Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.09.1964, Blaðsíða 2
CJull í tn Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli er vel kunnur rithöf- undur og koma þar í ljós eigin- leikar hans, léttleiki og grín. Hann yrkir lausavísur ekki síður en hinir þó hann hafi óbundið mál að höfuð viðfangsefni. Margar stökur Einars eru bráð fyndnar og stundum neyðarleg- ar, og það er erfitt að draga þær út úr honum. Hér kemur loks ofurlítið af vísum hans: A Austfirðingamóti. Mikið er um mjöð og drykk. Margir vindla svæla. Er í salnum þoka þykk. Það er austanbræla. Stúlka týndi eyrnalokkum ó stefnu- móti. Gin úr bokku gaf henni, gerðist nokkuð trylltur. Eyrnalokkana af henni át sá þokkapiltur. Harpa. Bráðum tekur vorið völd, vetrarkvíða lýkur, himinblámans heiðu tjöld hörpusilki strýkur. Astir og stjórnmól. Þó ýmsir stundi ástafar og eldar fuðri glatt í sinu, tæpast munu toppkratar taka framhjá íhaldinu. Ævisaga. Þimg er raunin þessa manns þúsund skammastrika. Sannarlega er saga hans samfelld dimbilvika.# Um mann. Einar K var aldrei stór, .illa sá um hag sinn. Undan straumi oftast fór — öfugur við laxinn. Stúlka ó hestbaki. Fetað víða Gaukur gat gil og hlíðar fjallsins. Bernskuþýð á baki sat bezta prýði dalsins. Ur mansöng fyrir rímu. — Brosið þitt, ó blessuð mær bætir alla harma. Augun líkt og tjarnir tvær tindri í sólarbjarma. Líti ég þína ljósu mynd lifnar hjartans draumur. Einum fyrir ofan þind um mig líður straumur. Viltu mig um vetrarkveld verma, gleðja, hugga. Temprum ljós og tendrum eld. Tjöldum fyrir glugga. ------------------- . líT— ........ < ► r' A* r 1 r & • s|onskitunm Hjólið snýsfr Nýafstaðið þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sýnir betur en flest annað hvílík óra- dýrtíð ríkir hér á landi. Þessar stéttir fengu á s.l. ári verulegar kjarabætur í krónum, en hér kemur fram, að allt er uppétið og meir en það. Við aukna dýrtíð bætist óbærileg skattabyrði, sem leggst með öllum þunga sínum á þessa menn, sem kjör sín bættu í fyrra. Þeir komu á launaflokkum í þessum starfsgreinum, sem kunnugt er. Launaflokkar eins og hér, eru ákaflega viðkvæmt mál. Þegar engir tveir menn vinna kannske á sama kaupi á litlum vinnustað, er óánægjan gefin. Allmikil áherzla var lögð á menntun manna við röðun í flokka þessa, en minna gert með starfsaldur og „reynsluvísdóm“, olli þetta mikilli óánægju, t. d. í kennarastéttinni. Nú virðist þetta þing leggja annan og heil- brigðari skilning í þetta vanda- mál, s.b. 3. gr. ályktunar: „Skipting í launaflokka eftir menntun taki ekki til þeirra sem hafa langa starfsreynslu að baki og njóti þeir launa samkvæmt hæsta flokki starfs síns.“ Annars eru ályktanir þessar gott sýnis- horn af því, hver vandi steðjar að launafólki á fslandi. Hið al- gera öryggisleysi, þótt leiðrétt- ing náist í dag, er allt í hinu sama öngþveiti á morgun. Hér skortir alla festu, allt heildar- skipulag í þjóðfélaginu. Hver og einn hrifsar til sín það sem hann getur, annar sterkari rífur það af honum. En þing B.S.R.B. og annarra starfshópa, sýna, að fólkið lærir smátt og smátt að hugsa á félags- legan hátt og samstilla kröfur sínar. Væntanlega skýrast þessi mál enn betur á þingi Alþýðu- sambands íslands í nóvem- ber n.k. * Göngur Enn eru komnar göngur, tím- inn, sem unglingarnir hlökkuðu eitt sinn meira til en sjálfra jól- anna. Ekki veit ég hvernig við brögð sveitaæskunnar eru nú til gangna, en segja mætti mér, að þeir, sem langt eiga að fara, liggja í gangnakofum og kynn- ast fjöllum og öræfum, muni enn hlakka nokkuð til gangna. En enn kemur til vandamál viðkomandi fækkun fólks í sveitum, og það er einmitt í sam- ------------------« bandi við göngur vor og haust. Þar verður véltækninni lítt v.ið komið. Það er ekki einu sinni hugsað fyrir því að framleiða, eða flytja inn vélhunda, þó er hundur betri en margur gangna- maðurinn, ef hundurinn er góður. En nú er einmitt mikill skort- ur á þjálfuðum hundum. Fyrr var hundurinn í daglegu starfi og þjálfun, við kvíaær á sumrin og beitarfé á vetrum, utan hinna miklu útvega vor og haust. Hundar eru því bæði óvandir og þróttlausir nú og til takmark- aðs gagns. Hér þyrfti við kyn- bætur og tamningastöðvar. Hvað segja búnaðarfélög. Og hvað segja dýraverndunar- félög við þeirri öfugþróun, að víða er hætt að smala fé til rún- ings á vorin. Það getur þó hver og einn sagt sér sjálfur hvernig fé muni líða í þykkum reifum í breiskjandi sólarhita og vel þekktist það fyrr, að fé lenti í ullarhafti og var ekki kostalíf. Eg þykist vita að vorsmölun sé illframkvæmanleg víða vegna mannfæðar, en þó ætti að banna með lögum að láta fé órúið í þúsundatali. Þetta er mannúðar- mál, og sé ullarkílóið rúmlega 32 kr. virði ætti að borga sig að smala og rýja. Svo mætti kannske tengja sam- an útilífs og fjallgönguáhuga borgarbúa og þörf bændanna fyrir aðstoð í smalamennsku vor og haust. Yæru fjallsæknir inni- setumenn ekki til með að haga svo til, að þeir gætu hjálpað við smölun um leið og þeir sækja sér endurnýjun í fjallaloftið? Göngur bjóða upp á sérlega fjölbreytt göngulag og gleðin yf- ir að geta orðið öðrum að liði um leið og maður skemmtir sjálfum sér, vegur upp á móti óhagstæðari árstíma en útivistar- unnendur velja sér að jafnaði. * Bændur fó hækkun Niðurgreiðslur skulu engar framar, sagði núverandi ríkis- stjórn, en allt gekk henni illa, einnig að standa við þetta. Nú hækkar verð landbúnaðarvöru til framleiðenda og niðurgreiðsla var úrræðið. Þetta er svo sem ekkert einsdæmi á íslandi. Þótt Iandbúnaðarvöru þurfi að greiða niður, það þekkist með öllum þjóðum, og þótt okkur þyki dýrt sauðarrifið, er það víða dýrara en hjá okkur. En höfuð- galli á ráðstöfun sem þessari er, að þeir, sem sízt þurfa auknar tekjur, fá þær hér úr ríkissjóði. Þ. e. fjárríkustu bændurnir og þeir með stóru kúabúin og góðu aðstöðuna skapaða á ódýrari tíma. Smábændur og nýliðar, sem aðstoðina þurfa brýnast, þeir fá .minnst. Hér hefði því ver ið nauðsyn á hliðarráðstöfunum vegna þeirra verst stöddu, en ekki einhliða hækkun aðeins. Smásöluverð á helztu kjötvörum verður bví sem hér sejrir: Súpukjöt Heil lœri Hryggir Kótelettur Lœrasneiðar Lifur Hjörtu og nýru pr. kg. 51.20 59.40 61.35 69.00 77.85 63.55 43.85 * Barnalón Lítum annars á frétt um hækk un þessa: I fyrrakvöld auglýsti Fram- leiðsluráð landbúnaðarins haust verð á kjötvörum og samkvæmt þeirri auglýsingu verður haust- verðið á kjöti hið sama og verð það, sem ákveðið var 1. marz sl. þrátt fyrir hækkun á kjötverð- inu til bænda, verður mismun- urinn jafnaður með aukinni nið- urgreiðslu á kjöti úr ríkissjóði. Niðurgreiðslan á kjöti L-IIL verðflokki, nam áður kr. 9.98 á hvert kg. en verður nú kr. 17.30 á I. flokk, kr. 16.86 á II. flokk, og kr. 15.70 á III. flokk. N.ið- urgreiðsla á ærkjöti, IV. og Y. fl. nam áður kr. 3.40 á hvert kg en verður nú kr. 6.68 á IV. fl. og kr. 6.31 á V. flokk. Samkomulag náðist í sex manna nefndinni um verðlags- grundvöll landbúnaðarvara rétt fyrir helgina og samkvæmt því hækkar afurðaverðið til bænda um 11.7% miðað við það verð, sem ákveðið var 1. marz sl., en 21% miðað við haustverðið í fyrra. Þarna er átt við meðal- hækkun en eins og fram kom í fréttatilkynningu nefndarinnar, þá hækkaði kj ötverðið tiltölulega meira en mjólkurverðið. Eins og að framan segir var kjötverðið svo auglýst í fyrra- kvöld, en enn er ekki búið að reikna út mjólkurverðið og verð ur það auglýst síðar. Samkvæmt auglýsingu Fram- leiðsluráðsins verður útsöluverð á kjöti óbreytt frá því sem það var ákveðið 1. marz sl. og verð- ur hækkuðu framleiðsluverði til bænda mætt með stórauknum niðurgreiðslum úr ríkissjóð.i. Á vegum Sameinuðu þjóðanna fer fram margskonar starfsemi og má viðurkenna, að almenn- ingur í heiminum fylgist ekki með sem skyldi. Athuganir á lífs háttum og afkomumöguleikum, gróðri landa, auðgi hafsvæða o. fl. o. fl. Einnig athuga þær um heilsufar og langlífi þjóða. Vér höfum séð það í árbók þeirra, að barnadauði er minni á Norðurlöndum en annars stað- ar og er það mikið fagnaðarefni, því ekki er langt síðan að hann var mjög hár, t. d. hér á Is- landi, meðalaldur fólks varð því mjög lágur. Nú er svo komið, að af hverj- um 1000 börnum sem fæðast, má gera ráð fyrir að 983 verði 75 ára. Stúlkur virðast yfirleitt ná hærri aldr.i en karlar og vera hraustbyggðari, þrátt fyrir allt. Annars virðist Svíþjóð eiga mestu láni að fagna með börn sín, þar deyja aðeins 15 börn af hverjum 1000. í löndum eins og Tyrklandi er barnadauðinn 165 af 1000 og í Burma 139. Sjálfsagt erum við nokkuð há- ir í tölum með óskilgetin börn, stafar það að nokkru af því að fólk, sem býr saman og elur önn fyrir börnum sínum, lætur ekki gifta sig, þó samlíf sé svo sem í bezta hjónabandi, sem klerkur eða fógeti hefur stimplað. En lauslæti á sök að nokkru eins og gengur. Aftur á móti kemur í ljós í nefndri árbók, að hj ónaskilnað- ir eru algengari annars staðar en hér. Eiga þar Ameríka og Þýzkaland metin. TILKYNNING frá Bílsfrjórafélagi Akureyrar Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör eins aðalfulltrúa og eins varafulltrúa Bílstjórafélags Akureyrar á 29. þing Alþýðusambands íslands. Framboðs- listum ber að skila til skrifstofu verkalýðsfélaganna, Strand- götu 7, fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 28. sept. n.k. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli eigi færri en 14 fullgildra félagsmanna og eigi fleiri en 100. Bílsfrjórafélag Akureyrar. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 25. september 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.