Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.04.1964, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 17.04.1964, Blaðsíða 3
skapi, sem fylkingar hernaSar- bandalaganna riðlast. I þeirra höndum hvílir frumkvæðið í bar áttunni fyrir því, að friður hald ist. Þess vegna er orðið hlut- . leysi í sjálfu sér rangtúlkun á afsíöðu þessarra þjóða, enda skilgreina leiðtogar þeirra svo afstöðu sína, að þeir séu óháð- ir eða óskuldbundnir (non-al- igned, uncommitted). Orðið hlutleysi felur í sér, að sá, sem er hlutlaus er óvirkur, áhorfandi þess, se:n gerist; skerst ekki í leikinn. Sviss er hlutlaust í þess um skilningi. En um mikinn meirihluta þeirra þjóða, sem standa utan við og eru óháðar hernaðarbandalögum, er allt öðru máli að gegna .Þær hafa bókstaflega ekki við að skerast í leikinn, firra vandræðum, sem hernaðarþjóðir hafa stofnað til, miðla málum milli stórvelda og gera þeim þannig kleift að af- vopnast eða draga úr spennu, án þess að á það sé litið sem veik- leikamerki eða álitshnekkji. I stuttu máli: Þau hafa ekki við að bjarga friðnum. — Þessi af- staða, sem ranglega er kölluð hlutleysi, heitir á máli íslenzkra hernámssinna siðleysi, og vitna þeir í Stalín máli sínu til sönn- unar. Loksins fékk sá maður verðuga lærisveina. En þá fyrst fer malið að snúast um siðfræði, þegar talið berst að þeirri sið- ferðilegu ábyrgS, sem við ís- lendingar hljótum að bera á framferði bandamanna okkar gagnvart nýlenduríkjum þeirra, núverandi og fyrrverandi. Sama máli gegnir um mál- flutning þeirra, sem segja, að óhæði íslands í þessum skiln- ingi, fái ekki staSizt vegna þess að einangrun landsins sé rofin. Eða, að þeir, sem krefjist úr- sagnar úr Atlanzhafsbandalag- inu vilji þar með einangrun landsins frá samstarfi við ná- grannaþjóðir. Þessir menn verða að láta sér skiljast, aS óháS utanríkisstefna þýSir ekki, aS viS ætlum aS loka okkur úti frá umheiminum til þess aS spinna á rokk eSa kveSa rím- ur hver upp í annan. Hún þýS- ir, aS viS höfum frjálsar hend- ur til að móta stefnu okkar í samskiptum viS aSrar þjóðir og á alþjóSavettvangi, eftir því sem hagsmunir og sæmd þjóðarinnar krefst hverju sinni. Ef það er einangrunarstefna að taka hönd um saman við meirihluta aðildar ríkja Sameinuðu þjóðanna í bar áttu fyrir friði og afvopnun, gegn nýlendukúgun og arðráni ríkra þjóða á snauðum, hvers konar erkieinangrunarstefna er það ekki að skuldbinda sig fyr- irfram til að hlíta í einu og öllu forsjá eins stórveldis? Það eru aðeins ein rök gild Föstudagur 17, apríl 1964 fyrir aðild okkar að Nato: það eru nauðungarrökin. 1 stuttu máli: að aðild okkar að Nato sé frwmskilyrði þess, að við fá- um haldið uppi eðlilegum við- skiptum við þessi ríki og að samvinna við þau á sviði efna- hags- og menningarmála sé sama skilyrði háð. Ef forsendan er, að íslenzkt þjóðfélag fái ekki staðizt án þessara skilorðs- bundnu viðskipta, þá er spurn- ingin ekki lengur um, hvað við viljum, heldur verðum við, hvað svo sem við viljum. Við hljót- um þá að beygja okkur fyrir ofríkinu, hvort sem okkur líkar belur eða verr. Er það þetta, sem meint er með „vestrænni samvinnu": afsal sjálfforræðis í utanríkis- og innanríkismálum, viðskiptabann og útskúfun ella? Leppríki? — Annað hvort það, eða við getum tekið okkar þátt í vestrænni samvinnu án aðildar að Nato, og á jafnréttisgrund- velli, líkt og Svíþjóð. Það er að vísu ekki fullreynt, hvort okkur verður látið haldast uppi að vera sjálfstæð þjóð, þótt Svíar komist upp með það. En þá fæst loks úr því skorið, hvað töfra- orðin þýða: Vestræn samvinna? Barátta íslenzkra hernámsand stæðinga gegn erlendri hersetu og fyrir óháðri utanríkisstefnu, er taki mið af íslenzkum hags- munum og íslenzkri sæmd, er orðin löng og ströng. Og hún hefur löngum verið ójöfn. Gegn áróðursmætti flokksvélanna og málgagna þeirra, sem berast því sem næst inn á hvert einasta ís- lenzkt heimili, hafa staðið laus- lega skipulögð fjöldasamtök fólks úr ýmsum flokkum, sem snýr bökum saman um utanrík- ismál milli kosninga, en sundr- ast og tvístrast um innanríkis- mál í kosningum. Þessi samtök hafa aldrei ætlað sér að taka þátt í baráttu stjórnmálaflokka um völd, heldur aðeins að virkja almenningsálitið, svo að þeir, sem valdið hafa neyðist til að beygja sig fyrir vilja þess. Það er eðli þessarar starfsemi, aS henni verSur ekki haldiS uppi sí felt, jafnt og þétt, heldur aSeins í áföngum og þá aS nærtæku marki. Alþingi götunnar getur ekki setiS á rökstólum allan árs- ins hring; þá væri hitt alþingið óþarft. — Samt hefur þetta tek- ist stundum, að gera vilja fólks- að valdi, en það hefur aðeins tekizt milli kosninga, ekki á kosningadaginn, sem skiptir sköpum. Er furða þótt fólk þreytist og sumir heltist úr lestinni? Fimmt án ár eru langur tími, og hvar er árangurinn? Að vísu er betra að hafa barizt og tapað, en að hafa ekki barizt; en til þess er barizt að sigra. Keppendur með verðlaun sin, nokkra vantar þó á myndina. íþróttakeppni Láugaskóla og: Gagnfiræðaskolans á Akureyri 37 nemendur Laugaskóla á- samt þrem kennurum heimsóttu Gagnfræðaskólann á Akureyri sl. laugardag. Leiddu nemendur skólanna saman hesta sína í sundi, frjálsum íþróttum, knatt- spyrnu og skák. Um kvöldið var Laugamönn- um boðið á dansleik í Gagn- fræðaskólanum, þar sem verð- laun voru afhent fyrir afrek dags ins. Laugamenn héldu síðan heimleiðis um miðnætti. Þetta er í fimmta sinn, sem nemendur skólanna heyja slíka keppni. Veitt voru bókaverðlaun þremur beztu mönnum í hverri grein, og gaf Bókaforlag Odds Björnssonar allar verðlaunabæk- urnar eins og alltaf áður. Kunna skólarnir forstjóranum, Sigurði 0. Björnssyni, beztu þakkir fyr- ir þá rausn. Urslit í einstökum greinum keppninnar urðu sem hér segir: 50 m bringusund kvenna: 1. Sigrún Vignisdóttir GA 44.2 2. Karen Eiríksd. GA 46.3 3. Eirún Eyþórsd. GA 46.5 25 m skriðsund kvenna: 1. Eyrún Eyþórsd. GA 17.5 2.-3. Hildur Kárad. GA 18.4 2.-3. Soffía Sævarsd. GA 18.4 Viljum viS láta baráttu okk- ar bera árangur, viljum viS láta kjörorð okkar rætast, Island ó- háð eftir fimm ár, þegar samn- ingur okkar við Nato verður tekinn til endurskoðunar, þá er eitt víst: Betur má, ef duga skal. Við megum ekki gleyma því, að baráttan fyrir heilbrigðri stefnu í utanríkismálum verður ekki skilin frá heilbrigðri stefnu í innanlandsmálum. Við getum ekki höggvið á þann þráð. Bar- áttan fyrir sjálfstæði voru, fyrir óháðri utanríkisstefnu, er óhjá- kvæmilega barátta gegn þeim öfl um í okkar þjóðfélagi, sem skap- að hafa núverandi þjóðfélagsá- stand: Gegn pólitískum yfir- gangi fésýsluauðvalds, gegn takmarkalausri erlendri fjárfest ingu, gegn innlimun í viðskipta blokkir stórvelda; fyrir vitrænni stjórn hagkerfisins, fyrir örum og heilbrigðum efnahagsvexti, fyrir réttlátri tekjuskiptingu, fyr ir mannsæmandi vinnudegi. Fyr ir velferðarríki hins vinnandi manns. Okkar eðlilegi banda- maSur eru hin skipulögSu sam- tök íslenzks verkalýSs. ÞaS er beggja hagur: Verkalýðshreyf- ingin fær aldrei til fulls beitt samtakamætti sínum, nema hún eigi aS bandamanni á stjórn- málasviSinu flokk, sem getur virkjaS krafta hennar. Og flokk alþýSunnar brestur afl til þess, sem gera skal, ef hann á ekki bróSur aS baki, þar sem verka- lýSshreyfingin er. Þetta verSur tvísýnt stríS; þaS vinnst ekki á vorum dög- um meS einum saman mótmæl- um og bænaskrám. ViS, sem höfum snúiS bökum saman í baráttunni gegn hersetunni, þurf um aS láta okkur lærast að fylgja því eftir með pólitískri samstöðu. Ekki aðeins milli kosninga, heldur líka í kosning- um. Við verðum að hasla okk- ur völl í nýjum stjórnmálaflokki, sem er þess megnugur að sam- eina og virkja alla okkar krafta í einn farveg: inn á löggjafar- þing þjóðarinnar, þar sem úr- slitum er ráðið. Ef við berum gæf u til þess á næstu f imm árum, trúi ég því, að endir verði bund- inn á veizlugleðí hernámssinna og aS kjörorS okkar rætist. (Ræða flutt á fundi Samtaka her- námsandstœðinga í Stjörnubíói, sunnudaginn 5. apríl 1964. — Ræðan var stytt i flutningi). 100 m bringusund karla: 1. Jón Árnason GA 1.25.6 2. Ágúst Óskarss. L 1.31.3 3. Tryggvi ASalst.s. GA 1.35.6 50 m skriðsund karla: 1. Jón Árnason GA 30.9 2. Örvar Ingólfsson GA 33.2 3. Sverrir Þórisson GA 33.5 10x25 m boðsund kvenna: 1. Sveit GA 3.23,5 2. Sveit Laugaskóla 3.49.5 10x25 m boðsund karla: 1. Sveit GA 2.29.4 2. Sveit Laugaskóla 3.11.9 Þrístökk án atrennu: 1. Bergsveinn Jónsson L 8.36 2. Ingvar Jónsson L 8.25 3. Guðm. G. Arthúrss. GA 8.04 Langstökk án atrennu: 1. Guðm. G. Arthúrss. GA 2.92 2. Bergsveinn Jónsson L 2.90 3. Sigurður Sigmannss. L 2.81 Hástökk með atrennu: 1. Páll Dagbjartsson L 1.55 2. Jón Benónýsson L 1.50 3. Halldór Sigurðsson L 1.50 Hástökk án atrennu: 1. Bergsveinn Jónsson L 1.40 2. Halldór Sigurðsson L 1.35 3. Sigurður Helgason L 1.25 Sigurður Viðar Sigmarsson, kennari, Laugum, Guðmundur Pétursson og Kjartan Guðjóns- son, nemendur í M.A., kepptu sem gestir í frjálsum íþróttum. Knattspyrnuleik lauk meS jafntefli, 2:2. Skákkeppnina unnu Laugamenn, unnu á 6 borð um, en töpuSu á 4. Heildarúrslit urSu þau, að GagnfræSaskólinn sigraSi í keppninni meS 62.5 stigum, en ' Laugaskóli hlaut 54.5 stig. Abyrgðarmaður: Þorsteinn Jónatansson Prentsmiðja Björns Jónssonar hf. Verkamaðurinn — (3

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.