipt, og þá
þannig: Varðbergsliðið, og því
tilheyra flestir yngri forystumenn
flokksins, vill stóriðju skilyrðis-
laust. Forystu fyrir þessum hluta
hafa þeir félagar Jón Skaftason
og Ingvar Gíslason. Þá hefur
Njáll þeirra Framsóknarmanna,
Gísli Guðmundsson, nokkurn hóp
manna um sig, og þeir vilja enga
stóriðju nema hún sé staðsett á
Norðurlandi, og þá helzt í eða
við Eyjafjörð. Þriðji hópurinn,
sem er fáliðaðastur, telur ekki æski
legt að erlendir auðjöfrar fái hér
drottnunaraðstöðu, fyrir þessum
hluta er formaður Framsóknar-
flokksins, Eysteinn Jónsson.
Forsjónin verður líklega okkur
Eyfirðingum hliðholl, því Kanar
munu staðsetja aluminíumverk-
smiðjuna á Hvaleyrarholti við
Hafnarfjörð, en ekki á landar-
eign Túns s.f. á Dagverðareyri.
Morgunblaðið heldur þó áfram
að stagast á, að Dagverðareyri
eða jafnvel Akureyri, séu líklegri
staðir, og þá er látið líta út eins
og „jafnvægi í byggð landsins"
sé markmiðið. Þannig mun íhald-
ið láta málið standa á meðan þeir
eru að reyna að tryggja sér stuðn
ing meirihluta Framsóknar. En
þegar það hefur tekizt, verða hin-
ir fyrirhuguðu eigendur leiddir
fram, og þeirrar ætlanir gerðar
kunnar, og að sjálfsögðu verða
það eigendurnir, sem ákveða hvar
verksmiðjan þeirra verður stað-
sett.
Því er spurning dagsins: Tekst
íhaldinu að narra Framsókn? /.
HVER KETPTI 1111!
Á Selfossi suður eru gefin út
a. m. k. tvö blöð: Suðurland og
Þjóðólfur. Meðan Suðurland var
eitt um hituna var það hlutlaust
um pólitík. Eftir að Þjóðólfur
fór að koma út á vegum Fram-
sóknar, gerðist Suðurland íhalds-
málgagn. Urgur nokkur er á milli
blaðanna eins og gengur. Verka-
manninum berst Suðurland en
ekki Þjóðólfur, og er því lítt hægt
um hann að segja, en Suðurland
hafði áður unnið sér vinsældir
undir ritstjórn hins ágæta rithöf-
undar, Guðmundar Dlaníelsson-
ar, sem ritstýrt hefur blaðinu frá
upphafi. Landsþekkt eru viðtöl
hans við fólk á óllum stigum
mannvirðinga.
I Suðurlandi frá 15. þ. m. er
skemmtileg grein, sem okkur lang-
ar til að hnupla nokkrum atriðum
úr. Höfundur hennar, sem kallar
sig Norðra, spyr bóksala, hvaða
bækur ýmsir kunnir landsmenn
hafi keypt fyrir jólin. Og hann
fær greið svör. Við ætlum að
birta nokkur þeirra, og tínum þá
einkum til þá, sem eiga heima
norðan fjalla:
Hvaða bók keypti forsetinn? —
Hann keypti Heimshöfin sjö, eftir
Peter Freuchen. — Hvaða bók
keypti biskupinn ? — Hann keypti
Allt heimsins yndi, eftir Margit
Söderholm. — Hvaða bók keypti
Emil Jónsson? — Hann keypti
Syndin er lævís og lipur, eftir Jón
as Arnason. — Hvaða bók keypti
Gylfi ráðherra? — Hann keypti
Netlurnar blómgast, eftir Harry
Martinson. — Hvaða bók keypti
Gunnar ráðunautur? — Hann
keypti Á hverfanda hveli, eftir
Margaret Mitchell. — Hvaða bók
keypti Björn Jónsson alþingismað
ur? — Hann keypti Lausnina, eft-
ir Árna Jónsson. — Hvaða bók
keypti Hermann Jónasson? —•
Hann keypti Veröld sem var, eftir
Stefan Zweig. — Hvaða bók
keypti Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi? — Hann keypti
Byggðir og bú Þingeyinga. —
Hvaða bók keypti Kiljan? —
Hann keypti Þegar himnarnir opn-
ast, eftir Arnald Árnason. —
Hvaða bók keypti Þórbergur? —
Hann keypti Matreiðslubók Jón-
ínu Sigurðardóttur. — Hvaða bók
ke^pti Karl Kristjánsson, alþingis-
maður? — Hann keypti Sögur
frá Skaftáreldi, eftir Jón Trausta.
— Hvaða bók keypti Gunnar Ben.
rithöfundur? — Hann keypti
Hvað er bak við myrkur lokaðra
augna. — Hvaða bók keypti Bragi
Sigurjónsson? — Hann keypti
Ráðskonuna á Grund. — Hvaða
bók keypti Jakob Frímannsson?
— Hann keypti I fótspor hans,
eftir Sheldon. — Hvaða bók
keypti Jón Sólnes? — Hann
keypti Náma Salómons, eftir Hagg
ard. — Hvaða bók keypti Kristj-
án frá Djúpalæk? — Hann keypti
Brúna á Drinu. — Hvaða bók
keypti Sveinn Víkingur? — Hann
keypti Sjá þann hinn mikla flokk,
eftir Helga Sæmundsson. — Og
hvaða bók keypti þá Helgi Sæm.?
— Hann keypti Andvara.
FLOGIÐ TIL HRÍSEYJAR
Tryggvi Helgason flugmaður á
Akureyri lenti tveggja sæta
kennsluflugvél í Hrísey hinn 13.
þ. m. Er það í fyrsta sinni, sem
flugvél lendir þar í eynni. Gerð
hefur verið 370 m löng flugbraut
á grasvelli, sem sáð var í haust-
ið 1962.
EPLI
APPELSINUR
BANANAR
EYRARBÚÐIN
Sími 1918
1
VISA VIKUNNAR
Fóta gáðu fyrr og sið,
fræi sáðu beztu.
Kveddu dáð í deigan lýð
dugnað, róð og festu.
i
SOKKAR
SOKKAR
Kr lO.oo parið
SOKKAR
SOKKAR
Vefnaðarvörudeild.
I
HUGLEtDING
Frá því ég byrjaði, barnið,
blöðunum í að stafa, —
tapað á einu og öllu
atvinnurekendur hafa.
„Að Eyjólfur héðan af hressist",
hættur er ég að vona. —
En hafa þeir alltaf efni
á því að tapa svona?
I
ÞAÐ
HJA
Reykjarpípur
í miklu úrvali.
Verð við allra hæfi
NÝKOMNAR:
Mislifar DRENGJA SPORTSKYRTUR nylon
HERRADEILD — Sími 2833
M I R
M I R
AÐALFUNDUR
Akureyrardeildar MIR verður haldinn í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn
25. febrúar kl. 8.30 síðdegis.
D A G S K R A :
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kvikmyndasýning: FRIÐUR FÆDDUM (Sovézk verð-
launamynd fró kvikmyndahátíðum í Evrópu).
Félagar fjölmennið.
Stjórn MIR