Verkamaðurinn - 02.06.1967, Blaðsíða 1
ÚTVÁRPSUMR
Fyrri hluti útvarpsumræðna
stj órnmálaflokkanna í Norður-
landskj ördæmi eystra fór fram á
þriðjudagskvöldið. Ræðumenn
G-listans voru Björn Jónss., Ben-
óný Arnórsson og Gunnar Eydal.
Síðari Jiluti umræðnanna verð
ur í kvöld, og þá tala fyrir G-
listann: Hjalti Haraldsson,
ÆÐU RNAR
Freyr Bjamason, Angantýr Ein-
arsson og Björn Jónsson.
Nokkur hluti fyrri umræðunn
ar var endurtekin í gær að kröfu
Framsóknarmannanna Gísla Guð
mundssonar og Stefáns Valgeirs
sonar, sem sagt er, að hafi ein-
staklega gaman af að hlusta á
sjálfa sig.
■ Verkafólk! Metum að verðleikum
• * * .
stðrf Björns Jónssonar. Tryggjum
glœsilegan sigur hans 11. júní n.k.
Alþýðubandalagið og hinír flohkarnir
„Jafnvægi í byggð, frjólst framtak, norðlenzk sókn"
Fromséhn, íhold og kratar fdldu
tillðgu nm stulmng nð Horiurf lug
Alþýðubandalagið er stjórn-
málaflokkur, sem getur samein-
að öll hin róttækustu og frjáls-
lyndustu öfl í íslenzku þjóðlífi.
Alþýðubandalagið er flokkur
verkafólks, menntamanna,
bænda og allra þeirra stétta og
starfshópa, sem vilja vinna að
andlegri og efnahagslegri við-
reisn þjóðarinnar. Alþýðubanda-
lagið er orðið til af nauðsyn
sterks vinstra samstarfs, til mót-
vægis við pukrunarlausa auð-
valdsstefnu Sj álfstæðisflokksins
og fylgifiska hans. Alþýðubanda
lagið, eitt íslenzkra stjórnmála-
flokka, getur unnið af heilhug
og djörfung gegn vel skipulögðu
og stéttvísu auðvaldi. Alþýðu-
bandalagið er andstöðufylking
drottnandi þjóðfélagsafla. —
Hvorki Framsóknarflokkurinn
né Alþýðuflokkurinn geta
nokkru sinni orðið sú brjóst-
vörn, sem vinstri öflin þurfa að
eiga til sóknar og varnar í heil-
ögu stríði sínu fyrir hagsmunum
lands og þjóðar. Alþýðuflokkur-
inn hefur gerzt málalið íhalds-
ins, gegn 'hagsmunum þeirrar al-
þýðu, sem hann kennir sig þó
við. Framsóknarflokkurinn var
lengi vel fyrst og fremst bænda-
flokkur með all-róttæka stefnu-
skrá, en loðin stefnumið í reynd-
inni. Hann hafði lítið fylgi í
flestum kaupstöðum á meðan
átti forsæti í ríkisstjórn. En sl.
9 ár, sem Framsóknarflokkurinn
hefur verið í stjórnarandstöðu,
hefur hann í orði rekið slíka
pólitík, að launþegar í bæjum og
kauptúnum hafa í auknum mæli
veitt honum brautargengi í bæj-
arstjórnar- og alþingiskosning-
um. Framsókn hlýtur þó að
bregðast þeim umbjóðendum sín
um, þegar í harðbakka slær. —
Flokkurinn er ekki róttækur um-
bótaflokkur nema í orði fyrir
kosningar. Atvinnurekendur og
íhaldssamir embættismenn
stjórna honum á borði og sam-
vinnuhæfur verður hann ekki til
vinstri nema að hann verði
neyddur til þess. Til þess er að-
eins ein leið: Alþýðubandalagið
þarf að aukast að atkvæðum og
þingstyrk við þessar kosningar.
Með því eina móti er unnt að
fella „viðreisnar“stjórnina og
með því eina móti verður Fram-
sóknarflokkurinn neyddur til að
standa við stóru orðin fyrir kosn
ingar — og ganga til samstarfs
við Alþýðubandalagið eftir þess-
ar kosningar.
Þú, kjósandi góður, sem vilt
að nú verði brotið blað í stjórn-
málasögu landsins, vilt fall auð-
valdsstjórnar Sj álfstæðisflokks-
ins og að í stað hennar komi rót
tæk stjórn, sem hefur hagsmuni
fjöldans að leiðarljósi og þorir
að þrífa til í arnarbæli íhaldsins,
þú styður Alþýðubandalagið við
þessar kosningar.
í þessu kjördæmi er valið sér-
staklega auðvelt. Björn Jónsson,
sem skipar efsta sæti G-listans,
hefur um langt árabil verið helzti
forsvarsmaður launþegasamtak-
anna hér 'heima, á Alþingi og við
samningaborðið, þegar kaup-
gjaldsmál og kjarasamningar
hafa verið á döfinni. Enginn
frambjóðenda hinna flokkanna
hefur nokkru sinni eða mun
ganga þar fram fyrir skjöldu.
Því er x-G hið eina rétta.
Á fundi bæjarstjómar Akur-
eyrar sl. þriðjudag kom til af-
greiðslu tillaga Ingólfs Árna-
sonar, Þorvaldar Jónssonar og
Hauks Árnasonar um stuðning
við Norðurflug hf. — Tiilagan
var þannig:
„Bæjarstjórn Akureyrar bein-
ir því til hœstvirts samgöngu-
málaráðherra og flugmálastjóra
ríkisins, að þeir beiti áhrifum
sínum fyrir því, að Norðurflug
hf. fái þá fyrirgreiðslu og rétt-
indi, sem nauðsynleg eru til að
félagið geti annast þau verkefni,
sem eðlilegt er að það annist, svo
sem áœtlunarferðir til og frá Ak-
ureyri.“
Meirihluti bæjarráðs, Jakob,
Árni Jónsson, Sigurður Óli og
Bragi, lögðu til að fresta mál-
inu, en Ingólfur Árnason lagði
til, að tillagan yrði samþykkt ó-
breytt og tók hana þannig upp
aftur í bæjarstjórn.
Urslitin urðu þau, að tillag-
an var felld með 7 atkv. gegn 2.
Gegn henni greiddu atkvæði all-
ir Framsóknarmennirnir, og
vildu með því sýna, hvernig þeir
vilja framkvæma „jafnvægi í
byggð landsins.“ Einnig greiddu
allir íhaldsmennimir atkvæði
gegn henni, og vildu á þann hátt
sýna, hvaða hugur fylgir þeirra
ræðum um „frjálst framtak.“ —
Og ekki var hlutur Braga og
Valgarðs stórmnanlegri. Þeir
SÁTU HJÁ, og virðist því hin
„norðlenzka sókn,“ sem Alþýðu-
maðurinn hefur guinað af að
undanförnu, vera runnin út í
sandinn. En var við öðru að bú-
BÆNDUR! Eini möguleikinn til ad
anka þinglið bænda er að tryggja
kjör HJALTA HARALDSSONAR