Verkamaðurinn - 14.04.1967, Side 8
VIÐ HEYGARÐSHORNIÐ
í skýrslu frá O. E. C. D er tal-
ið, að kjötskortur sé yfirvofandi í
Vestur-Evrópu árið 1970 Hins
vegar hefur eftirspurn eftir nauta-
kjöti aukist þar jafnt og þétt, eða
um 3.6 milljónir tonna á árunum
frá 1955—1964.
Fram til 1970 gera öll lönd
innan O. E. C. D. ráð fyrir auk-
inni neyzlu á kjöti, sum um helm-
ings aukningu, eins og t. d. Italía.
Þetta þýðir, að skorta mun á
markaðinn um 1.7 milljón tonn.
Gert er ráð fyrir, að Argentína,
Nýja-Sjáland, Astralía og Urugu-
ay geti aukið framleiðslu sína um
1.3 milljónir tonna.
Til þess að seðja Evrópumark-
aðinn vantar þá um 400 þús. tonn.
Ymsar ráðagerðir eru uppi um
það, hvernig mæta skuli þessum
vanda. Og er þá helzt talað um:
I fyrsta lagi, að hækka kjöt-
verðið til þess að venja fólkið af
kjötneyzlu.
í öðru lagi að styrkja kálfaeldi
með opinberum framlögum.
I þriðja lagi .með því að banna
að slátra nokkrum kvígukálfi fyrr
en hann hefur eignast að minnsta
kosti eitt afkvæmi.
Þegar aðrar þjóðir búa sig und-
ir að nýta þessa markaði, er okk-
ur, íslenzkum bændum, sagt, að
fara okkur rólega, draga saman
seglin. Þar ganga foryztumenn í
landbúnaðinum fram fyrir skjöldu
ásamt valdhöfunum, sem telja
landbúnaðinn dragbít á eðlilega
efnahagsþróun. Hins vegar hníga
öll rök að því, að einmitt í land-
inu sjálfu og ræktun þess eigi
þjóðin sína mestu möguleika, að-
eins ef hún hefur vit og kunnáttu
til að nýta þá.
Til þess að snúa inn á þá braut
þarf kjark og áræði. Það eiga
bændur t ríkum mæli. Fyrst þurfa
þeir að reka af höndum sér úrtölu-
mennina og þá sem umsnúið hafa
svo öllu okkar efnahagslífi, að við
komum ekki út fyrir landsteinana
eftirsóttum vörum öðru vísi en
greiða með þeim stórar fjárfúlgur.
Þetta tvennt kostar bændur ekk-
ert og það geta þeir auðveldlega.
Síðan verða þeir að hefja und-
irbúning að stórfelldri framleiðslu
aukningu, sem byggist á aukinni
ræktun jarðar og búfjárkynja, leita
eftir mörkuðum, kynna sér þá og
vinna þá. Með þetta í huga verða
þeir að mennta unga fólkið sitt,
sem bíður eftir stórum verkefnum.
Djarfmannleg sókn á þessum
vettvangi ásamt ræktun og skyn-
somlegri hagnýtingu fiskimiðanna
umhverfis landið, er forsendan fyr
ir að við höldum þvl, og höldum
þanng áfram að vera frjálsir
menn. H.
YBBSAunn
Cókr drangur
Nú þegar hafa ýmsir staðir
náð góðum árangri í sölu happ-
drœttismiða. Þórshöfn er enn í
fyrsta sæti en Fnjóskadalur er
kominn í annað sæti og Svarfað-
ardalur í fjórða sæti.
Árangurinn á einstökum stöð
um er nú þessi:
1. Þórshöfn 310%
2. Fnjóskadalur 187%
3. Hrísey 180%
4. Svarfaðardalur 170%
5. Raufarhöfn 168%
6. Ólafsfjörður 150%
7. Eyjafj. norðan A. 90%
— Aðeins Alþýðubandal.
i happdrcttinn
8. Akureyri 89%
9. Eyjafj. sunnan A. 83%
10. Ýmsar sveitir S.Þing. 50%
11. Dalvík 36%
Skil frá Húsavík og Dalvík
eru vœntanleg nœstu daga.
Nú þegar er sýnt, að árangur
af þessu happdrœtti verður góð-
ur, og allmikið fé verður til ráð-
stöjunar til að hefja kosninga-
baráttuna og til erindreksturs í
kjördœminu, en mikil nauðsyn
er að skipuleggja sem bezt starf-
ið á einstökum stöðum og í kjör
dæminu sem heild.
hún beitir til þess jöfnum hönd-
Leikfélag Húsavíkur sýnir um
þessar mundir sj ónleikinn Lukku
riddarann eftir J. M. Synge í
þýðingu Jónasar Árnasonar. —
Frumsýning var miðvikudaginn
29. marz við húsfylli og mjög
góðar undirtektir áhorfenda. —
Var leikendum og leikstjóra
þakkað með dynjandi lófataki
Leikstjóri er Magnús Jónsson
frá Reykjavík, en með aðalhlut-
verk fara: Páli Kristinsson, Sól-
veig Karvelsdóttir, Sigurður Hall
marsson, Einar Njálsson, Ingi-
mundur Jónsson og Steinunn
Valdimarsdóttir.
Leikmynd gerði Björn Líndal.
Undirleik annast Reynir Jónas-
son.
Ráðgert er, að síðustu sýning-
ar verði nú um helgina.
KJÓSENDUR í Noðurlandskjör
dæmi eystra verða 743 fleiri í
vor en við síðustu alþingiskosn-
ingar. Á öllu landinu hefur kjós-
endum fjölgað um 9514 sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofunn
ar.
LUKKURIDDARINN
X
o
oo
SKIPAKOMUR í Akureyrar-
höfn: —.8/4 kom m/s Ragg frá
Bergen með tunnuefni til Tunnu-
verksmiðju ríkisins og niður-
suðudósir til Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónsson & Co. — 9/4
kom Fjallfoss með alls konar
kornvörur og stórvirkar vinnu-
vélar fyrir Akureyrarbæ. — 10/4
kom Brúarfoss með stykkjavörur.
— 13/4 kom b/v Kaldbakur með
100 tonn af fiski og landaði til
vinnslu í hraðfrystihúsi Ú. A. —
Mun þetta vera fyrsta togaralönd
unin hér á þessu ári.
*
VfSA VIKUNNAR
Sinni beggja af sömu rótum
— svona er mannlífið. —
Berast þó ó banaspjótum
Bragi og ihaldið.
*
*
*
t
*
i
*
*
*
*
*
*
¥
*
*
¥
¥
¥
¥
♦
.**********************
GERIP §KIL
Mnnið að grera mi þegrar skil við
Happdrætti Alþýðnbandalag:sin§
Framhald af bls. 1.
an hlut móts við það sem var
fyrir valdatöku viðreisnarstjórn-
arinnar.
Þá minnti Björn á, að kaup-
máttur tímakaups verkamanna
væri því sem nasst hinn sami og
1959 og kjarabætur væru í engu
samræmi við vöxt þjóðartekna.
Iíefði verkafólk því orðið að
sækja sína rauntekjuaukningu að
öllu leyti í lengdan vinnutíma og
tímabundna yfirborgun þar sem
eftirspurn hefði verið eftir vinnu
afli.
Það eru þessar staðreyndir um
þróun kjaramála verkafólks á-
samt síversnandi afkomu undir-
stöðuatvinnuveganna og láns-
f j árkreppu sem 'þegar í dag hef-
ur leitt af sér alvarlegan sam-
drátt í ýmsum greinum atvinnu-
lífsins og tilfinnanlegt atvinnu-
leysi í heilum landshlutum, —
það eru þessar staðreyndir sem
nú um sinn hafa sett eðlilega og
lífsnauðsynlega kjarabaráttu
vinnandi fólks í sjálfheldu og
ógna nú jafnvd þeim neyðar-
möguleika sem verkafólk hefur
haft til þess að framfleyta sér
og sínum með gegndarlausri yf-
irvinnu.
Styttur vinnutími — svo knýj-
andi sem hann er — hlýtur að
leiða til neyðarástands ef kaup-
gjald hækkar ekki að sama
skapi. Úr þessarri sjálfheldu
verður íslenzk verkalýðsihreyfing
að brjótast og það getur hún, ef
um samtakamætti sínum á sviði
hinnar faglegu hagsmunabaráttu
og á stjórnmálasviðinu, og
tryggir sér þar sterk áhrif í sam-
félagi við þau þjóðfélagsöfl, sem
nú 'hafa sömu bagsmuna að gæta.
Eins og flokkaskipan er nú í
landinu, er það einungis fylgis-
aukning Alþýðubandalagsins er
getur hnekkt hinum nauma
þingmeirihluta þeirrar stjórnar-
samsteypu, sem hefur sýnt það,
og sannað, að hún hvorki vill né
getur stýrt þjóðarbúinu eftir
þeim leiðum, sem nú eru einar
færar.
SKUGGA-SVEINN
Á DALVÍK
Annað kvöld frumsýna Leik-
félag Daivíkur og Ungmennafé-
lag Svarfdæla sjónleikinn
Skugga-Svein eftir Matthías
Jochumsson. Leikstjóri er Stein-
grímur Þorsteinsson og fer hann
jafnframt með hlutverk Skugga.
Skugga-Sveinn er annað leik-
ritið, sem Leikfélag Dalvíkur og
UMFS setja á svið í vetur. Hitt
var Ráðskona Bakkabræðra, og
var frumsýnt laust fyrir áramót.
BALLETTSKÓLI Eddu Schev-
ing heldur námskeið á Akur-
eyri, sem hefst 17. þ. mán. og
fer fram í Landsbankasalnum.
Kenndur verður ballett, einnig
jassballett og loks fer fram
kennsla í frúarflokkum.
STEINHRINGAR
til fermingargjafa
Gullsmiðir
Sigtryggur og Pétur
Brekkugötu 5 . Sími 1-15-24