Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 02.10.1964, Blaðsíða 7
SKRJÁF í SKRÆÐUM STÉTTAVÍSUR Sveinn frá Elivogum orti PALLA- DÓMA UM NOKKRAR STÉTTIR. Alls eru þar 21 atvinnugrein gerð skil og vandar Sveinn fáum kveðj- urnar. Vísurnar eru allar vel ortar og kjarnyrtar, sem vera ber. Við skulum því heyra nokkrar þeirra: Enn skal glettur byrja brags, bera út frétt, án eigin hags, ríma slétt og leita lags, lýsa stéttum þjóðfélags. Prestar klifa í kirkjunni, kristni þrifum eyðandi, sífellt skrifa um siðfræði, sjálfir lifa á hræsninni. Rósemd skerða ritstjórar, rita ferðugt skammirnar, huldir gerðum háðungar, höfuðverðir lyginnar. Þingmenn heyja þræturnar, þunnar teygja ræðurnar, sóma fleygja í sölurnar sér til eigin framdráttar. Kaupmenn rata á klækjaþing kúga og plata almenning, klæða úr fati fáráðling, fá sinn mat með svívirðing. Smiðir lifa á smekkleysi, smátt til þrifa vinnandi, kitti í rifur klínandi klambrið yfir breiðandi. Bændur líða blíðurán, bognir stríða gleði án, þeirra biður þreföld smán: þræla, skríða og biðja um lán. Vegi bæla bilstjórar, bænda fæla trunturnar, benzínsvælu safnarar, svartra þræla jafningjar. Skáld sig baða í skarnpolli, skjall og smjaður syngjandi, hunds á vaði hlaupandi hábölvað með kjaftæði. Heilsuverndarstöð Akureyrar: — Eftirlit með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ung- barnaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðstu hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—3.30 e. h. og bólu- setningar fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarnar- stöðvarinnar við Spitalastíg. „AÐ STRITA MEÐ VITI" Framh. af 5. síðu. land fj ölda vel menntaðra manna í sálarfræði, heimspeki og hvers konar verkvísindum. Nú ætti því að vera meiri árangurs að vænta en nokkru sinni áður. Nú ætti að vera lag. En verkefnin eru óþrjótandi og akurinn áreiðanlega ekki of frjór. íslendingar halda sig kunna að moka. Þeir hafa um aldir fylgt happa- og glappa- stefnu í starfsháttum sínum og atvinnuvegum. Þeir eru ekki á það „innstillt- ir“ að beita vísindalegri ná- kvæmni í atvinnurekstri sínum. Sumir kæra sig bókstaflega ekki um það. En hér þarf þó vissulega rann- sókna og vísindalegra vinnu- bragða við. Og rannsóknarefn- in eru margvísleg. Ekki nægir það eitt að gera tilraunir með, hvaða vélar, tæki og vinnubrögð henti bezt og skili mestum árangri. Rannsaka þarf, hvaða gerð hvers verkfær- is henti bezt. Aðstaða manns við verkiÖ er rannsóknarefni, og þarf oft mjög lítið til að aöstaða hans við starf verði betri eða verri og komi fram í afköstum hans. Vitiö þið t. d. allir, sem hér eruð, að litirnir á herberginu, sem unnið er í, geta haft áhrif á afköstin? Eigandi litunarverk- smiðju tók eftir því, að verka mennirnir voru alltaf seinm með svörtu efnin en önnur. Get um við t. d. ekki gert okkur í hugarlund, að það dragi úr vinnufjöri að starfa í alsvörtu herbergi, þó að birta væri þar nægileg? Ég held það. En nú spyrjið þið: Hvaða lit- ur örvar þá bezt til afkasta? Jú, tilraunir hafa sýnt, að menn gera misstór átök á kraftmæli eftir því á hvaða lit þeir horfa á meðan. Og hefi ég þá ánœgju að skýra ykkur frá, að stœrst átak gerðu menn, er þeir höfðu rautt fyrir augum, en minnst, er þeir horfðu á blátt og svart. Það er sem sé mjög margt, sem rannsaka þarf. Staðsetning og stærð fyrirtœkja er t. d. ekki síöur rannsóknarefni en stærð og gerð verkfæra og staðsetning véla á vinnustað. Það getur t. d. ekki tryggt bezta nýtingu fjármagns að og reka þrjú hraöfrystihús í smáþorpi, þar sem eitt hefði sízt of mikil verkefni. Og ekki getur það heldur ver- .ið byggt á vísindalegum niöur- stöðum vinnurannsókna og hag- ræöingar að velja hraðfrystihús- um stað víðsfjarri allri hafnar- aðstööu. Flytja síðan fiskinn langar leiöir frá skipi til vinnslu- stöðva, og vinnsluvöruna lang- ar leiðir til hafnar. Eða svo dæmi sé nefnt: Það getur ekki verið byggt á vísindalegum nið- urstöðum í Reykjavík að velja stórum hraðfrystihúsum stað langt vestur á Seltj arnarnesi, en fiskimj ölsverksmiðj u í hinum útjaðri borgarinnar inni hjá Kleppi. Þannig er þorskinum þvælt á bíla og hann fluttur vest- ur á nes, en þaðan hefja fiskbein in síðan lystireisu gegnum alla höfuðborg íslands inn að Kletti, og mjölið þaðan aftur gegnum borgina til skips. Eru þetta ekki Kleppsvinnubrögö ? Mundi þarna ekki þörf hag- ræðingar í vinnubrögöum? Einhver mundi segja, að þetta kæmi atvinnurekandanum einum við. En svo er ekki. Þetta hefur áhrif á þjóðarafköst. Þau á þjóö arhag. Þetta hefur áhrif á greiðslugetu atvinnuveganna og hún aftur á kaupið. En launin eru brú verkamannsins til fram- tíðarinnar. Já, margt er rannsóknarefnið, segi ég enn. Eitt viöfangsefnið er það að velja það launakerfi, sem bezt hentar framkvæmd verks og skil- ar beztum starfsárangri, án auk- ins erfiðis. En fyrst og síðast ber að rann- saka starfhæfni og eiginleika ungs fólks og leiðbeina því um val þess œvistarfs, sem bezt nýtir meðfœdda getu og hœfileikai Það hlýtur að vera eitt æðsta takmark þjóðar, að hver maður njóti sín — lendi á réttri hillu — vinni þau verk, sem hann er hœfastur til. — Ekki er það sízt mikils- vert hjá smáþjóð, eins og íslendingum, þar sem hver mað- ur þarf að fylla sitt rúm, engir kraftar mega fara til spillis. Hjá slíkri þjóð er það alvarlegt af- brot — nánast glœpur — að sóa sinni dýrmætustu eign, andleg- um og lílcamlegum hœfileikum og starfsþrótti sona sinna og dœtra. En því miöur verður að játa, að í þessu efni eru íslendingar e. t. v. einna sekastir allra þjóða. Verkefnin eru vissulega mikil, sem bíða Iðnaðarmálastofnunar íslands, Stj órnunarfélags ís- lands, íslenzkra fræðimanna í verkvísindum, atvinnurekenda og fólksins á vinnumarkaðnum og heildarsamtaka þess. En miklu má líka orka, ef allir leggjast á eitt. Hér eru nú saman komnir, til að bera saman ráð sín og brynja sig þekkingu, margir forystu- menn athafnalífsins, atvinnu- rekendur, fulltrúar opinberra stofnana og fyrirtækja, fræði- menn í verkvísindum, innlendir og erlendir, fulltrúar atvinnu- rekendasamtaka — fulltrúar ýmissa starfsstétta og fulltrúar verkalýðssamtaka. Ég vona, að þessi ráðstefna megi færa oss nær takmarkinu: Skynsamlegri skipulagningu í atvinnulífinu, bættum vinnu- brögðum, betri nýtingu vinnu- afls, framleiðslutœkja, hráefna, orku og fjármagns. Það er von mín, að dagarnir hér í fögrum byggðum Borgar- fjarðar færi oss skýrari svör en við höfum áður fengiÖ við því, hvernig hægt er að auka þjóðar- tekjur — auka afköst einstak- lingsins án aukins þrœldóms. Hvernig hægt er að koma viti í stritiÖ. Hvernig hægt er að kenna sem allra flestum íslendingum að strita með viti. Að því, að þetta megi sem bezt takast nú og í framtíöinni, vilja þau samtök, sem ég er full- trúi fyrir, af alhug vinna. Ég vil árna ráðstefnunni allra heilla í mikilsverðum störfum hennar. MinjasafniS! Safnið er aðeins opið á sunnudögum frá kl. 2—5 e. h. — Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomulagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. Kríngsjá vikunnar Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálm- ar 530 — 136 — 326 — 384 — 678. B.S. Til blindu barnanna. Mótt. á afgr. Verkamannsins: Á. Á. kr. 500, Kr. Mikkelsen 150, Jón Þórarinsson 200, Starfsmenn P.B.J. 900, Lárus Björnsson 500, Haraldur Bogason 200, Páll Sigurðsson 1000, K. K. 500. Harpan heldur bazar í félags- heimili Karlakórs Akureyrar, Laxa- götu 5, sunnudaginn kl. 4 e. h. Skrifstofa Þórs á 4. .hæð í Út- vegsbankahúsinu. Opin þriðjudaga og föstudaga frá 5—-7 og milli 8 og 9. NÝJ AR kápur og H ATTAR Verzlunin Heba Sími 2772 Herradeild ). M. ]. Opnum í dag nýja deild með karlmannaföt, undir nafninu HERRADEILD J.M.J. við Róðhústorg. TILKYNNING Nr. 35/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á sm í heildsölu, pr. kg................. Kr. 14.65 í smásölu með söluskatti, pr. kg.... Kr. 17,80 Reykjavík, 26. september 1964. Verðlagsstjórinn. Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. •— Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamcðurinn (7 Föstudagur 2. októbcr 1964

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.