Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.03.1964, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 20.03.1964, Blaðsíða 4
Undir högg að sœkja inniheld- ur 3 sögur. Fyrsta sagan, Um- skiptingur, er mjög gott verk, penni höfundar er hér óvenju bitur og hið broslega fléttað al- Blftðið l«og«r oð Uynna Smásaga er að mínum dómi glæsilegt túlkunartæki. Innan hennar þrönga ramma hafa orð- ið til nokkrar fegurstu perlur í skáldskap. í eðli sínu er hún skyldust ljóði, krefst hnitmiðun- ar, skýrrarhugsunar og kunnáttu meiri í byggingarlist verks, en hin lengri saga. Gagnorður og beinskeyttur þarf höfundur henn ar að vera og vitandi um tak- mörkun, svo hann sprengi ekki rammann. Langflestir stærri rithöfundar hafa notað smásagnaformið jöfn um höndum við hið breiða sagna mál, og margir þeirra skapað á því sviði listaverk, sem oft end- ast þeim lengur til frægðar, en hin stærri verk. Þetta á t. d. við um flest eða öll okkar þekktustu nöfn á sviði skáldsagnagerðar, og hið sama er að segja um ann- arra þjóða rithöfunda. Af einhverjum ástæðum er það útbreidd skoðun hérlendis, að smásögur séu illselj anlegar. Er ég hræddur um, að bókaút- gefendur eigi þar hlut að máli. Þeir hafa einnig legið á sama lúalagi viðvíkjandi ljóðum. — Þetta er eins og svo oft vill verða hálfsannleikur. Vitanlega fer það eftir gæðum verka þess- arra, hvort þau seljast eða ekki, og svo að öðru leyti eftir því, hvað þau eru auglýst. Eitt er víst, að tímarit sækj- ast mj ög eftir smásögum og þykj ast án efa vita hvað fólkið vill. Að vísu lenda tímarit oft á þeirri braut, að hirða smásögurnar úr erlendum ritum og fá þær í hendur mislægnum mönnum til þýðingar, en þar afsannar ekki þá skoðun, að þær standi undir vinsældum ritanna. Það er í samræmi við kröfur tímans á öllum sviðum að þj appa saman efni, sérhæfa og leita kjarnans. Því ekki þá einnig á sviði lista? Hinn langi eldhús- róman á án efa vini, en þeim fækkar, bæði vegna aukins smekks og minnkandi tíma til lestrar. Þess vegna ætti smá- sagnagerð að eiga sér glæsta framtíð. Leiklistaráhugi og vax- andi leiklistarsköpun sannar þetta. Þar á hið sama við. Sleppa aukaatriðum, gefa kjarnann. Betra er margt hálfsagt en of- sagt. Lesandi vill gjama vera ofurlítið skáld sjálfur og geta í eyðurnar. Það er ekki í sam- ræmi við tímann að einn tyggi ofan í alla. Smásagan er oft aðeins leiftur, sem kveikir á í- myndunarkyndli lesenda, hann rekur sig áfram í ljósi þessa. Eins og áður er sagt, nota skáldsagnahöfundar smásagna- formið mjög samhliða hinu. En það eru einnig til þeir höfund- ar, sem eingöngu, eða því sem næst, skrifa smásögur. Við eig- um nokkra slíka hérlendis. Það hefur lengi verið hugmynd okk- ar að vekja athygli á nokkrum þeirra helztu smátt og smátt hér í blaðinu, og væri ekki óeðli- legt að byrja hið næsta sér. Það vill svo til, að einn þessarra „beztu“ býr á Akureyri: Einar Kristjánsson. sagnasafn Einrs, bókin Septemb- erdagar. Síðan hafa komið þess- ar: Undir högg að sækja 1955, Dimmir hnettir 1959, Gott fólk 1960 og sama ár Metnaður og mannvirðingar. Einar byrjar seint að skrifa sögur. Fyrsta bókin kemur ekki út fyrr en hann er orðinn rúm- lega fertugur. En sögurnar báru þó engin merki byrjandans. — Septemberdagar var góð bók og vakti verðskuldaða athygli. Og þarna komu strax fram tvö höf- uðeinkenni þessa höfundar, meir vöru af meiritækni en í sögu 2, Andvaka. Síðasta sagan, Helgi dagur, er „tragedia“ erfiðlis- mannsins, sem ekki fær notið hvíldar vegna langþreytu, og leitar svölunar í meiri og meiri þrældómi. Bókin er myndskreytt af Einari Helgasyni. í Dimmum hnöttum eru mér hugstæðastar sögurnar Heiða Lísa, falleg minning, full af sárri orðfárri þjáningu. Ættarblómi, sem er í rauninni stórverk í eðli, Reykur, skopsaga um sjálfs- blindu, Róður á Mikj álsmessu, saga, sem sóma myndi sér í hvaða úrvali, sem væri, vegna hins hárfína samleiks skops og alvöru, Blindur maður að vest- an er snöggur rassskellur á at- vinnupólitíkusinn og atkvæða- veiðarann. Man ég þig mey, list- rænasta verk bókarinnar, og kannske bezta verk Einars til þessa í hinum alvarlegri tóni. í bókinni Gott fólk fer höf- undur nú meir en áður á kostum skopsins. Hér má finna þrjár sögur, sem allar eru í fremstu röð gamansagna, þ. e. Konan í köldu stríði, Konan í hveitipoka kjólnum og Líf í tuskunum. Ann- ars er hér hver sagan annarri spaugilegri og kannske ofurlít- ið ívaf ádeilu með. Einar er höfundur, sem á at- hygli skilið. Hann kann vel að byggja verk og sérlega að of- Einnr Krist/ónsson/ smósngnnhöfund Einar Kristjánsson er fæddur 26. okt. 1911 að Hermundar- felli í Þistilfirði og ólst þar upp. Foreldrar Kristján Einarsson bóndi þar og kona hans Guðrún Pálsdóttir. Hann stundaði nám að Reyk- holti og Hvanneyri en hvarf heim í sveit sína á ný og giftist sveitunga sínum Guðrúnu Kristj ánsdóttur 1937. Þau byggðu ný- býlið Hagaland út úr Hermund- arfellslandi og bjuggu þar til 1946, fluttu þá til Akureyrar og hefur Einar lengi gegnt hús- varðarstöðu við Barnaskóla Ak- ureyrar. Þau hjón eiga 5 börn, 4 uppkomin. Arið 1960 var Einar gestur sænsku samvinnufélaganna á heimili þeirra Var Gard, en sænsku samvinnufélögin hafa undanfarin ár boðið þangað rit- höfundum ýmissa þjóða til dval- ar. Árið 1952 kom út fyrsta smá- að segja í tveim fyrstu sögunum: Vaxtavextir og Allar vildu meyj- ar. Höfuðeinkenni Einars eru annars vegar óvenju næm inn- sýn í sálarlíf fólks, hins vegar afburða glöggt skopskyn, beitir hann hvort tveggju jöfnum hönd um og vegna skopsagnanna hef- ur hann orðið þekktari, m. a. mjög eftirsóttur upplesari á skemmtisamkomum. Þriðja saga þessarrar bókar, samnefnd henni, er mér þó hugstæðust, vegna hins næma skilnings á sálarlífi eiginkonu búramennis. Hún hafði gifzt í fjarlæga sveit og þráði heim, að anda að sér, eitt sinn enn, ilmi heimhyggð- arinnar og sjá fólkið sitt. Hinn skilningslausi eiginmaður er ekki dæmdur, en myndin af sam búðinni er meistaralega skýr. Þessi bók, Septemberdagar, er einnig meiri að gildi vegna af- burða myndskreytinga Elísabet- ar Geirmundsdóttur. þyngja því ekki með aukaatrið- um. Hann er manna lagnastur að segja það, sem þarf í stuttu máli og vekja athygli lesandans með frumlegri mynd. Inntak verkanna er líf og stríð sam- ferðamanna séð í ljósi fullrar samúðar, þó brosvipra kunni að leynast í auga. Einar er mann- vinur með næma réttlætiskennd, en til allrar hamingju enginn predikari. En snjöll mynd getur líka verið áminning. í stílbrögð um mætti hann vera djarfari. Þar sem Einar er búsettur hér á Akureyri, er bezt að rabba aðeins við hann um rithöfundar- feril hans: — Þú varst orðinn fullorð- inn, þegar fyrsta bók þín kom út. Hófstu seint að skrifa smá- sögur, eða varstu í öðru? — Ja, maður hafði lítinn tíma í sveitinni, helzt að mað- ur væri neyddur til að semja erindi eða gamanþætti fyrir sam komur. — Ortir þú ekki Ijóð? — Eg gerði lítið af því, ann- ars vildu allir vera skáld þá, það var talin upphefð. —— En ekki nú? — Hvað finnst þér? — Ef spyrill ú að fara að svara, get ég sagt, að ég tek listamenn fram yfir aðra, og lít ekki upp til annarra. En hvað gaf þér aðstöðu til að hefjast handa með ritstörf? — Fyrsta veturinn, sem ég bjó á Akureyri, varð ég atvinnu- laus, hafði reyndar þráð það undir niðri. En vitanlega varð ég fyrir sárum vonbrigðum. En þá fór ég að grípa í þetta mér til dægrastyttingar. Mér tókst að skrifa sögu, sem talin var birtingarhæf. Á það leit maður nokkuð stórt þá, þó ljóminn af því minnkaði síðar. Eg vil líka geta þess, að ég kynntist fljót- lega Akureyrarskáldum og þau örfuðu mig og hvöttu, ég á þeim mikið að þakka. — Hver var fyrsta prenthæfa sagan? — Vaxtavextir, fyrsta sagan í fyrstu bók minni. — Hvaða rök liggja lil þess, að þú valdir hið vandasama form, smásöguna? — Eg hef alltaf liaft yndi af lestri smásagna, gekk með og geng enn með mikið efni í sög- ur og mér finnst að ég geti gert því flestu skil innan þess ramma, sem smásagan gefur. — Notar þú sannsögulegar fyrirmyndir að sögum? — Þetta er samvizkuspurning. Menn halda oft, ef höfundi tekst að skapa raunsanna mannlífs- mynd, að hún hljóti að byggj- ast á einhverjum sérstökum at- burðum úr umhverfi hans. — Þetta byggist oftastnær á mis- skilningi. Þó kannske mörg byggðarlög þykist þekkja at- burði og persónur í sögu, sann- ar það aðeins, að verkið hefur tekizt. Saga um mannlíf á að vera úr mannlífi, um menn. All- ar byggðir eiga sínar „týpur“, sína atburði, en ég reyni að forðast „sannsögulegar" fyrir- myndir. Margar af hinum léttari sög- um mínum er ég beinlínis neydd- ur til að skrifa, Eg er oft beðinn að flytja „eitthvað skemmti- legt“ á samkomum. Þú trúir því kannske ekki, en mér leiðist að skrifa gamansögu. — Það eru góð leiðindi, sem verða undirrót svo bráðsmell- inna skopsagna. Eg vona, að þér leiðist þá stundum ennþá. En hvenœr kemur þín nœsta bók? — Það má hamingjan vita. Eg á efni í ein tvö sfnásagna- söfn og vona, að þau gætu orð- ið jafnanri að gæðum en fyrri 4) Verkamaðurinn Föstudagur 20. marz 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.