Verkamaðurinn - 20.10.1967, Page 3
BLAtí ALÞÝÐUBANDALAGSINS 1 NORtíURLANDSKJÖRDÆMI
EYSTRA
KITSTJÓRI OG ABYRGÐARM. ÞORSTEINN J0NATANSSON
PRENTAÐ 1 PRENTSMIÐJU BJÖRNS JÓNSSONAR H.F.
Hin frjálsa
samkeppni
Frjáls samkeppni og aftur frjáls samkeppni hefur
alla tíð verið kenning og boðorð númer eitt hjá Sjáif-
stæðisflokknum, og í núverandi ríkisstjórn hafa Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fallizt í faðma
með þenna boðskap að leiðarljósi. Afnám hafta og
frjáls verðmyndun var hoðuð í upphafi viðreisnar.
Verðlagsákvæði og verðlagseftirlit var að mestu af-
numið, en frjáls samkeppni átti að lækka vöruverðið
og verða öllum til hagshóta.
Kaupmaður einn í Reykjavík, Pálmi Jónsson, eig-
andi Hagkaups, liefur um nokkur ár rekið vefnaðar-
vöruverzlun, sem ástundað hefur að lækka álagningu
og selja sem ódýrast. Verzlun þessi hefur verið illa
þokkuð af kaupmönnum og þeir óspart talið Pálma
setja blett á stéttina með verzlunarháttum sínum.
Svo gerðist það fyrir rúmri viku, að Pálmi þessi
opnaði matvöruverzlun í Reykjavík og hélt sömu verzl-
unarháttum og með vefnaðarvöruna. Hann keypti vör-
ur sínar af sömu heildsölum og aðrir kaupmenn, en
lagði minna á og seldi ódýrar en aðrir. Þarna var loks-
ins að sjást einhver ávöxtur hinnar frjálsu samkeppni í
matvöruverzluninni, loksins leit út fyrir, að samkeppn-
inni mætti þakka einhverja verðlækkun. Og sá árangur
hirtist á heppilegum tíma, einmitt sömu dagana og rík-
isvaldið lét hækka fjölda matvörutegunda í verði. Gott,
að eitthvað kom á móti til lækkunar.
En hver urðu viðhrögð kaupmannanna í Reykjavík,
mannanna, sem alltaf hafa verið fremstir í flokki að
hoða ágæti þessarar frjálsu samkeppni?
Þeir flykktust á fund heildsalanna og tilkynntu þeim,
að ef þeir héldu áfram að selja Pálma vörur, þá væri
viðskiptum þeirra við þá lokið. Og heildsalarnir bogn-
uðu, létu þvinga sig lil að taka fyrir viðskipti við
Pálma.
Þannig er frjálsa samkeppnin í framkvæmd. Ef ein-
hver vogar sér að selja vörur ódýrar en aðrir, þá eru
mynduð samtök til að knésetja hann. Kostir frjálsrar
verzlunar og frjálsrar samkeppni skulu aðeins vera í
orði en ekki á borði. Og þetta er ekki eina dæmið um
slíkt. Svona er þetta um allar jarðir. Eða sjá menn
ekki skyldleikann með þessu og þeim þvingunum, sem
ílugfélög á Norðurlöndum og víðar reyna að heita
flugfélagið Loítleiðir vegna þess, að félagið selur sína
þjqíiustu ódýrar en önnur flugfélög?
I frásögn daghlaðsins Vísis af viðskiptum kaup-
manna og Pálrna Jónssónar segir, að viðskiptamála-
Tónlistarfélflgið eykur starfsemi síno
i tónleihor í vetur
Trio of London, Magnús Jónsson, Askenazy,
Vaiman, Hafliði Haligrímsson,
Sinfóniuhljómsveit Islands.
Hið 25. starfsár Tónlistarfé-
lags Akureyrar er nú að hefjast
og mun félagið af því tilefni
auka starfsemi sína í 6 tónleika
í vetur og verða þeir þessir að
öllu forfallalausu:
1. Trio of London, fimmtu-
daginn 26. okt. En tríóið skipa
ungfrú Carmel Kaine frá
Astralíu, fiðluleikari, Peter
Willison, celloleikari og píanó-
leikarinn Philip Jenkins. — Þótt
þau séu öll ung að árum hafa
þau hlotið ótal verðlaun fyrir
frábæran árangur í tónlistar-
námi og ágæta dóma hvarvetna
fyrir hljómleika sína, bæði í
Englandi, Frakklandi og Belgíu.
2. Magnús Jónsson, óperu-
söngvari, fimmtudaginn 23. nóv.
Hann er svo sem alþjóð er kunn-
ugt einn af allra fremstu söngv-
urum þjóðarinnar og hefur skil-
að með prýði mörgum óperuhlut
verkuin bæði í Kaupinannahöfn
og í Reykjavík.
3. Vladimir Askenazy, einn
þekktasti píanóleikari heimsins,
mun að öllum líkindum halda
hér tónleika um áramótin, en
ekki er endanlega gengið frá
samningum við hann.
ari og hlaut hann mikla viður-
kenningu og lofsverð uinmæli
við lokapróf frá Royal Academy
of Music í London.
6. Sinfóníuhljómsveit Islands
mun koma norður um mánaða-
mótin maí—júní, og verða það
25 ára afmælistónleikar félags-
ins. Hljómsveitina er óþarft að
kynna, en hún vakti afar mikla
hrifningu tónlistarunnenda hér í
vor og bárust félginu þá ótal á-
skoranir að vinna að því að fá
Sinfóníuhljómsveitina árlega
hingað til Akureyrar.
Endurnýjun jélagsskírteina
styrktarfélaga fer fram í Bóka-
verzluninni Huld, vikuna, mið-
vikudaginn 18. til iniðvikudags-
inS 25. okt. á hádegi. Mjög er
áríðandi að félagsmenn endur-
nýi skírteini sín í tæka tíð, ella
eiga þeir á hættu að þau verði
seld öðrum. Félagið er nú full-
skipað miðað við rými í tón-
leikasal, eða 290 manns. Þeir
sem eru á biðlista félagsins at-
hugi miðvikudaginn 25. okt. eft-
ir hádegi, hvort nokkrir að-
göngumiðar hafi losnað. —
Askriftargjald má greiða í einu
eða tvennu lagi, fyrri hluta starfs
árs eða árið allt og nemur verð
hvers miða sem svarar kr. 100.
Hverj um styrktarfélaga eru
ætlaðir 2 miðar á hverja tón-
leika. — Félagsgjald er ekkert.
Styrkur Tónlistarfélagsins ligg-
ur í því að allir félagsmenn sæki
sína miða og þá hefur félagið
bolmagn til að efla starfsemi
sína enn meir og stuðla að fjöl-
breyttu tónlistarlífi í bænum. —
Tónlistarfélagið býður alla sína
velunnara velkomna til nýs
starfsárs, sem vonandi verður
ánægjulegt tónlistarár.
Tónlistarfélag Akureyrar.
4. Mikhail Vaitnan, rússnesk-
ur fiðluleikari, sem getið hefur
sér mikið frægðarorð undan-
farin ár, mun væntanlega leika
hér á vegum félagsins snemrna í
inarzmánuði. Hann leikur ein-
leik með Sinfóniuhljómsveit Is-
lands þ. 7. marz.
5. Hafliði Hallgrímsson, eelló-
tónleikar þriðjudaginn 9. apríl.
Þessi ungi og efnilegi listamaður
heldur fyrstu sjálfstæðu tónleika
hér í sínum heimabæ, Akureyri.
Hann hefur vakið athygli í Lon-
don sem mjög efnilegur celloleik-
Á þessarri mynd sjóum við þó ræðast við Eyþór H. Tómasson, formann
stjórnar Fjórðungssjúkrahússins ó Akureyri og Olaf Sigurðson, yfirlækni
lyflækningadeildar. — Myndin var tckin ó dögunum, þcgar blaðamönnum
voru kynnt ný og fullkomin tæki röntgendeildar sjúkrahússins.
landbúnaðflrsýninð
Ákveðið hefur verið, að á
næsta sumri verði haldin mynd-
ráðuneytið líti mál þetta alvarlegum augum, og að
reynt muni eftir samningaleiðum að fá matvörukaup-
menn til að láta af þvingunum sínum. Og svo hætir
blaðið við, að „einnig er í uppsiglingu löggjöf um
verðgæzlu og samkeppnishömlur.“
Slík virðast þá eiga að verða viðhrögðin, ef einhver
jákvæður árangur ætlar að sjást aí frjálsu samkeppn-
inni. Þá á að setja lög um samkeppnishömlur. Kannski
lög um hann við verðlækkunum og frjálsri samkeppni
verði að lokum eitt af minnismerkjum eftir núverandi
ríkisstjórn. við hlið allra lagabálkanna urn verðhækk-
anir og nýja skatta.
Föstudagur 20. október 1967
arleg landbúnaðarsýning í Laug-
ardalnum í Reykjavík. Eru það
Búnaðarfélag íslands og Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, sem
gangast fyrir sýningunni, sem
sennilega verður opnuð um miðj
an ágúst.
Aðalframkvæmdastjóri sýn-
ingarinnar verður Agnar Guðna-
son ráðunautur, en Kristján
Karlsson erindreki aðstoðar-
maður hans. — Sýningarráð
skipa 21 fulltrúi frá samtökum
og stofnunum, sem á einn eða
annan hátt eru viðkomandi land-
búnaði.
Auglýst hefur verið eftir þátt-
töku í sýningunni, og skulu þeir,
sem áhuga hafa gefa sig fram
við Agnar Guðnason á skrifstofu
Búnðarfélags íslands.
Verkamaðurinn (3