Verkamaðurinn - 11.12.1964, Side 4
ÞVÆTTINGUR ERLINGS
Ritstjóri Dags, Erlingur Davíðsson, skrifar
í síSasta blað sitt undarlegan samsetning um
Alþýðubandalagið og þing Sósíalistaflokksins.
Er þar haldið fram slíkum firrum, að ekki
veröur látið ómótmælt.
Erlingur segir m. a.: „I haust fóru af því
miklar sögur og komust jafnvel inn í ríkis-
útvarpið, að Björn Jónsson og fleiri vœru að
vinna að því hér fyrir norðan, að gera Alþýðu-
bandalagið að sjálfstœðum vinstri flokki og
sækja til þess efnivið í Sósíalistaflokk Brynj-
ólfs og EinarsJ'
Þetta er rétt með fariÖ, að öðru leyti en
því, að víðar voru efniviðir sóttir en til Sósíal-
istaflokksins og Sósíalistaflokkurinn hefur
aldrei verið nein einkaeign ákveðinna manna.
Eða er t. d. Framsóknarflokkurinn einkaeign
Eysteins og Björns á Löngumýri? Vafasamt
verður það og að teljast, þótt undirritaður
kunni ekki skil á því, að Ríkisútvarpið hafi
haft orð á því, hvert sækja ætti elnivið í Al-
þýðubandaiagið. Hið rétta er, og vita víst
flestir, að verið er að byggja Alþýöubanda-
lagið upp sem sjálfstæðan vinstri flokk með
eigin stjórn og óháðan öðrum flokkum. Efni-
viðurinn til þess kemur víða að, m. a. frá
mönnum, sem starfað hafa í Sósíalistaflokkn-
um, Þjóðvarnarflokknum, Alþýðuflokknum og
Framsóknarflokknum. Jafnvel eru spurnir af
því, að einstöku menn, sem fylgt hafa Sjálf-
stæSisflokkhum að málum, hyggist ganga til
liðs við Alþýðubandalagið.
í framhaldi af því, sem hér að framan er birt
eftir Erlingi heldur hann áfram: „Látið var í
veðri vaka, að á flokksþinginu myndi draga til
mikilla tíðinda. Þar skyldu þeir eldar tendrað-
ir, er eytt gœti vé Moskvumanna og steypt
skurðgoðum af stalli. Upp úr öskunni átti svo
Alþýðubandalagið að rísa, endurborið eins og
fuglinn Fönix. En hljótt er nú um fugl þann.“
Gaman væri, að Erlingur upplýsti, hvar eða
hvenær Alþýðubandalagið eða einhverjir tals-
menn þess, t. d. hér í kjördæminu, hafa haldið
því fram, að til einhverra sérstakra tíðinda
myndi draga á þingi Sósíalistaflokksins, því
sem haldið var í síðasta mánuði, að þar yrðu
einhverjir sérstakir eldar tendraðir, eytt ein-
hverjum véum „Moskvumanna“ eða skurð-
goÖum steypt af stalli. Ég hef ekki heyrt þetta,
en kannski fylgist Erlingur betur með því, sem
gerist hjá Alþýðubandalaginu.
Þá tel ég rétt að benda Erlingi á það, að
Alþýðubandalag.ið er ekki, og því er ekki ætlað
að rísa upp úr neinni ösku. Það er vissulega
í uppbyggingu, en það er ekki reist á rústum,
heldur á sjálfstæðum og traustum grunni.
Hvað því viÖvíkur, að hljótt sé nú um Al-
þýðubandalagið, þá er ég þeirrar skoðunar,
að síður en svo sé hljóöara um það, en áður
hefur verið. Fremur hið gagnstæða. Yera má
þó, að síðar heyrist meira til þess, hvort sem
Erlingi líkar betur eða verr. En vitað er, að
afstaða Framsóknarmanna til Alþýöubanda-
lagsins er mjög tvískipt, eins og raunar af-
staða þeirra til flestra hluta og dagskrármála.
Orðagjálfur Erlings, þegar hann bregður
sér í skáldagervi og hefur Grýlu og belgi henn-
ar fyrir aðalpersónur, er ekki svaravert. En
Alþýðubandalagið er eftir sem áður til sem
sjálfstæður flokkur og er sem stendur í örari
vexti en nokkur hinna stj órnmálaflokkanna á
íslandi. Þegar Erlingur telur, að þangað fýsi
fáa, þá er það óskhyggjan, sem stýrir penna
hans, en hún megnar oft lítið, ef rökvísa hugs-
un skortir að baki. Og hvers sem Erlingur ósk-
ar og hvað sem hann reynir að skálda, þá getur
hann verið viss um það, að innan fárra mán-
aða veröur hann að horfast í augu við þá
staðreynd, að Alþýðubandalagið hefur hlotið
félagslega uppbyggingu um allt land og verður
orðið vel uppbyggður stjórnmálaflokkur. Gegn
þeirri þróun dugir enginn vaðall um Grýlu
eða óskhyggjuþvættingur hræddra andstæð-
inga.
Þorsteinn Jónatansson.
IIAPPDRÆTTIÐ
Eitt af því, sem Alþýðubandalagið hefur nú
með höndum er v.iðamikið o>g víðtækt happ-
drætti, sem til þess er ætlað að létta fjárhags-
lega undir með uppbyggingu þess og útgáfu-
starfsemi.
Því betur sem happdrættið gengur, því fyrr
tekst að koma öllum rekstri og starfsemi Al-
þýðubandalagsins á æskilegan grundvöll.
Rétt svar við Grýlusögum og hrakspám and-
stæðinganna er að sameinazt um að gera ár-
angurinn af happdrættinu sem allra mestan og
beztan. Það meðal annars getur tryggt það,
að aldrei verði hljótt um Alþýðubandalagið og
að það verði sá skelfir í augum andstæðing-
anna, sem það getur verið og á að vera.
Raunverulegt bandalag allrar alþýðu, óháð
öðrum stj órnmálaflokkum, en andstæðingur
íhalds- og afturhaldsafla, hvað sem þau nefna
sig, er það, sem stefnt er að.
Sameinumst um, að gera bandalag alþýð-
unnar sterkt og mikilsmegandi í íslenzku þjóð-
AKUREYRINGAR!
í kjörbúðum vorum fáið þér
ollor mfltmur ri semo stni
Þér veljið vöruna sjálf.
¥erzlið I eigrin búðum
Aherzla lögð á góða þjónustu,
Sendum um allan bæinn
Kjörbúdír
BARNAKÁPUR
Sfærð 4—12. — Gott úrval.
Verð frú kr. 420.00.
NÝ SENDING
DÖMUKÁPUR
Höfum fengið follega
JAPANSKA GJAFAVÖRU.
VERZLUNIN HEBA
Sími 1 2772.
4) — Verkamaðurinn
Föstudagur 11. desember 1964