Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 14.08.1964, Blaðsíða 5
Sigursæll er góSur vilji, segir gamalt máltæki. Óvíða á það betur við, en ef hugsað er til hinnar miklu og ágætu lækn- ingastofnunar N.L.F.Í. í Hvera- gerði. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan nokkrir íslenzkir menn, með Jónas lækni Kristjánsson í fararbroddi, tóku þá trú, að hægt væri að lækna alla sjúk- dóma, já, öllu heldur koma í veg fyrir sjúkdóma, með því að neyta aðeins jarðargróðans eins og hann kemur fyrir, en alls ekki kjöts þeirra dýra, sem breyta honum í mötu. Ég held að það sé ekki nein móðgun þótt þessi skoðun sé kölluð „trú”. Eitt er víst að trúin er sögð flytja fjöll, og trú þessara manna hefur raunar flutt þau. Hælið í Hveragerði með öllum «sínum lækningatækj um, bygg- ingum og starfskröftum, er kraftaverk, sem gerðist vegna trúar á málstað. Jónas læknir hinn merki maður, hóf að neyta grænmetis með samherjum sínum félags- lega, í leiguhúsnæði í Hvera- gerði fyrir á að giska 15 árum. Það var hvítlaukslykt af þessu fólki og það var ekki frítt við, að það væri brosað að því. Kj öt, fiskur, kaffi, hvítur-sykur, hvítt- hveitji, tóbak, brennivín. Var þetta ekki það, sem líkaminn þarfnaðist og lifðum við ekki á þessu. Að vísu fengum við maga sár, gigt og krabba. En gras, kálmeti! A því lifir enginn! Jónas var á öðru máli. Þetta er eitur, sem þið borðið, ságði hann, O'g hann átti nóg rök, og hann átti viljafestu til að fram- kvæma hugsjón sína. Við byggjum okkar eigið hæli, sagði hann. Það var vitan- lega ekki til mikið af gjaldmiðli til að byggja fyrir, en þetta kom. Sennilega er hægt að gera allt, sem manni hugkvæmist, hvaða tröll, sem virðast í vegi. Hug- sjónamenn sjá þau ekki. Þeir bara gera hlutinn. Staðreynd er, að hælið stend- ur nú á bökkum Varmár í Hvera gerði, stórt og myndarlegt, og getur tekið á móti um hundrað sjúklingum og enn er verið að bæta við húsnæði. Læknisaðgerðir eru nú meir en að neyta náttúrulegrar fæðu og afbiðja sér „eitur”, leirinn læknar gigt, ljósböð allskonar, vatnsböð, vatnsnudd, sjúkraleik- fimi undir handleiðslu lærðra þjálfara. Vissulega er fleira lækn að en gigt, hér koma einnig margir til að hvílast og endur- heimta þrek sitt eftir stór- aðgerðir á öðrum sjúkrahúsum, fá eftirþjálfun vegna slysa og svo til að slappa af frá ysi og önn daganna. Staðurinn er mjög rekinn í samræmi við þetta. Fullkomin reglusemi ríkir hér, fæði er fjölbreytt og hollt hverjum sem er, þó ekki hafi verið vikið frá höfuðmarki. Hitinn er við hvers og eins hæfi, um hann sjá hinar heitu upp- sprettur staðarins. Sundlaugin við hælið dvelur fyrir mörgum og sólböðin eru óspart notuð, ef ekki rignir, en það er því miður rigningin, sem angrar flesta. Hveragerði er sem sagt Austanfjalls. Tveir læknar starfa við hælið, Högni Björnsson við almennar lækningar og Karl Jónsson gigt- arsérfræðingur. En forstjóri þess nú er Árni Ásbjörnsson, áður bóndi í Kaupangi. Ég sagði, að ekki hefði verið vikið frá höfuðmarkmiðum enn, í heilbrigðisháttum samkvæmt kenningum náttúrulæknina- manna. Þó er staðreynd, að þú getur fengið heitt vatn í eldhús- inu og hellt upp á kaffi inni hjá þér, og það þykir mörgum kaffibelg notalegt. Einnig varð stjórn hælisins að beygja sig fyr- ir þeirri staðreynd, að meirihluti manna reykir. Þeir komu því upp hjá sér „Syndinni“, reyk- ingasal. Það er vinsæll staður, er sól hnígur vestur og lítið er við að vera. Það kann einmitt að vera vandamál, hvernig á að drepa tíma, ef tíð er fúl. í hælinu er þó ágæt setustofa, þar liggja blöð frammi og útvarp er alls staðar, þar er einnig píanó og oftast er einhver á hælinu, sem hamrað getur undir söng. Stundum eru þar snillingar á ferð eða í dvöl, er leika fyrir gesti og oft einhverjir, sem lesa upp. Stjórn hælisins fær einnig fyrirlesara til að fræða og skemmta. Hefur Grétar Fells oft- ast mætt allra manna í þeir er- indum. Ekki má gleyma því fremur AÁJiiiA Jónas Krisfjónsson læknir. Brjóst- mynd gerð of Ríkorði Jónssyni. hér en annars staðar, að maður er manns gaman, og á þetta ein- angruðum stað myndast fljótt kunningsskapur milli fólks og félagsandi góður, þótt hver og einn dvelji yfirleitt ekki meir en mánuð eða tvo. Það, sem gerir hinum mikla fjölda sjúklinga fært að dvelja á hæli þessu sér til endurlífgun- ar, er að sjúkrasamlög taka full- an þátt í kostnaði eins og á öðr- um sjúkrahúsum, utan tvo há- sumarmánuðina, sem meir eru hugsaðir til að hýsa heilbrigð- ara sumardvalarfólk. En sú á- kvörðun er góð, að sjúkrasam- lög skyldu játa þetta gjaldgengt sjúkrahús á þennan hátt, því að reynslan sýnir að aðsókn er mjög mikil, þörfin fyrir hælið stór. Það er rétt að geta þess, að hér hafa aldrei verið vand- ræði að fá starfsfólk. Segir það Eins og í fyrra sumar hefur strandferðaskipið Esja haldið uppi hringferðum um landið í sumar, og hefur skipið jafnan verið þéttskipað farþegum í þess um ferðum. Virðast þær eiga sífellt vaxandi vinsældum að fagna, jafnt af innlendum sem erlendum farþegum. Tryggvi Blöndal skipstjóri og Böðvar Steinþórsson bryti buðu fréttamönnum um borð eitt sinn í sumar, er Esjan var hér stödd í einni þessarra hringferða. — FRUMSKILYRÐI í vikunni barst óvænt upp í hendur mér eintak af stjórn- málaályktun flokksstj órnar Al- þýðuflokksins frá í nóvember 1955. Eg fór að lesa þetta, en kom fljótt ýmislegt einkennilega fyrir sjónir miðað við það, sem Alþýðuflokkurinn hefur aðhafzt síðustu árin. T. d. segir á einum stað í þessarri ályktun: „Frumskilyrði þess, að upp verði tekin ný stefna með hags- muni almennings fyrir augum, er því, að höfuðvígi íhaldsafl- anna í landinu, Sjálfstæðisflokk- urinn, verði útilokaður frá á- hrifum á stjórn landsins.“ Mér finnst einhvern veginn, að síðan kratarnir gerðu þessa samþykkt hafi engir meira en þeir eflt „höfuðvígi íhaldsafl- anna“ til „áhrifa á stjórn lands- ins.“ Eða er það misskilningur hjá mér? ig. sína sögu um andrúmsloft og stjórn hér í húsi. Bygging þessi er í mínum aug- um bæði falleg og hagkvæm. Hér er allt byggt upp af léttum efn- um, sement er í stórum minni- hluta. Þeir völdu asbest. Jón Guð mundsson, byggingameistari í Hveragerði, og vinnuflokkur hans hafa byggt hér allt og feng- ið mikla þjálfun í meðferð þess- arra byggingarefna, byggt mik- ið af húsum úr asbesti. Reynsla þeirra gæti komið mörgum að gagni. Mér dettur í hug, hvort ekki væri tímabært að byggja annað hæli eins og þetta, staðsett Norð- anlands, t. d. í Mývatnssveit eða Reykjahverfi. Nauðsynlegt er að hveraleir og hiti sé til stað- ar. Það er fært þar eins og syðra, aðeins ef upp risi hópur áhuga- manna, sem sæi framhjá mestu erfiðleikunum, en létu hugsjón og bjartsýni ryðja veginn. Hér er bara enginn Jónas Kristjáns- son, eða arftakar hans, sem syðra. (Meira). Sögðu þeir frá tilhögun ferð- anna, en hver ferð tekur um viku tíma og er á þeirri viku komið mjög víða við á landinu. Auk sjó ferðarinnar er farþegutn gefinn kostur á nokkrum landferðum, oftast frá Akureyri um Mývatns- sveit, að Dettifossi og Ásbyrgi og þá farið um borð aftur á Húsavík, og svo frá Eskifirði eða Reyðarfirði um Fljótsdalshér að, að Hallormsstað og víðar. Fréttamenn höfðu tal af nokkr um farþegum, og létu þeir all- ir hið bezta yfir ferðinni og öll- um aðbúnaði um borð. Meðal farþega í þetta skipti var hópur Svisslendinga og mun svo einn- ig hafa verið í fleiri ferðum Esj unnar í sumar. Fararstjóri þeirra, ung stúlka, forstjóri ís- landsdeildar stórrar ferðaskrif- stofu í Sviss, kvaðst þess full- viss, að hingað mætti vænta mj ög aukins straums svissneskra ferðamanna. GÓÐ SALA Málverkasýningu Kristins Jó- hannssonar lauk á þriðjudaginn. Af 33 myndum, sem á sýning- unni voru, seldust 20. Er það óvenju gott hlutfall á málverka- sýningu hér og sennilega eins- dæmi hjá nokkrum öðrum mál- ara en Kristni. En hann hefur alltaf selt vel hér, og á fyrstu sýningu hans seldust allar mynd irnar. Er það vel, að Akureyr- ingar kunna að meta „heima- menn“. Vinsœlar hringferðir Föstudagur 14. ágúst 1964. Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.