Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 06.11.1964, Blaðsíða 1
Verkamadurinn dœmi eystrn treystir shípulog sitt Kjördæmisþiiig' þess einhuga uiti uppbygfgringru Alþýðubandalagsins sem skipnlagðs flokksj Kjördæmisþing Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra var haldið á Akureyri um síðustu helgi og voru þar mætt- ir kjörnir fulitrúar frá öllum Al- þýðubandalagsfélögunum, sem starfandi eru í kjördæminu og ennfremur frá Sósíalistafélagi Húsavíkur, en þar hefur enn ekki verið stofnað félag Alþýðu- bandalagsmanna. Þingið stóð aðeins einn dag, en var mjög athafnasamt. Voru samþykktar fjölmargar ályktan- ,ir og ríkti alger eining um af- greiðslu allra mála. Meðal álykt- ana þingsins voru samþykktir um skipulagsmál Alþýðubanda- lagsins, atvinnumál kjördæmis- ins, landbúnaðarmál og raforku- mál. Ennfremur um starfsemi Al þýðubandalagsins í kjördæminu svo sem útgáfustarfsemi, út- breiðslumál, fjármál og fleira. Verða ályktanir þingsins birtar hér í blaðinu í þessu blaði og þeim næstu. I heild bar þingið vott um mikinn áhuga fyrir vaxandi KVIKMYNDASÝN- ÍNGAR Akureyrardeild M. í. R. efn- ir til kvikmyndasýninga í Al- þýðuhúsinu dagana 10.—13. nóv. næstk. Sýningar hefjast kl. 21. Þessar myndir verða sýnd- ar: Þriðjudag 10. nóv.: Þrett- ándakvöld eftir samnefndu leik- riti W. Shakespeare. — Þess má geta, að Leikfélag Akureyrar setti leikrit þetta á svið síðast- liðinn vetur. — Miðvikudag 11. nóv.: Ivar grimmi (fyrri hluti) — Fimmtudag 12. nóv.: Ivar grimmi (síðari hluti). — Mynd þessi er gerð af S. Eisenstein og tónlist er eftir Prokofief. Hefur hún hvarvetna hlotið mikið lof sem ágætt listaverk og verið tal- in með beztu kvikmyndum, sem Rússar hafa gert. — Fimmtu- dag 13. nóv. Engisprettan eftir samnefndri sögu rúsneska skálds ins A. P. Tjekofs. Framh. á 4. síðu. gengi Alþýðubandalagsins og gat engum dulist, sem þingið sat, að Alþýðubandalagsmenn hér í kjördæminu munu ekki láta sinn Þorsteinn Jónatansson hlut eftir liggja í þeirri sókn, sem Alþýðubandalagsmenn um allt land eru nú að hefja fyrir bættu skipulagi samtaka sinna og nýj- um sigurvinningum í stjórnmála baráttunni. Björn Jónsson alþingismaður flutti ýtarlega og fróðlega fram- söguræðu um stjórnmálaviðhorf ið, en um málefni kjördæmisins fluttu Tryggvi Helgason, Páll Gunnlaugsson, Ingólfur Árnason og Jóhann Hermannsson fram- söguræSur. í þinglok fór fram kjör stjórn- ar kjördæmisráðsins og hlutu þessir kosningu, allir einróma: Þorsteinn Jónatansson, Akureyri formaður. Stefán Halldórsson, Hlöðum. Jón B. Rögnvaldsson, Akureyri. Páll Gunnlaugsson, Veisuseli. Jóhann Hermannsson, Húsavík. I varastjórn voru kjörnir: Ingólfur Árnason, Akureyri. Hjalti Haraldsson, Ytra-Garðsh. Hörður Adólfsson, Akureyri. Hreinn Ragnarsson, Raufarhöfn. Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði. I blaðstjórn Verkamannsins voru kosnir: Björn Halldórsson, lögfræðingur Rósberg G. Snædal, rithöfundur Páll Kristjánsson, bókari Stefán Björnsson, verkstjóri' Einar Kristjánsson, rithöfundur I fastanefnd til að fjalla um landbúnaðarmál voru kosnir: Páll Gunnlaugsson, Hjalti Har- aldsson, Stefán Halldórsson, Jón Þ. Buck og Þorgrímur Starri Björgvinsson. Forseti þingsins var Jóhann Hermannsson, Húsavík, en vara- forseti Stefán Halldórsson, Hlöð um. Nánar er rætt um kjördæmis- þingið í grein Björns Jónsson- ar annars staðar í blaðinu. Norður Þingeyíngo Þann 25. okt. sl. var haldinn stofnfundur Alþýðubandalags Norður-Þingeyinga vestan heið- ar. Var fundurinn haldinn á Raufarhöfn og var allvel sóttur, þrátt fyrir mikið annríki heima- manna. Á fundinum voru sam- þykkt lög félagsins, rætt um stjórnmálaviðhorfið og kosin stjórn félagsins og fulltrúar í kjördæmaráð. Stjórn félagsins skipa: Hreinn Ragnarsson, kennari, formaður. Þorsteinn Hallsson, verkstjóri, ritari. Guðmundur Lúðvíksson, sjó- maður, gjaldkeri. Magnús Jónsson, verkamaður, varaformaður. Einar Borgfjörð, verkamaður. Lárus Guðmundsson, kennari, og Jóhannes Björnsson, verka- maður, meSstjórnendur. Stofnendur voru 27 aS tölu, en von er á vænlegri fjölgun fé- lassmanna næstu vikurnar. ÁlyUtan um sbipulags- mól 3lþgðubandalagsins KjördæmisþingiS lýsir ánægju sinni yfir því frumkvæSi, sem stjórn KjördæmisráSsins hefur haft um stofnun AlþýSu- bandalagsfélaga í NorSurlandskjördæmi eystra og þeim mik- ilsverSa árangri, sem náSst hefur í þá átt að treysta samtök Alþýðubandalagsmanna í kjördæminu. Þingið telur, að hér sé hafið það skipulagsstarf, sem nú þurfi að vinna af alefli um land allt, þ. e. að sú víðtæka sam- staSa, sem náSst hefur innan AlþýSubandalgsins verSi var- anlega fest skipulagslega meS stofnun AlþýSubandalagsfélaga í öllum byggSarlögum, stofnun kjördæmisráSa í hverju kjör- dæmi og loks meS landssamtökum, sem stofnuS verSi á lands- fundi þeirra á næsta ári. Telur þingið, aS landsfundinn eigi aS skipa fulltrúar AlþýSubandalagsfélaga, sem kosnir verði í hverju félagi í samræmi við félagsmannafjölda, og verði höfuðverkefni hans að ráða endanlega til lykta skipu- lagsmálum Alþýðubandalagsins, mótun stefnuskrár þess og kjör flokksstjórnar. Þingið felur væntanlegri stjórn kj ördæmisráSsins aS stuSla aS öllum aSgerSum í framangreinda átt í samstarfi viS önn- ur samtök AlþýSubandalagsmanna. £tof tiftð Mþýðu- bftifdftlag Ejjfirðinga Þann 30. f. m. var haldinn stofnfundur AlþýSubandalags EyfirSinga, en félagssvæSi þess er EyjafjarSarsýsla. Stofnendur voru úr nær öllum sveitarfélög- um sýslunnar. I stjórn félagsins voru kosnir: Björn Halldórsson, lögfræðing- ur, formaður. Hjalti Haraldsson, bóndi, ritari. Stefán Björnsson, verkstjóii, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Jón Ásgeirs- son, formaður Verkalýðsfélags Hríseyjar og Jónatan Davíðsson, bóndi. — Varaformaður var kos inn Eiríkur Björnsson, Arnar- felli, og aSrir varamenn í stjórn: FriSsteinn Bergsson, málari, og Hermann SigurSsson, bóndi. KOSNINGASIGRI JOHNSONS FAGNAÐ UM ALLAN HEIM Kosningasigri Johnsons for- seta hefur veriS fagnaS vel um allan heim og er hann talinn mik- ill sigur þeirra afla í Bandaríkj- unum, sem æskja friSar og friS- samlegrar sambúSar við önnur ríki. Menn gera sér vonir um aS Johnson muni leita eftir aS bæta sambúðina við Sovétríkin og efla friðarvonir almennings. Borunin á Laugalandi gengur vel Stóri NorSurlandsborinn mal- ar stanzlaust á Laugalandi og miSar drjúgt niður, eða 1% til 3 metra á klst. Þeir eru nú komn- ir niður á 150 metra dýpi. Björn Holldórsson A fundinum var rætt um stjórnmálaviðhorfið og ennfrem ur voru samþykkt lög félagsins og kosnir í kjördæmisráð þeir Björn Halldórsson, Hjalti Har- aldsson og Stefán Halldórsson. HEYRT Á GÖTUNNI AÐ Sjálfstæðismenn krefjist for- stjórostarfsins við Tryggingarn or sem sárabóta fyrir útibús- stjórastarfið í Útvegsbankan- um. AÐ nú komi til með að losna rit- stjórastarf við Alþýðumann- inn, og Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, sé líkleg- astur i stað Brago. AÐ blomosalo hafi aldrei verið meiri i Reykjavík en sl. þriðju dag, og slik toppsala kunni að skapast aftur eftir fund allra bankaróðsmanna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.