Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 7

Verkamaðurinn - 04.12.1964, Blaðsíða 7
Qult í tá Jón Sigfússon, símstjóri á Eiöum, hefur sent þættinum nokkrar lausavísur, sem ber vel að þakka. Jón er fæddur að Asseli í Fell- um 1910, og hefur lengi dvalizt að Eiðum og í nágrenni. Vísur og kvæði eftir hann hafa birzt í blöðum og tímaritum. Hann vann m. a. verðlaun í vísna- samkeppni vikublaðsins Austra á þessu ári. Stökur. Utanvert við allan rétt, eins og galdraveður. Sporadrjúg og limalétt, lýgin sveitir treður. Þó hún engan eigi vin að svo geti vikið; gamla kunna gestrisnin getur þolað mikið. * Hverfa í skugga bernskubrek, biturt nísta fjötrar; þegar bæði sjúk'og sek sál, í ótta nötrar. Drumburinn. Skeytir ei um bæn né blóm búrinn lítið spakur. Gengur á hörðum gaddaskóm, gegnum Hfsins akur. Úthaldið. Vegurinn var: volæðið; veganestið: ranglætið. Húðarbikkjan: háðungin; hnútasvipan: illgirnin. Að morgni. Hörfar dimma hægt um sinn; hverfur svefn og draumur. Hljótt og létt í hugann inn, hnígur ljóssins straumur. Við Jökulsá á Dal. ,.Jökla“*) sótast áfram óð. ---Urðarrótalögur. — Bryður grjót í bræðimóð; bæði Ijót og fögur. * Rennur hjörð á heiðalendur. Holt og börðin angan ljá. Snjór af jörð á báli brenndur, ber í svörðinn iífsins þrá. *) Oft kölluð svo í daglegu tali eystra. HEYRIÐ ÞIÐ, KRAKKAR r Jólasveinninn er lagður af stað. A sunnudaginn 6. DESEMBER KLUKKAN 3.30 SÍÐDEGIS kemur hann til byggða. Ef veður leyfir, getið þið heyrt hann og séð á svöluin verzlun- arhússins Hafnarstræti 93. Þá verður liann kominn í jóla- skap og raular fyrir ykkur nokkrar vísur. SENN KOMA JÓLIN! Kaupfélag Eyfirðinga Sumadvöl við fjallafrelsi. í’æst ei völ á betri heim. Engin kvöl og ekkert helsi, er í svölum heiðageim. Góð málalok. Svona breytir — sagan tér, sannur heiðursmaður. Aldrei fer ég út frá þér, öðruvísi en glaður. * Ut þá drífur öll sín skip æskulýður glaður. Glottir um tönn með gárungssvip gamall sauðamaður. * Oldin strokkar allt í ger, eld í stokkum magnar. Jnn í flokkinn æskan fer; aldinn rokkur þagnar. y. s. Amtsbókasafnið er opiS alla virka daga nema laugardaga kl. 4—7 e. h. Shólafólh fsr ofsldtt hjd F. I. Eiugíéiag íslands hefur um margra ára skeið haít þann hátt a, aö veita skólafóiid aíslátt aí targjöldum innan lands um há- tíðarnar og auðvelda þannig þeim, sem stunda nám við skófa fjarri heimiium sínum, samvist- ir við ættingja og vini á sjátfri hátíð heimilanna, jólunum. Þessi háttur verður og hafður á nú. Allt skólafólk, sem óskar að ferðast með flugvélum félagsins, á flugleiðum innan lands, um hátíðarnar, á kost á sérstökum lágum fargjöldum, sem ganga í g.ildi 15. desember í ár og gilda til 15. janúar 1965. Þessi fargjöld eru 25% lægri en venjuleg einmiða-fargjöld inn an lands. Afsláttur þessi er háður þeim Kringsjó vikunnar skilyrðum, að keyptur sé tví- miði og hann notaður báðar leið ir og að sýnt sé vottorð frá skóla stjóra, sem sýni, að viðkomandi stundi nám við skólann. Það skólafólk, sem hugsar sér að notfæra sér þessi hlunnindi, ætti að panta far með góðum fyrirvara, því samkvæmt reynslu undanfarinna ára, verða síðustu ferðir fyrir jól fljótt fullskipað- ar. Auk DC-3 flugvélanna, mun Viscout-flugvélin „Gullfaxi“ verða í innanlandsfluginu um hátíðarnar. MessaS í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. ó sunnudaginn. ÆskulýSs- messa. Súlmar nr. 1 14, 87, 645, 97 og 424. — Undirbúum komu jól- anna með kirkjugöngu. — Sóknarprestar. JólamarkaSur Framtíðarinnar, sem sagt var fró í síðasta blaði, verður að Hótel KEA ó sunnudaginn kemur og hefst kl. 1.30 e.h. Jafn- framt hefur félagið kaffisölu ó hótelinu allan daginn og skemmti- atriði verða flutt: Leikþóttur úr Pétri Gaut, gítarspil og söngur. Barnaskólabörn skemmta. Bazar verður að Bjargi n.k. sunnudag, 6. des., kl. 4 e. h. ó veg- um MFIK. Verða þar á boðstólum margir ódýrir, fallegir og gagnlegir munir, heppilegir til jólagjafa handa börnum og fullorðnum. — Bazarnefndin. MiSvikudaginn 9. des. 1964 verður haldinn fundur í MFIK að Hótel Varðborg kl. 8.30 e.h. —— Jólafundur: 1. Einar Kristjónsson rithöfundur flytur erindi um Davíð Stefónsson skóld fró Fagraskógi. 2. Félagskonur lesa kvæði eftir Davíð. 3. Kaffidrykkja og skemmti- atriði. — Félagskonum er heimilt að taka með sér gesti. — Stjórnin. Hjónaefni: Opinberað hafa trú- lofun sína ungfrú Áslaug Fjóla Ax- elsdóttir, úr Kópavogi, og Gunn- laugur Björnsson, bóndi að Hrauk- bæ í Glæsibæjarhreppi. Slysavarnakonur, Akureyri. Jóla- fundir verða I Alþýðuhúsinu mónu- daginn 7. desember n. k., fyrir yngri deild kl. 4.30 e. h. og eldri deild kl. 8.30 e. h. — Mætið stundvíslega og hafið með ykkur kaffi. Stjórnin. S.K.T. Munið síðasta spilakvöldið fyr.ir jól í kvöld kl. 8.30 i Alþýðu- húsinu. Kvöldverðlaun. Heildar- verðlaun. — S.K.T. Skógræktarfélag Eyfirðinga mun hefja sína órlegu sölu ó jólatrjóm og greinum annan mónudag, 14. þ. m. Sjó nónar í augl. i blaðinu í dag. Þórsfélagar! - Munið ólfa- ffdansæfingarnar í kvöld /klukkan 8 e. h. og n. k. sunnudag kl. 2 e. h. í Lóni. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Verkamaðurinn Vikublað. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Lausasöluverð kr. 3.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Biörns Jónssonar h.f., Akureyri. Allt ■ iólabakitnrinii • Sendn I I HofnoriÉin sími 1094 Föstudagur 4. dcscmber 1964. Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.