Verkamaðurinn - 14.04.1967, Page 1
Samþykkt var nýlega á fundi
stjórnar Utgerðarfélags Akur-
eyringa h.f. að óska eftir því,
að einum af fjórum skuttogur-
um, sem ráðgert er að kaupa á
vegum ríkisins, verði ráðstafað
til félagsins.
Þetta eru gleðitíðindi og von-
velli í keppni við Faxaflóann.
Við Alþýðubandalagsmenn
höfum aldrei tekið undir þann
söng, að hætta ætti útgerð þess-
arra fiskiskipa, fyrr en þá að
önnur, ný og fullkomin, gætu
fyllt þeirra skarð. Þvert á móti
hafa fulltrúar Alþýðubandalags-
annar af forstjórum Ú. A., Vil-
helm Þorsteinsson, sem er reynd
ur togaraskipstjóri. Sú nefnd
hélt fyrstu fundi sína sl. mánu-
dag og miðvikudag, og fyrirbug-
að er, að nefndin starfi rösklega,
en að sjálfsögðu mun það taka
nokkurn tíma að ákveða stærð
Skuttogari
andi aðeins upphaf þess, að ný
og glæsileg skip leysi gömlu tog-
arana af hólmi. Sérstaklega hlýt-
ur það að vera gleðilegt fyrir
framkvæmdastjórana og starfs-
fólk aflt, bæði í landi og á sjó,
að nú skuli teningum hafa ver-
ið kastað og ákveðið að hefjast
handa um nýsköpun.
Orvæntingin ’var farin að
setja mark sitt á alla starfsemi
félagsins, menn töldu lífdaga
þess orðna fáa eftir, eða jafn-
marga og það væri talið gerlegt
að gera út þessi bráðum tuttugu
ára gömlu skip. Flestir virtust
vera farnir að sætta sig við, að
þessi örlög biðu þess atvinnu-
rekstrar, sem á hvað drýgstan
þátt í, að Akureyri hefur haldið
ins margsinnis flutt um það til-
lögur, bæði á Alþingi og í hæj-
arstjórn, að hafizt yrði handa
um endurnýjun. Þessar tillögur
hafa ekki verið samþykktar, en
engu að síður hafa þær gert sitt
gagn og verið sá neisti, sem von-
ir hefur gefið.
En þó að þessi samþykkt hafi
verið gerð í stjórn Útgerðarfé-
lagsins, er ekki þar með sagt,
að nýr skuttogari sigli hér til
hafnar á næstu mánuðum, heldur
er rétt að reikna með því, að ár-
in 67, 68 og 69 verði runnin í
aldanna skaut áður en það skeð-
ur, ef ekki verður á eftir ýtt.
Nefnd hefur verið skipuð til
að leggja á ráðin með hvers kon-
ar skip verði valin, þ. e. stærð
og gerð. I þessarri nefnd á sæti
og gerð þessarra tilraunaskipa.
Vilhelm telur, að okkur hér
henti bezt 5—700 tonna skip,
sem stundi veiðar á heimamið-
um og þeim miðum öðrum, sem
næst okkur eru, svo sem við
Austur-Grænland, aflinn verði ís
varinn og unninn í landi í fisk-
verkunarstöðvum félagsins.
Einnig telur Vilhelm, að rétt
sé að gera skipin þannig úr garði
að möguleikar séu til að stunda
aðrar veiðar en togveiðar.
Verkamaðurinn vill nota þetta
tækifæri til að óska Útgerðarfé-
laginu, starfsmönnum þess og
bæjarbúum almennt til hamingju
með framangreinda ákvörðun,
og efast ekki um, að í hlut Ú. A.
komi a. m. k. eitt af þessum nýju
skipum. — /.
Aðeins Alpýðubandal.
getur fellt
ríkisstjórnma
Nú er að líða að þinglokum og
reiknað er með, að kosningar verði
II. júní n.k. Alþingismenn hafa
haft eldhúsdogsumræður í þessarri
viku tvö kvöld. Var fyrri hluti þeirra
á þriðjudagskvöldið, en síðari hlut-
inn í gærkvöld.
Meðal þeirra, sem töluðu á þriðju
daginn, var Björn Jónsson, og ræddi
hann einkum kjaramól launþega og
skarðan hlut þeirra af vaxandi þjóð-
artekjum, og lagði óherzlu ó, að
eina vonin til að knýja fram breyt-
ingu i þessum efnum og breytta
stjórnarstcfnu í landinu, væri sigur
Alþýðubandalagsins i komandi kosn
ingum. Björn komst m. a. svo að
orði:
Samfellt góðæri hefur ríkt til
lands og sjávar, og hvert met-
aflaárið rekið annað. 011 ytri
efnahagsleg skilyrði til stórfelldr
ar uppbyggingar í landinu hafa
þannig verið fyrir hendi. Undir-
staða afkomuöryggis ætti að vera
traustari en nokkru sinni fyrr,
þótt á móti blási nú um stundar-
sakir. Arður góðæranna hefur
ekki runnið til undjirstöðuat-
vinnuveganna heldur hafa þeir
verið mergsognir af milliliðum
og verzlunarvaldi, sem nú hirðir
til sín fjórfaldan eða fimmfald-
Framhald á bls. 8.
Ungir Húsvíkingar búast til skíðak eppni
Völsungur 40 óra
Húsavík, 12. apríl.
íþróttafélagið Völsungur á
Húsavík er 40 ára í dag. — Það
var stofnað af 28 drengjum á
aldrinum 11 til 14 ára 12. apríl
1927. Fyrsti formaður þess var
Jakob Hafstein, en Jóhann Haf-
stein tók fljótlega við af honum
og var formaður félagsins í all-
mörg ár.
Fyrstu stjórnina skipuðu auk
Jaköbs þeir Jón Bjarklind, Jó-
hann Hafstein, Helgi Kristjáns-
son, Ásbjörn Benediktsson og
Benedikt Bj arklind.
Nú eru í félaginu á þriðja
hundrað manns og starfandi fé-
lagar eru rúmlega tvö hundruð.
V ölsungur hefur íþróttasal
skólanna til frjálsra afnota á
kvöldin, en félagið hóf starfsemi
sína þar síðari hluta vetrar árið
1959. Alla vetrarmánuðina frá
því um miðjan október til apríl-
loka hafa síðan æft þar á veg-
um félagsins á annað hundrað
manns vetur hvern. í vetur eru
þátttakendur 106, og þjálfarar 8.
Áhugi á skíðaíþróttinni hef-
ur farið mjög vaxandi hin síð-
ari ár, og félagið á nú mjög
efnilegt ungt skíðafólk, sem get-
ið hefur sér gott orð á landsmót-
um. — Á sumrin er mest stund-
uð knattspyrna í hinum ýmsu
aldursflokkum og handknattleik
ur.
Lokið var byggingu útisund-
laugar á Húsavík árið 1961. Síð-
an hefur verið æft sund á Húsa-
vík á vetrum sem sumrum, og
nokkrir efnilegir ungir sund-
menn hafa komið fram.
Völsungur hefur átt félaga,
sem orðið hafa landskunnir í-
þróttamenn, svo sem Stefán Sör-
ensson, Ásmundur Bjarnason og
Ingvar Þorvaldsson.
íþróttááhugi og íþróttastarf
hefur aldrei verið jafnmikið á
Húsavík og nú.
Félagið minnist afmælisins
með ýmsum hætti.
í kvöld verður hátíðafundur
í Samkomuhúsi Húsavíkur, og
næsta kvöld hátíðasýning í í-
þróttasalnum.
Ýms íþróttamót, sem félagið
mun halda síðar á árinu, verða
tileinkuð afmælisárinu, og Skíða
mót Norðurlands, sem háð verð-
ur á Húsavík dagana 15. til 16.
apríl n.k., verður helgað því.
Stjórn Völsungs skipa nú:
Þormóður Jónsson formaður,
Freyr Bjarnason, Halldór Ing-
ólfsson, Vilhjálmur Pálsson og
Stefán Benediktsson. — F. Bj.
frd hflppdrsttino
Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðúbandalagsins þakkar þeim
mörgu, sem sýnt hafa happdrættinu velvild og skilning og
gert skil fyrir miða, sem þeim hafa verið sendir.
En jafnframt vill stjórnin minna þá, sem enn eiga eftir að
gera upp, á að draga nú ekki uppgjör lengur, þar sem óhjá-
kvæmilegt er að fara að birta vinningsnúmerin.
Skrifstofan í Brekkugötu 5 verður auk venjulegs skrifstofu-
tíma opin næstu kvöld til klukkan 19 og frá 20 til 22 til mót-
töku á uppgjörum.
Útdráttur Vinningsnúmera fór fram á tilsettum tíma, en
númerin eru ennþá innsigluð í vörslu bæjarfógetaembættis-
ins. Það er von stjórnarinnar, að unnt verði að birta þau í
Verkamanninum í næstu viku, en fyrir þann tíma þurfa helzt
allir að vera búnir að gera upp.
Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins.