Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.03.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 20.03.1964, Blaðsíða 5
IIWIC li IIIS I M \\SSÖ\: SAGA UM FÓIK Ég hefi hugsað mér að skrifa sögu um fólk. Þeim, sem skrifar sögu um fólk, er mikið vald gefið. Hann getur ráðstafað öllu að eigin geðþótta. Hann ræður ör- lögum fólksins og á allskostar við það á allan hátt. Hann getur veitt því göfgi, glæsileik, auð og hamingju. En hann getur einnig rúið það öllu sæmilegu innræti, gert það að ófétum og steypt því í tak- markalausa örbirgð og óham- ingju. Hann ræður hvernig það hugsar og breytir, hvernig það elskast eða hatast, hvernig það lifir og hvernig það deyr. Já, vel á minnst. Hann getur meira að segja drepið það allt. Og það er ég einmitt að hugsa um að gera í þessari sögu. Menn eru hvort sem er ailtaf að drepa hvorir aðra, eða þá að minnsta kosti með miklar þraut- hugsaðar ráðagerðir í þá átt. Þar að auki er manndráp eitt- hvert vinsælasta skemmtiefni í sögum, blöðum og kvikmyndum, svo þetta ætti ekki að þurfa að verða mjög leiðinleg saga. Þess vegna held ég að ég láti slag standa og drepi allt fólkið í sögunni. Og þá hefst sagan: Söguhetjurnar eru aðeins tveir menn og þeir heita Ivan og Tom. Þeir eiga heima sitt hvoru megin á jörðinni. Þessir menn eru starfsbræður og þó að þeir þekkist ekkert persónulega, vita þeir hvor af öðrum. Starf þeirra er fólgið í því að sitja fyrir framan dálítinn hnapp og vera viðbúnir að styðja á hann ef mikið liggur við. Og gerist það, að annar þeirra drepi fingurgómi á hnappinn bækur mínar. En hvenær það kemur, veit ég ekki. — Finnast þér heilasellurnar ekki letjast með árunum? — Maður er sjaldnast dóm- bær á sjálfan sig og sín verk. Þó finnst mér, að aukin æfing og lífsreynsla ætti fremur að lofa góðu. — Heldurðu, að þetta um heilasellurnar eigi við um ljóð- skáld? — Held ekkert um það, sem ég veit. k. sinn, gerir hinn hið sama von bráðar. Og þá er fjandinn laus. Þetta er mikið ábyrgðarstarf, sem þessir menn hafa á hendi og það kemur sér betur, að þeir eru samvizkusamir reglumenn og hafa vakandi auga á tökkun- um, ef þeir skyldu allt í einu sína rautt ljós, sem er merki um þá skelfilegu hættu, sem sífellt er yfirvofandi. Svo gerist það einn góðan veðurdag, þegar Tom kemur á vaktina sína, að hann segir við sjálfan sig: — Mikið dreymdi mig bölv- anlega í nótt. Það má mikið vera ef það byrjar ekki í dag. Og hann hafði rétt að mæla. Það byrjaði einmitt þennan dag. Þennan góða veðurdag er fólk- ið ýmist að starfa, hvílast, hnotabítast, elska eða skemmta sér með ýmsu móti. Grasið grær, tré laufgast, rósir springa út, þó að í dag sé það ekki ómaksins vert. Jörðin laugast sólskini, regni og vind- um og fuglar kvaka dátt, grun- lausir um að nú séu þeir að syngja sitt síðasta vers. Þá er það, að einn af starfs- félögum Tom situr við radar- skerminn sinn, ofurlítið timbr- aður eftir nætursvall. Þá sér hann allt í einu að feiknalega mikill flugfloti birtist á skerm- inum og heldur stefnu beint inn yfir landið hans. Það er ekki um að villast. Óvinirnir eru að koma með helsprengjuflota sinn og munu granda þar öllu, sem lífsanda dregur. Nú verður að hefjast handa — fljótt, fljótt fljótt! Að vísu er þetta ekki annað en hópur gæsa á flugi og hafa ekkert illt í hyggju. En það skiptir ekki máli, úr því sem komið er, og það verður aldrei neitt uppvíst um þetta örlaga- ríka gæsaflug. Það líða ekki nema örfáar sekúndur þangað til glóandi rautt ljós birtist á takkanum hjá Tom. Og Tom bregst ekki skyldu sinni; hann er ekki þess háttar maður. Eins og örskot þýtur hann upp og þrýstir á hnappinn af al- efli. Og þá er fjandinn laus. Þús- undum eldflauga, hlöðnum kjarnorkusprengjum er skotið á loft og hver um sig er þess megnug að drepa milljónir og aftur milljónir fólks. Mýgrútur af sprengiflugvélum og þotum hefur sig á loft með samskonar farm, og hver um sig stefnir að ákveðnu marki. Og það líður ekki á löngu þar til eldrautt ljós kviknar á hnappnum, sem hann Ivan hef- ur umsjón með. Og hann lætur heldur ekki standa upp á sig og er ekkert að tvínóna við hlut- ina, heldur þrýstir á hnappinn af öllum kröftum. Og aftur ger- ist sama sagan. Það er brugðið við, fljótt, fljótt, fljótt. Eldflaug- ar þjóta af stað með öskrandi hvin, flugvélar og þotur fylgja eftir með banvænan farm. 1 haf- djúpunum þjóta þúsundir og aftur þúsundir kafbáta og halda til óvinalanda, færandi þann eina gjaldmiðil, sem nú gildir í milliríkj aviðskiptum. Og milljónir og aftur milljón- ir dáta duhbast herklæðum og taka sér í hönd vopn til að drepa með. En það er ekki nema til að látast, því að þeir verða allir drepnir áður en þeir geta drepið nokkurn. Og afleiðingar þessara ham- fara láta ekki á sér standa. Nú gerist nákvæmlega hið sama í fjölda stórborga, víðs- vegar á jörðu. Á einu augna- bliki sundrast loftið í gulhvítu leiftri. Það er eins og jörðin hafi þotið beint inn í sólina. JJorgirnar hrynja, loga og sviðna í þessum hvíta, óða hel- vítiseldi. Snotru húsin fólksins og allt fallega dótið þess verður að dufti og viðurstyggð. Og fólkið sjálfs — það hlýt- ur sö:nu örlög. Flestir verða svo heppnir að deyja strax. Annarra bíður æðisgengin kvöl, vitfyrr- ing þeirrar skelfingar, sem nær langt yfir þau takmörk, sem mannlegur máttur er fær um að þola. Síðan kemur þó dauðinn einnig með sína miskunn til þeirra. Og nú er dauðinn í ess- inu sínu. Aldrei í sögu mann- kynsins hefur veldi hans verið slíkt sem nú. Senn hefur hann eytt öllu jarðnesku lífi, en þá er líka saga hans öll, því að þar sem ekkert líf ríkir, mun heldur enginn dauði. Um gjörvalla jörðina svífa nú geislavirkar gufur, sem eitra andrúmsloftið, gróðurinn og vötnin og eyða hverjum lífsvotti, sem enn kynni að finnast. Nú kynni einhver að ímynda sér að vindur og regn kynni, er fram líða stundir, hreinsa and- rúmsloftið á jörðinni og hún færi þá á ný að klæðast ang- andi gróðri. Og ef til vill er einhver svo bjartsýnn, að láta sér detta í hug, að selirnir, þessi hálf- mennsku dýr, með álagaham 1 augum, færu að skríða á land og verða fólk, svona með tíð og tíma. En það verður ekki því að heilsa. Hin dásamlega tækni mann- kynsins hefur einnig séð fyrir lífi hafsins. Einnig þar ríkir tæring atómeldsins og þyrmir ekki hinum smæstu lífverum. Og nú fer að líða að sögulok- um, sem líka einu gildir. Nú svífur jörðin um geym- inn, lífvana, svört og sviðin, — óþverra eitursveppur, fúll >og viðurstyggilegur. Þar gerist ekki framar nein saga. Þar verður ekkert starf eða stríð, engin gleði, enginn harmur. En sólin heldur áfram að varpa sínu dýrðlega ljósi yfir þessa skömm og svívirðu sköp- unarverksins. Morgunroði og sólaruppkoma hafa ekki glatað sinni fegurð og höf og jöklar jarðarinnar munu enn blika fagurlega í roða sólarlagsins. En sú dýrð hrífur enga mannlega hugi til skáld- legrar andagiftar í lagi eða ljóði, og engin mannleg hönd mun framar Ieitast við að festa hana á striga með jarðneskum litum. Ekkert mannlegt hjarta mun framar slá í fögnuði, engin augu döggvast af harmi. Og máninn heldur áfram að varpa sinni fölu töfrabirtu til jarðarinnar og kannski verður honum á að bregða sér á bak við ský, til að glotta vegna ó- fara þess fólks, sem hafði verið að sýna honum áreitni. Og stjörnurnar munu enn blika í víðum guðs geimi, þar sem enginn mannlegur máttur hefur komist til áhrifa. Þannig heldur fegurð himn- anna áfram að vera eilíf og ó- endanleg. Það hafa svo sem ekki gerst nein ósköp í tilverunni, þó að eitt lítið og mislukkað samfélag hafi liðið undir lok. Fólk er ekki allt sem máli skiptir. Og þá er lokið þessari sögu um fólk og nú verður aldrei á- stæða til að skrifa sögu af fólki. Des. 1963. Ef einhver skyldi halda, að þetta væri mynd af kölska með brenni- steinssýru i leirkeri, þó er það hinn mesti mis- skilningur. Myndin er ættuð fró Operunni í Peking og leikarinn er í hlutverki búddhaniunks. A enn- inu er rauður blettur, tókn perlu Búddha. Ekki vitum við, hvað í kerinu mikla er. Sennilega eldvatn nokk- urt, sem vesturlanda- mtínnum er ekki kunn- ugt nafn á, en myndu sennilega þiggja að bragða. Föstudagur 20. marz 1964 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.