Verkamaðurinn - 14.04.1967, Page 3
BLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS 1 NORÐURLANDSKJÖRDÆMI
EYSTRA
SKRIFSTOFA í BREKKUGÖTU 5 - SÍMI 11516
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM. ÞORSTEINN JÓNATANSSON
AUGLÝSINGASTJ. OG AFGR.M. RÖGNV. RÖGNVALDSSON
PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU BJÖRNS JÓNSSONAR H.F.
FRAMBOÐIN
Nú hafa allir flokkar tilkynnt iramboð sín við vænt-
anlegar alþingiskosningar í júní næstkomandi, ef frá
er talið, að neðri hlutann vantar enn á lista íhaldsins
á Vestfjörðum.
Síðasta framboð Alþýðubandalagsins, framboðið
í Reykjavík, var tilkynnt á þriðjudagsmorguninn.
Miklar sögusagnir hafa verið manna á meðal og í
andstæðingablöðunum um það, að mikil óeining hafi
ríkt innan Alþýðubandalagsins um ákvörðun framboða
og harðar deilur staðið.
Sannleikurinn mun sagna beztur í þessu máli sem
öðrum, enda þótt íhaldsblöðin telji ekki hagkvæmt fyr-
ir sig að hafa hann að leiðarljósi.
I öllum kjördæmum utan Reykjavíkur gekk mjög
auðveldlega og árekstralítið að koma saman framboðs-
listum Alþýðubandalagsins og mjög góð eining um þá
strax í upphafi. í Reykjavík var aftíir á móti allhart
deilt um það, hverjir skipa skyldu efstu sætin, og var
að lokum kosið milli tveggja tillagna, en margar fleiri
höfðu komið fram, þó að þær vsftru ekki lagðar fram
á fundi, þegar endanleg ákvörðun um listann var tekin.
Að sjálfsögðu reyna andstæðingar Alþýðubanda-
lagsins að gera meira úr þeim ágreiningi, sem þarna
var til staðar, en raunverulega er ástæða tiL Skal því
þó alls ekki neitað, að um allskörp átök var að ræða.
En er nokkuð undarlegt við það? Tveir helztu for-
yztumenn Alþýðubandalagsins og þingskörungar um
árabil eru að láta af störfum, Einar Olgeirsson og Al-
freð Gíslason, og ætti það ekki að vera neitt undrun-
arefni, þó að vefjist fyrir mönnum, hverja beri að setja
í þeirra sæti. Það var ennþá erfiðara að ákveða slíkt
vegna þess, að Alþýðubandalagið var fyrst á síðasta
ári byggt upp sem stjórnmálaflokkur. Að því stóðu
menn úr ýmsum flokkum og á ýmsan hátt með dálítið
mismunandi skoðanir, þó að þeir eigi samleið í þeim
málum, sem mestu skipta. En þeir flokkar og flokks-
brot, sem tóku höndum saman í Alþýðubandalaginu,
eru enn ekki runnir svo saman í eina fylkingu, að ekki
sé ástæða til að búast við, að mat einstaklinganna á
mönnum og málefnum sé dálítið mismunandi. Enda er
ekkert athugavert við að svo sé og hlýtur raunar alltaf
að verða í nokkrum mæli innan allra flokka.
A það er líka vert að benda, að ekki virðist með
öllu laust við, að átök séu einnig innan annarra flokka
um framboðin. Þannig hefur íhaldinu ekki enn tekizt
að koma saman heilum lista á Vestfjörðum, og illa var
búið að ganga fyrir Framsókn í þ\í sama kjördæmi,
einnig hér i Norðurlandskjördæmi eystra.
Það heyrir áreiðanlega fremur til undantekninga
en reglu, að allir séu á einu máli um það, hverjir skipa
skuli efstu sæti á framboðslista í þessu eða hinu kjör-
frd oðflliundi Ferðníélogs Ahureyror
Ferðafélag Akureyrar hélt að-
alfund sinn þann 20. marz 1967.
Meðal annars kom þetta fram
á fundinum: Félagið niinntist
30 ára áfmælis síns með hófi,
sem fram fór í Alþýðu'húsinu
þann 16. apríl 1966. Þar var
saga félagsins rifjuð upp í stór-
um dráttum, en það hefur frá
upþhafi heitt sér fyrir ferðamál-
um, kannað og lagt leiðir um ör-
æfaslóðir, byggt sæluhús í
Herðubreiðarlindum og við
Laugafell, gefið út ritið Ferðir
fíá og méð 1940, staðið fyrir
samkomum, sem ha'fa haft land-
kynningu að aðalmarkmiði og
skipulagt ferðalög um byggðir
og óbyggðir. Á síðastliðnu ári
fjölluðu Ferðir aða’llega um Flat
eyjardal, en í ár munu þær flytja
leiðarlýsingu um Múlaveg og
einnig mun þar verða ágrip af
sögu vegarins frá upphafi. Er þá
m. a. ritið hugsað sem -handhæg
ferðahandbók fyrir þá, sem
leggja leið sína um þennan
merkilega veg, sem gjörbreyta
mun samgöngum við Eyjafjörð.
Farnar Voru á síðastliðnu
sumri 13 ferðir á vegum félags-
ins, með 207 þátttakendum. Sú
nýbreytni befur verið tekin upp
í sambandi við ferðirnar, að
hafa sameiginlegt mötuneyti og
er það til mikilla þæginda fyrir
þá, er taka þátt í ferðunum. Fé-
lagsmenn eru 542. Fjárhagur m-á
teljast bærilegur. Ráðgert er að
reisa lítið hús í Oskju næsta
sumar. Ný ferðaáætlun mun birt
ast innan skamms í Ferðum,
sem nú eru að fara í prentun.
Skrifstofa félagsins í Skipagötu
12 mun verða opin á vissum tím-
um, eftir að ferðir hefjast, og
veita upplýsingar um starfsem-
ina.
Stjórn félagsins skipa: Tryggvi
Þorsteinsson, Björn Þórðarson,
Karl Hjaltason, Jón D. Ármanns
son, Valgarður Baldvinsson. —
Ferðanefnd: Jón D. Ármanns-
son, Anna Jónsdóttir, Svala Jó-
hannsdóttir, Guðfinna Thorla-
cius, Ásgrímur Ágústsson. —
Ritnefnd . Ferða: Björn Bessa-
son, Björn Þórðarson, Þormóð-
ur Sveinsson.
Tryggvi Þorsfeinsson
Ntríð og; frlðiir
MILLI HAFNARNEFNDAR OG VITAMÁLASTJÓRA
í síðustu viku skarst í odda
milli vitamálastjóra og hafnar-
nefndar Akureyrar í deilu þeirra
um hvor aðilinn ætti að ráða
ýfirverkstjóra við (hafnar- og
dráttarbrautarframkvæmdirnar,
sem eru að h-efjast.
Hafnarnefnd hafði alltaf lagt
áherzlu á, að hún réði yfirverk-
stjóra, o-g áleit, að vitamálastjóri
hefði fallizt á þá tilhögun, að
Pétur Bjarnason verkfræðingur
yrði yfirverkstjóri. En í síðustu
viku gerðist það óvænta, að vita
málastjóri ti’lkynnir formanni
hafnarnefndar, að hann hafi ráð
ið yfirverkstjóra og sé hann
væntanlegur norður þann sama
dag og taki þá þegar við yfir-
verkstjórn. Þessu mótmælti for-
maður hafnarnefndar og taldi
brot á áður gerðu samkomulagi.
Þegar svo var komið málum,
að tveir yf irverkstj órar voru
ráðnir til að stjórna sama verk-
inu, sáu allir, að stríð var hafið
og vegna liðsmunar ákvað vita-
málastjóri að kalia sína liðsmenn
suður og lagði sínum vígvélum
við fast.
Hitnað hafði í hafnarnefndar-
mönnum og urðu þeir vígreifir
mj ög. Þeir gengu á ’fund foringj a
ráðsins og spurðu hvað gera
skyldi. Ráðið taldi einsýnt, að
reka ætti flóttann suður yfir
heiðar o-g skyldu þeir Stefán og
Árni veita eftirförinni forustu.
Sú eftirför gekk að óskum, og
var frægur sigur unninn. Ekki
var samt talið ráðlegt að heirnta
skilyrðislausa uppgjöf, 'heldur
var saminn friður, sem báðir
aðilar gátu sætt sig við.
Hér á eftir fara þeir friðar-
samningar, sem undirritaðir
voru með viðhöfn í höfuðborg-
inni laugardaginn 8, apríl 1967:
„Fyrir tilstilli samgöngumála-
ráðuneytisins var laugardaginn
8. apríl haldinn fundur í Reykja-
vík til þess að ræða ágreining,
sem upp hafði komið um tilhög-
un framkvœmda og verkstjórn
við byggingu dráttarbrautar á
Akureyri.
Fundinn sátu:
Frá samgöngumálaráðuneyt-
inu: Brynjólfur Ingóljsson, ráðu
neytisstjóri.
Frá hafnarnefnd Akureyrar:
Stefán Reykjalín, Árni Jónsson,
Bjarni Einarsson, Magnús E.
Guðjónsson.
Frá vita- og hafnármálastjóra:
Aðalsteinn Júlíusson, Daníel
Gestsson, Sveinn Sveinsson,
Sverrir Bjarnason.
Fullt samkomulag varð um eft
irgreinda tilhögun:
l.Sveinn Sveinsson, verkfrœð-
ingur, starfsmaður vita- og
hafnamálastjóra, sér fyrir
Framhald á bls. 6.
dæminu. Þær undantekningar eru að vísu nokkrar.
Þannig mun það ekki hafa flögrað að neinum hér í
kjördæmi, að annar en Björn Jónsson kæmi til greina
í efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins, á Vestfjörðum
mun heldur engum hafa dottið annar í hug en Hanni-
bal Valdimarsson. Og svo litið sé til annarra flokka,
þá mun öllum ljóst, að enginn annar en Eysteinn Jóns-
son gat verið tilnefndur til að skipa efsta sætið á Aust-
fjörðum, og hjá Sjálfstæðisflökknum í Reykjavík kom
auðvitað enginn til greina í fyrsta sætið annar en
Bjarni Benediktsson. En þetta eru undantekningarnar.
Það eðlilega er, að í einstökum félögum og kjör-
dæmum sé vandlega um það fjallað, hvfernig framboðs-
listi skuli skipaður og ræddar séu allar þær hugmynd-
ir, sem í því sambandi koma frgm. Að síðustu hlýtur
afl atkvæða að ráða, ef ekki verða allir á eitt sáttir.
En þegar niðurstaðan er fengin stendur hver flokkur
fast að baki sínum lista.
Þetta er gangur mála hvarvetna, þar sem lýðræði
ríkir og óheft flokkamyndun. — Þ.
Föstudagur 14. apríl 1967.
Verkamaðurinn (3